Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 25
25 g í fóstur aróu á Leiti“ Albert Guðmundsson í helgarviðtalinu an frá.“ - En ert þú einangraður í flokknum og f]ær forystunni en þú hefur verið? „Nei, það er langt frá því að ég sé einangraður. í þeim hópi sem ég starfa fer því fjarri. Ég á einnig mjög gott samstarf við félaga mína í þing- flokki og miðstjórn. Staða mín innan flokksins hefur ekkert breyst og það er langt frá því að ég hafi fjarlægst forystu flokksins síðustu misseri. Ég er í þessari forystusveit og veit ekki annað en að þar ríki samheldni og gott samstarf." - Nú virðist annað mega ráða af skrifum Morgunblaðsins eftir próf- kjörið? „Ritstjóm Morgunblaðsins hefur aldrei verið ánægð með velgengni mína í flokknum. Ég hef ekki hug- mynd um af hverju það er. Ég hef aldrei spurtþá. Hef ekkert brotið af mér Ég veit ekki til að ég hafi brotið neitt af mér og árangur minn í vinnu fyrir flokkinn er sambærilegur við þann sem þeir hafa náð sem mest hafa starfað þar. Ég á þar sérstaklega við byggingu höfuðstöðvanna og þátt minn í að leysa fjárhagsvanda flokksins á sínum tíma ásamt öðrum mönnum í fjárhagsnefnd og ýmsar góðar tillögur almenningi til heilla sem borgarfulltrúi, þingmaður og ráðherra. Þingflokkur sjálfstæðismanna hef- ur sýnt mér góðan drengskap og á því hef ég engan bilbug fundið. Það hefur verið mér mikill styrkur - ekki síst drengskapur sá sem formaðurinn hefursýntmér." - Gerðir þú ráð fyrir þeim möguleika að falla þegar þú bauðst þig fram í prófkjörinu? „Ég erkeppnismaður að eðlisfari og gaf aðeins kost á mér í fyrsta sætið. Mér var því ekkert annað í huga en að halda fyrsta sætinu þegar ég hóf baráttuna og reikna fastlega með að ég hefði ekki tekið annað sæti á listanum.“ - Ætlaðir þú þá að hætta í pólitík- inni ef þú hefðir fallið? „Ég hef ekki hugsað út í það. Ég hefði tekið það sem vantraust flokks- bundinna sjálfstæðismanna á mig en því má ekki gleyma að möguleikam- ir á þátttöku í prófkjörinu voru þrengri en síðast.“ - Nú mátti skilja ummæli þín svo eftir prófkjörið að Helena dóttir þín hefði komið þér til bj argar. Var það svo? „Helena gegnir mjög mikilvægu hlutverki í stuðningsmannahópnum sem ég get leitað til þegar ég þarf á að halda. Þetta er hópurinn sem gengið hefur undir nafninu Huldu- herinn.“ Vel skipulagður hópur - Er Hulduherinn flokkur í flokkn- um? „Þetta er vel skipulagður hópur en ég gef engar frekari upplýsingar um hann. Andstæðingar mínir hafa alltaf átt erfitt með að átta sig á uppbyggingu stuðningsmannahópsins og héldu fyrir prófkjörið að Hulduherinn væri ekki lengur til en annað kom í ljós. Ég held að Hulduherinn hafi styrkst verulega við þær árásir sem hafa verið gerðar á mína persónu. Ég er fæddur og uppalinn í Reykja- vík og vina- og kunningjahópurinn bæði stór og traustur enda hafa þeir þekkt mig og mitt starf bæði innan og utan valla í íþróttum og stjórn- málum." - Nú virðist mörgum sem einhvers konar deyfð eða uppdráttarsýki hrjái Sjálfstæðisflokkinn. Hvaðfinnst þér? „Sjálfstæðisflokkurinn mætti vera líflegri en ég held að við eigum mjög sterkan formann og ég hef trú á að flokkurinn eigi eftir að styrkjast og dafna undir forystu hans. En við sem flokkur höfum á þessu kjörtímabili verið á ferð í gegnum afbrigðilega tíma þar sem formaður Framsóknarflokksins varð óvænt forsætisráðherra vegna aðstæðna í Sjálfstæðisflokkum. En við sjáum nú fyrir endann á þessu tímabili. Sama hvað Jónarnir eru margir - Jón Baldvin, formaður Alþýðu- flokksins, stefnir leynt og ljóst að því að vinna fylgi af Sjálfstæðisflokkn- um í komandi kosningum. Verður ekki erfitt að leiða Sjálfstæðisflokk- inn í kosningabaráttunni við þessar aðstæður? „Ég hef ekki trú á að Jón Baldvin vinni verulegt fylgi af Sjálfstæðis- flokknum í kosningunum. Sjálfstæð- isfólk er afskaplega trútt sinni hugsjón. Uppstilling á lista Alþýðu- flokksmanna skiptir þar engu. Það er alveg sama hvort það er fleiri en einn Jón á þeim lista. Báðir þessir Jónar hafa misreiknað sig hrapal- lega í fortíðinni. Auðvitað verður erfitt að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum. Það er alltaf erfitt að leiða stóran flokk manna. En ég hef enga trú á að það verði neitt erfiðara en áður. Við þurfum bara að leggja meira að okkur en oft áður og þannig verður það um alla framtíð. Við verðum allt- af að leggja meira að okkur i væntanlegum kosningum en þeim síðustu. En að sjálfsögðu verðum við alltaf, þegar við beijumst til sigurs, að vera viðbúin ósigri. Þetta er ekkert ósvip- að því þegar lagt er í knattspyrnu- kappleik. Morgunblaðið hefur brugðist Erfiðleikarnir, sem við verðum að yfirstíga nú, eru meðal annars þeir að undanfarið hefur Morgunblaðið haft margt við Sjálfstæðisflokkinn og æðstu menn í forystu hans að at- huga á sama tíma sem Morgunblaðið hefur birt greinar eftir alþýðuflokks- menn og um ágæti forystu alþýðu- flokksmanna. Á meðan Morgun- blaðið telur sig vera áhrifaríkt málgagn í skoðanamyndun þá hljóta þessi skrif að hafa veruleg áhrif í þeim skoðanakönnunum sem fram hafa farið og eiga eftir að fara fram. Að sjálfsögðu vil ég hafa Morgun- blaðið það flokksmálgagn sem það var og er viss um að forystumenn fyrri tíma, bæði í flokknum og á blað- inu, hafa ekki ætlast til þess að Morgunblaðið sendi forystumönnum sjálfstæðismanna kaldar kveðjur á sama tíma og þeir tala um ágæti andstæðinganna. Morgunblaðinu var ekki ætlað það hlutverk að bera slík skrif inn á heimili hvers einasta sjálfstæðismanns í landinnu." - Síðustu vikur hefur Helgarpóstur- inn borið á þig skattsvik. Þú átt að hafa fengið verulega afslætti úr sjóð- um Hafskips og ekki talið fram til skatts. Er þetta rétt? „Nei, þetta er rangt. Helgarpóstur- inn hefur borið mig öllum þeim sökum sem þeir hafa getað látið sér detta í hug. Ég hef ekki hugsað mér að svara þessum ásökunum að svo stöddu. En allt þetta tal um skatt- svik kannast ég ekki við. Viðskipta- afslætti hefur fyrirtæki mitt fegnið frá Hafskip eins og öðrum flutninga- fyrirtækjum en það eru eðlilegir viðskiptahættir." - En hvað um skattaívilnanir til handa stjórnendum Hafskips? „Stjórn Hafskips samþykkti kjara- samninga beggja forstjóra félagsins og embættismenn stjórnarinnar und- irrituðu þá samninga í umboði stjórnarinnar. En það er að sjálf- sögðu undir hverjum og einum komið hvemig hann telur fram til skatts. Af hálfu stjórnarinnar voru þama engin undirmál." - Hvernig liggur þá í þessu máli? „Ég veit það ekki og hef ekki gert mér far um að skoða allar dylgjurnar í Helgarpóstinum. Það má geta þess að ég var bara stjómarformaður í 2 -3 ár hjá Hafskip. Það sem eftir á kom og reið félaginu að fullu kom ekki til sögunnar fyrr en 2-3 árum eftir að ég hætti. Ég átti t.d. engan þátt í Ameríkusiglingunum.“ Hef ekki kvartað - Nú hefur þú ásamt fleiri stjórn- málamönnum borið þig illa undan gagnrýni fiölmiðla. Hefur gagnrýnin verið óréttlát? „Ég hef ekki kvartað undan neinu hvað sjálfan mig snertir. Ég hef ein- faldlega ekki rætt þau mál. Ég kvíði því ekki að bera saman lífshlaup mitt og lífshlaup þeirra sem mest hafa tengt mig við lögbrot. Það sem mig hefur tekið sárast er að heyra um skrif um marga þá sam- starfsmenn mína sem ég þekki ekki að neinu öðru en drengskap." - Samt verður ekki framhjá því horft að Útvegsbankinn er svo gott sem á hausnum og hundruð milljóna hafa tapast af almannafé. „Áður en ég kom til Útvegsbank- ans var hann í miklum vanda og ríkið þurfti að styrkja hann. Sá vandi var kominn upp áður en ég kom þangað. Ég vil ekki dæma gagnrýni. Ég hef mínar skoðanir en tel mig ekki í aðstöðu til að dæma nokkurn mann.“ Stjórnmálamenn verða að taka gagnrýni - Samt er það svo að stjórnmála- menn vilja helst fá að velja sér gagnrýni? „Það segir sig sjálft að stjórn- málamenn geta ekki valið sér gagnrýni. Þeir verða að taka henni. Ég hef aldrei gert það minnsta til að koma í veg fyrir að gagnrýni á mig kæmi fyrir sjónir almennings. Ég hef treyst því að lífshlaup mitt og kynni af fólki verði gagnrýninni yfirsterkari.” - H vaða augum lítur þú framvindu mála þann tíma sem Hafskips/ Útvegsbankamálið hefur verið efst á baugi? Er málið öðru fremur pólitískt eða dæmi um spillingu? „Ég vil ekkert um það dæma hvort þetta mál er pólitískt eða ekki. Ég varð hvorki var við pólitík né spill- ingu þann tíma sem ég hafði afskipti af þessum fyrirtækjum. Ég held að ýmis utanaðkomandi áföll hafi orðið til þess að Hafskip varð gjaldþrota. Það gjaldþrot hafði verulegar afleið- ingar eins og öll gjaldþrot og þá að sjálfsögðu mestar fyrir Útvegsbank- ann.“ - Nú hefur þú sagt að stjórnmálin hafi verið þér erfiðari síðustu misser- in en áður. Ertu þreyttur á pólitík- inni? Nei, ég er ekki þreyttur á pólitík- inni og verð það ekki svo lengi sem ég get unnið að hagsmunamálum fólks. Ég er í góðri líkamlegri og andlegri þjálfun en það getur verið lýjandi að fá aldrei starfsfrið. Þau mál sem ég hef beitt mér fyrir hafa komið að gagni og á meðan ég get orðið litla manninum að liði þá þreytist ég ekki. Ég get rakið langan lista af málum sem ég hef komið í höfn. Ég hafði t.d. mikla ánægju af að koma af stað skóladagheimili að beiðni Félags einstæðra foreldra. Ég lánaði endur- gjaldslaust til þess hús sem ég átti. Þjónusta við flutning fatlaðara var mín hugmynd og sömuleiðis tillaga um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða. í þjóðmálum get ég nefnt aðstoð við blinda sem hefur gert þeim kleift að auka sín störf á sérsviðum blindra, bæði í framleiðslu og útgáfu- starfsemi. í skattamálum var það mín tillaga að aldrei mætti ganga svo hart í innheimtu skatta að ekki væru eftir 25% af launum hverju sinni. Alltaf verið fyrirgreiðslumaður Ég er ekkert gefinn fyrir að telja upp afrek en ég tel nauðsynlegt að nefna sitthvað því máli til sönnunar að ég hef komið fram ýmsum málum sem gera það ánægjulegt að starfa að stjórnmálum enda bauð ég mig fram til þjónustu. Ég hef alla tíð verið fyrirgreiðslumaður fyrir þá sem ég get sinnt og lít svo á, sama í hvaða ráðuney ti ég starfa, að kerfið sé til að þjóna fólki en ekki fólkið til að þjóna kerfinu.“ - Nú hefur vinur þinn, Guðmundur J. Guðmundsson, ákveðið að hætta á þingi. Öfundar þú hann? „Nei, ég öfunda hann ekki af því að hætta. Hann tók þessa ákvörðun og hafði sínar ástæður. Ég hef átt gott samstarf við Guðmund í ýmsum mannúðarmálum. Ég á eftir að sakna ' hans. Það verður sjónarsviptir að 1 honum þegar hann hverfur af þingi. Æska okkar var á margan hátt svipuð en við höfum verið andstæð- ingar í pólitík. Það hefur aðeins einu sinn slest upp á vinskapinn en það lagaðist fljótt aftur og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Albert Guðmundsson. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.