Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Síða 27
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. 39 Meiming Nú munu fimmtán listsýningar standa yfir í henni Reykjavík sem er nánast einsdæmi í menningarlífi okk- ar. Að minnsta kosti man ég ekki eftir fleiri listsýningum í gangi á einum og sama tíma á þeim tólf árum sem ég hef skrifað um íslenska myndlist. Þótt flestar þessar sýningar hafi til sins ágætis nokkuð er varla á nokkum hallað með þvi að minnast hér sérstak- lega á Sigurð Örlygsson og sýningu hans að Kjarvalsstöðum sem lýkur nú um helgina. Sigurður sýnir í senn færri, stærri og átakameiri myndverk en nokkur annar listmálari, auk þess sem verkin boða þýðingarmiklar breytingar á vinnubrögðum hans. Fyrir tólf árum átti ég langt viðtal við Sigurð í DB sáluga. Þá var hann nýkominn frá Ameríku með ólgu í blóðinu og var að gera tilraunir með ýmisleg aðskotaeíhi á stórum mynd- flötum . Eftir allan þennan tíma fannst mér við hæfi að kalla Sigurð aftur til skrafs, fá hann til að bera saman nú og þá og varpa um leið ljósi á þanka- gang starfandi myndlistarmanns á því herrans ári 1986. „Helsta breytingin frá 1975 er sú að ég er kominn af skissustiginu. Áður tók ég skissur og varpaði þeim á flöt með myndvarpa, málaði síðan beint á flötinn eftir þeim. Hnikaði kannski til formi eða línu á stöku stað. Svo tapað- ist myndvarpinn í einum af mörgum flutningum sem varð til þess að ég fór^ að vinna öðruvísi. Nú grunna ég striga og mála tiltölu- lega frjálslega á þá, hef þó ákveðna grundvallarhrynjandi i huga. Hún á sér oft geómetrískar forsendur, þ.e. ég skipa áherslum tiltölulega skipulega niður. Stærðir skipta mig miklu máli. Ég vil geta slegist við myndflötinn, tjáð átök og óróa. Þetta er mér afar eigin- legt. Samt vil ég benda áhorfandanum á að skoða flötinn úr nálægð því þá sér hann landslagið í myndunum min- um - ef svo má segja - hraun, klungur og uppþomaða árfarvegi. 1 stuttu máli fer sjálf myndsköpunin oftast þannig fram að ég legg striga eða fleka á gólfið, helli málningu á þennan flöt, sulla í henni og hræri þangað til eitthvað áhugavert kemur í ljós. Ég vil hafa myndimar matar- miklar, uppfullar af áþreifanlegum efhum. Þá bý ég mér til eins konar mótvægi við þetta allt saman, með því að saga regluleg form út úr tré eða krossviði og skrúfa þau ofan á málaða flötinn. Svo þegar berserksgangurinn er runninn af mér sest ég niður til að skoða árangurinn í ró og næði. Þá geri ég þær breytingar sem mér þykja nauðsynlegar." Ef þú ættir að lýsa markmiðum þín- um í stuttu máli, liverju mundirðu svara ? „Frelsi og agi. Ég er að reyna að samræma þetta tvennt með þeim vinnubrögðum sem ég minntist á áðan. Ég vil hafa jafhvægi í myndunum, en það má vera hverfult. Ég vil að áhorfandinn 'hl á tilfinninguna að þá og þegar gei ailt mögulegt gerst í myndunum.' Hjólin, trissumar, kassamir, þau hafa lifað af allar breytingar. „Já. Mér finnst ekkeiú liggja á að losa mig við þessi þarfaþing. Þau hafa reynst mér vel. Var ekki Cézanne að mála epli allt sitt líf ? Fólk er alltaf að ætlast til skyndi- legra breytinga af okkur myndlistar- mönnum. En of snöggar breytingar geta beinlínis verið hættulegar, kippt undan manni fótunum. En hjólin og trissumar „þýða“ út af fyrir sig ekkert meira en eplin hans Cézanne. Þetta em mótíf til að hengja á ákveðin listræn viðhorf.“ „Ekki bein áhrif. En það hefur gert mér gott að sjá allt þetta unga fólk við málaratrönumar." Og hvað nú? Er málarinn Sigurður Örlygsson kominn á fast í listinni? „Tíminn verður að leiða það í Ijós. Ég hafði að minnsta kosti mikla ánægju af því að búa til þessar nýju myndir mínar og finn fyrir sjálfhm mér í þeim í ríkara mæli en í mörgum öðrum myndröðum sem ég hef gert. Annars er hver ný mynd sem ævin- týri fyrir mig. Ég gæti ekki hugsað mér að vinna eftir fyrirfram gefnum formúlum. Ég þarf alltaf að takast á við eitthvað nýtt og óþekkt. Mynd- sköpunin kostar því oft miklar fæðing- arhríðir, með kvöl og pínu. En svo verð ég himinlifandi þegar vel tekst til.“ Karl faðir þinn (Örlygur Sigurðsson) var með sýningu um daginn. Eruð þið feðgar komnir í samkeppni? „Langt því frá. Ég keppi aðeins við sjálfan mig. Okkur föður mínum sem- ur vel, við förum mátulega í taugamar hvor á öðrum. Sá gamli skröggur geislar nú af gleði, segist loksins vera búinn að eignast föðurbetrung." Við föðurbetmngurinn komumst að samkomulagi um að hittast aftur og tala saman um myndlist að fimm árum liðnum. Sjá DV, nóvember 1991. -ai Sýningin að Kjarvalsstöðum hefur augljóslega kostað mikla vinnu. Þar er uppsláttur af timbri og málning sem nægja mundu til að gera hálft hús fokhelt. Hefurðu verið í vinnustuði ? „Mér hefur gengið mjög vel að vinna á undanfömum þremur árum, allt frá því ég fór í meðferð og losnaði við brennivínið. Það var búið að draga mig ansi langt niður. Myndlist Aðalsteinn IngóHsson Það var erfitt að venjast því að vera edrú en ég held að ég hafi hitt á óska- stund þegar ég hætti. Óskirnar eru nú óðum að rætast, ein af annarri. Ég hef eignast yndislega §ölskyldu og er bú- inn að koma mér upp góðri vinnústofu sem er auðvitað meginforsenda þess að geta stundað myndlist. En það er ekki nóg. Maður þarf að leggja alla sína orku og einbeitingu í myndlistina, ætli maður að ná árangri. Áður fór öll orkan í sukk og svín- arí, nú fer hún í malerí.“ Og afkoman? „Takmarkið er að geta lifað af mynd- listinni. Listamenn eiga ævinlega að stefna að því. Þurfi þeir að stunda aðra vinnu með listinni verður árang- urinn eftir því. En auðvitað má myndlistarmaður aldrei mála sölu- myndir. Sjálfur hef ég ekki enn náð því tak- marki að lifa af myndum mínum. Móðir mín hefur veitt mér ómetanleg- an stuðning, og er ég henni óendan- lega þakklátur." ■ Ertu ánægður með viðbrögð fólks við sýningunni að Kjarvalsstöðum? „Margir hafa látið í ljós ánægju við mig. Ég er líka glaður yfir framlagi Helga Gíslasonar, meðsýnanda míns. Hann gefúr mínum verkum nýja vídd með tréskúlptúrum sínum. Má ég ekki bjóða listamanninum að gagnrýna okkur gagnrýnendur? „Ég er ekkert ósáttur við íslenska myndlistargagnrýni, nema hvað mér ftnnst gagnrýnendur ættu aðeins að fjalla um betri sýningar en sniðganga þær lélegu. Þrír blaðadómar hafa birst um mína sýningu. Valtýr gaf mér klapp í Mogg- anum. Ólafur Gíslason i Þjóðviljanum var jákvæður, en ónákvæmur, fer rangt með fjölda verka og efhivið þeirra. Sjálfur ræðir þú verk mín mikið út frá forsendum amerískrar myndlistar. Það er alls ekki út í hött því ég hef lært mikið af hressilegum vinnubrögð- \im amerískra myndlistarmanna. En í uppbyggingu mynda hugsa ég og breyti eins og evrópskur listamaður, og þá auðvitað eins og Islendingur. Ég kynntist Þorvaldi Skúlasyni og Gunnlaugi Scheving náið og tel mig hafa lært mikið af þeim í myndbygg- ingu. Ég gæti líka nafhgreint fleiri áhrifa- valda, Léger, Tapies, Japanann Utamaro, jafnvel málara endurreisn- artímans. Aðalatriðið er samt að gaumgæfa umhverfi sitt, bæði náttúru og borg, og reyna að staðsetja sjálfan sig í þessu umhverfi.“ Hafa tilburðir ný-expressjónistanna haft teljandi áhrif á þig? Við erum að spá í fyrsta vinninginn í Lottóinu. Þú þarft ekki lengur að spyrja: Hvar, hvernig, hvenær. Á morgun, laugardaginn 29. nóvember, verður dregið í fyrsta skipti í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Fáðu þér miða og finndu happatölurnar þínar! Sigurður Örlygsson ásamt Unni Malin, dóttur sinni. Aginn í frelsinu Spjall við Sigurð Örtygsson myndlistarmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.