Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Útlönd
Tólf fórnst og 160 slös-
uðust í lestaárekstn
Tólf manns fórust og yfir hundrað
og sextíu slösuðust þegar hraðlest með
350 farþega innanborðs rakst á vöru-
flutningalest um 24 km norður af
Baltimore. Fjórir farþegavagnar lentu
í einni bendu, hver ofan á öðrum, og
var enn í morgun unnið að þvi að
reyna að bjarga fólki sem var fast inni
í brakinu.
Farþegalestin var á leið frá Was-
hington til New York og Boston en
áreksturinn varð þegar tvær eða þrjár
vöruflutningaiestir virtu ekki rautt
viðvörunai’ljós og fóru inn á aðalteina
beint í veg fyrir Amtrak-hraðlest sem
var á 176 km hraða. Rannsókn er enn
of skammt á veg komin til þess að að
nokkuð liggi fyrir um hví stjómendur
vöruflutningalestanna gættu ekki við-
vörunarljóssins.
Björgunarmenn hafa háð átakan-
lega baráttu til þess að bjarga fólki
út úr brakinu og undan eldtungum.
Urðu þeir um tíma að ganga að björg-
unarstarfinu með reykgrímur vegna
kófsins frá eldunum.
Einni konu varð ekki bjargað öðru
vísi en taka af henni fótinn sem var
fastur undir þungu fargi.
Fimmtíu vom alvarlega slasaðir af
þeim 160 sem fluttir voru á sjúkrahús.
110 gátu þó gengið óstuddir að feng-
inni læknishjálp.
Það var einnig á Torgi hins himneska friðar í Peking sem Kínverjar fóru í
mótmælagöngu fyrir tíu árum.
Peking:
Stúdentar
brenna dagblöð
í mótmælaskyni
Gagnrýni stúdenta í Peking beinist
nú að fjölmiðlum og í morgun brenndu
hundruð stúdenta eintökum af hinu
opinbera málgagni í Peking.
Segja stúdentar fréttir blaðsins af
mánaðarlöngum mótmælum rangar.
Ekki sé greint frá orsök mótmælanna
og fúllyrt sé að stúdentum sé stjómað
af fáeinum óeirðaseggjum.
Fjölmiðlar gerðu lítið úr göngu þús-
und stúdenta að Torgi hins himneska
friðar er þeir kröfðust lausnar að
minnsta kosti tuttugu og fjögurra fé-
laga sinna. Aftur á móti vom birt
viðtöl við hermenn, bændur, verka-
menn og menntamenn sem kvörtuðu
undan því að mótmælaganga stúdenta
hefði hindrað eðlilega umferð.
Námsmenn em einnig óánægðir með
þær fullyrðingar yftrvalda um að sam-
særismenn, er nytu stuðnings frá
Taiwan, hefðu kynt undir óeirðir í
kínverskum háskólum.
Róa til Suður-
skautslandsins
Fjórir Bandaríkjamenn em komnir
til syðsta odda Suður-Ameríku, þaðan
ætla þeir sér að verða fyrstir til þess
að róa yfir til Suðurskautslandsins.
Þykir það í mikið ráðist, því að þetta
er óveðrasamt svæði, og sir Francis
Drake lýsti því árið 1578 sem „bijáluð-
um óveðrarassi".
Fjórmenningarnir ætla að róa þessa
720 rnílna leið í rúmlega átta metra
löngum sérsmíðuðum bát úr áli. Þeir
vom dregnir um helgina frá hafhar-
bænum Punta í Chile til suðuroddans
og biða nú hagstæðs veðurs.
Fyrir þeim félögum er Ned Gillette,
41 árs blaðamaður, en hinii' heita Bud
Keene, Mark Eickenberger og Jon
Turk. - Þeir búast við að verða þijár
vikur á leiðinni yfir til Suðurskauts-
landsins.
Erfiðar aðstæður
við olíuhreinsun
Sænska olíuflutningaskipið, sem
strandaði í Kirjálabotni fyrir jólin,
hefúr nú verið dregið til skipasmíða-
stöðvar í Landskrona í suðurhluta
Svíþjóðar. Olía lak úr skipinu á leið-
inni og var ekki hægt að koma í veg
fyrir það að sögn hlutaðeigandi aðila.
Tæki hvaðanæva úr Svíþjóð vom
notuð til þess að hreinsa strendumar
en það hefúr verið erfitt vegna mikils
öldugangs.
Talið er að um tvö hundmð tonn
af olíu hafi lekið úr skipinu er það
strandaði og hafa þegar fundist fuglar
sem lent hafa í henni.
Olíuhreinsunartæki voru fengin hvaðanæva úr Svíþjóð til þess að hreinsa
strendurnar eftir olíulekann er varð í Kirjálabotni.
Danmörk:
Reynt að hindra
skattaflótta
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaruiahöfa
Skattaráðherra Dana, Isi Foighel,
mun leggja fram lagatillögur á þing-
inu í janúar sem §alla um stöðvun
hins svokallaða skattaflótta frá
Danmörku.
Undanfarin ár hafa margir flúið
Danmörku og hina háu skatta þar
og um leið flutt umtalsvert fjármagn
með sér. Á nú að tryggja ríkinu sinn
skerf af þessu fjármagni.
Eftir meira en árslangar viðræður
hefur nú náðst samkomulag um
lagafrumvarp þetta sem er hið
strangasta og umfangsmesta er sett
hefur verið fram í þessum efnum.
Lagafrumvarp þetta kemur í beinu
framhaldi hinna nýju skattalaga er
tóku gildi hinn fyrsta janúar síðasú
liðinn og þar segir meðal annars að
setja verði reglur er hindri skatta-
flótta.. Reglur þessar tryggi að
borgaður verði skattur í Danmörku
af þeim launum er þar er unnið fyrir.
Þar á meðal er óuppgerður sölu-
hagnaður, verðmæti vörulagers og
laun. Þannig mun til dæmis kaup-
maður ekki geta selt verslun sína
og vörulager og flutt úr landi án
þess að greiða skatt af þessum fjár-
munum en það hefúr verið hægt
hingað til. Áuk þess verður ekki
hægt að losa bundið fjármagn í
hlutabréfum með því að flytja utan
né tæma dönsk fyrirtæki af fjár-
magni erlendis frá án þess að greiða
skatta af þessu fjármagni.
SAS á varóbergi
gegn eiturtyfja-
smyglurum
fræðslufundi í líkingu við þá er lækn-
ar hafa haldið um sjúkdóminn eyðni.
Upplýsingastjóri SAS segir að
starfsfólkið eigi ekki að leika tollverði
eða lögregluinenn heldur vera á verði
gagnvart óvenjulegum hlutum og at-
vikum og segja tollvörðum frá þeim.
Samkvæmt upplýsingastjóranum
voru það upplýsingar frá starfsmanni
SAS í Brasilíu sem leiddu til handtöku
pars á Kastrupflugvelli er það reyndi
að smygla einu kílói af kókaíni inn í
landið í desember.
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahafn;
Starfsfólk SAS í Danmörku, Svíþjóð
og Noregi hefur gert samkomulag við
tollayfirvöld þessara landa þess efnis
að starfsólkið verði tollvörðum innan
handar um að koma upp um eiturlyfj-
asmyglara.
Yfirmaður tollþjónustunnar í Dan-
mörku segir að starfsfólkinu verði sagt
frá aðferðum smyglaranna auk þess
sem því verður sýnt hvemig hin mis-
munandi efni líti út. Ekki verður um
bein námskeið að ræða heldur
DV
Danir stela
meiru en áður
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmiiöfa
Ef marka má tilkynningar um
þjófnaði til tryggingafélaganna þá
stela Danir meiru en nokkru sinni
áður. Fyrstu þijá fjórðunga síðast-
liðins árs vom að meðaltali til-
kynntir 590 þjófnaðir á dag eða
162.000 í allt.
Með tilliti til fjölda þjófnaða og
verðmætis þýfisins er um að ræða
níu prósent aukningu frá 1985.
Þetta þýðir að tryggingafélögin
greiða um tvær og hálfa milljón
danskra króna á dag.
Innbrot í sumarbústaði jukust
mest á árinu eða um tólf prósent.
Kaupmannahafharbúar verða
meira fyrir innbrotum en aðrir
Danir. 1985 urðu átján af hveijum
þúsimd Kaupmannahafnarbúum
fyrir innbroti.
Gamla ræðan
send út vegna
mistaka
Talsmenn vestur-þýska sjón-
varpsins gi'eindu fi-á því í gær að
þeir hefðu engar sannanir fyrir því
að send hefði verið af ásettu ráði
ársgömul ræða kanslarans.
Eftirgrennslan heföi leitt í ljós
að líklega hefði aðeins verið um
röð óhappa að ræða.
Það var á gamlárskvöld sem
ræðu Helmuts Kohl frá 1985 var
sjónvarpað og fúllyrtu meðlimir
stjómarflokkanna að um pólitískt
skemmdarverk væri að ræða.
Hefúr sjónvarpið beðið kanslar-
ann afsökunai' á mistökunum.
Elton John
í hálsaðgerð
Breska rokkstjaman, Elton
John, kom til Sydney í Ástralíu í
dag til að gangast undir hálsupp-
skurð. Hann vildi ekkert um það
segja hvort söngferill hans væri í
hættu, og sagði of snemmt nokkru
umjþað að spá.
„Eg er að vísu ögn áhyggjufull-
ur, já. Hver veit hvenær ég get
sungið aftur. En ég hef haft íjögur
og hálft ár hvíldarlítið, og ég ætl-
aði að taka mér ársfrí frá hljóm-
leikjahaldi hvort eð var,“ sagði
hann.
Elton John varð að aflýsa hljóm-
leikum í Perth í síðasta mánuði
og féll í yfirlið á hljómleikum í
Sydney, en þar ætlaði hann að
Ijúka heimsreisu sinni fyrir áramót
en á því ferðalagi haföi verið ætl-
unin að hann héldi 200 hljómleika.
Það hefúr ekki verið látið uppi
hvað ami að rokkstjömunni í háls-
inum en það er talið að hann sé
kominn með eins konar vörtur á
raddböndin.
Finnar mótmæla
húsnæðisskorti
Ungt fólk lagði undir sig nætur-
afgreiðsluklefa ýmissa banka í
höfúðborg Finnlands, Helsinki, í
fyrrinótt í mótmælaaðgerðum
vegna húsnæðisskorts ungra og
aldraðra.
Tilefni þessara mótmæla var það
að gengið er í garð nýtt ár sem
Sameinuðu þjóðimar helga heim-
ilisleysingjum. Tóku um þijátíu
þátt í því að fylla sérstaka klefa
sem em fyrir næturafgreiðslulúgur
bankanna. Næturverðir bankanna
stugguðu við ungu Finnunum og
fóm þeir án þess að lögreglan
þyrfti að koma til.
Að mótmælunum stóð „Freda
42“, samtök sem stúdentar hafa
forystu um. Þau hafa barist fyrir
því að greitt verði úr húsnæðiseklu
námsfólks, bamafjölskyldna og
aldraðra. Sögðu þau blaðamönn-
um að þau vildu beina athyglinni
að hörmungarástandinu á húsa-
leigumarkaðnum.