Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Page 34
, 34 Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Patrick Duffy vælukjóinn í Dallas er mikið kvennagull og hafa þær margar fengið stjörnur í augun jDegar hann hefur birst á skerminum. En nú hefur besti vinur hans Ijóstrað því upp að þegar þeir voru i menntaskóla hafi Duffy alltaf átt erfiðast með að ná sér í stúlkur. Við vinirnir vorum að fara á stefnumót en þá var hann alltaf einn eftir og sagðist ekki hafa ahuga á sífelldu stelpu- standi. í dag er Duffy giftur stúlku sem bjó í húsinu við hlið- ina á honum og á með henni tvö börn. Whitney Houston segist vera heppnasta stúlka í heimi. ,,Ég fékk bæði stórkost- lega söngrödd og útlit. Móðir mín sagði mér að ég ætti alltaf að draga fram það besta sem ég hefði og sýna heiminum hvað ég gæti. En ég á frænku minni allt að þakka. Það var hún sem ýtti mér af stað út í söng- inn. Hún kynnti mig fyrir útgef- endum og síðan hef ég ekki litið um öxl. Líf mitt hefur tekið aðra stefnu en ég áætlaði í fyrstu. Ég hélt aldrei að ég næði slíkum vinsældum á stuttum tíma og það sem nú er framundan er aðeins til að hlakka til. Rod Stewart er mikill aðdáandi fótbolta og lætur sig sjaldan vanta þegar stórleikir eiga sér stað. Hann dáir skosku liðin og liggur ekki á liði sínu að láta frá sér fara fagurmæli um dugnað þeirra og elju. Hetjan hans er þjálfari skoska landliðsins Kenny Dalgl- ish og tönglast hann á því við alla sem heyra vilja. Fyrrverandi kærastan hans segir að Rod hafi sífellt verið að tala um fót- bolta og sér hafi fundist einum og langt gengið þegar hann var farinn að tala um fótbolta upp úr svefni. „Þá pakkaði ég saman dótinu mínu og fór," segir þessi vonsvikna stúlka. ——:--------——-------:--— MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. j.jnnnm ■■■■■ /1 wm Hér er Richard i faðmi fjölskyldunar, systur hans og mágur. Eins og sjá má hefur leikarinn lagt af um fjöldan allan af kilóum. Það er ekki öll vitleysan eins í henni Hollywood. Það losna fáir undan eyðnidylgjum þar í borg. Nýj- asta tilfellið er Richard Pryor sem gekk í þá gildru að missa nokkur kílóin öllum að óvörum. Fyrrverandi kona Pryors kom hræðslubylgjunni af stað. Hún segir: „Hann sprautaði í sig eiturlyfjum, það var bara byrjunin því síðan lagð- ist hann á spítala þar sem hann þáði blóðgjafir en það var fyrir tíma rann- 1X r sókna á eyðniveirunni í blóði.“ En læknir Pryors og besti vinur, dr. Richard Grossmann, vísar þessum sögusögnum „Gróu“ á bug. Hann segir: „Eyðni er ekki það sem hrjáir Pryor. Við höfum gert allar þær blóð- prófanir sem hægt er að gera og þær eru allar neikvæðar. Ég get ekki sannprófað allt í lífinu en það hef ég gert í þessu tilviki." En hún er samt með lífið í lúkunum sjálfrar sín vegna. Hún bjó með hon- um þegar hann neytti kókaíns og sprautaði í sig eiturlyfjum. Þau gengu saman í gegnum erfitt tímabil og það voru allir vissir um að þau tækju saman aftur eftir að hann hætti að vera fíkill. En öllum að óvörum tók Richard upp á því að giftast komungri stúlku, Jennifer Lee. Jennifer segist bera ótta í brjósti um að Pryor snúi aftur inn í hringiðu eiturlyfjanna. „Hann má ekki við neinu mótlæti núna,“ segir hún. Sjáfur segir Pryor: „Þegar ég sé kókaín í sjónvarpinu verð ég að skipta um rás til að kveða niður löngunina. Ég hef verið án fíkniefna í þrjú ár en þessi löngun brýst samt út af og til.“ Það em margar illar tungur sem segja Pryor og nokkra aðra félaga í kvikmyndaheiminum haldna þessum ólæknandi ógnvaldi við mannkynið og að ekki megi gleyma því að lækn- ar séu bundnir þagnarskyldu gagn- vart sjúklingum. „Tennisbörnin" á heimshornaflakki Það er ekki ofsögum sagt að „tennisbörnin" lifi lúxuslífi, þau eru á sífelldu flakki heimshornanna á milli. Bjöm Borg er á faraldsfæti, svo sem oft áður, og honum til sam- fylgdar eru Jannika og Robin sem fylgdu honum á heimsenda ef með þyrfti. Björn og fjölskylda voru að koma til Hong Kong þegar mynd- inni var smellt af en hann er nú leiðbeinandi í tennisskóla fyrir skólabörn. En John McEnroe lætur sitt ekki eftir liggja hvað varðar fjölskyldu- flakkið og fjölskyldan fer með þangað sem farið er. Hann spókar sig hér í stórborginni París ásamt Tatum og Kevin Jack en þau voru á leiðinni á tennismót í Vestur- Þýskalandi. Þeir hafa gætur á sínum, tennis- kapparnir Björn og John. •;t l tí í« * 3: WM * 11« ULX-ftJC 1:1:S 11.I. ULC TE 11111111M 1(1 S.X * Jlllltll .*« X >1X X.í ..oi'CKí u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.