Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Albert Guðmundsson - Ég hef ekki skrifað undir skattsvik. „Ég get ekki svarað þessum hug- myndum um að framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins sé ekki sigurstrang- legur með mig í fyrsta sæti á annan hátt en þann að þeir sem eru á móti mér geta ekki talið listann sigur- stranglegan með mér eða öðrum sem þeir eru á móti,“ segir Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra. Það er þungi í röddinni. Það hefur enda staðið meiri styr um Albert síðustu mánuðina en aðra stjórnmálamenn. Hann hefur verið í eldlínunni í Hafskips- og Útvegsbankamálum undanfarin misseri. Við þetta bætist að nú er að hlaupa harka í framboðs- mál fyrir væntanlegar þingkosning- ar og ýmsir hafa orðið til að draga í efa getu Alberts til að leiða framboð sjálfstæðismanna í kosningabarátt- unni. Er þá vísað til þess að Albert sé einangraður i flokknum og að hann hafi ekki hlotið sannfærandi kosningu í fyrsta sæti listans. Sjálfstæðismenn völdu mig Albert vísar þessum efasemdum á bug. „Prófkjörið sýndi það ótvírætt að sjálfstæðismenn völdu mig í fyrsta sæti listans. Ég gaf kost á mér í fyrsta sætið og fékk meira heildarfylgi en tveir þeir næstu,“ segir hann og neit- ar því að andstaða við hann innan flokksins sé meiri nú en verið hefur. „Hins vegar er meira skrifað á móti mér nú en áður,“ heldur Albert áffam. „Það hafa gengið á móti mér skrif í blöðunum i þrjátíu ár eða allt fr á því að ég kom að utan sem íþróttamaður. Þau skrif hafa haldið áfram alla tíð síðan. Þeir sem að þessum skrifum standa eru yfirleitt menn sem hugsa meira um eigin hag og frama en að skila einhverju til fólksins. Kom það ber- lega í ljós þegar ég stóð að byggingu höfuðstöðva flokksins í Valhöll sem þeir hafa þó hreiðrað um sig í.“ - Lýkur þessum deilum innan flokks- ins aldrei? „Þetta eru ekki deilur innan flokksins. Ég hef ekki deilt við nokk- um mann í flokknum. Þetta eru menn sem hafa tekið mig í fóstur ásamt fylgikonu sinni, Gróu á Leiti.“ Bakskot úr launsátri - En er staða þín sem stjómmála- manns veikari nú en hún hefur lengi verið? „Hún er ekkert verri nú en hún hefur verið áður þótt hún sé að sjálf- sögðu erfiðari. Það er erfitt að hafa aldrei frið til að starfa að hagsmuna- málum heildarinnar fyrir bakskotum úr launsátri og það er ekki bara inn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.