Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 13 DV Enn bíðum við Franskur gestaleikur í Iðnó. Leikflokkur Dominique Houdart sýnir BEÐIÐ EFTIR GODOT. Höfundur: Samuel BecketL Leikstjóri: Dominique Houdart Sviðsmynd og búningar: Marcel Violette. Leikendur: Jeanne Heuclin, Yannis Chauv- iré, Francois Guillier og Dominique Houdart í tileftii áttræðisafinælis Samuels Beckett á þessu ári gekkst Alliance Prancaise fyrir því myndarlega átaki að fá hingað til lands franskan leik- hóp sem hafði tvær sýningar á frægasta verki skáldsins, Beðið eftir Godot, í Iðnó nú í vikunni. Hér gafst einstakt tækifæri fyrir leikhúsáhugafólk til að sjá ferska útfærslu á þessu gamalkunna verki og hlýða á magnaðan texta Becketts á frummálinu, frönsku, fluttan af framúrskarandi leikurum. Leikflokkur Dominique Houdart, sem á heimahöfn í borginni Épinal í Frakklandi, var stofnaður árið 1964. í kynningu á hópnum er sagt frá því að í sýningum hans séu gjama notaðar leikbrúður og grímur og þá víða leitað fanga, meðal ann- ars í austurlenskri leikbrúðuhefð, sem á sér ævafoma sögu. Leikmynd og leikmunir gegna líka lykilhlutverki i sýningum flokksins og mikil áhersla er lögð á að full- komna framsögn og raddbeitingu. Trúðleikur Strax í í upphafi sýningarinnar sjást merki um þessi síðasttöldu at- riði. I stað þess að leikurinn gerist á ótilgreindum og eyðilegum stað einhvers staðar við vegarbrún, sem er hin venjulega sviðsmynd, bíða flækingamir tveir, þeir Estragon (Gogo) og Vladimir (Didi) eftir Godot á sviðinu í sirkus. Til þess að leggja Leiklist Auður Eydal áherslu á hið grátbroslega í textan- um em þeir í gervi trúða. Þar með er undirstrikað hvemig í verkinu togast á skop og tregi, lýsing á ömur- legum vemleika og svo vonin um eitthvað betra framundan. Það er ljóst að sú von rætist aldrei en hún er þó það eina sem þessir hlálegu trúðar lifa fyrir. Frumsýning leikritsins Beðið eftir Godot í París árið 1953 olli talsverðu fjaðrafoki. Menn vom alls ekki viss- ir um hvað höfundurinn var að segja með verkinu og áhorfendur vissu ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta. En hér var kominn fram á sjónarsviðið einn af meisturum nú- tíma leikritunar og á næstu árum var verkið leikið víða um lönd, með- al annars hér í Iðnó, árið 1960. Sú sýning gleymist varla þeim sem hana sáu. Ekki dofnað með árunum Hver er Godot? Menn em víst engu nær um það nú en fyrir rúmum ald- arfjórðungi. En flækingamir tveir, sem bíða hans nú sem þá, láta dæl- una ganga á meðan. Þeir karpa og Menning Leikflokkur Dominique Houdart. kýta og endurtaka í sífellu að ekk- ert gerist. Þegar upp er staðið hefur líka í rauninni ósköp lítið gerst. Þó birtust þeir kumpánar Pózzo, ímynd kúgarans, og þræll hans, Lucky, ó sviðinu og staldra við hjá þeim Vlad- imir og Estragon um stund en hverfa síðan á brott í lok fyrsta þáttar. Þá er dagur að kvöldi kominn og ljóst að ekki kemur Godot þann daginn. Síðari þátturinn er að vissu leyti til- brigði við sama stef. Og galdur textans hefur sannar- lega ekki dofhað með árunum. I flutningi leikflokks Dominique Ho- udarts var verkið kröftugt og sterkt og hvergi læðst með veggjum í túlk- uninni. Flækingamir tveir, eða trúðamir, em hér harla mannlegir, tilvera þeirra er bara svo dapurleg og von- laus af því að þeir geta eiginlega hvorki lifað né dáið fyrr en Godot kemur, og hann kemur aldrei. Grimmdin kemur inn í verkið í líki Pozzos en einhvem veginn fannst mér hann ekki nægilega hrollvekj- andi, ógnin ekki nógu áþreifanleg. Gleymist seint En Jeanne Heuclin, í hlutverki vesalingsins kúgaða, Lucky, túlkaði mannlega þjáningu og eymd með þeim hætti að það mátti bókstaflega heyra leikhúsgesti stynja líka. Bæði gervi Luckys og túlkunin í hlutverk- inu vom svo sterk að seint gleymist þeim sem sóu. Og þama má þó ekki muna hársbreidd, svo að ekki verði úr aumlegar ýkjur. Það er alltaf hollt að opna menn- ingargluggann upp á gátt og hleypa inn ferskum gusti en það finnst mér einmitt gerast við svona heimsókn. Alliance Francaise og öðrum þeim er stuðluðu að heimsókninni er þakkað framtakið. AE keN\NOOD „ollano electbo KRLJ Dæmi um verð: Hárblásarar, 100 W. Verð frá 1.100,- Kaffivélar. Verð frá 1.701,- Vöfflujárn. Verð frá 3.597,- Örbylgj uofnar. Verð frá 13.716,- stgr. Expressokaffivél. Verð 3.800,- Kenwood hrærivél. Verð 10.830,- stgr. Krullujárn. Verð frá 867,- Ryksugur. Verð frá 8.053,- Baðvogir. Verð frá 1.000,- Handryksugur. Verð frá 1.995,- Gufustrauj árn. Verð frá 1.970,- Rafmagnsrakvélar frá Philips. Hljómtæki frá Pioneer. Ferðatæki frá Sharp. Opið til kl. 16 í dag í öllum deildum. Jli rA A A A A A ;:e aaKMaan«iM«tuiMUi<f nn., Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 RAFDEILD 2. hœö ___ .luufjanj^T^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.