Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 17 Kaflarúr dagbók Hófíar Á öðrum degi fórum við að heim- sækja bamaheimilið hjá nunnumim sem tóku á móti okkur á flugvellin- um. Þar voru 584 böm, flest munaðarlaus en nokkur sem áttu foreldra í fangelsi eða fjarverandi af öðrum orsökum. Þau vom á öllum aldri, alveg frá því að vera nýfædd og upp í 18 ára. Bömin tóku vel og skemmtilega á móti mér. Það var hljómsveit sem spilaði fyrir mig, svo sungu þau og dönsuðu og sýndu mér allskonar kúnstir. Þau færðu mér fallega vasaklúta sem 14 ára stelpa hafi búið til og saumað nafnið mitt út í. Ég hélt stutta ræðu, þakkaði fyrir mig og sagði að mér þætti gam- an að vera hjá þeim. Síðan löbbuðum við um sv;eðið og skoðuðum okkur um. Þama vom nokkur þroskaheft böm og líka eins konar spítaladeild fyrir veik böm. Þau sváfu í stórum sölum sem í vom 50-100 rúm. Það var ekkert þama fyrir einstakling- inn, heldur var allt sameiginlegt, það vantaði allt sem heitir einstaklings- umhyggja. Þetta var mikill hátíðardagur fyrir þau, og fyrir mig líka vegna þess að ég gat glatt þau. Þau vom öll klædd í sín fínustu föt, og ég fékk að sjá saumastofuna þar sem þau sauma öll föt 8Ín sjálf. Þau eldii sauma á þau yngri. Þau elda allt sjálf, rækta grænmeti og ávexti auk þess sem þau smíða sín eigin húsgögn þannig að þau þjálfast í mörgu. Á deildinni fyrir yngstu bömin vom flugnanet yfir öllum rúmunum því að sum þeirra em svo viðkvæm fyrir flugna- bitum. Það er hugsað mjög vel um þau en þau em svo mörg og það var skortur á starfsfólki. Það var ekki skipt á minnstu bömunum reglulega þannig að lyktin var ekki sérlega góð þama inni. Við gengum þama inn og skoðuðum krakkana og ég fékk að halda á einni lítilli fallegri stelpu. Þegar ég er búin að halda á henni í smá stund stingur Julia upp á því að ég verði vemdari bamsins. Nunnunum leist vel á það og ég var harðánægð. Hún hét María De Los Angeles en við bættum Hófí við svo nú heitir hún María Hófi De Los Angeles. Hún „litla mín“, eins og ég kalla hana, fannst í rusli úti á götu. Hún var öll sólbrennd og það var giskað á að hún heföi legið úti í tvo daga. Önnur lítil stelpa fannst öll þakin maurum. Manni finnst þetta átakanlegt og trúir varla að nokkur geti gert svona lagað. Það fyrsta sem við sáum þegar við komum út úr flugstöðinni var stór, hvít og glæsileg Cadillae bifreið. Eigandinn var kominn þangað til að taka á móti okkur. Harrn hét David Tang en við kölluðum haxm aldrei annað en „Flash Harry“. Að innan var bíllinn gulli skreyttur og sætaáklæðin vom fallega útsaumuð. Tónlistin var svo hátt stillt að maður þurfti að halda fyrir eyrun. Það þurfti að stimpla inn sérstök leyni- númer til að stilla hljómtækin. Hann haföi sex tegundir af kvenilmvötnum og annað eins af karlilmvötnum á hillum sem vom í bílhurðunum, svo úðaði hann stanslaust allan tímann jtór okkur þannig að við vorum al- veg að kafiia. Einnig var kristal- lampi í bílnum og það klingdi í honum alla leiðina. Hann sýndi okk- ur úrið sem hann var með og það var náttúrlega allt hlaðið demönt- um. Svo var hann með hring í stfl. Við komumst að því seinna að hann átti 25 sett af samskonar hringum og úrum og ekkert frá sama fyrir- tækinu. Um kvöldið fórum við út að borða með fólkinu sem skipulagði þessa ferð og Flash Harry. Þegar við höföum setið inni á veitingahúsinu í nokkum tíma kom þangað ung stúlka klædd hvítum kjól og með hvítt slör fyrir andlitinu. Þá stóð Flash Harry upp og sagði „Þetta er Diana, kærastan mín, og hún er að- eins 15 ára.“ Hann endurtók þetta nokkrum sinnum og lagði mikla áherslu á það að hún væri aðeins 15 ára. Síðan sagði hann okkur að hann heföi skapað hana, gert hana að því sem hún væri í dag. Við buð- um stúlkunni að setjast hjá okkur en hún sat í eina mínútu, síðan var hún rokin upp aftur. Hún haföi í ýmsu að snúast, þótt ung væri að árum. Eftir útsendinguna var okkur boð- ið i mat hjá Flash Harry og þá sáum við íbúðina hans í fyrsta skipti. Um leið og hann bauð okkur velkomnar sagði hann: „Látið eins og þið séuð heima hjá ykkur.“ Mér féllust hend- ur þegar ég kom inn í húsið því ég hef aldrei séð annað eins. Það var allt hlaðið gulli hvert sem maður leit, tvær mannhæðaháar eftirlflc- ingar af Frelsisstyttunni voru inni í stofú og þjónar á hverju strái. Upp- stoppaðar fílslappir stóðu úti á miðju gólfi og tígrisdýra- og ljónahúðir þar hjá. Vaskar og klósett voru úr gulli og peningar, bæði dollarar og pund, steyptir inn í klósettsetuna. Speglar voru í öllum loftum og stórt fiskabúr fylltá nánast eitt herbergið. Oti á stórum svölum var kokkur að ljúka við að elda matinn og þjónn var að bera á borð. Ég ætlaði að setjast við matarborðið en þá rauk Flash Harry til og sagði „Nei Hófi, þú átt að borða með gullhnífapör- um.“ Svo vísaði hann mér ti) sætis þar sem búið var að leggja sérstak- lega á boið fyrir mig. Eftir matinn bauð hann okkur að horfa é bíómynd á stóru sýningar- tjaldi. Um leið og hann setti mynd- ina af stað tilkynnti hann okkur að hann ætti bókstaflega allt sem hægt væri að eiga. < co S t 488.000 kr. er gott verð fyrir listilega hannaðan Citroen BX, framherja fransks hugvits. G/obust< LAGMULA 5 SÍMI 681555 Modelsmíðl er heillandl tómstundagaman, sem stundað er af fólkl á öllum aldrl. Vönduðu plastmódelln frá REVELL fást nú í geysilegu úrvali: Flugvólar, bílar, mótorhjól, hátar, geimför, lestir og hús í öllum LdUC|QUC9l 15^'RSlj^jQUÍll $21301 mögulegum gerðum og stærðum. — —— ..............—-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.