Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Síða 5
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
5
Stjómmál
Hörð umræða
um flugvöll
Það fór sem DV spáði í fyrradag.
Tillaga þingmanna Norðurlandskjör-
dæmis eystra um að íram fari, svo fljótt
sem kostur er, rækileg úttekt á mögu-
leikum þess að Akureyrarflugvöllur
þjóni sem varaflugvöllur fyrir milli-
landaflug kallaði fram hörð viðbrögð
þingmanna annarra kjördæma, eink-
um þingmanna Norðurlandskjördæm-
is vestra.
Steingrímur J. Sigfusson mælti fyrir
tillögunni um Akureyrarflugvöll og
lýsti jiann kost langhagkvæmastan
fyrir Islendinga.
Pálmi Jónsson og Stefán Guðmunds-
son, Norðurlandi vestra, sögðu báðir
að færustu sérfræðingar hefðu ein-
dregið lagt til að Sauðárkróksflugvöll-
ur yrði fyrir valinu. Öryggisatriði ættu
að ráða vali varaflugvallar fyrst og
fremst. Vegna slakra aðflugs- og veð-
urskilyrða væri Akureyrarflugvöllur
sístur af þeim fjórum kostum sem
nefndir hefðu verið.
Pálmi sagði að með tillögunni væri
verið að drepa málinu á dreif og hefja
einhvem kjördæmameting.
Austurlandsþingmennimir Jón
Kristjánsson og Hjörleifur Guttorms-
son minntu báðir á Egilsstaðaflugvöll
sem iðulega yrði ófær vegna aur-
bleytu. Vonuðust þeir til að þing-
heimur væri á sama máli og
samgönguráðherra að Egilsstaðaflug-
völlur yrði næsta stórverkefhi í
flugmálum.
Hjörleifur taldi hugmyndir um að
varaflugvöllurinn yrði herflugvöllur,
kostaður af NATO, stórháskalegar.
Halldór Blöndal, Norðurlandi
eystra, rifjaði upp hugmyndir um flug-
völl á Gáseyri við Eyjafjörð og sagði
koma til greina að Atlantshafsbanda-
lagið tæki þátt í kostnaði við gerð
varaflugvallar þar.
Garðar Sigurðsson, Suðurlandi, sem
sæti á i flugráði, sagði að varaflugvöll-
ur væri ekki forgangsverkefhi í
flugmálum og ætti ekki að komast á
dagskrá fyrr en eftir nokkur ár í fyrsta
lagi. Sagði hann sérfræðinga sammála
um að Sauðárkrókur væri hagstæð-
asti kosturinn.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrsti
flutningsmaður tillögunnar, sagði í
lok umræðunnar að þetta væri spum-
ing um forgangsröðun verkefha,
spuming um peninga en ekki öryggi.
Við hefðum ekki efrii á því, því miður,
að kaupa okkur alls staðar fyllsta ör-
yggi-
-KMU
Landbúnaðarmál
utan dagskvár
Landbúnaðarmál komu til umræðu
utan dagskrár á Alþingi í gær. Var
það í þriðja sinn á skömmum tíma sem
þingmenn sáu ástæðu til að ræða um
málefhi þessa atvinnuvegar á þennan
hátt.
Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi, hóf umræðuna. Sagði hann
afurðastöðvar ekki telja sig geta stað-
ið við ákvæði laga um að greiða
bændum fúllt verð fyrir sauðfjár- og
mjólkurafurðir fyrir 15. desember.
Bankar teldu sig ekki getað hækkað
afurðalán.
Taldi Hjörleifur alvarlegt mál og
stórt dæmi á ferðinni, sumir segðu um
meira en milljarð.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
sagði að staðið yrði við yfirlýsingu
ríkisstjómarinnar. Viðskiptaráðherra
væri að ganga frá þessu máli.
-KMU
Slappaðu af!
Þú veist hvernig það er.
Stífur háls eftir margra tíma
akstur í bíl. Strengur í baki
eða bólgnir fætur eftir erfiðan
vinnudag
Clairol nuddkoddinn getur
hjápað þér, þú lætur hann
einfaldlega gæla við hálsinn,
hrygginn og fæturna reglulega
yfir daginn, þannig að vöðvar
haldist mjúkir og blóðstreymið
sé eðlilegra.
Þeir sem nota Clairol
nuddkoddann koma síður
þreyttir heim úr vinnunni.
Clairol nuddkoddann þarf
ekki að tengja við rafmagn,
því hann er knúinn af 2
rafhlöðum sem endast í 150
skipti miðað við 10 mín.
notkun í hvert sinn.
Clairol nuddkoddinn
alltaf við hendina.
VIÐ1ÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
VILTU KAUPA SJÓNVARPSSTÖÐ FRÁ
í dag kaupir enginn myndbandstæki án HQ mynd-
bætirása - þær hafa valdið byltingu í myndgæð-
um.
Upptaka með HR-D170 HQ, frá VHS hönnuðin-
um, er hreint ótrúleg. Nú geturðu tekið upp
hágæða mynd úr stöð 1 og 2 og gervihnettinum
og skoðað það seinna þegar þú vilt - og auðvitað nýjustu bíómyndina á leigunni.
Á meðan horfirðu á eitthvað annað í sjónvarpinu - það er móttakari bæði í myndbandstækinu og sjónvarpinu!
Vertu eiginn dagskrárstjóri og veldu þinn eiginn útsendingartíma með HR-D170 HQ, einkasjónvarpsstöðinni þinni.
JVC HR-D170
Jólaverð Faco á afburðatæki* leiðtogans:
Kr. 38.800 stgr. - með þráðlausri fjarstýringu
■ Kynntu þér niðurstööur neytendasamtakanna ■ Höfum 12 síðna baekling á islensku yfir öll JVC myndbandstæki og
um myndbandstæki á íslandi hjá okkur. myndbönd. Hafðu samband og við sendum þér eintak um hæl.
* HR-D170 HQ var valið besta grunntækið frá Japan i viðamikilli 115 tækja könnun þýska timaritsins Video í nóvember.
í gamla /JU .
góða miðbænum íyTw.í
FACD
LAUGAVEGI 89 ‘S' 91-13008
Umboösmenn: Akureyri: Hljómdeild KEA, Hljómver, Húsavík: KF. Þingeyinga. Ólafsfjörður: Valberg. Borgarnes: KF. Borgfirðinga. Sauðárkrókur: Radíólinan, Hegri. Akranes: Skagaradíó. Keflavík:
Littinn hjá Óla, Hljómval. Hella: Vídeóleigan Hellu. Hvolsvöllur: KF. Rangæinga. Neskaupstaður: Nesvídeó. Egilsstaðir: KF. Héraðsbúa.