Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Fréttir
Samþykkt að rann-
saka tannlækningar
Eina þingsályktunartillagan og
jafnframt eina þingmálið, sem stjóm-
arandstöðuþingmenn náðu í gegnum
Alþingi fyrir jól, var tillaga Jóhönnu
Sigurðardóttir, Alþýðuflokki, um
könnun á tannlæknaþjónustu. Með
henni fluttu málið Kolbrún Jónsdóttir
og Magnús H. Magnússon.
Með samþykkt tillögunnar ályktaði
Alþingi að fela heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra að láta kanna notkun
tannlæknaþjónustu hér á landi og
kostnað neytenda af henni. Fela ætti
Félagsvísindastofnun Háskólans
verkefhið.
Flutningsmenn segja að eftir slíkum
upplýsingum mætti ákveða hvaða
leiðir ætti að fara til að auka tann-
vemd og fyrirbyggjandi aðgerðir og
þar með draga úr tannlæknakostnaði.
Þær upplýsingar myndu einnig auð-
velda ákvarðanir um frekari þátttöku
hins opinbera í tannlæknakostnaði,
sem og um mótun stefnu í tannlækn-
ingum. -KMU
Bílvelta á
Lambhagamelum
í nótt varð bílvelta á Lambhagamel-
um skammt fyrir ofan Akranes.
Tvennt var í bílnum, maður og kona,
og slasaðist konan töluvert en maður-
inn slapp lítt meiddur. Konan var fyrst
flutt niður á Akranes en meiðsli henn-
ar reyndust það mikil að þyrla
Landhelgisgæslunnar var send eftir
henni í morgun og flutti hún hana á
Borgarspítalann.
Mikil hálka var á þessum slóðum
er slysið varð og hefur svo verið und-
anfarið enda hafa nokkrir bílar lent
þama út af veginum. _fri
Meinatæknar semja og
afturkalla uppsagnirnar
- fá sömu hækkanir og ríkismeinatæknar
Meinatæknar em aftur byijaðir
að vinna á Borgarspítalanum. Sam-
komulag tókst í deilu þeirra við
Reykjavíkurborg í gær.
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar, fyrir hönd meinatækna, og
Reykjavíkurborg, gerðu með sér svo-
fellt samkomlag:
„Meinatæknar falla frá uppsögn-
um úr starfi, sem áttu að koma til
framkvæmda 31. desember síðastlið-
inn.
Meinatæknar fá sömu launa-
hækkanir og meinatæknar hjá
ríkinu hafa fengið á árinu 1986 og
frá sama tíma.
Launamál meinatækna verða tek-
in til athugunar á næstunni.
Reykjavíkurborg lýsir því yfir að
komi á ný til uppsagna meinatækna
úr störfum á fýrri hluta árs 1987
muni eigi verða beitt ákvæðum um
þriggja mánaða framlengingu upp-
sagnarfrests og þess ekki krafist að
uppsagnarfrestur miðist við mán-
aðamót.“
Undir samkomulagið rituðu
Magnús Óskarsson borgarlögmaður
og Haraldur Hannesson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. ' -KMU
_ Bráða-
birgða-
lausn
Margrét Andrésdóttir,
meinatæknir á Borgarspítal-
anum, sagði í samtali við DV
í morgun að þar sem sam-
komulag hefði náðst við
borgaryfirvöld um kröfur
meinatækna hefðu þeir
ákveðið að hefja störf að
nýju.
Margrét sagði að sam-
komulag þetta væri byggt á
því tilboði sem meinatæknar
hefðu lagt fram skömmu fyrir
áramót.
Margrét sagði hins vegar
að meinatæknar litu á þetta
samkomulag sem bráða-
birgðalausn og myndu
komandi kjarasamningar og
þróun mála varðandi sölu á
Borgarspítalanum ráða
miklu um framhaldið.
-ÓA
Suðurland:
Sjópróf
hófúst í morgun
Sjópróf vegna Suðurlandsins, sem
fórst á aðfangadagskvöld, hófust hjá
bæjarfógetanum í Hafnarfirði kl. 10 í
morgun og munu standa fram í vik-
una. -FRI
I gær var frumsýnd leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur um danska prestinn Kaj Munk í Hallgrímskirkju. í tilefni af frumsýningunni kom ekkja Kaj
Munk, Lise, til landsins ásamt syni sínum. Hér heilsar forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, upp á Lise Munk. DV-mynd GVA/-ia
..Dæmalaus ákvörðun“
- segir Kristján Ásgeirsson, útgerðarstjóri á Húsavík
Sú breyting sem gerð var á fram-
salsrétti botnfiskkvóta þeirra skipa
sem rækjuveiðar stunda og frysta
aflann um borð á næsta ári, og mið-
ar að stjómun rækjuveiðanna, hefur
að sjálfsögðu vakið upp andstöðu
þeirra er málið snertir. Það sem
mestum deilum veldur er að láta eitt
tonn af bolfiski koma á móti tonni
af óskelflettri rækju.
„Hér er um dæmalausa ákvörðun
að ræða. Markmið kvótakerfisins í
bolfiskveiðum var að vernda fisk-
stofna og koma á hagræðingu í
útgerð. Með þessum nýju ákvæðum
í stjómun rækjuveiðanna er verið
að auka stórlega óhagræðingu í
veiðunum," sagði Kristján Ásgeirs-
son, útgerðarstjóri togaranna á
Húsavík.
Kristján nefndi sem dæmi togar-
ana tvo á Húsavík. Júlíus Hafstein
hefur verið á rækjuveiðum sl. 3 ár
og hefur látið Kolbeinsey hafa bol-
fiskkvóta sinn í staðinn. Gilt hefur
fram til þessa hálft tonn af rækju á
móti einu tonni af þorski. Nú er það
tonn á móti tonni. Þetta verður til
þess, að sögn Kristjáns, að Júlíus
Hafstein verður nú að fara og taka
sinn bolfiskkvóta en Kolbeinsey að
taka sinn rækjukvóta. Þetta sagðist
hann ekki kalla hagræðingu heldur
óhagræðingu og að þetta stríddi
gegn þeim hugmyndum sem setning
kvótakerfisins byggðist á.
„Það versta við þetta er þó að með
þessu er ekki verið að vemda rækju-
stofhinn, því þetta hefur ekkert með
vemdun stofnsins eða minni veiði
að gera heldurt aðeins óhagræðingu,
ekkert annað. Þama hlýtur að vera
um hugsanavillu að ræða, ég trúi
ekki öðru,“ sagði Kristján Ásgeirs-
son.
Málið snertir fjölmarga aðila og
verður eflaust mikið í umræðunni á
næstu vikum.
-S.dór