Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. Utiönd Kólumbía Enginn óhultur fyrir eituifyfja- kóngunum Þegar leigumorðingi skaut til bana Guiellermo Cano, ritstjóra E1 Espectador, næststærsta dagblaðs Kólumbíu, þótti mörgum að nú hefðu eiturlyfjasalar gengið of langt. Þar er fólk þó vant miklu ofbeldi og glæpum. Yfirvöld sökuðu eiturlyfjakónga um verknaðinn og voru fljót að fyrirskipa heimild til neyðarráðstafana. Fjöl- miðlar fögnuðu ákvörðun stjómarinn- ar og litu á hana sem ágæta herferð gegn eiturlyfjasölunum. En stjómarerindrekar og sumir staðarmenn telja aðgerðimar ófull- nægjandi og koma of seint til þess að hægt sé að bæla niður þann ótta sem víða ríkir en sjaldan er talað um, nefnilega að enginn sé óhultur sem revnir að setja sig upp á móti eitur- lvfjakóngunum. Dálkahöfúndur E1 Espectador, sem hvað harðvítugast hefur gagnrýnt stefhu stjómarinnar í þjóðfélagsmál- um. gerir lítið úr fyrirskipunum yfir- valda og segir að hægt hefði verið að handtaka eiturlyfjakóngana þar sem þeir em. Hrói höttur nútímans Sést hefur til nokkurra þeirra í Me- dellin sem er aðalmiðstöð mafíunnar. Snemma á þessum áratug vom eitur- lvfjasalar þar í bæ örlátir á fé til félagsmála og keyptu þeir sér þar með vemd samtímis sem þeir nutu álits sem Hrói höttur nútímans. Samkvæmt fyrirskipunum stjómar- innar er lögreglu og her heimilt að gera skyndirannsóknir á maríjúana- og kókaplantekrum og vinnslustöðv- um. Viðurlög við misnotkun vopna hafa verið hert, uppljóstrurum hefur verið lofuð vemd og verðlaunum heit- ið. Þeir er koma upp um eiturlyfjasala eiga þess jafnvel kost að setjast að utanlands undir nýju nafrii. Haft er eftir vestrænum sendifull- trúa að þegar stjórn Virgilio Barco tók við í ágúst síðastliðnum hafi forsetinn ekki lagt áherslu á að takast á við eiturlyQavanaamálið. En ef til vill verði eitthvað gert nú þegar áhrifa- mikill blaðamaður hefur verið myrtur. Sendifulltrúum þykir morðið á rit- stjóranum vera áberandi líkt morði á dómsmálaráðherra landsins árið 1984 en hann barðist ötullega gegn eitur- lyfjasölum. Stríðið ekki unnið Þá viðurkenndu yfirvöld að þau stæðu andspænis eiturlyfjavandamáli og þáverandi forseti landsins gaf heim- ild til þess að Kólumbíumenn, sem ákærðir voru fyrir eiturlyíjasölu í Bandaríkjunum. yrðu framseldir. Margir kókaínframleiðendur vom handteknir en sérfræðingar þeir er berjast gegn eiturlyfjum í Kólumbíu og erlendis gera sér grein fyrir að stríðið er ekki unnið á meðan eitm-- lyfjasalar komast upp með hótanir. Hver sá dómari er dæmir gegn eitur- lyfjamafíunni hættir lífi sínu, fullyrðir embættismaður nokkur er ekki vill láta nafns síns getið. Evrópskur stjómarerindreki kveður fastar að orði er hann slær því fram að dómarar í Kólumbíu verði annaðhvort ríkir eða drepnir. Sá hinn sami nefndi um leið að útflutningstekjur af eiturlyfjasölu em meiri en löglegar tekjur af kaffi- sölu, en þær em áætlaðar þrír millj- arðar dollara fyrir síðastliðið ár. Eiturlyflasalar í Kólumbíu vom sak- aðir um morð á tveimur lögreglustjór- um og þremur dómurum á síðastliðnu ári. Samtals hafa tuttugu og sex blaða- menn verið drepnir síðastliðin tíu ár. Flestir þeirra skrifuðu um eiturlyfla- sölu. Af ótta við mafíuna em þeir ekki margir sem setja nöfnin sín undir slík skrif núna en nokkrir dálkahöfundar og ritstjórar halda þó áfram að hvetja þjóðina til sameiginlegs átaks gegn eiturlyfjakóngunum sem tröllríða öllu þjóðfélaginu. í baráttunni gegn eiturlyfjasölum hafa yfirvöld í Kólumbíu nú gefið her og lögreglu heimild til þess að fara I skyndirannsóknarferðir á kókaplantekrur. Útflutningstekjur af eiturlyfjasölu eru meiri en útflutningstekjur af kaffi. Reagan Bandaríkjaforseti hefur í mörg horn að lita í byrjun hins nýja árs. Nýja árið byrjar erfiðlega hjá Reagan forseta Nýja árið byrjar erfiðlega hjá Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta þegar hann snýr aftur úr sex daga áramóta- orlofinu sem hann tók sér. Krankleiki bæði líkamlega og pólitískt markar fyrstu vikurnar. Byrjar árið með sjúkrahúsvist Reagan forseti, sem er 75 ára, átti að leggjast í gær inn á sjúkrahús til þess að gangast undir nýjar rannsókn- ir á því hvemig krabbameinið, sem þjakaði hann 1985, hefst við. í dag átti hann síðan að gangast undir upp- skurð vegna blöðmhálskirtilsbólgu. En ekki er búist við að hann þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu nema fjóra daga. Hinn pólitíski krankleiki erfiðari Fegirrn yrði hann ef hann gæti jafh auðveldlega komist frá hinum póli- tíska krankleika, sem vopnasalan til írans hefur bakað honum. En núna í vikunni fer eimmitt að komast skriður á fyrirgrennslanir kjömefnda öld- ungadeildarinnar og fulltrúadeildar- innar, rannsókn alríkislögreglunnar og aðrar eftirgrennslanir sem hófust upp úr vopnasöluhneykslinu. Það mál hefur tröllriðið stjómmálaumræðunni vestan hafs undanfamar vikur ásamt vangaveltum um hvort gagnbyltingar- menn í Nicaragua hafi verið þeir einu sem fengu að sækja sér gull í leyni- bankareikninga í Sviss eða hvort hluti vopnasöluágóðans hafi hugsanlega farið inn í kosningasjóði einhverra stjómmálamanna í Bandaríkjunum. Sól Reagans forseta hefur aldrei ve- rið eins lágt á himnum og eftir að vopnasöluhneykslið kom upp. Reynd- ar sýna annálar að aldrei hafi per- sónufylgi nokkurs Bandaríkjaforseta hrapað jafh snögglega og eimmitt hjá Reagan upp úr Iransmálinu. Uppstokkun í starfsliði og lygamælingar Núna undir helgina tók embætti Frank Carlucci sem öryggisráðgjafi forsetans, og í dag tekur til starfa David Abshire, fyrrum sendiherra hjá NATO, en hann var skipaður af forset- anum til þess að samræma samstarf embættismanna Hvíta hússins við rannsóknimar á Iransmálinu. Ein- hverjar hreinsanir hafa farið fram meðal starfsliðs öryggisráðs forsetans, sem Carlucci veitir forstöðu, og búast má við fleiri mannaskiptum. Sérstakur fulltrúi, Kenneth Adelman, hefur und- irbúið embættistöku Carluccis. Adelman þykir hafa farið vægðarlaust fram. Allir fíilltrúar öryggisráðsins og starfsmenn hafa verið beðnir um að gangast undir lygamælaprófanir hjá alríkislögreglunni til samvinnu í rann- sókn FBI. Sumir starfsmenn em sagðir hafa fagnað því sem tækifæri til þess að hreinsa sig af grunsemdum, en aðr- ir munu hafa tekið það óstinnt upp og hefur þótt það bæði niðurlægjandi og óþarft. Reagan vék Oliver North ofursta, sem var starfsmaður ráðsins, frá störf- um 25. nóvember, en hann er talinn hafa komið því svo fyrir að ágóðinn af vopnasölunni til írans væri lagður inn á bankareikninga í Sviss sem contraskæruliðar í Nicaragua höfðu aðgang að. Um sama leyti sagði John Poindexter af sér sem öryggisráðgjafi forsetans. Engin miskunn hjá Magnúsi Það var í hans stað sem Carlucci var skipaður, en síðan er búið að halda allnokkra fundi í ráðinu og er sagt að sumir þeirra hafi verið æði stormas- amir. Þar meðal annars hefur starfs- liðið mótmælt því að sjá sýknt og heilagt nöfii sín í fjölmiðlunum orðuð við hinar og þessar grunsemdir og at- huganir á vopnasölunni án þess að hafa sjálft möguleika, þagnarskyl- dunnar vegna, tjl þess að bera af sér áburðinn. Verra fannst samt mörgum að lesa í blöðunum að þeim hefði ve- rið vikið úr starfi án þess að nokkur yfirmanna þeirra hefði haft fyrir því að tilkynna þeim sjálfum um það fyrst. Og leiðinlegast þótti ýmsum að upp- sagnimar bæri að á sama tíma sem íransmálið brynni heitast, svo að einna helst leit út sem þeir hefðu brot- ið eitthvað af sér varðandi vopnasöl- una. Fjárlagaumræða framundan Auk þess að fást við ágjöfina af ír- ansmálinu mun Reagan í þessari viku byrja hina árlegu viðureign forsetans við þingið út af fjárlögunum og ríkis- reikningunum. Og síðustu vikuna í janúar flytur forsetinn vanalega hina árlegu stefnuræðu sína (state of the union-adress), sem hverjum forseta þykir jafnan mikið undir að vanda vel til. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.