Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 23 Þau giftust affusum / u og frjálsum vilja íslenska Knudsen ættin er stór og mikil ætt og til Knudsena eiga ættir að rekja Möllerar, Thomsenar, Guðjohnsenar, Bernhöftsfólkið og fleira gott fólk. Nýlega kom út niðja- tal Knudsen ættarinnar. Ættin er talin frá þeim hjónum Lauritz Mic- hael Knudsen, sem réðst til Reykja- víkur sem verslunarþjónn um aldamótin átján hundruð, og Margr- ethe Andreu. Margrethe Andrea var dóttir Lauritz Johans Peters Hölters, beykis í Stokkhólmi. Rétt eftir aldamótin átján hundruð býr hún í Reykjavík hjá frænku sinni Katr- ínu Önnu og manni hennar, Westy Petræusi, sem rekur verslun í Reykjavík, Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum. Sagan segir að þau Margrethe Andrea og Lauritz hafi litið hvort annað hýru auga en skyldfólki hennar leist ekki meira en svo á þann ráðahag þar sem Lauritz var aðeins ungur og eignalaus verslun- arþjónn. Ættingjar Margrethe komu því svo fyrir að gegn vilja sínum varð hún að giftast Claus Mohr, efnuðum verslunarstjóra, sem var tuttugu og tveimur árum eldri en hún. Hljópst á brott Margrethe, sem nú gekk undir nafninu maddama Mohr, þoldi ekki sambúðina við mann sinn og eftir aðeins fimm mánuði hljópst hún á brott og steig ekki inn fyrir hans dyr framar. Varð þessi atburður til að vekja mikið umtal í henni litlu Reykjavík. Kynni hennar og Lauritz Knuds- en urðu nú öllu nánari. Vorið 1807 fór Margrethe síðan til Noregs og er þá orðin þunguð að fyrsta barni þeirra. I Noregi eignaðist hún son, sem skirður var i höfuð á föður sin- um, Lauritz Michael. Margrethe fór síðan til Kaup- mannahafnar með son sinn og dvaldi þar um skeið. Þar varð hún sér úti um konungsleyfi til að skilja og ganga aftur í hjónaband. I byrjun sumars 1809 kom Margr- ethe aftur til íslands. Hér ríkti þá Jörundur hundadagakonungur og veitti hanri leyfi til þess að þau Lauritz og Margrethe gengju í hjónaband. Meðan Margrethe hafði dvalið ytra hafði Lauritz stofnað til náins kunningsskapar við aðra stúlku, Bolettu Dyrekier, fósturdóttur Hendriks Scheels, tugthúsráðs- manns í Reykjavík. Ó1 hún Lauritz dóttur suður í Keflavík á giftingar- degi hans og Margrethe. Landakotsrósirnar Lauritz og Margrethe hófu bú- skap í svonefndu Brekkumanns- húsi, sem stóð þar sem nú er hornið á Veltusundi og Hafnarstræti. Lau- ritz fékk borgararéttindi árið 1812 og keypti þá Bergmannsbúð í Aðal- stræti. Jafnframt höfðu þeir samvinnu með sér Lauritz og Petræus, frændi Margrethe, og stýrði Lauritz einni verslun Petræ- usar. Varð Lauritz smám saman með umsvifameiri kaupmönnum í Reykjavík. 1820 keypti Lauritz Landakot og stuttu eftir að hann lést, árið 1828, fluttist ekkja hans, Maddama Knudsen eins og hún var alltaf nefnd, þangað. 1 Landakoti bjó hún með börnum sínum, sem alls urðu tiu, og hafði kindur og kýr. Dætur Maddömu Knudsen voru kallaðar Landakotsrósirnar og þóttu afbragð ungra kvenna í Ættargripur Knudsen ættarinnar. Hálsme- nið góða, sem fellur í skaut fyrstu dóttur- inni sem giftist af fúsum og frjálsum vilja. Reykjavík, fríðar sýnum og gáfað- ar. Jón Helgason ritstjóri hefur ritað mikið um Knudsen systurnar í Landakoti og ástalíf þeirra i riti sínu íslenskt mannlíf. Síðar bjó Maddama Knudsen í skjóli dóttur sinnar, Jóhönnu, og tengdasonar, Þórðar Guðmunds- sonar, i svonefndu Maddömu Knudsenshúsi. Það stóð þar sem nú er ísafoldarhúsið, Austurstræti 8. Morgungjöfin Skyldfólk Margrethe vildi tryggja henni fjárhagslegt öryggi þegar það neyddi hana kornunga til að giftast manni sem hún ekki unni og var miklu eldri en hún. En ástin lætur ekki þröngva sér og Margrethe yfirgaf mann sinn til þess að geta verið samvistum við ástina sína. Hefur ábyggilega þurft mikið hugrekki til að gera það sem hún gerði á þessum tíma. Enda var sagt um Maddömu Knudsen að hún hefði verið mikil merkiskona, táp- mikil og dugleg. Að vonum var ráðdeildarsemi ættingja Margrethe í hjúskapar- málum ungu elskendunum mikill þyrnir í augum. Þau voru ákveðin í að sú saga skyldi ekki endurtekin. Þegar þau voru gefin saman í hjónaband, þann 29. október 1809, gaf Lauritz konu sinni forkunnar- fagurt hálsmen í morgungjöf með þeim ummælum að fyrsta dóttir þeirra, sem giftist af fúsum og frjálsum vilja, fengi menið. Þá voru á annarri hliðinni upphafsstafir Lauritz - LMK - en á hinni mynd af honum. Eftir lát hans lét Margr- ethe setja á það eins konar legstað, líkkistu, hörpu og pálmatré, til minningar um mann sinn. Nú hafa sjö kynslóðir kvenna sem gifst hafa af fúsum og frjálsum vilja borið þetta fallega hálsmen. -VAJ STOFAN BREYTIST I KVIKMYNDASAL MEÐ í dag kaupa allir HQ myndbandstæki - en fleiri og fleiri kaupa HQ myndbandstæki með Hi-Fi Stereo hljómgæðum. Með HR-D370 nýtur þú nýrra kvikmynda til hins ýtrasta. Áhrifin af Hi-Fi Stereo eru slík að stofan heima hjá þér breytist í kvikmyndasal. Með HR-D370 getur þú líka tekið upp samtímaútsendingar - myndina úr sjónvarpinu og hljóðið úr útvarpinu - í FM Stereo. Það er engin spurning -fullkomið myndbandstæki í dag hefur HQog Hi-Fi Stereo. Ef þú ert kröfuharður velurðu JVC, leiðtoga VHS. JVC HR-D370 HI-FI STEREO HAGÆDA VHS Aðrir eiginleikar HR-D370: Örtölvustýrður móttakari - þú stimplar inn tíðnisviðið. Afgangstíma- - fyrir 8 dagskrárliði. Hi-Fi hljóðupptaka í 8 tíma á LP-hraða og þráðlaus fjarstýring með ótal mælir - þú veist alltaf hve mikið er eftir af spólunni. Fullkomið teljaraminni - þú stimplar inn 4 möguleikum. stafa tölu og ferð þangað. Lagaleitun - þú finnur einhverja 1 upptöku af 9. Upptökuminni í 1 ár Faco býður ósigrandi jólaverð á HR-D370 HQ Hi-Fi Stereo: Kr. 58.800 stgr. ■ Kynntu þér niðurstöður neytendasamtakanna ■ Höfum 12 síðna baskling á íslensku yfir öll JVC myndbandstæki og um myndbandstæki á íslandi hjá okkur. myndbönd. Hafðu samband og við sendum þér eintak um hæl. í gamla /'Jl. '. góða miðbænum FACO LAUGAVEGI 89 ‘Sí 91-13008 Umboðsmenn: Akureyri: Hljómdeild KEA, Hljómver, Húsavik: KF. Þingeyinga. Ólafsfjörður: Valberg. Borgarnes: KF. Borgfirðinga. Sauðárkrókur: Radíólínan, Hegri. Akranes: Skagaradíó. Keflavík: Littinn hjá Óla, Hljómval. Hella: Vídeóleigan Hellu. Hvolsvöllur: KF. Rangæinga. Neskaupstaður: Nesvideó. Egilsstaðir: KF. Héraðsbúa. Vestmannaeyjar: Sjónver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.