Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. Fréttir Kaffibaunayfirtieyrslumar halda áfram: Alltaf samráð við HJalta Samprófanir í „kaffibaunamálinu" svokallaða héldu áfram í Sakadómi í gær og komu fyrir dóminn þrír ákærðra, þeir Sigurður Ámi Sigurðs- son, fyrrum forstöðumaður Lundúna- skrifstofu SÍS, nú forstjóri Iceland Seafood Ltd. í Hull, Gísli Theódórsson, fyrrum forstöðumaður Lundúnaskrif- stofunnar og Amór Valgreisson, deildarstjóri Fóðurvömdeildar SÍS. Loks kom fyrir dóminn Geir Geirsson endurskoðandi. Veit ekki hver tók ákvörðun Sigurður kvaðst aðspurður við upp- haf yfirheyrslanna í gær ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að láta Kaffibrennslu Akureyrar greiða vexti í Ixjndon af lánsfjárhæðum í samræmi við hærri reikningana en ekki hina lægri. Jafhframt sagði ákærði, Sigurð- ur Ámi, að vaxtamunurinn hefði mnnið sem tekjur inn á reikning í eigu Lundúnaskrifstofunnar. Ekki sagðist Sigurður vita hver hefði tekið ákvörðun um þetta fyrirkomulag en sagði það hafa verið til staðar þegar ákærði tók við Lundúnaskrifstofunni. Sagðist Sigurður Ámi hafa haldið áfram að haga þessari framkvæmd, eftir að hann tók við Lundúnaskrif- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óuerötryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 9-11 Sp 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-18,25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 16-18 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 9-9 Ab Hlaupareikningar 9-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-18 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 8.5-9.5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst tltlán óverðtryggð Almennir vixlar((orv.) 15,75-18 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 16-18.5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18.5 Lb Utián verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5-6.75 Lb Til lengri tima 6-6.75 Bb.Lb Útlán tilframleiðslu Isl. krónur 15-16.5 Sp SDR 8-8.25 Allir nema Ib. Vb Bandarikjadalir 7.5-7.75 Sb.Sp Sterlingspund 12.75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.25-6.5 Bb.Sb, Vb.Sp Húsnæöislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 ViSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 1565 stíg Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hakkaði 7.5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn HOkr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb= Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- | inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast i DV á fbnmtudög-, um. sagði Sigurður Ámi Sigurðsson við yfirtieyrslumar í gær stofunni, á sama veg og áður hafði verið gert. Ekki sagðist Sigurður Ámi vita hver hefði tekið ákvörðun um það að greiða Kaffibrennslu Akureyrar áður fenginn afslátt (avisos) á tímabil- inu frá maí 1981 og fram á árið 1982 en þá var Sigurður Ámi kominn til London. Vissi ekki um aðferðina fyrr en í London Þessu næst spurði Jónatan Sveins- son saksóknari Sigurð Áma að því hver hefði tekið ákvörðun um að leggja vexti á alla upphæðina og svar- aði Sigurður þvi til að hann efaðist um það að sérstök ákvörðun hefði leg- ið fyrir um vaxtareikning allrar upphæðarinnar. Nú var ákærði, Sig- urður Ámi, spurður að því hvort falist hefði í fyrirmælum Innflutningsdeildar til skrifstofú SÍS í London að inn- heimta skyldi eftir hærri reikningun- um og hvort það hefði verið meðvituð ákvörðun að vaxtareikna alla þá fjár- hæð með þeim hætti sem raun varð á. Sigurður svaraði spurningunni þannig að hann myndi ekki eftir um- ræðum um þetta atriði en taldi ólíklegt að svo hefði verið. Jafhframt gat Sig- urður þess að hann hefði ekki vitað um þessa aðferð við útreikninginn fyrr en hann kom til London. Hafði samráð við Erlend Ennfremur kvaðst ákærði ekki muna sérstaklega eftir því að hafa rætt við yfirmann sinn, ákærða Er- lend, þegar hann var kominn til London um vaxtatekjuþátt málsins. Þegar hér var komið sögu var ákærði, Sigurður Ámi, beðinn um að tjá sig um framburð annarra ákærðra og vitna. Varðandi framburð Erlendar Ein- arssonar tók Sigurður fram að hann hefði haft samráð við Erlend um dag- leg störf skrifstofunnar í London eftir að 'hann kom þangað og þar á meðal um kaffiviðskiptin. Ekki gat ákærði, Sigurður, sérstaklega tilgreint hvað rætt var um á fundi árið 1979 sem fyrr hefur verið minnst á, annað en það að tekjur af kaffiviðskiptunum hafi borið á góma og fyrst svo hafi verið hljóti avisos að hafa verið nefndur líka. Hafði margt við framburð Hjalta að athuga Ýmislegt hafði Sigurður Ámi við framburð ákærða, Hjalta Pálssonar, að athuga og sagðist hann halda fast við sinn fyrri framburð um samskipti þeirra. Mótmælti Sigurður framburði Hjalta í einu og öllu að því leyti sem Hjalti sagði rangt í fyrri framburði Sigurðar fyrir dóminum og kvaðst hann hada fast við allt sem hann sagði áður um samskipti þeirra Hjalta. Mikið samráð við Hjalta ítrekaði Sigurður Ámi að hann hefði alltaf haft samráð við Hjalta um kaffi- innkaup, sem yfirmann sinn, en snéri sér ekki til Sigurðar Gils Björgvins- sonar aðstoðarframkvæmdastjóra (staðgengils Hjalta) með slík mál. Sagði Sigurður að hann hefði haft því meira samráð við Hjalta sem um um- fangsmeiri kaup hefði verið að ræða að verðmæti. Þó væri þar undantekn- ing á sem væri innflutningur fóður- vara þar sem ákærði sagðist hafa verið allsjálfráður. Sigurður fullyrti að Hjalti hefði vitað um tekjumar af avis- os. Jafhframt ítrekaði Sigurður Ámi að það hefði verið stefhan varðandi við- skiptin við Kaffibrennslu Akureyrar að hún fengi ekki að vita um afslætt- ina og sagði hann það hafa verið ákvörðun Hjalta Pálssonar. í þessu sambandi upplýsti Sigurður Árni að það hefði verið almenn stefna SÍS að viðskiptavinir þess fengju ekki upplýs- ingar um verðmyndun þeirrar vöm sem þeir vom að kaupa enda væri það í samræmi við viðskiptavenjur ann- arra aðila bæði hér heima og erlendis. Kvað Sigurður Ami þetta sama við- horf hafa gilt um afelætti í viðskiptum. Taldi hann að framangreint gilti einn- ig í öllum tegundum viðskipta; heild- sölu, smásölu og umboðssölu. Loks nefhdi ákærði að það væri rangt hjá vitninu, Geir Geirssyni end- urskoðanda, að hann (Geir) hefði ekki farið gagngert til London að beiðni Vals Amþórssonar í september 1981. Þvert á móti hefði Geir komið til Lon- don þann 9. september 1981 fyrirvara- laust og upplýst að hann kæmi þangað að beiðni Vals Amþórssonar þeirra erinda að kynna sér gögn um kaffiinn- flutninginn. Sagðist Sigurður hafa beðið Geir um frest til þess að ákærði gæti rætt við Erlend Einarsson vegna þessarar fyrirhuguðu könnunar. Hafði síðan ákærði símasamband við Erlend sem bað Sigurð um að bera Geir þau boð að koma aftur til Reykjavíkur til að kynna sér þar gögn um kaffiinn- flutninginn. Varð þetta til þess að Geir framkvæmdi enga skoðun í Lon- don. En Sigurður Ámi nefhdi þetta atriði til þess að sýna fram á að hann hefði haft samráð við ákærða, Erlend, vegna kaffiinnflutningsins. Minntist ekki fyrirmæla um vaxtatöku Þegar yfirheyrslunni yfir Sigurði Áma var lokið kom fyrir dóminn Gísli Theódórsson. Hann spurður að því, eins og aðrir ákærðir, hver hefði tekið ákvörðun um að láta Kaffibrennslu Akureyrar greiða vexti af lánsfjár- hæðum í London í samræmi við hina hærri reikninga en ekki þá lægri og ennfremur hver hefði ákveðið ráðstöf- un mismunarins og hvert hann hefði runnið. Ekki sagðist ákærði minnast sérstakra fyrirmæla um það hvemig vaxtatöku skyldi háttað annarra en þeirra að reikna vextina af kröfuupp- hæðinni. Hefði vaxtamunurinn verið lagður inn sem tekjur á bankareikning Lundúnaskrifstofúnnar. Var umrædd- ur reikningur með yfirdráttarheimild og hann þurfti alltaf að yfirdraga þeg- ar greiðslur vegna tekna af kaffivið- skiptunum vom sendar til SÍS í Reykjavík. Þá gat ákærði, Gísli, þess í tilefhi af framburði Geirs Geirssonar að tvö- földu vörureikningamir hefðu ekki verið á meðal bókhaldsfylgiskjala árs- ins 1980, sem vitnið Geir endurskoð- aði, þar sem ákærði hefði ekki litið á vörureikningana með avisos-greiðsl- unum sem bókhaldsgögn og reikning- amir því ekki færðir sem slíkir. Geir mótmælti ekki Þá kannaðist Gísli ekki við það að Geir Magnússon hefði ítrekað mót- mælt við Lundúnaskrifetofu SÍS að hún tæki vexti í sambandi við kaffivið- skiptin vegna fjár sem hún tók að láni vegna þeirra. Sagði ákærði að Geir hefði aldrei mótmælt því, enda hefði hann vitað manna best af yfirdrættin- um, þegar hann kallaði peningana heim aftur. Hefði Geir átt að vera síð- asti maðurinn til að finna að þessari vaxtatöku. Hjalti bað Arnór iim upplýsing- ar Næstur kom fyrir dóminn Amór Valgeirsson. Ekki sagðist hann vita, frekar en aðrir, hver hefði ákveðið um vaxtatöku af hærri reikningunum eða um launung vegna viðskiptanna við Kaffibrennsluna. Ekki sagðist hann hafa átt neinn þátt í því. Amór mótmælti því sem fram kom í framburði Hjalta Pálssonar að hann hefði ekki haft samráð við hann um kaffiinnkaupin og hélt fast við sinn fyrri framburð um það mál. Bætti Ar- nór því við að Hjalti hefði stundum beðið ákærða um sérstakar upplýsing- ar í sambandi við kaffiinnkaupin, svo sem um magn, verð, gæði og fleira. -ój Norski rithofundurinn Herbjörg Wassmo hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - önnur konan sem hlýtur verðlaunin I gærmorgun tilkynnti dómnefhd vegna bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs að norski rithöfundur- inn Herbjörg Wassmo hlyti bókmenntaverðlaun ráðsins 1987 fyrir skáldsöguna Himinn án hör- unds (Hudlös Himmel). I álitsgerð dómnefhdar segir: „Bókin er óvenju blæbrigðarík lýs- ing á sálarlífi ungrar stúlku, skrifuð af miklum næmleika, en um leið af tæpitungulausu raunsæi." Skáldsaga Herbjargar Wassmo er þriðja bindi þríleiks um stúlkuna Þóru, dóttur norskrar konu og þýsks hermanns. Um fyrri bækumar í þríleiknum sagði Elías Snæland Jónsson í um- sögn í DV, 2. mars 1985: „(Þær) lýsa æsku og unglingsárum stúlkunnar Þóru.. .en hún býr í sárri fátækt með móður sinni sem hefur tekið saman við diykkfelldan ofbeldissegg. Það er einmitt þessi ónytjungur sem Herbjörg Wassmo. verður hennar þyngsti kross. Hann neyðir Þóru til lags við sig hvað eft- ir annað og gerir líf hennar að martröð. í síðari bókinni kemst Þóra að heiman á unglingaskóla og reynir að flýja fortíð sína. En eins og fleir- um reynist það henni um megn. Þessar skáldsögur eru skrifaðar af næmum skilningi... Innstu hugs- anir Þóru, jafnt sem hræðileg lífs- reynsla hennar, standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum að lestrinum loknum." I Himni án hörunds er Þóra full- vaxin og fæðir andvana barn. Sú reynsla fær mjög á hana og gerir henni enn erfiðara en ella að finna sér fótfestu í samtímanum. Að lokum skilst Þóru að ekki þýðir að reiða sig á aðra en sjálfa sig og sú vitn- eskja veitir henni nauðsynlegan styrk. Herbjörg Wassmo er önnur konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þó hafa þau verið veitt á hverju ári í aldarfjórðung. Sara Lidman var fyrsta konan til að hljóta verðlaunin árið 1980. Herbjörg Wassmo hefur um skeið verið talin meðal allra efnilegustu skáldsagnahöfunda í heimalandi sínu, Noregi, og þá helst fyrir þenn- an þríleik. Bækur hennar haia nú verið þýddar á finnsku, þýsku og hollensku og verið er að þýða þær á pólsku, ensku, frönsku og spænsku. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs nema 125.000 dönskum krónum, sem eru um það bil 570.000 íslenskar krónur, og verða afhent þann 23. febrúar nk. á 35. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Fulltrúar Islands í dómnefhdinni eru rithöfundamir Jóhann Hjálm- arsson og Sveinn Einarsson. Af íslands hálfu voru tilnefhdar skáld- sögumar Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson og Gulleyjan eftir Einar Kárason. Bækur Herbjargar Wassmo hafa ekki verið þýddar á íslensku en bók- salar tjáðu DV að alltaf væri einhver eftirspum eftir bókum hennar á frummálinu. .ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.