Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. „Hugmyndin að útgáfu dagbók- arinnar kviknaði fyrir Qórum eða fimm mánuðum. Ég hef haldið dag- bók allt þetta ár, meðal annars til að geta sagt frá reynslu minni í síðustu Miss World keppni,“ sagði Hólmfri'ður Karlsdóttir fegurðar- drottning í samtali við DV. Almenna bókafélagið gaf í vik- unni út dagbók hennar. Hún nefriist Hófí - Dagbók fegurðar- drottningar. Jón Gústafsson skráði. „Hófí segir frá frægðinni, ferða- lögunum, íjölskyldunni og bömun- um, sem henni eru svo kær,“ segir í auglýsingu um bókina. Hvorki meira né minna. Ekkert aö fela „Mér leist bara vel á að gefa dag- bókina út,“ sagði Hólmfríður. „Eg held að þar komi fram allt það markverðasta sem gerðist hjá mér á þessu ári. Það er mikið af mynd- um í bókinni og þær segja líka heilmikla sögu. Jaftjvel meira en textinn." Kemur eitthvað fram í bókinni sem fólk hefur ekki vitað um áður? „Já, ég er ekki frá því. Þetta er eiginlega hin hlið málsins. Ég segi frá hlutunum eins og þeir komu mér fyrir sjónir.“ Finnst þér ekkert óþægilegt að opna þína persónulegu dagbók fyr- ir alþjóð? „Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert að fela.“ Er bókin endapunktur aftan við árið góða? Ungfrú heimur. Dagbókin komin út. „Nei, alls ekki. Þetta er einfald- lega frásögn af viðburðaríku tímabili. Þessum kafla er lokið. Lífið heldur áfram,“ sagði Hólm- fríður Karlsdóttir. Sameiginleg niðurstaða „Ég byrjaði á að fara yfir dag- bókina og draga saman það sem mér fannst markverðast,“ sagði Jón Gústafsson. „Síðan ræddum við Hólmfríður saman og ég skrif- aði uppkast sem við lásum yfir í sameiningu. Ég skipti bókinni nið- ur í kafla eftir tímaröð atburðanna. Bókin byrjar á undirbúningi og aðdraganda krýningarinnar. Ég enda svo á keppninni í London á dögunum þar sem Hólmfríður krýndi arftaka sinn.“ Þurftir þú að stytta dagbókina mikið? „Vissulega þurfti ég að draga eitthvað saman. Þeir dagar þegar lítið var að gerast hjá Hólmfríði eru til dæmis ekki teknir með í bókinni. Hvað efnisvali viðvíkur þá vorum við ekki alltaf sammála um hverju bæri að sleppa. Við raeddum þau mál hins vegar í mesta bróðemi og komumst að niðurstöðu sem bæði gátu fellt sig við.“ Erfitt ár „Að mínu áliti er bókin nokkuð ítarleg. Ég reyndi hvað ég gat að leyfa persónulegri frásögn Hólm- fríðar að halda sér. Hún segir einlæglega frá og lýsir ýmsu mjög nákvæmlega. Það er margt sem fólk kemur til með að sjá í nýju ljósi.“ Hvernig gekk þér að taka saman bókina? „Það gekk í sjálfu sér ágætlega. Erfiðast var að ná í Hólmfríði þar sem hún var á stöðugum ferðalög- um erlendis. Ég þurfti oft að leita hana uppi. Stundum sendi hún mér spólur sem hún hafði talað inn á. Að öðru leyti gekk samantektin prýðilega. Ég held að við höfúm átt ágætlega saman. Það tók að vísu dálítinn tíma að kynnast henni. Hún er afar varkár. Undir lokin held ég þó að hún hafi borið fúllt traust til mín. Mér fiimst Hólmfríður hafa tekið mjög skynsamlega á sínum málum þetta ár. Ég held að það sé vand- fundin sú persóna sem hefúr staðið betur að sliku umstangi gagnvart sjálfri sér. Þetta var erfitt ár fyrir hana.“ Bók og barn Dagbók Hólmfi-íðar er fyrsta bók Jóns Gústafssonai. „Þegar mér var boðið að taka að mér verkið hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Þetta er spennandi verkefni. Ég hefði að vísu viljað fá meiri tíma til að skrifa hana. Helst heilt ár.“ Ertu ánægður með útkomuna? „Ég gerði eins vel og ég gat. Að þvi leyti er ég ánægður. Ætli það sé ekki svipuð tilfinning að skrifa fyrstu bókina eins og að eignast fýrsta bamið," sagði Jón Gústafs- son. ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.