Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
15
Aðgerðir í stað orða
„Þeir sem aö Rauöa kross húsinu standa eru ekki í nokkrum vafa um að
mikið er ógert í baráttunni gegn vímuefnum og að starfsemi hússins er
aðeins einn liður í þeim aðgerðum sem nauðsynlegt er að grípa tii og það
fyrr en siðar.“
Neysla ávana- og fíkniefiia meðal
ungmenna á íslandi er veruleg. Það
sýna endurteknar rannsóknir. Lang-
stærsti hluti vandans er áfengis-
neysla. Ungmenni, 15-19 ára, virðast
eiga auðvelt með að útvega sér
áfengi og þeir eru ófáir sem einnig
segjast hafa prófað ólögleg vímu-
efni. Á hverju ári er vímuefhaneysla
ungmenna til umræðu í fjölmiðlum
og jafiioft kemur fram gagnrýni á
að ekki sé nóg að gert til að spoma
gegn vandanum. Bent er á ýmis úr-
ræði; aukna fræðslu, hert eftirlit og
viðurlög og aukna aðstoð við þá sem
ánetjast hafa vímuefnum. í hita
augnabliksins heyrist jafnvel sagt:
„Við viljum aðgerðir í stað orða.“
Svo var einnig á aðalfundi Rauða
kross íslands á Akureyri í maí 1984.
Þá var samþykkt að láta kanna með
hvaða hætti Rauði krossinn gæti
helst orðið að liði í baráttunni gegn
fíkniefnum og „komið þeim til hjálp-
ar sem heljargreipar fíkniefhanna
hafa hremmt og aðstandendum
þeirra“. Niðurstaða þeirrar athug-
unar var að koma á fót eins konar
neyðarathvarfi fyrir unglinga, hjálp-
arstöð, þar sem ungmennum í vanda
yrði veitt fyrsta hjálp.
í upphafi var ekki ljóst hvað vandi
þeirra, sem voru hjálparþurfi, væri
stór né heldur hve margir þyrftu á
hjálp að halda. Það var þvi ákveðið
að gera tilraun með að reka hjálpar-
stöð til reynslu í 6 mánuði. Var talið
KjaUaiinn
Dr. Guðjón
Magnússon
aðstoðarlandlæknir
að á þeim tíma ætti að koma i ljós
hvort ástæða væri til áframhaldandi
reksturs. Átta Rauða kross deildir
standa að rekstrinum, - úr Reykja-
vík, Kópavogi, Mosfellssveit,
Garðabæ, Hafnarfirði, Grindavík,
Suðumesjum og Vestmannaeyjum.
Reykjavíkurborg tók hugmyndinni
strax af skilningi og velvild og lagði
til starfseminnar gegn lágri greiðslu
hentugt húsnæði að Tjamargötu 35
sem sjálfboðaliðar og félagasamtök
hafa hjálpast að við að gera vistlegt
og heimilislegt.
Ótvíræð þörf fyrir hjálparstöð
Þegar eftir 6 mánuði þótti sýnt að
ótvíræð þörf væri fyrir hjálparstöð
af þessu tagi. Var því tekin ákvörðun
um áframhaldandi- rekstur til árs-
loka 1986. Hjálparstöðin er opin
allan sólarhringinn og veitir bömum
og unglingum að 18 ára aldri, sem
þangað koma og óska aðstoðar,
fyrstu aðhlynningu. Á þeim ellefu
mánuðum, sem liðnir eru frá opnun
Rauða kross hússins, eins og það er
nefnt, hafa 80 ungmenni alls staðar
af landinu leitað sér hjálpar. Með-
alaldur gesta er rúmlega 17 ár,
stúlkur yngri, eða 16 ára, en drengir
18 ára. Hlutfall kynja er svipað.
Langflestir, eða V* gesta, koma utan
venjulegs vinnutíma og 62% em
hvorki í vinnu né í skóla.
Rauða kross húsið einn liður
í aðgerðum gegn vímuefnum
Ástæðan fyrir komu em sam-
skiptavandamál við foreldra eða
forráðamenn, heimilisleysi, vímu-
efhaneysla, vanræksla, andlegt og
líkamlegt ofbeldi. Hægt hefur verið
að taka á mörgum þeim vandamál-
um sem ungmennin eiga við að
stríða - veita fyrstu hjálp og að-
hlynningu, ræða við þau og gerast
milligöngumenn í að skapa betri fé-
lagslegar aðstæður eða útvega
meðferð vegna vímuefnaneyslu eftir
því sem við hefur átt. Langtíma ár-
angur er vandmetinn. Margt bendir
hins vegar til að það fyrirbyggjandi
starf, sem hér er unnið, muni skila
góðum árangri. Hver þekkir ekki
dæmi um ungmenni sem hefúr villst
af leið en fundið aftur með góðri
aðstoð?
Þeir sem að Rauða kross húsinu
standa eru ekki í nokkrum vafa um
að mikið er ógert í baráttunni gegn
vímuefnum og að starfsemi hússins
er aðeins einn liður í þeim aðgerðum
sem nauðsynlegt er að grípa til og
það fyrr en síðar.
„Ég styð Rauða kross húsið“
Áformað er að auka símaþjónustu
Rauða kross hússins og hefja for-
eldrasamstarf og fræðslu um vímu-
efiii. Allt þetta kostar fé. Að halda
uppi starfsemi allan sólarhringinn
er líka kostnaðarsamt en nauðsyn-
legt ef ná á til þeirra sem eru í
mestri þörf fyrir hjálp. Rekstrar-
kostnaður í ár verður um 4,7 milljón-
ir króna. Þar af leggur Rauði
krossinn til 3,5 milljónir. Þá vantar
upp á 1,2 milljónir og á að afla þess
fjár með merkjasölu í dag og á morg-
un, laugardag 29. nóvember, undir
kjörorðinu: Eg styð Rauða kross
húsið. Verð merkjanna er 100,- krón-
ur. Jafnframt hefur verið opnaður
tékkareikningur nr. 622266 í Iðnað-
arbanka íslands til styrktar hjálpar-
stöðinni. Aðgerðir í stað orða.
Hjálpaðu Rauða krossinum að
hjálpa ungmennum í vanda.
Dr. Guðjón Magnússon.
„Á þeim ellefu mánuðum sem liðnir eru
frá opnun Rauða kross hússins, eins og
það er nefnt, hafa 80 ungmenni alls staðar
af landinu leitað sér hjálpar.“
Að brjóta afsiðunarvegginn
Mikil afsiðun hefur farið fram í
þessu landi. En hvað er afsiðun og
hvaða rök eru fyrir því að afsiðun
hafi farið fram?
Afsiðun
Menn borga ekki skuldir sínar, er
það ekki afsiöun? Jú, en allur fjöld-
inn getur ekki borgað, fólk bara
ge'tur ekki borgað. En þegar það tók
að láni peningana, sem það skuldar,
þá ætlaði það að borga og vill borga
en getur það ekki. Af hveiju er þetta
svona?
Þetta er afsiðun samt
Jú, almenningur hefur afsiðast.
Hvemig stendur á því að þú sem ert
að skrifa þetta og ert í fyrsta sæti á
framboðslista ert að segja svona?
Heldurðu að þú hafir eitthvað út úr
því?
Rétterfið spurning
Ég verð að svara þessu eins og ég
hefi oft svarað þessu í viðtölum við
fólk. Það er ekki málið hvort ég hef
eitthvað út úr því, ég skulda eins
og hinir og bömin mín skila til mín,
eins og böm hinna, að einhver frá
fógeta hafi komið. Það sem skiptir
máli er að athuga hvers vegna við
getum ekki borgað. Og ég vil geta
borgað eins og allir aðrir. En ég
veit hvers vegna við getum ekki
borgað. Og þegar ég veit hvers vegna
við getum ekki borgað þá veit ég
líka hver veldur þessum ósið.
Afsiðun aftur
Ef einhver heldur vpndum sið að
fólki nógu stíft og lengi og fólk getur
ekki komið í veg fyrir hann þá verð-
ur vondi siðurinn hluti af daglega
lífinu. Vondi siðurinn verður ein af
þeim áhættum sem fylgja þvi að lifa
og vera til. Ef eiturlyfjaneysla eykst
þá íjölgar glæpum. Við reynum að
fækka glæpum með lögreglu og dóm-
stólum. En þar sem eiturlvíjaneyslan
KjáUaiinn
Þorsteinn
Hákonarson
formaður landsnefndar
Bandalags jafnaðarmanna
minnkar ekki þá getum við ekki
fækkað glæpum.
Peningaleysið
En hvað veldur því að við verðum
að reyna að lifa og reyna að láta sem
ekkert sé þó við lesum að það eigi
að bjóða okkur upp. Það sem veldur
þessu er alveg það sama og með eit-
urlyfin. Forráðamenn þjóðarinnar
eru orðnir háðir peningaaustri í vit-
leysu. Og þeir eru svo háðir þessu
að þeir láta bjóða okkur upp til að
geta haldið áfram. Og við verðum
að læra að lifa við að láta auglýsa
okkur sem einhverja hunda enda
þótt fólk leggi nótt við dag og er
ekki óalgengt að hjón eða par vinni
fjórfalda vinnu.
Skítatrikk módel 83
Peningaleysið á orsök sína í því
að ráðamenn blekktu þjóðina hvem-
ig komið var 1983. Þetta er ekki
einfalt mál en það skiptir þig miklu
að fatta hvemig þetta trikk var, þú
ert hvort sem er að borga nokkur
hundmð þúsund á ári í það. Og ég
vil ekki, og ég veit að þú vilt ekki
heldur, borga hundmð þúsunda í
vitleysu þegar þú gætir haft pening-
ana sjálfur. Það sem gerðist var
eftirfarandi. Greiðslubyrði af erlend-
um lánum hafði hækkað mjög mikið
og sérstaklega af dollaralánum.
Þetta kom misjafhlega niður eftir
þvi hvort tekjur vom í dollurum eða
í annarri mynt. Þessi greiðslybyrði
var ekki reiknuð út af Þjóðhags-
stofnun fyrir mismunandi atvinnu-
vegi og fólk, forstjórinn þar tók þátt
i vitleysunni. En greiðslybyrði, t.d.
Landsvirkjunar, fjórfaldaðist. En
frystihús og útgerð höfðu miklar
tekjur í dollurum og greiðslubyrðin
jóst því miklu minna hjá þeim. En
þá kom ríkisstjóm sem þurfti að fela
eina einfalda staðreynd fyrir þjóð-
inni. Og stjómarandstaðan sagði
ekki neitt heldur. Þessi staðreynd,
sem var verið að fela, var að Lands-
virkjun fór á hausinn. En þá vom
framkvæmdar efnahagsaðgerðir til
að Landsvirkjun færi ekki á hausinn
en ég og þú færum á hausinn í stað-
inn. Þetta fór svona fram. Lands-
virkjun fékk 166% hækkun á
gjaldskrá. Og dollarinn var festur í
verði. Þetta þýddi að greiðslubyrði
þeirra sem höfðu tekjur í dollurum
hækkaði en greiðslubyrði Lands-
virkjunar lækkaði þegar sjávarút-
vegurinn fór að framleiða dollara
handa Landsvirkjun á niðurgreiddu
verði. En ég og þú máttum ekki
keppa við Landsvirkjun um dollar-
ana í bankanum og hvemig var það
gert? Með því að lækka kaupið okk-
ar.
Og hvað svo
Og af því að kaupið lækkaði þá tók
fólk út sparifé sitt. Og þá var bara
til erlent lánsfé. Til þess að geta
verið að lána almenningi erlent láns-
fé þá varð að hafa sérstakan dulbún-
ing á erlendu peningunum. Þessi
dulbúningur em svokölluð lán-
skjaravísitölubréf. Þar er bæði
lánskjaravísitala og vextir sem Jó-
hannes Nordal ákveður. Og hús-
byggjendur fengu slík lán. Og
húsbyggjendur lentu í að fá greiðslu-
byrði Landsvirkjunar yfir á sig með
þeim lánum. Það gerði víst ekkert
til þótt þeir fæm á hausinn. Það
gerði heldur ekkert til þótt sjávarút-
vegur færi illa og þar væri framin
eignaupptaka líka. Það þurfti að
vemda heiður þeirra manna sem
höfðu lagt í miklar og óarðbærar
fjárfestingar. Og reikningurinn var
dulbúinn handa þjóðinni.
Lækkun á fasteignaverði
Þegar skuldir, sem höfðu safhast
upp í áratugi, vom færðar með skíta-
trikkinu yfir á almenning með mjög
ójöfrium hætti þá lækkaði verð fas-
teigna. Þessi lækkun ætti að hafa
orðið á Landsvirkjun sem fór í reynd
á hausinn en var bjargað með trikk-
inu. Og þá sögðu bankamir, þið eigið
engin veð, við verðum að bjóða ykk-
ur upp.
Rangar fjárfestingar
Við höfum fjárfest sem nemur
einni heilli þjóðarframleiðslu meir
en nálægar þjóðir á síðustu 20 árum.
Það er upphæð sem nemur öllum
erlendum skuldum, öllum sköttum í
ár og öllum skuldum húsbyggjenda.
Og vegna þessa þá höfðum við 30%
of lágt kaup. Það er víst eitthvað
um 300 þúsund á meðalfjölskyldu.
300 þúsund skattfrítt.
Brjótum vegginn
Við verðum vör við það i BJ að
fók hefúr um sig ákveðinn vamar-
vegg. Þessi veggur er að fólk segir
eitthvað á þessa leið. „Þeir em allir
eins, þetta þýðir ekkert, ef þú ert að
rífa kjaft þá lendirðu illa í því, þess-
ir þingmenn em bara fyrir sig,
þjóðfélagið er allt svona.“ Þetta er
orsök afsiðunarinnar og þennan
vegg ætlum þú og ég að brjóta, við
ætlum að lækna eyðslufíkn kerfis-
ins. Annars stöndum við uppi með
ennþá lægri tekjur eftir tíu ár.
Þorsteinn Hákonarson
„Forráðamenn þjóðarinnar eru orðnir
háðir peningaaustri í vitleysu.“