Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
Fólk lærir tónlist í tónlistarskólum og myndlist í myndlistarskólum,
en alls ekki ritlist í ritlistarskólum.
Nýlega barst mér í hendur tíma-
rit sem heitir Teningur og mun
vera útgefið af gáfumannafélagi
nokkru hér í bæ. Ágætistímarit.
Að vísu fmnst mér kápan á því ljót
en það stafar líklega af þeirri ár-
áttu íslenskra gáfumanna að
klæðast ljótum og ósamstæðum
fötum. Vonandi skilur enginn orð
mín á þann veg að ég vilji að ís-
lenskir gáfumenn fari að stunda
tískuvöruverslanir. En það þarf
meira til en ósamstæðan klæða-
burð. Til sanninda þarum vil ég
geta þess að nú um skeið hef ég
gengið í ósamstæðum ljótum fötum
og stundum skítugum en samt ekki
verið boðin innganga í neitt gáfu-
mannafélag. Og ég veit satt að
segja ekki mitt rjúkandi ráð.
En í áðurnefndu tímariti, sem
mér finnst bæði þarft og gott, er
ein setning sem ég kann illa við.
Það er undirtitillinn. Hann er
svona: Vettvangur fyrir listir og
bókmenntir.
Og maður spyr ósjálfrátt: Eru
bókmenntir ekki list? Eru þær
kannski handverk eins og múrverk
eða trésmíðar?
Mér finnst að svona tímarit eigi
að vera Vettvangur fyrir bók-
menntir og aðra list.
Sumum kann að fmnast þetta
hártogun og þeir um það. En bók-
menntir eða ritlist hefur sérstöðu
meðal listgreina. Fólk lærir til að
mynda tónlist í tónlistarskólum,
myndlist í myndlistarskólum, dans
í dansskólum o.s.frv. En alls ekki
ritlist í ritlistarskólum.
Af hverju ekki? Hvers vegna er
enginn ritlistarskóli til? Hugsiði
um það!
Ókei og fleira
Nýlega var spurst fyrir um það í
þættinum Daglegt mál á rás eitt í
Ríkisútvarpinu hver væri uppruni
orðsins ókei.
Ég hef gert það áður í þessum
pistlum og mér er það að meina-
lausu að upplýsa um þetta einn
ganginn enn.
Á ensku er þetta oft skammstafað
og þá ritað OK, en einnig okay,
okey og okeh og er sjálfsagt um
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
mismunandi framburð að ræða.
Upprunann er að finna í orðunum
oll korrect (= all correct, þ.e. allt
rétt), fyrsti stafur úr hvoru orði
myndar skammstöfunina OK.
Annað íslenskt orð á uppruna
sinn í enskri skammstöfun, það er
orðið jeppi. Á ensku er það jeep og
talið dregið af skammstöfuninni
g.p. (= general purpose, þ.e. til
almennra nota). Samkvæmt heim-
ildum sem ég tel áreiðanlegar hefur
amerísk teiknimyndahetja að nafni
Eugene the Jeep haft áhrif á þessa
orðmyndun. Eugene the Jeep var
furðuskepna i teiknimyndaseríu
sem heitir Thimble Theatre og var
teiknuð af C. Segar sem dó árið
1938.
Je eða é
íslensk stafsetning er afar órök-
legt fyrirbæri. Reglur þær sem
kenndar eru í skólum eru enda
málamiðlun milli tveggja sjónar-
miða, annars vegar framburðar-
sjónarmiða, hins vegar uppruna-
sjónarmiða.
Það sem eink' m gerir stafsetn-
ingu flókna er vitaskuld að það er
ekki unnt að skrifa nákvæmlega
eftir framburði. Til að það yrði
unnt þyrfti að fjölga bókstöfum og
reyndar dygði það ekki til því fram-
burður manna er mismunandi.
Bókstafir eru færri en málhljóð-
in. Þess vegna eru sumir bókstafir
látnir tákna fleiri en eitt málhljóð.
Bókstafurinn g er gott dæmi þar
um.
Lítum á eftirtalin orð: góður,
laga, gæði, lagt. Ef grannt er gáð
kemur í ljós að géið stendur þarna
fyrir fjögur mismunandi hljóð.
En svo er þessu stundum öfugt
farið, þ.e. sama hljóðið má tákna
með mörgum mismundandi bók-
stöfum. Við skrifum til dæmis éta
með éi en ekki jeta, fé en ekki fje;
hinsvegar Jesús en ekki Ésus og
jeppi en ekki éppi. Sama hljóðið er
semsagt ýmist ritað é eða je.
Skýringuna er að finna í auglýs-
ingu dóms- og kirkjumálaráðu-
neytis 25. febrúar 1929 um íslenska
stafsetningu. I þá daga hafa menn
litið á stafsetningu sem dóms- og
kirkjumál en ekki menntamál eins
og nú er gert.
í þessari auglýsingu er sagt að
stafsetning íslenskrar nútíma-
tungu skuli vera ein og hún skuli
kennd í skólum sem njóti styrks frá
ríkinu og höfð á öllu prentuðu efni
sem útgefið sé af ríkinu, eða með
styrk af ríkisfé, eða útgefið af félög-
um og stofnunum sem njóti ríkis-
styrks.
I auglýsingu þessari voru tiltekin
fjögur stafsetningaratriði nefnd,
meðal annars seta, og um é eða je
segir:
I. Rita skal yfirleitt é, þar sem svo
er fram borið (þó aldrei á eftir g
og k), hvort sem þar er um að ræða
fornt é, eða fornt e, sem lengzt hef-
ur, t-d, léð, vér, vél, fé; - hérað,
hélt, féll. - Þó skal rita je í fleir-
tölu af lýsingarhætti nútíðar með
nafnorðsbeygingu, þar sem nafn-
háttur endar á ja, enda skiptist þá
atkvæði á milli j og e, t.d. kveðjend-
ur, seljendur, þiggjendur, sækjend-
ur. - I upphafi nafna af erlendum
uppruna skal og rita je, t.d. Jens,
Jerú alem, Jesús.
Þetta er dæmigerð stafsetningar-
regla. Það er ákveðið að skrifa
yfirleitt alltaf é þegar svo er borið
fram nema stuncium.
Að svo mæltu óska ég öllum góðr-
ar og náðugrar helgar og að allir
eigi rólegar stundir og enginn
gleymi að fara í kirkju á morgun
nema sumir.
Ylur hlýr um æðar líður
Minnst Skúla
Benediktssonar
Skúli Benediktsson f. 1927, frá
Efra-Núpi í Miðfirði, kennari við
grunnskóla og menntaskóla, an-
daðist í janúarmánuði í fyrra.
Hann samdi kennslubækur og hélt
lengi úti vísnaþætti í DV. Vinur
hans og skólabróðir minnist hans
í eftirmælum m.a. með þessum orð-
um: „Hafði Skúli oft félagsskap
þess slæga konungs Bakkusar...
kvaddi hann svo í einhverri falle-
gustu stöku sinni:
Ylur hlýr um æðar líður,
allt er þögult, kyrrt og rótt.
Þegar kveldar Bakkus býður
bróður sínum góða nótt.“
í annarri grein stendur: „Nú þeg-
ar Skúli er allur kemur mér í hug
síðasta vísan, sem ég lærði eftir
hann, ein sú besta sem hann gerði:
Er sem styðji æðri máttur
oft í hryðjunum.
Lífsins gyðju lofa ég sáttur
laus úr viðjunum,"
Undirritaður var málkunningi
Skúla og ræddi stundum við hann
sameiginleg áhugamál. Gagnrýndi
ég frjálslyndi hans að birta jafh-
mikið og mér þótti hann gera af
vísum sem við hlutum báðir að telja
langt fyrir neðan meðallag. En
hann vildi lofa fleirum en ég að
láta ljós sitt skína. Þeir sem kunna
góðar vísur eftir Skúla, og raunar
aðra, gera mér greiða ef þeir senda
mér þær.
Hver hefur ort?
Hér ætla ég að setja nokkrar vís-
ur sem ég hef ekki höfunda að, en
mér finnst samt líklegt að geti ve-
rið alkunnir, þótt ég muni ekki eftir
þeim í svipinn. Mér væri því þökk
á því, eins og orðabókarmennirnir
blessaðir segja, að fá línu frá þeim
sem gætu bent mér á staðgóða
heimild um hið rétta. Því miður eru
vísnavinir of bréflatir. En ég þykist
líka, eins og orðamennirnir, vera
að vinna þarft verk með vísnaskrá-
setningum mínum. Og nú þegar ég
tek að reskjast sé ég fram á að ég
hef meira gert að því að bjarga á
land spýtum en ganga svo frá þeim
að úr þeim verði fullt gagn. Þess
vegna er ég stöðugt að mjálma eft-
ir hjálparmönnum.
Verður svalt, þá veðri er breytt,
- vina eins er geðið -
þar sem allt var áður heitt,
er nú kalt og freðið.
Ljóðabókin líst mér þín
léleg andans fæða.
Finnst þar ætluð fyrir svín
fjöldi skammakvæða.
Veifa tveir í veitunni
vinnumenn hjá klerki,
Ormur karlinn einsýni
og hann Bjami sterki.
Undir mígur Erlendur,
eru það stærstu býsnar.
Þórður karlinn þriflegur,
þessi elur lýsnar.
Vísnaþáttur
Á velsœmlsmörkum
Tvær síðustu vísumar eru líklega
ortar á prestsetri og gætu svo sem
verið eftir gamansaman guðsmann.
Ekki þori ég samt að fullyrða neitt.
Ekki ætla ég að birta gróft klám í
þessum þáttum mínum en það er
engin ástæða að láta dálítið blaut-
legar visur hverfa og gleymast
alveg ef þær em glettnislegar og
prúðmannlega orðaðar. Sú tegund
kveðskapar hefur aldrei verið í
banni á íslandi.
Svört er nótt í september
og sóðablakkar grundir.
Það bauð mér frakkur bauga-
ver
mig breiða jakkann undir.
Jón minn hefur litla lyst,
löngum betur aðrir sóttu.
Það var aðeins allra fyrst
að hann réri á hverri nóttu.
Hér em tvær af meinlausara tag-
inu:
Ástin bindur lýð og land,
lukku eflir bjarta,
sterkast tengir tryggðaband
með tilfinning í hjarta.
Lífs við þreyting hveiju hér
hým leitar muni.
Geðs um reit, þar einlæg er
ástin heit sem funi.
Hermannsvísur
Hermann í Akralundi 3, Reykja-
vík, er svo gamall maður að hann
man hin raunvemlegu hemámsár
okkar hérna. Það var einmitt þá
sem hann orti þessa vísu:
Nú er klíku og kjaftaöld,
kreppur þjóðir pína.
Kaninn er að krækja í völd
með kjarnorkuna sína.
Já, langt er nú síðan það var.
Komið hafa betri tímar og svo syrt-
ir í álinn þess á milli. Enn, nærri
fjömtíu árum síðar, vofa yfir ykkur
sömu hættur, sömu hótanir, sömu
gylliboð. Við þökkum fyrir á meðan
við fáum að lifa í okkar einkaheimi:
Lífsins myndir lít ég á,
Ijóssins undrið bjarta,
á minn frið og yndi og þrá
innst í mínu hjarta.
Ort um æskuheimilið:
Þessi staður þóknast mér,
þar er gott að dvelja.
Einatt skyldi ég una hér,
ef ég mætti velja.
Horft fram á við:
Víst er gott að vera til,
vekur dagurinn alla.
Enn er skyldan og ég skil
á minn þrótt að kalla.
Utanáskrift:
Jón úr Vör,
Fannbraut 7,
Kópavogi.