Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Grlæný Grafík Vettvangsrannsókn: Þorsteinn J.Vilhjálmsson — Mynd: Gunnar V. Andrésson Grafík hefur tekið stakkaskiptum. Afgreiðslumaður í byggingavöruverslun spilar á bassann. Klassískt menntuð söngkona og sellóleikari er komin í stað Helga Björns. Hljómsveitin er í ofanálag komin í hljóðver. Hvað er eiginlega að gerast? Rannsókn fer frajn yfir kaffiboll- um í eldhúsinu í Hljóðrita. Eld- húsumræður að góðra alþingis- manna sið. Allir hlutaðeigandi eru viðstaddir, þar á meðal báðir nýju meðlimir Grafíkur. Baldvin H. Sig- urðsson og Andrea Gylfadóttir. Hjörtur Howser hefur verið hálf- partinn heimilisfastur í seinni tíð. Rafn og Rúnar hafa aftur á móti verið í hljómsveitinni frá ómuna- tíð. Er það ekki? „Þú segir nokkuð. Við erum reyndar eina hljómsveitin sem eftir er úr hræringunum eftir 1980. Þetta hefur gengið með þijóskunni einni saman. Við erum greinilega á góðri leið með að verða elsta starfandi tónleikaband landsins." í Grafík hafa orðið ýmsar manna- breytingar á þessum ferli. Þegar haustaði í fyrra var ljóst að fylla þyrfti skarð söngvara og bassaleik- ara. „Jakob Magg fór að spila með Bubba og Helgi hafði í nógu að snúast í leiklistinni. Það var ekki um annað að ræða en fara af stað og leita. Við fundum bassaleikar- ann fljótlega í JL byggingavörum innan um lím, flísar og fleira.“ Þung lífsreynsla Baldvin H. Sigurðsson af- greiðslumaður var þar með ráðinn i hljómsveit. Hann hafði áður plokkað bassann hjá Baraflokkn- um meðan sú sveit var og hét. „Eftir að flokkurinn hætti fór ég til Akureyrar að vinna. Næsta stopp í tónlistinni var svo að leysa af bassaleikara Drýsils, Jón Ólafs- son. Það var mjög sérstök lífs- reynsla," játar Baldvin sposkur á svip enda ekki þungarokkari í eðli sínu. „Þetta var engu að síður gam- an að prófa þessa músík,“ bætir hann við. Sem fyrr segir hitti Rafn Baldvin að máli í JL. „Ég kýldi á Grafík og sé ekki eftir því,“ segir af- greiðslumaðurinn. „Það er gaman að vera byrjaður aftur í hljóm- sveit.“ Söngkonan vakin Baldvin bassaleikari var þar með kominn í örugga höfn. Öðru máli gegndi með söngvarann. Einir átta voru prófaðir. Ekkert gekk. „Við vorum einhvern veginn ekki sáttir við söng þessa fólks,“ segir Rafn. „Þetta voru að vísu allt mjög frambærilegir söngvarar. Við vor- um hins vegar að leita að söngvara sem gæfi tónlistinni sérstöðu.“ „Við vorum alltaf að leita að hinum eina sanna tón,“ segir Rúnar á svipinn eins og nóbelskáldið. „Þá var mér sagt frá stúlku sem kynni á ýmis hljóðfæri og kynni þar að auki að syngja,“ segir Rafn. „Ég tók upp símann og hringdi." „Þú vaktir mig,“ skýtur Andrea inn i enda vildi hún fá að sofa á tilboðinu. Fáum dögum seinna kom hún í prufu í hljóðverinu. „Hún var ráðin eftir örfáa tóna,“ er svarið við spurningunni um hvort hún hafi verið sú rétta í stöðuna. Fjölmörg tilboð „Það var reyndar oft búið að biðja mig að syngja í hljómsveit, bæði rokk og jass,“ segir Andrea, menntuð í klassískum söng og sellóleikari frá ellefu ára aldri. „Það kom mér því ekkert á óvart að Rafn skyldi hringja. Það sem gerði hins vegar útslagið í þessu tilviki var að mér hafði alltaf litist vel á það sem Grafík var að gera. Vitaskuld renni ég algerlega blint í sjóinn með þetta. En ég ákvað að slá til.“ „Kosturinn við að fá söngkonu var líka sá að þar með breyttum við algerlega um,“ bæta hinir við. „Karlsöngvari hefði til að mynda mátt þola endalausan samanburð við Helga. Það fer heldur enginn í skóna hans. Söngkona er allt annar handleggur.“ Byrjaðfyrir jól Þá er uppruni allra kunnur. Rannsóknin beinist næst að upp- tökunum. „Þær byrjuðu reyndar fyrir jól,“ upplýsa þau. „Við vorum búin að taka upp grunna að fjórum lögum og vorum jafnvel að hugsa um að koma þeim út fyrir hátíðina. Við hættum hins vegar við það og ákváðum að gera frekar stóra plötu.“ Ætliði þá að salta gömlu grunn- ana? „Nei, sú vinna stendur. Við áætl- um að bæta við sex lögum. Við gerum ráð fyrir að ljúka upptökum á þeim um miðjan febrúar." Samvinnuhreyfingin Spurningunni um upptökurnar var auðvitað einungis varpað fram til að verða einhvers vísari um tón- listina. Nýr bassaleikari og söng- kona hljóta að hafa sín áhrif. Hvemig hljómar Grafík núna? „Þetta er ákveðið afturhvarf í sándi. Við notum hljóðgervla minna en áður,“ segir Hjörtur. „Við erum að reyna að láta tækin ekki stjórna músíkinni. Mér finnst þetta að vissu leyti vera framhald af því sem við höfum verið að fást við. Við emm alltaf að gera betur og vöndum okkur meira." „Það er meiri ró yfir tónlistinni, meiri yfirvegun," bætir Rafn við. „Við erum búnir að hlaupa af okk- ur hornin." „Að minu áliti eru ekki eins mikl- ar andstæður í músíkinni og áður,“ segir Rúnar. „Þetta er líka í fyrsta skipti sem við vinnum saman sem heil hljómsveit. Það hefur sín áhrif.“ Gengur samvinnan upp? „Já, samvinnan er góð,“ sam- sinna öll fimm. „Við erum miklir vinir og vinnum allt í hóp. Það tekur lengri tíma en er þess virði." Hvað með textana. Ém þeir líka hópvinna? „Við gerum allt í sameiningu, tónlistina, textana, útsetningarn- ar. Þannig vinnum við núna.“ „Gott popp“ Ég er í rauninni litlu nær um hvers konar tónlist þau segjast spila. Ég heimta skilgreiningu. „Það er erfitt að skilgreina þetta svo nákvæmlega," afsakar Rafn. „Þetta er fyrst og fremst gott popp.“ „Það er engin hljómsveit að gera neitt svipað hér heima,“ er látið vaða. „Mér finnst þetta bráðskemmtilegt, hvað sem þetta nú heitir,“ segir Baldvin loks. Svo mörg voru þau orð. Þriðji kapítuli Nýja Grafík hefur leikið opin- berlega í þrjú skipti. Þau em ánægð með tónleikana á Borginni ög í Duus húsi. Tónabæjartónleik- arnir fóru verr. „Þar sannaðist hversu erfitt er að koma fram með algerlega nýtt efni. Líklega voru unglingamir að bíða eftir rigning- unni allan tímann. Á hinum tón- leikunum fengum við mun betri undirtektir. Þar vorum við ekki undir þeirri pressu að allir væntu þess að við spiluðum eldra efni. Þetta á vafalaust eftir að breytast þegar platan kemur út og fólk fer að þekkja lögin.“ Grafík hefur sem sagt ekki hugs- að sér að spila Tangóinn, Húsið eða Himnalagið. Frumherjarnir i hljómsveitinni, Rúnar og Rafn, tala um kaflaskipti. „Þriðji kapítuli er hafinn. Við höfum gert fjórar plöt- ur. Annar kaflinn byrjaði með Get ég tekið sjens. Það var mjög erfitt að fylgja þeirri plötu eftir þar sem fólk hafði gert sér ákveðna hug- mynd um hvernig tónlistin ætti að hljóma. Núna hafa aftur átt sér stað breytingar í hljómsveitinni og það markar nýtt upphaf. Sá ferskleiki sem sjensinn bar með sér er til stað- ar á ný, aðeins í annarri mynd.“ Leitin að eldinum Hver fj. er þetta. Við höfum fram að þessu farið í kringum aðal um- ræðuefnið, tónlistina, eins og börn sem forðast eldinn. Hvern andsk. er Grafík eiginlega að spila? í stað þess að klofa yfir hvers- dagslega meðalhegðun, brjálast eða bölva, bið ég kurteislega um að fá að heyra nokkur sýnishom. Það sem Sigurður Bjóla spilar í stjórnherbergi Hljóðrita segir reyndar ekki nema hálfa sögu. Ég get að minnsta kosti fullyrt að Grafi'k hljómar ekki eins og Grafík. Yfirbragð tónlistarinnar er annað og söngur Andreu útilokar nánast allan samanburð. Rannsóknin leiddi svo mikið í ljós. Endanleg niðurstaða fæst ekki fyrr en platan sjálf kemur út í mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.