Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 27 ----- S HITT! \ Smásaga Brostu, brostu! Þessi jólastjarna hreyfíst við minnsta vindgust! Klipptu (eða helst, taktu í gegn á annan pappír) ferninginn og límdu á stífan pappír. Litaðu hann í gul- um og gylltum litum og klipptu síðan eftir punktalínum. Beygðu hornin inn að miðju og biddu einhvern fullorðinn að hjálpa þér við að gera göt og stinga bréfa- splitti í þau. Stingdu síðan splittinu í sogrör. Nú geturðu blásið í stjörnuna eða hengt hana í gluggann þinn. „Hvað er eiginlega að þér?“ spurði Maggi. En litla systir gretti sig bara. „Láttu ekki svona, brostu til okkar,“ sagði pabbi. En sú litla starði stúrin á hann. „Hvað í ósköpunum getur verið að henni?“ sagði mamma. Maggi reyndi að fá litlu systur til að brosa. Hann sýndi henni öll uppáhalds- leikföngin. Hann dinglaði Bjössa bangsa fram og aftur, upp og nið- ur, en ekkert gekk. „Við skulum koma út í búð,“ sagði mamma. Það var rigning og leiðindaveður. „Ég fæ þá litlu til að brosa,“ sagði Gulli kaupmaður um leið og hann henti tveimur appelsínum upp í loftið og greip þær aftur. Allir í búðinni klöppuðu og fögnuðu, en ekki stökk litlu systur bros. Þau fóru í bókabúðina. „Ég veit!“ sagði Maggi. „Hún má fá myndablaðið mitt.“ Auðvitað kunni litla systir ekki að lesa, en yfirleitt hafði hún gam- an af því að veifa myndablaðinu hans Magga kringum sig. En ekki í dag. „Við skulum þá koma heim,“ sagði mamma. „Það er svo kalt og hráslagalegt. Ég ætla að gefa okkur heitt kakó.“ Nú var hellirigning. Magga þótti gaman að stökkva yfir pollana. „Sjáið mig!“ kallaði hann. Einn, tveir og þrír... hann stökk. SKVAMP! Beint í miðjuna á pollin- um! „Sjáið litlu systur!“ hrópaði Maggi. Mamma og pabbi litu við. Sú litla skellihló og tísti. Hún hafði aldrei séð neitt jafn skemmtilegt fyrr. Mamma hló líka. Og það gerði pabbi. Maggi brosti líka þó votur væri í fæturna. Hann hló reyndar svo mikið að hann tók ekki eftir því hvert hann gekk. Hann óð beint út í annan poll. SKVAMP!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.