Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Qupperneq 40
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjalst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1987. Sturia Krisfjánsson: Engin rök hjá Sverri Jón G. Hauksson, DV, Akureyrt „Það komu engin rök fram hjá Sverri á Alþingi í gær, að því er mér fannst. Mér fannst hann tæta upp ólík- legustu hluti, sem engu máli skipta í stöðunni," sagði Sturla Kristjánsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Norður- landsumdæmi eystra, um umræðumar á Alþingi í gær. - Hvað hyggst þú gera á næstunni? „Ég veit það ekki.“ - Attu von á því að það verði rann- sókn í málinu? „Mér sýnist að af rannsókn verði. Ég sé ekki betur en að þingmennimir sjálfir stefni núna að því.“ Fræðsluskrifstofan: Starfsemin í lágmarki Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Starfsfólk fræðsluskriístofunnar á Akureyri mætir enn í vinnu, nú þegar rúm vika er liðin frá því að Sturlu Kristjánssyni fræðslustjóra var vikið úr starfi. Már V. Magnússon, starfs- . ^maöur á skrifstofunni, sagði í morgun að það væri ekki hægt að afgreiða neitt formlega, þar sem fræðslustjóra vantaði, en fólkið hefði sinnt því nauð- synlegasta. Um alþingisumræðumar í gær sagði Már: „Mér fannst þetta hljóma eins og ráðherra þyrfti að fara sjö ár aftur í tímann til að finna rök fyrir skyn- diákvörðun sinni.“ Stunginn með brotinni flösku Átök milli tveggja manna á gistihúsi í Brautarholti 22 í nótt enduðu með því að annar maðurinn stakk hinn ' ^með brotinni flösku í bakið. v Meiðsli mannsins vom ekki eins mikil og á horfðist í fyrstu og voru báðir mennimir í fangageymslum lög- reglunnar í nótt vegna rannsóknar málsins. -SJ Ávallt feti framar 68-50-60 ÞRDSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Sverris saga hin nýja er aö verða á við gömlu Sturlungu! Viðræðum slitið í farmannadeilunni: Tilgangslaust að halda áfram áá „Ég h't svo á að málið sé komið í svo mikinn hnút að tilgangslaust sé að halda áfram. Ég veit ekki hvenær viðræður geta farið aftur af stað en það verður örugglega biðtími fram eftir vikunni,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, eftir að slitnaði upp úr viðræðum undirmanna á far- skipum og skipafélaganna. „Guð má vita hvað nú tekur við í þessari deilu eða hvenær viðræður geta aftur hafist. Eins og mál standa nú er tilgangslaust að halda áfrarn," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins. Það sem olli þessum straumhvörf- um í viðræðunum var að í fyrradag höfðu deiluaðilar náð samkomulagi um ákveðin atriði í deilunni hvað varðar vinnufyrirkomulag undir- manna. Skjalið var vélritað hjá fulltrúum skipafélaganna og þegar þeir svo skiluðu því á fúndi hjá sátta- semjara hafði orðalagi verið breytt og fyrtust sjómenn við, höfnuðu skjalinu og lögðu fram upphafskröf- ur sínar. Fulltrúar skipafélaganna neituðu að halda viðræðum áfram ef færa ætti viðræðumar til upphafs- ins og þar með slitnaði upp úr. Sama var þótt orðalaginu væri aftur breytt til .upphafs síns. Þeir Guðmundur Hallvarðsson og Þórarinn V. Þórarinsson sögðust hvomgur óttast lög sem bindu enda á deiluna. -S.dór Hann gaf ekki mikið í aðra hönd fyrsti róðurinn hjá þeim félögum á Sigrúnu RE, Inga Arnasyni og Kristni Bjarnasyni, tíu þorska og þrjá rauðmaga. Við sjávarsíðuna hefur rauðmaginn stundum verið kallaður „vorboö- inn ijúfi“ og það er afar sjaldgæft að rauðmagi veiðist svo snemma, þorri ekki einu sinni genginn í garð. -S.dór/DV-mynd S Framsóknarmenn: Ríkið ráði bankanum „Það getur enginn nema ríkið staðið að þeim bankaskyldum, sem Búnaðarbanki og Útvegsbanki hafa gegnt. Það þarf enginn að halda að til dæmis Sameinaðir verktakar hefðu sömu sjónarmið í bankarekstri," segir Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna. Þeir vilja að Bún- aðarbankinn yfirtaki Útvegsbankann. Sjálfstæðismenn vilja á hinn bóginn sameina þessa banka, stofna hlutafé- lag upp úr sameiningunni og losa þannig ríkið úr bankanum á næstu þrem árum. Þetta er viðhorf sjálfstæð- ismanna eftir að sameining Útvegs- banka, Iðnaðarbanka og Verzlunar- banka fór út um þúfur. „Við féllumst á tillögu þeirra um að reyna þessa þriggja banka sameiningu en vissum raunar að hún gengi aldrei upp. Við áttum hins vegar von á að þetta tæki aðeins nokkra daga eða í mesta lagi fáeinar vikur. Nú er þetta búið að dragast í tvo mánuði, þjóðar- búinu mjög til skaða,“ segir Páll. „Það er ekki tími til þess að velta þessu máli undan sér lengur og við höfúm ekki breytt ályktun okkar um yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegs- bankanum. Við erum samt að fjalla um málið í þingflokknum. En ég tel alveg fráleitt, hreint útilokað, að ætla einkabanka það hlutverk sem þessir tveir bankar hafa rækt,“ segir formað- ur þingflokks framsóknarmanna. -HERB Veðrið á morgun: Dálítii súld á Suður- og Vesturlandi Það verður víðast suðvestlæg átt á landinu. Á Suður- og Vesturlandi verður dálítil súld og 4-7 stiga hiti en þurrt og heldur svalara á Norð- vestur- og Austurlandi. Við norð- austurströndina má búast slydduéljum fram eftir degi. við Rafmagns- bilun í Holtunum í nótt varð rafmagnsbilun í Holt- unum og rafmagnslaust í hverfinu í nokkrar klukkustundir. Rafmagn kom aftur á um klukkan átta f morgun. Hjá Raftnagnsveitu Reykjavíkur fen- gust þær upplýsingar að ekki væri vitað hvað biluninni olli en rafmagni var veitt á hverfið „eftir öðrum leið- eins og komist var að orði hjá Rafmagnsveitunni, meðan verið er að .leita orsaka bilunarinnar. -S.dór f I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.