Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Qupperneq 30
30
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
Andlát
Sigurður Guðmundsson ljósmynd-
ari lést 24. desember sl. Hann fæddist
í Reykjavík 14. ágúst árið 1900. Sig-
urður starfaði sem ljósmyndari alla
*'Ána tíð. Hann var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Ingibjörg Guðbjarn-
ardóttir og eignuðust þau eina
dóttur. Seinni kona Sigurðar var
Elínborg Guðbjarnardóttir en hún
lést fvrir tveimur árum. Þau eignuð-
ust tvö börn. Útför Sigurðar verður
gerð frá Fríkirkjunni þriðjudaginn
6. janúar kl. 13.30.
Benjamín Franklín Einarsson lést
26. desember sl. Hann var fæddur í
Reykjavík 5. ágúst 1912. Foreldrar
hans voru Guðrún Jónasdóttir og
Einar Ólafsson. Benjamín vann í all-
mörg ár í versluninni Liverpool en
fcengst af þó á skrifstofu ríkisféhirðis
í Arnarhvoli þar til hann hætti fyrir
aldurs sakir. Hann var giftur Guð-
rúnu Johnson en liún lést árið 1966.
Benjamín verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30.
Halldór Dagbjartsson, Ljósheim-
um 11, lést að heimili sínu að kvöldi
gamlársdags.
Gísli Guðjónsson, Hlíð, Garðabæ,
andaðist 31. desember.
Jakob Ólafsson frá Urriðavatni
andaðist á öldrunardeild Landspítal-
^ns 1. janúar.
I gærkvöldi
DV
Gísli Jónsson trésmiður lést 25. des-
ember sl. Hann fæddist á Sveinseyri
við Dýrafjörð 23. apríl 1910, sonur
*flollu Bjarnadóttur og Jóns Guð-
mundssonar. Gísli starfaði lengst af
hjá Ingólfi Guðmundssvni trésmíða-
meistara á Landakotsspítala. Hann
var tvígiftur. Fvrri kona hans var
Sigríður Jóhannesdóttir en hún lést
árið 1968. Þau eignuðust fjögur börn.
Eftirlifandi eiginkona Gísla er Guð-
ríður Ástráðsdóttir. Útför hans
verður gerð frá Langholtskirkju í
dag kl. 13.30.
Helga S. Sigvaldadóttir lést 22.
desember sl. Hún fæddist á Syðri-Á
á Kleifum í Ólafsfirði 3. júní 1914,
dóttir hjónanna Sigríðar Þorsteins-
dóttur og Sigvalda Grímssonar. Hún
giftist Þórði Ólafssyni en hann lést
árið 1953. Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið. Síðar eignaðist Helga
einn son. Útför hennar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag kl. 15.
Kristjana Mellström lést í Stokk-
hólmi á gamlársdag. •
André G. Þormar, fyrrverandi að-
algjaldkeri Landssíma Islands. lést í
Borgarspítalanum þriðjudaginn 30.
desember.
María Sigtryggsdóttir frá Flatev á
Skjálfanda andaðist á Sólvangi í
Hafnarfirði 25. desember sl. Jarðar-
förin fer fram 6. janúar 1987 kl. 15
frá kapellunni í kirkjugarði Hafnar-
fjarðar.
Kristján Erlendur Sigurðsson,
bóndi í Hrísdal. Snæfellsnesi. and-
aðist í Borgarspítalanum aðfaranótt
2. janúar.
Útför Ragnars Sigurðar Jóhann-
essonar bifvélavirkja, frá Jófríðar-
stöðum, fer fram frá Fríkirkjunni í
dag, 5. janúar, kl. 15.
Sigurlaug Eggertsdóttir, Háaleit-
isbraut 107. Reykjavík, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 6. janúar kl. 13.30.
Gróa Þórðardóttir, Skeljagranda
6. Reykjavík, verður jarðsungin frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag,
4. janúar, kl. 13.30.
Geirlaug Guðmundsdóttir, Hlíð-
arvegi 30a, Kópavogi, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 6. janúar kl. 15.
Hilmar Ólafsson verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6.
janúar kl. 15.
Einar E. Hafberg verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
6. janúar kl. 10.30.
Stefán Haraldsson járnsmiður,
Skeljagranda 1, verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju miðvikudaginn
7. janúar kl. 15.
Útför Snorra Hjartarsonar skálds
fer fram frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 7. janúar kl. 15.
Útför Snorra Gunnlaugssonar
bónda, Esjubergi, Kjalarnesi, fer
fram frá Dómkirkjunni í dag, 5. jan-
úar, kl. 13.30. Jarðsett verður að
Mosfelli.
Unnur Stefánsdóttir fóstra
„Mikla þörf fyrir að tjá sig“
Viðbótin, með tilkomu nýju ijöl-
miðlanna. finnst mér vera skemmti-
leg. Hins vegar veldur það þvi að
ég tapa af efni sem ég vildi horfa á.
Ég hef einfaldlega ekki tíma til þess
að íylgjast með öllu áhugaverðu efni.
Á laugardaginn heyrði ég í Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur á rás 2.
Hennar þáttur er nokkuð góður.
Einnig hlustaði ég á Hér og nú,
fréttaskýringaþátt á ríkisútvarpinu.
Það eru afar fróðlegir þættir. Þann
daginn fylgdist ég ekki með meiru
nema föstu liðunum sem eru fréttim-
ar. Yfirleitt horfi ég á fréttimar á
báðum sjónvarpsstöðvunum og
hlusta á fréttirnar í ríkisútvarpinu.
Það er hins vegar leitt að flestar
fréttir em neikvæðar, þær eru mest
Unnur Stefánsdóttir.
krassandi.
Geisla horfði ég á með öðm aug-
anu í gærkvöldi. Ég tók eftir því að
listamennirnir, sem komu þar fram,
hafa mikla þörf fyrir að tjá sig enda
hefur ekki mikið borið á þeirra skoð-
unum í fjölmiðlum.
Ég horfi nánast aldrei á bíómynd-
ir, einfaldlega vegna þess að ég hef
ekki tíma, vil eyða tímanum í ann-
að. En íslenskt efni í sjónvarpinu
og á stöð 2 læt ég helst ekki fram
hjá mér fara. Ætli ég sé ekki svo
mikill Islendingur í mér. Dagskráin
um jólin var alls staðar til fyrir-
myndar enda var mikið af íslensku
efni í boði á öllum vígstöðum.
Tímaiit
Leiklistarblaðið
1. tbl. 13. árgangs Leiklistarblaðsins er nú
komið út. Blaðið hefur að geyma margvís-
legt efni_ er tengist starfsemi áhugaleik-
félaga á íslandi. en einnig efni um norrænt
og alþjóðalegt samstarf á sviði áhugaleik-
listar. f blaðinu er ítarleg grein um fyrstu
leiklistarhátíðina sem haldinn var á ís-
landi, þ.e. norræna leiklistarhátíð áhuga-
manna sem fram fór í Reykjavík sl. sumar,
greint er frá auknum tengslum við jaðar-
bvggðir á Norðurlöndum. I blaðinu eru
einnig greinar um þátttöku íslenskra leik-
hópa í leiklistarhátíðum í Finnlandi og í
Monaco. Þá er sagt frá samstarfi leik-
félaga á Vestfjörðum. leiklistarstarfi
meðal þroskaheftra og skrifað um leik-
ræna tjáningu. f blaðinu er viðtal við
Ævar Kvaran leikara sem var einn af
frumkvöðlum að stofnun bandalags ís-
lenskra leikfélaga. Sitthvað fleira er í
blaðinu, bæði sem tengist sögu áhugaleik-
listar á fslandi og upplýsingar um starfið
á líðandi stund. Leiklistarblaðið er eina
blaðið sinnar tegundar sem gefið er út hér
á landi. Það er bandalag íslenskra leik-
lélaga sem gefur blaðið út. Blaðið kostar
kr. 150 í Iausasölu, en áskriftargjald er kr.
500, fyrir sex blöð. Ritstjóri og ábyrgðar-
maður er Sigrún Valbergsdóttir.
Samvinnan
Nýtt hefti af Samvinnunni er komið út og
er það helgað áttatíu ára afmæli ritsins.
Núverandi ritstjóri, Gylfi Gröndal, skrifar
grein um sögu blaðsins, hlutverk og til-
gang en einnig er efnisþáttur undir fyrir-
sögninni Af síðum Samvinnunnar þar sem
birtar eru greinar frá ýmsum tímum eftir
fyrrverandi ritstjóra.
Fyrsta hefti Samvinnunnar kom út í
byrjun ársins 1907 undir heitinu Tímarit
fyrir kaupfélög og samvinnufélög en árið
1926 var nafninu breytt í Samvinnan.
Framan af var ritið eingöngu málgagn
samvinnuhreyfingarinnar og á drjúgan
þátt í velgengni hennar en síðar varð það
jafnframt heimilisrit og lengst af hefur það
látið bókmenntir og önnur menningarmál
til sín taka.
Alls hafa sautján menn starfað á rit-
stjórn Samvinnunnar frá upphafi. Aðalrit-
stjórar hafa verið: Sigurður Jónsson frá
Ystafelli, Jónas Jónsson frá Hriflu, Hauk-
ur Snorrason, Benedikt Gröndal, séra
Guðmundur Sveinsson, Páll H. Jónsson,
Hraðframköllun á Akranesi og
í Hafnarfirði
Nýlega tóku til starfa tvær nýjar hrað-
framköllunarstofur, hjá Bókaverslun
Andrésar Níelssonar við Kirkjubraut á
Akranesi og hjá Radíóröst, Myndahúsinu,
Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Báðar þessar
framköllunarsamstæður eru frá Kodak og
eru mjög fullkomnar og fjölhæfar. Hægt
er t.d. að bjóða ýmsar myndastærðir og
mismunandi pappírsáferðir, allt eftir ósk-
um viðskiptavinarins. En ljósmyndapapp-
írinn kemur í ljósþéttum hylkjum, þannig
að mjög auðvelt og fljótlegt er að skipta
á milli pappírsstærða og áferða. Það er
einmitt litpappírinn sem er lykilinn að
þessari tækninýjung. En hér er um nýjan
litpappír að ræða, Kodak Ektaeolor 2000
og 20001, sem samkvæmt framleiðandan-
um býr yfir mestu tækninýjungum á sviði
litpappírsframleiðslu frá því að plast-
pappírinn kom til sögunnar. Framköllun-
artími pappírsins er helmingi styttri en
eldri litmyndapappírs, litgæðin eru stöð-
ugri og myndirnar litsterkari en áður. Auk
þess þola myndirnar betur hnjask og risp-
ast síður.
Sigurður A. Magnússon og núverandi rit-
stjóri. Meðritstjórar hafa verið: Þorkell
Jóhannesson, Guðlaugur Rósinkrans og
Jón Eyþórsson og blaðamenn: Gísli Sig-
urðsson. Dagur Þorleifsson, Sigurður
Hreiðar, Örlygur Hálfdánarson, Heimir
Pálsson og Eysteinn Sigurðsson.
Ymislegt annað efni er í heftinu, svo sem
grein um Doris Lessing eftir Hjört Páls-
son, smásaga eftir írska rithöfundinn
Bernard Mac Laverty og ljóð eftir Kristin
Reyr, Bolla Gústavsson og Ragnhildi
Ófeigsdóttur.
Tórúeikar
Ljóðatónleikar
Þriðjudaginn 6. janúar kl. 20.30 halda
Margrét Bóasdóttir sópran og Margrét
Gunnarsdóttir píanóleikari ljóðatónleika
í Gerðubergi. Á efnisskrá eru ljóð eftir
Schubert, Grieg, Wolf, Jeppson, Faure, Pál
ísólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Sam-
starf þeirra Margrétanna hófst haustið
1985 er Margrét Bóasdóttir fluttist til Isa-
fjarðar eftir 8 ára búsetu í Þýskalandi en
Margrét Gunnarsdóttir er píanókennari
við Tónlistarskólann á ísafirði. Þær hafa
haldið tónleika á Vestfjörðum og Norður-
landi og í október sl. fóru þær í tónleika-
ferð til Danmerkur og Svíþjóðar.
Happdrætti
Dregið í happdrætti Styrktar-
félags vangefinna
Á aðfangadag var dregið í happdrætti
Styrktarfélags vangefinna. Eftirtalin
númer hlutu vinning. 1. vinningur. Volvo
740 GLE, árg. ’87 nr. 85727. 2. vinningur.
Bifreið að eigin vali fyrir kr. 450 þús. nr.
69513. 3.-10. vinningur. Bifreið að eigin
vali fyrir kr. 250 þús. nr. 3712,25525,26456,
61770, 63789, 72661, 81722, 90208. Félagið
þakkar veittan stuðning og óskar lands-
mönnum farsældar á nýja árinu.
Ýmislegt
Skíðablaðið
Skíðasamband Islands hefur nú sent frá
sér 3. tbl. 1986 af Skíðablaðinu. Forsíðu-
myndin úr Bláfjöllum á Skíðalandsmóti
1986. Blaðið er að þessu sinni 52 síður. 1
því eru fjölmargar greinar um ýmis mál
er tengjast skíðaíþróttinni beint eða
óbeint. Efni þeirra höfðar jafnt til almenn-
ings og keppnismanna.
í blaðinu eru greinar um nýjungar á
markaðinum svo sem skó og fl. Upplýsing-
ar um hverjir þjálfa hin ýmsu skíðafélög
um allt land. Greinar um landslið Islands
á skíðum. Fróðleikur um þjálfun. Viðtal
um þyrluskíðaferðir hér á landi. Matar-
uppskrift skíðamannsins. Sagt frá undir-
búningi ólympíuleikanna 1988 og
heimsbikarkeppninni á skíðum. Mótaskrá
SKI er á sínum stað. Ennfremur er í blað-
inu fróðleg grein um fréttamennsku
íþróttafréttaritara íslensku fjölmiðlanna
og fleiri fróðlegar greinar og fréttaefni.
Flestar ferðaskrifstofur landsins kynna
skíðaferðir sínar í vetur. Skíðasamband
íslands varð 40 ára í sumar og fjallar blað-
ið um afmæli sambandsins og segir frá
heljarmiklu hófi sem haldið var á afmælis-
daginn, 23. júní síðastliðinn.
Blaðið er skreytt fjölda mynda, bæði í
lit og svart-hvítu. Hreggviður Jónsson,
formaður Skíðasambands Islands, skrifar
Skíðaspjall að venju. Ritnefnd skíðablaðs-
ins skipa þeir Hans Kristjánsson, Ottó
Leifsson og Sigurður Einarsson. Um aug-
lýsingar sá Helga S. Haraldsdóttir. I sögu
Skíðablaðsins er nú brotið blað því þetta
3. tbl. 1986 (4. árg.) er í fyrsta skipti ókeyp-
is og dreift þannig um land allt.
Skíðablaðið er málgagn Skíðasambands
Islands og þannig skíðahreyfingarinnar í
heild í landinu.
Tapaö-fnndið
Duddi týndur
Duddi er stór svartur feitur fressköttur
sem tapaðist úr Breiðholtinu fyrir þrem
vikum. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa
orðið varir við hann eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 71212.
Sóknarpresturinn á Prests-
bakka hættir störfum
Séra Yngvi Þórir Árnason kvaddi sóknar-
börn sín í Staðarsókn á aðventukvöldi sem
haldið var 15. þ.m. Fjölmennt var við at-
höfnina. Presturinn hefur þjónað söfnuð-
inum í hartnær fjóra áratugi. Formaður
sóknarnefndar þakkaði prestshjónunum
störf þeirra fyrir söfnuðinn. Kirkjukór
Staðarkirkju söng undir stjórn Guðrúnar
Kristjánsdóttur ásamt börnum úr barna-
skóla Staðarhrepps við undirleik kennara
síns Ólafar Pálsdóttur. Kirkjukórinn bauð
gestum til kaffisamsætis í Staðarskála að
athöfninni í kirkjunni lokinni.
Walt Disney myndir á mynd-
bandamarkaðinn
Þessa dagana eru hinar vinsælu Walt
Disneymyndir að koma á myndbandaleig-
ur landsins með íslenskum texta. Samn-
ingar íslenska fyrirtækisins Bergvík sf. og
Walt Disney/Tochstone eru nú komnar í
höfn. Disneymyndimar koma til með að
fylla eyðu sem hefur verið tiltakanleg hér
á markaðinum en það hefur verið skortur
á vönduðu barna- og fjölskylduefni. Tví-
mælalaust á Disneyefnið eftir að auka
úrval þessa efnis hérlendis. En þó að Di-
sney sé fyrst og fremst tengd barna- og
fjölskylduefni vegna hinna háttskrifuðu
teiknimynda (og margra leikinna) sem það
hefur gert í gegnum árin. Þá hefur fyrir-
tækinu tekist að koma á fót á síðustu árum
kvikmyndaframleiðslu fyrir fullorðna.
Nefnist sá armur Tochstone og er rekinn
algjörlega sjálfstætt. Uppgangur hans hef-
ur verið með ólíkindum. Nægir að nefna
sem dæmi myndirnar Splash, Down and
Out in Beverly Hills og Ruthless People.
En lítum aðeins á myndirnar sem væntan-
legar eru á næstunni frá Bergvík Disney/
Touchstone. Enn þær eru t.d. Andrés Önd,
Lísa í Undralandi, Pollýanna, Never cry
a wolf, Herbie, Mikki Mús og One Magic
Christmas en hún er jólamyndin frá Di-
sney í ár. Áætlað er að Bergvík muni gefa
út fimm til sex myndir á mánuði og verða
þær þá auglýstar sérstaklega hverju sini.
BINGQ!
Hefst kl. 19.30
Aðalvinningur að verðmæti
_________kr.40bús._________
Heildarverðmaeti vinninaa
kr. 180 þús.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010