Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara vantar í sálarfræði á vorönn 1987. Upplýsingar í skólanum. Rektor. Starfsmaður óskast Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að ráða sálfræðing eða félagsráðgjafa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 96-25880 kl. 11-12 daglega. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar 1987. Félagsmálastjóri. BRAUTARHOLTI33-SIMI695660. Toyota Tercel 4 WD árg. 1985, Dodge Ramcharger árg. 1985, ekinn 22.000 km, tvílitur. Verð kr. ekinn 8.000 km, sjálfsk., 8 cyl., 480.000,- tvilitur, brúnn. Verft kr. 740.000,- MMC Colt GLX árg. 1986, ekinn Toyota Carina Coupe árg. 1983, 20.000 km, rauður, fallegur bíll. ekinn 43.000 km, tvilitur, blár. Verft kr. 370.000,- Verft kr. 370.000,- Subaru 1800 4 WD árg. 1983, ekinn vw Golf CL árg. 1984, ekinn 73.000 km, sjálfskiptur. Verft kr. 41.000 km, blár. Verft kr. 350.000,- 380.000,- G0n ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA RÚMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00. Ferðamál „Alltof fair ferðamenn eru með ferða- og slysatryggingu. Það veldur meiri- háttar vandræðum ef fólk veikist erlendis og þarf t.d. að fara á sjúkra- hús. Mér finnst að það ætti að skylda fólk með lögum að vera með ferða- tryggingar þegar það fer úr landi.“ Þetta segir íslenskur leiðsögumaður sem dvalið hefur erlendis í tíu ár og gjörþekkir þessi mál þar. Hann sagði einnig að þó almanna- tiyggingar hér taki mikinn þátt í sjúkrakostnaði erlendis er nauðsyn- legt fyrir ferðamanninn að leggja út fyrir honum og getur það reynst erfitt. í Bandaríkjunum gegnir öðru máli. Almannatiyggingar hér greiða ekki nema örlítinn hluta af sjúkrakostnaði þeu- í landi en hann er mjög hár. Einn tryggingamaður sagði okkur frá ferða- manni sem varð fyrir því óláni að hann fótbrotnaði í Bandaríkjunum. Hann var með 200 þús. kr. sjúkra- tiyggingu en hún dugði skammt. Hann þurfti að greiða 200 þús. kr. til við- bótar í sjúkrakostnað. Ef viðkomandi er með svokallað SOS kort eru honum allar sjúkrahús- dyr opnar en í Bandaríkjunum er fyrst spurt um hvort þú getir borgað fyrir þig áður en hendi er lyft til þess að hjálpa þér. Á Norðurlöndunum njóta íslendingar sömu réttinda og íbúar viðkomandi landa, alveg eins og aðrir Norðurlandabúar gera hér á landi. Milljón kr. trygging Við hringdum í nokkur tryggingafé- lög til þess að leita upplýsinga um kostnað við fullkomnar tryggingar fyrir ferðalanga. I ljós kom að nokkur kostnaðarauki er við ferðakostnaðinn Ferðalangurinn á myndinni er að vísu ekki raunverulegur en það væri ekkert spaug að lenda i svona slysatilfelli fjarri heimavigstöðvum og vera ótryggður! DV-mynd KAE með því að kaupa sér tryggingu en það er einungis hjóm eitt miðað við þau hrikalegu útgjöld sem fólk yrði fyrir ef eitthvað kæmi fyrir. Hjá Almennum tryggingum fengum við uppgefið verð á ákveðnum „pakka“, sem er hreyfanlegur en með alhhða tryggingu. Hann felur í sér: dánar- og örorkubætur, 1 milljón dagpeninga, 5 þúsund á viku, enginn biðtími sjúkra- og læknisþjónustu, 400 þús. Þessi pakki kostar í 8 daga 718 kr. fyrir Evrópuferð, 583 kr. til Norður- landa og 1141 kr. til landa utan Evrópu, þar með talin Bandaríkin. Margir sleppa dánar- og örorkutrygg- ingunum og taka aðeins sjúkra- og slysatrygginguna. Iðgjaldið er þá mun lægra eða 279 kr. Evrópu, 144 kr. til Norðurlanda og 702 kr. til landa utan Evrópu. 50 þús. kr. farangurstrygging í 1-8 daga kostar 387 kr„ 9-15 dagá kostar hún 575 kr. og í 16-22 daga kostar hún 700 kr. Hluti, sem eru metnir á meira en 10 þús. kr„ verður að geta um sérstaklega og skrá númer á myndavélum. Á þess- um hlutum er sjálfsábyrgð 50%. Almenn sjálfsábyrgð er 1500 kr. Þama er innifalin svokölluð ferðarofstrygg- ing. Farangurinn er einnig tryggður gegn þjófhaði úr bílaleigubíl eða læstu hótelherbergi. Innifalinn er einnig flutningur heim ef nákominn ættingi deyr eða fólk verður fyrir eignatjóni heima eins og t.d. húsbruna eða öðru ámóta. Kristín Þorsteinsdóttir hjá Almenn- um tryggingum sagði að mikil hagræðing væri að því ef fólk verður fyrir eignatjóni erlendis að það fái lög- regluskýrslu og hafi hana meðferðis heim. 800 þús. kr. samsett trygging Hildur Guðfinnsdóttir hjá Sam- vinnutryggingum sagði okkur frá algengri samsettri tryggingu upp á 800 þús. kr. Inni í henni eru: 400 þús. kr. dánarbætur örorkubætur, 800 þús. kr. dagpeningar, 4 þús. kr. á viku, bið- tími 2 vikur. Sjúkrakostnaður allt að 800 þús. kr. farangurstrygging upp á 70 þús. kr. með 25% sjálfsábyrgð. Hámarksupphæð á einstökum hlut- um er allt að 18 þús. kr. Dýrir hlutir verða að vera sértryggðir á sama hátt og hjá öðrum tryggingafélögum. Þessi trygging kostar í 8 daga: 1000 kr. til Evrópulanda og 1500 kr. tíl annarra landa, 1400 kr. í tvær vikur Ráðstefna um flugmál Samgönguráðuneytið boðar hér með til ráðstefnu um flugmál föstudaginn 12. desember 1986 kl. 13.30 í Borgartúni 6. Á ráðstefnunni verður flallað um tillögur flugmálanefndar um framkvæmdir í flugmálum á næstu árum. Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa við stjórnun og stefnumörk- un flugmála svo og fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem byggja samgöngur sínar á greiðum flugferðum til og frá byggðarlaginu. Skráning og upplýsingar í síma 91-621700. Samgönguráðuneytið. Ótiyggðir ferðamenn - mikil vandræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.