Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
Til sýnis og sölu
POTTOFNAR
með Danforskrönum, lampar og innihurðir á
góðu verði.
Komið í Síðumúla 12, (bakhús) milli kl.
14 og 18 virka daga
DV.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Langar ykkur ekki að breyta til?
Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður
og til afleysinga. Góð vinnuaðstaða og léttur vinnu-
andi meðal starfsfólks. Að sjálfsögðu bjóðum við upp
á góð launakjör og gott húsnæði. Mikil vinna ef ósk-
að er. Ef þið hafið áhuga þá hafið samband við
hjúkrunarforstjóra í síma 96-71166 og heima í síma
96-71417.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
SÉRLEYFI TIL FÓLKSFLUTNINGA MEÐ
LANGFERÐABIFREIÐUM
Skv. lögum nr. 29/1983 um skipulag á fólksflutning-
um falla úr gildi hinn 1. mars 1987 öll sérleyfi til
fólksflutninga með langferðabifreiðum.
Ný sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum
verða veitt frá 1. mars 1987 og skulu umsóknir um
sérleyfi sendar til Umferðarmáladeildar, Vatnsmýrar-
vegi 10,101 Reykjavík eigi síðar en 15. febrúar 1987.
í sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. þá leið eða leiðir
sem sótt er um sérleyfi á. 2. skrásetningarnúmer, ár-
gerð og sætatölu þeirra bifreiða sem nota á til sérleyf-
isferða.
Reykjavík 20. janúar 1987,
Umferðarmáladeild.
Styrkir til
háskólanárns í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í
löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki
til framhaldsnáms við háskóla í Noregi skólaárið
1987-88. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þess-
ara styrkja muni koma í hlut Islendinga. Umsóknir
skulu sendar til: Utenriksdepartementet, Kontoret for
kulturelt samkvem med utlandet, P.O. Box 8114 -
Dep. N - 0032 Oslo 1, fyrir 1. apríl nk., og lætur sú
stofnun í té umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar.
15. janúar 1987.
Menntamálaráðuneytið.
VIKAN
AUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11. sími 27022
FYRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið
heimilisrit, og býður hagstæðasta aug-
lýsingaverð aUra íslenskra tímarita.
Útlönd______________ 3
Vaxandi gagnrýni
á Hans Holmér
Claes Zeime, aðalsaksóknarinn í Palmemálinu, er ekki sammála Hans Holmér lögreglustjóra um að níutíu og fimm
prósent likur séu á þvi að lögreglan sé á réttri leið. _ símamynd REUTER.
Gunnlangur A Jónssan, DV, Lundr
Gagnrýnin á Hans Holmér, lög-
reglustjóra í Stokkhólmi, vex nú enn
á ný þegar hann lét í gær til skarar
skríða gegn kúrdísku samtökunum
PKK án nokkurs sjáanlegs árangurs.
Leif Silbersky, einn kunnasti lögfræð-
ingur Svía og verjandi eins Kúrdanna,
krafðist þess í sjónvarpsviðtali í gær-
kvöldi að Holmér segði af sér.
Allir þeir Kúrdar, sem gripnir voru
grunaðir um aðild að Palmemorðinu,
voru látnir lausir síðdegis í gær. Hins
vegar eru enn í haldi þrír Kúrdar
grunaðir um morð á öðrum Kúrda í
Stokkhólmi 1985.
Sannanimar gegn þeim sem hand-
teknir voru vegna Palmemorðsins
reyndust ekki nægilegar til þess að fá
þá úrskurðaða í gæsluvarðhald.
Claes Zeime, aðalsaksóknarinn í
málinu, mætti á blaðamannafund með
Holmér þar sem hundruð fréttamanna
úr öllum heimshomum vom viðstadd-
ir. Hann sagði meðal annars að hann
teldi að lögreglan hefði ekki færst nær
lausn málsins síðastliðna tvo mánuði.
Hundeltur
af lögreglunni
Gunnlaugur A. Jánssan, DV, Khafru
Rétt áður en Kúrdinn Huseyin
Yildirim, lögfræðingur og félagi í
kúrdísku samtökunum PKK, var
handtekinn af sænsku lögreglunni í
gær sagði hann í viðtali við Svenska
Dagbladet að hann hefði lögreglu-
menn Hans Holmérs stöðugt á
hælunum.
„Ég hef séð lögreglumenn veita
mér eftirför, mynda mig þegar ég
hitti fólk og ég þykist vita að þeir
hleri símann minn líka,“ sagði Yildi-
rim. Hann sagði að allir Kúrdar í
Svíþjóð liðu fyrir það að það væri á
allra vitorði að aðalvinnukenning
Holmérs væri sú að PKK stæði á
bak við morðið á Olof Palme. „Hol-
mér hagar sér eins og klaufalegur
tyrkneskur sveitalögreglumaður og
hann skaðar sænskt lýðræði með
framkomu sinni,“ sagði Yildirim.
Hann sagðist eiga von á að sænska
lögreglan léti þá og þegar til skarar
skríða gegn PKK. „En það yrði at-
burður sem Svíar hefðu ástæðu til
að skammast sín fyrir á alþjóðavett-
vangi. Við höfum hreina samvisku
og ekkert að fela. Látum þá bara
koma hingað og snuðra,“ sagði
Yildirim ennfremur í viðtali við
Svenska Dagbladet.
Huseyin Yildirim, lögfræðingur
kúrdísku hryðjuverkasamtakanna
PKK, er einn þeirra þriggja manna
sem eru enn í haldi hjá sænsku
lögreglunni,- Símamynd REUTER
Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, stendur I ströngu þessa dagana.
Kosningar fara fram í landinu þann 25. janúar en auk þess vanda, sem
fylgir kosningabaráttunni, þjarma Bandaríkin nú að stjórninni vegna hand-
töku Libana nokkurs. - Simamynd Reuter.
Mannrán og
kosningar
Rétt fyrir kosningamar í Vestur-
Þýskalandi, sem fara fram næstkom-
andi sunnudag, þarf stjóm landsins
að glíma við vandamál sem skapast
hefúr vegna ráns á vestur-þýskum
kaupsýslumanni, sem átti sér stað í
Beirút síðastliðinn laugardag.
Telur stjómin að tengsl séu á milli
ránsins á kaupsýslumanninum og
handtöku á Líbana í Frankfurt fyrir
viku. Líbaninn er grunaður um aðild
að flugráni sem var framið 1985.
Ekki minnkaði álagið á vestur-
þýsku stjómina þegar bandarísk
yfirvöld fóm fram á það í gær að fá
að yfirheyra Líbanann. Hefur leið-
togum fjögurra stærstu flokkanna
verið greint frá málavöxtum og hafa
sósíaldemókratar, sem em í stjómar-
andstöðu, lýst yfir samúð sinni með
stjóminni.
Að sögn yfirvalda hafa engar kröfúr
borist frá mannræningjunum. I frétt-
um vestur-þýska sjónvarpsins var
greint frá því að Hans-Dietrich
Genscher utanríkisráðherra hefði haft
samband við ýmsar stjómir í MiðausL
urlöndum, þar á meðal í Sýrlandi og
íran.