Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. Oftast hafa mállýskur verið rannsakaðar hjá börnum. Um máHýskur Eitt er svið mólvísinda sem yfir- leitt vekur áhuga fólks en það eru mállýskur. Enda kemur þar í ljós fjölbreytni málsins. Nokkrar mállýskurannsóknir hafa farið fram á íslandi og mun ég fjalla um þær og niðurstöður þeirra í þættinum í dag og næstu daga. Umfangsmesta mállýskurannsókn til þessa er sú sem Bjöm Guðfinns- son stóð fyrir og fór fram ó árunum 1940-1943. Rannsókn Björns Öflun upplýsinga stóð í nokkur ár. Könnuðimir ferðuðust um sveitir landsins og rannsökuðu framburð ríflega 10.000 manns. > Mestur hluti hljóðhafanna var böm og unglingar frá 10-13 ára, alls 6.500 manns eða um 90%. Það sem á vantar var fullorðið fólk. Ástæður þess að rannsóknin beindist aðallega að bömum eru nokkrar. I fyrsta lagi gafst þannig kostur á að ná til mjög margra hljóðhafa þar sem ganga mátti að börnunum í skólum. I öðm lagi fékkst þannig samræmi í aldri og kyni hljóðhafa. f þriðja lagi tengist þetta auknum áhuga á málvöndun. Og ef til vill hafa hugmyndir Bjöms um samræmdan framburð haft sitt að segja en að þeim verður vikið síðar. Um aðferðir Björns Bjöm notaði við rannsóknir sín- ar eftirtaldar fjórar aðferðir: Ritunaraðferð Spumaraðfer Samtalsaðferð Lestraraðferð Niðurstöður Bjöms hafa verið gefnar út á bók (Mállýskur I og II) og fjallar hann þar um kosti þeirra og galla. Það sem hér er sagt byggir að miklu leyti á orðum hans. Ritunaraðferð Þessi aðferð felst vitaskuld í þvi að hljóðhafinn er lótinn rita texta. Þar af leiðir að þessi aðferð er ónot- hæf fyrir óskrifandi fólk og þá sem hafa lært eitthvað að gagni í staf- setningu. Niðurstaða Bjöms er sú að hún sé ónothæf fyrir böm yngri en sjö ára og eldri en tíu ára. Hann bendir á að hæpið sé að álykta um framburð af rituðu máli íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson en hann notaði þessa aðferð meðal annars til að rannsaka breyting- una sp, sk, st sb, sg, sd. Hann nefnir dæmi þess að niðurstöður slíkra athugana hafi verið rangar en seg- ir síðan: „Verður því ekki neitað, að þessar rannsóknir gefa bend- ingu um framburð bamanna, en þó er þeim varlega treystandi." I heild virðist þessi rannsókn hafa verið lítið notuð og þessi rannsókn, sem vitnað var til, var ekki liður i mállýskurannsókninni sjálfri. Þótt þessi aðferð henti illa við rannsókn ó hljóðfræðilegri mál- lýsku er ekki að efa að hún getur verið nothæf við annars konar rannsóknir, t.a.m. mynda á orðaf- orða- og beygingarmállýskum. Að því verður vikið síðar. b) Spurnaraðferð Þetta er örugglega algengasta aðferðin í íslenskum mállýskum. Til að mynda notuðu þeir Jón Ófeigsson og Stefán Einarsson þessa svo til eingöngu. Meðal kosta við þessa aðferð er að hún er ódýr, fyrirhafnarlítil og alltaf tiltæk. Það segir sig sjálft að einfaldara er að spyrja afmarkaðra spuminga heldur en að láta heim- ildarmanninn lesa texta. Bjöm hafði lista með 36 spum- ingum varðandi framburð og lagði fyrir heimildarmenn sína, spurði ýmist margra spuminga eða fárra. Hann bendir á að þessi aðferð geti verið varasöm að því leyti að ekki er sama hvernig spurning er borin fram. Spurningin verður að vera skiljanleg og spyrjandi verður að forðast öll fræðiheiti. Sumir tóku eingöngu mið af eigin mál- fari, vildu ekki vera að láta „bók- festa mállýti" sveitunga sinna. Loks má nefna það að sjálfsagt er sumum ekkert um það gefið að lóta skrifa niður athugasemdir um framburð sinn. Stundum varð Björn var við yfir- lýsingaglaða menn sem jafnvel tóku upp á því að fræða hann um eðli mállýskna. Þannig staðhæfði einn að þokan á Austfjörðum ætti sök á flámælinu, útsynningurinn á Suðurlandi á linmælinu en hafísn- um fyrir Norðurlandi bæri að þakka fyrir harðmælið! Björn segist stundum hafa tvísp- urt heimildarmenn sína til að ganga úr skugga um sannleiks- gildið. Að öðru jöfnu hætti yngri mönnum frekar til að gefa upplýs- ingar sem ekki áttu við rök að styðjast. c) Samtalsaðferð Þessi aðferð felst í því að könnuð- urinn talar við fólk eða hlustar á aðra tala saman. I slíkum sam- tölum þarf að gæta þess að heimild- armaðurinn verði þess ekki var að verið sé að rannsaka framburðinn. Það leiðir af sér þann ókost að könnuðurinn þarf að leggja á minnið meira en góðu hófi gegnir. Björn bendir á að það sé algerlega ótækt að skrá niður málfarsein- kenni manna í slíkum samræðum, fólk uni því alls ekki. Hann notaði þessa aðferð meira og minna alls staðar þar sem hann kom. Annar galli við þessa aðferð er að könnuðurinn ræður umræðu- efninu ekki nema að litlu leyti. Sömuleiðis ræður hann litlu um orðaval viðmælandans. Björn segir til dæmis frá því að Kann heyrði eitt sinn mann nota einhljóð í orð- inu bæinn. En af því hann var ekki viss í sinni sök tók hann það ráð að halda manngreyinu uppi á snakki um húsaskipan í sýslunni í fjóra klukkutíma. Og þá loksins sagði maðurinn þetta mikilvæga orð. Einn helsti kostur þessarar að- ferðar er án efa sá að með henni má búast við að framburðurinn birtist í sinni eðlilegustu mynd. Auk þess mó oft fá dæmi um fram- burðareinkenni sem ekki var vitað um. Kveðið undir Jökli Helga á Dagverðará á Snæfells- nesi er orðin 83 ára. Hún sendir mér gott bréf. Ég veit að hún hefur frá æsku haft yndi af ljóðum og vísum. Hún segir að sér þyki gaman að fá vísnaþættina og vill leggja mér lið. Hún minnist þess þegar Símon karlinn Dala- skáld fór um landið með ljóðapés- ana sína og orti um heimilisfólkið. Hann kenndi henni líka reglur rímsins og það hefur stytt henni margar stundir að yrkja stökur. Ég þakka. Hér eru vísur frá henni, gamalli bóndakonu: Ungri sagði mamma mér: „mundu að hlýða ráðum mín- um. Allt það gott, sem gert þér er, geymdu vel í huga þínum.“ Oft í hugans höll er reimt hljóðar verur þangað sveima þar er eflaust ofmargt geymt af því sem ég vildi gleyma. Yfir færist aldurinn elli hefur völdin tekið hreinsað líka huga minn, huldar vofur burtu rekið. Nú, þegar þetta hefur verið ritað, og ég er að raða saman efni í þátt- inn minn sé ég einmitt í daghlöðun- um að verið er að segja frá nokkurs konar minningabók sem Helga á Dagverðará sendir frá sér á þessu hausti. Virðist það vera allstór bók og fjölbreytt að efni, „Öll erum við menn“ heitir hún. Hér á þeim árum, sem fólksflótt- Vísnaþáttur inn varð hvað örastur úr sveitum og þorpum landsins hingað til Suð- urlandsundirlendisins, en það var auðvitað ó stríðsárunum, og hefur ekki stöðvast síðan, voru stofnuð átthagafélögin. Og eitt af því, sem þau beittu sér fyrir var útgáfa ljóðasafna eftir heimamenn og burtflutta. Mig minnir að Þingey- ingar hafi þar riðið á vaðið, eins og svo oft áður, þegar um þjóð- þrifamál var að ræða. 1955 gáfu Snæfellingar út mynd- arlegt ljóðasafn, sem þeir kölluðu einmitt Snæfellingaljóð, tæplega hálft þriðja hundrað síður. Höf- undar eru rúmlega 50. Ég lýk þættinum með vísum eftir nokkra þeirra. Vænt þætti mér um að fá línu frá þeim þeirra sem tíma og getu hafa til að skrifa mér. Margir þeirra eru eflaust horfnir af svið- inu. Ég sleppi því öllu nema nöfnunum, aðrar upplýsingar verða að bíða. Ámi Helgason fyrrverandi póst- og símastjóri í Stykkishólmi var einn þeirra sem beittu sér fyrir útg- áfu Snæfellingaljóða og lagði nokkuð til bókarinnar. Hann er löngu landskunnur fyrir skrif í blöð og útvarpserindi. Ég leyfi mér nú, um leið og ég hnupla frá honum stökum, að biðja hann að vera mér hjálplegur um upplýsingar um snæfellska höfunda. Látum hann reka lestina í þessum þætti. Bragi Jónsson í Hoftúnum, síðar á Akranesi: Hvert um land sem leið mín er, líka djúpan viði. Það er eins og eftir mér ævintýri bíði. Um stúlku Öllum sveinum illa tók, ein því jafnan sefur. Hún er líkt og lokuð bók, sem lesið enginn hefur. Elías Kristjánsson á Elliða orti þessar stökur, líklega er nú langt síðan. Sigríður nú sést ei hér, sanna prýðin snóta. Hygg ég síðar hlotnist mér hennar blíðu að njóta. Hjá þér einatt yndi finn, eðalsteinahrundin, og í leynum sérhvert sinn sakna meinum bundinn. Guðmundur Sigurðsson á Höfða kvað: Engum verður að því not annars sóma að spilla. Það að dæma bróðurbrot breytni er slæm og villa Oft mun skvaldur orðahljóms ýmsum valda tjóni Hamast alda hleypidóms heims á kalda fróni. Næst Ásta Jónsdóttir frá Amar- stapa: Nóttin úti næðir hörð, nepju andar sinni, feykir snjó um fannabörð fólkið kúrir inni. Jökulhúfan heldur vörð, hrím þó byrgi fjallaskörð Út við bláan Faxafjörð flæði nagar jarðarsvörð Þá Bergur Þorsteinsson í Kross- nesi: Glöð í sinni drýgir dans, drengi finna verður, kemur inn úr karlafans krullupinnagerður. Þá líður ævin líkt og Níl, Lítið mun þá hugann þvinga, á miðju sæti í miðjum bíl á milli tveggja Skagfirðinga Við kjörborðið 1944 Þráða stund vill lífið ljá, að losa á aldabandi. Ég er að krossa kónginn frá kæru fósturlandi. Eins og áður segir hefur Árni Helgason lokaorðið: 1. Hófdrykkjan er heldur flá. Henni er valt að þjóna. Hún er bara byrjun á að breyta manni í róna. 2. Hnakkakeyrð, en hýr til manns, hreyfingamar mana. Strákar eins og flugnafans flögra í kringum hana. 3. Ástar njóttu og yndis vel, eygðu sumarkynni. Aldrei verði ís né él yfir götu þinni. Síðar víkjum við aftur til Snæ- fellingaljóða. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fann- borg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.