Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Burt með
bókhaldsóreiðu
Haukur L. Haukasan, DV, Kaupmhofa;
Veitingahús og barir í Kristjaníu
í Kaupmannahöfn hafa fengið
tveggja vikna frest til að koma
reglu á bókhald sitt og skil á sölu-
skatti.
Ef ekkert gerist innan þessa tíma
mun Hans Engell, vamarmálaráð-
herra Dana, en Kristjama var áður
herbúðir, biðja lögreglu um að
loka stöðunum.
Kristjanía var gerð „lögleg“ á
þingi fyrir skömmu og síðan hafa
átt sér stað viðræður innan stjóm-
arflokkanna um greiðslur sölu-
skatts og hreinlætiskröfúr
yfirvalda á svæðinu.
Nú óskar ráðherrann að þessi
mál komist á hreint.
Herferð lögreglunnar í Kristja-
níu fyrir nokkru, þar sem upptækt
var gert nokkurt magn af hassi auk
vopnabirgða, virðist hafa hreyft
við yfirvöldum í þe&su sambandi.
Stelton
kaffikönnur
hættulegar?
Haukur L. Haukaaan, DV, Kaupmhcín;
Hjón nokkur frá Vejle á Jótlandi
hafa farið þess á leit við yfirvöld
að varað verði við kaffikönnu er
framleidd er undir vörumerkinu
Stelton.
Hefur kaffikanna þessi orsakað
alvarlegan bmna margra smá-
bama til þessa.
Hjónin héldu síðustu jól sín á
sjúkrahúsi eftir að tveggja og hálfe
árs sonur þeirra haföi velt Stelton
könnu heimilisins og skaðbrennst
af heitu kaffinu rétt fyrir jólin.
Kaffikönnur af Stelton gerð
standa á eldhúsborðum hálfrar
milljón danskra heimila. Á henni
er svokallað veltilok eropnast þeg-
ar könnunni er hallað.
Ef kannan veltur rennur allt
kaffið úr henni þar sem veltilokið
er ekki skrúfað fast en liggur í
opinu á könnunni.
Nýverið hafa læknar á Hvidovre
sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn
haft þrjú illa brennd böm til með-
höndlunar. Höfðu þau öll velt
Stelton könnu heima hjá sér.
Árið 1983 vömðu dönsku neyt-
endasamtökin við því að láta börh
vera ein í nálægð þessarar könnu.
Þrátt fyrir slys tengd Stelton kaffi-
könnunum hafa ekki orðið nein
klögumál og er það líklega vegna
þess að ekki hafa komið fram nein-
ir framleiðslugallar við gerð
könnunnar og þar með enginn
möguleiki á skaðabótum.
Upj)mnaleg útgáfa þessarar
könnu er úr stáli og hún veltur
ekki eins auðveldlega og eftirlík-
ingar úr plasti.
Gefa til kynna tengsl hiyðju-
verkaafla og Sýriendinga
Sendiherra Sýrlands í Bonn hefur
eftir brottvikningu fjögurra starfs-
manna frá Þýskalandi gefið óljóst í
skyn að Sýrlendingamir kunni að
hafa verið í tygjum við alþjóðleg
hiyðjuverkaöfl án vitundar eða
blessunar ráðamanna í Damaskus.
I viðtölum við fréttamenn í gær-
kvöldi, skömmu eftir að utanríkis-
ráðuneytið í Bonn sagði honum að
senda þijá diplómata hans úr landi
áður en vika er liðin og fækka her-
málaráðgjöfum sendiráðsins úr
fjórum í þrjá, sagði sendiherrann að
Sýrland mundi senn sanna að Dam-
askus heföi ekkert haft með
sprengjutilræðið í V-Berlín á dögun-
um að gera. í sprengingunni særðust
sjö.
Bonnstjómin greip til brottvísun-
arinnar eftir að fram kom í réttar-
höldum yfir Jórdaníumönnunum
tveim, sem sakaðir era um sprengju-
tilræðið, að þeir hefðu fengið
sprengiefriið frá A-Berlín með Sýr-
lendingi, manni sem starfar í leyni-
þjónustu flughers Sýrlands.
Sendiherrann sagði að heima í
Sýrlandi færi nú fram ítarleg rann-
sókn á því hvort nokkur stofhun,
samtök eða einstaklingar væra við-
riðin sprengjutilræðið en ef rétt
reyndist mundi viðkomandi refsað
stranglega.
Ekki kvaðst sendiherrann búast
við að diplómötum frá Vesturlöndum
yrði vísað burt úr Sýrlandi eftir
brottvikninguna í Bonn því að sýr-
lensk stjómvöld vildu eiga gott
samstarf við Vesturlönd.
Svíar hrósa
íslensku óperunni
Gunnlaugur A. Jónæan, DV, Lundi:
„Þegar tillit er tekið til þess að
óperusalurinn tekur aðeins fimm
hundrað áhorfendur í sæti er það
kraftaverk að starfsemi skuli halda
áfram.“ Þannig segir meðal annars í
ítarlegri og mjög jákvæðri grein um
íslensku óperana er birtist í sænsku
dagblaði nú í vikunni.
I greininni er sagt að íslenska ój>
eran haldi nú upp á fimm ára aiinæli
sitt þrátt fyrir að fyrirtækið hafi frá
byrjun virst dauðadæmt.
Sagt er frá þeim óperum sem fluttar
hafa verið á liðnum árum á vegum
fslensku ópierunnar og fjallað er sér-
staklega um sýningu hennar á
Trúbadomum, eða II Trovatore.
Þeir söngvarar, sem nefhdir era, fá
yfirleitt góða dóma en enginn þó betri
en Kristinn Sigmundsson sem sagður
er mundu sóma sér á sviði í bestu
óperuhúsum hvar sem væri í heimin-
um.
Þá er sagt að þrátt fyrir landfræði-
lega legu séu íslenskir óperusöngvarar
langt frá þvi að vera einangraðir, hafi
aflað sér menntunar erlendis og fengið
ráðgjafa frá útlöndum til að liðsinna
sér.
Kristinn Sigmundsson, fyrir miðju, ásamt meðleikurum sinum i sýningu ís-
lensku óperunnar á II Trovatore, er óperan sýndi fyrir skömmu. Faer Kristinn
mikið lof í sænskri blaðagrein fyrir skömmu þar sem fullyrt að er söngvarinn
myndi sóma sér i bestu óperuhúsum hvar sem væri í veröldinni.
Rúmstæðið er
gamall Volkswagen
Wolfi Huber frá Jenbach í Austurríki
sést hér á myndinni hamast við að
bóna rúmið sitt en það bjó hann til
úr gamalli Volkswagen-bifreið (eða
bjöllu eins og þær voru kallaðar).
Huber, sem rekur kaffisölu, hlutaði
bílinn i tvennt til þess að koma hon-
um inn í húsið og inn í svefnherbergi
þar sem hann smíðaði úr honum
rúm og skreytti siðan að smekk.
Dýrustu
fyrirtækja-
kaup í
Danmörku
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmhofn;
Lyfjafyrirtækið Novo, hið
stærsta sinnar tegundar í Dan-
mörku, hefur keypt keppinaut
sinn, lyfjafyrirtækið Ferrosan.
Er hér um að ræða mestu og
dýrustu fyrirtækjakaup í Dan-
mörku fyrr og síðar.
Er kaupverðið rúmlega sex
hundruð milljónir danskra króna
og borgar Novo um fimm krónur
danskar fyrir hverja krónu höfúð-
stóls Ferrosan.
En það er ekki aðeins Ijárhags-
hliðin er vekur áhuga Novo heldur
það sem gerist í huga vísinda-
manna Ferrosan.
Era vísindamenn fyrirtækisins
framarlega í rannsóknum á tauga-
lyfjum ýmiss konar og sér Novo
þar fram á milljónagróða í dollur-
um. Er það langtum meira en
aðalframleiðsla Novo, insúlínið,
hefúr fram að þessu gefið af sér.
Ferrosan hefúr ekki getað þróað
framleiðsluhugmyndir sínar und-
anfarin ár og selt framleiðslurétt-
indi til útlanda.
Eftir söluna til Novo verður
hægt að framleiða flest það sem
vísindamennimir era að sýsla með.
Auk þess þótti æskilegra að Fer-
rosan yrði áfram danskt, en fjöldi
alþjóðlegra lyfjafyrirtækja haföi
sóst eftir Ferrosan og hugmyndum
þess fyrir mun hærri fjárapphæðir.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
og
Hannes Heimisson
Listunnendur
SfíSSSSSAt—«• *—
2200 taónui. . , ono „toeruðuro og áritaðmu
ssrsai'rsfia—-
TU sýnis'og'sölu i smáauglýsingadeild,
Þverholti 11, sími 27022,
kl. 9-17 aila virka daga.
eIU gŒ- VBA