Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Síða 27
LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987.
27
Ekkert almennilegt vaxmyndasafn
getur án Hitlers verið.
DV-myndir Ragnar
vaxmyndasafnið á sínum tíma. í Vísi
þann fjórtanda júlí 1951 er viðtal við
Óskar þar sem hans segir frá tilurð
þessa merka safns.
Óskar segist hafa farið til Dan-
merkur sextán ára gamall og þá
meðal annars heimsótt' vaxmynda-
safnið þar og orðið óskaplega hrif-
inn. Mörgum árum seinna, þegar
Óskar var orðinn útgerðarmaður, og
í sæmilegum álnum, fórst eitt skipa
hans, línuveiðarinn Jarlinn, og með
því tuttugu og þriggja ára gamall
sonur Óskars sem hét Óskar Theo-
dór.
Eftir hann var lítilsháttar arfur
sem Óskar og börn hans ákváðu að
nota til að stofna vísi að vaxmynda-
safni. í stríðslok sneri Óskar sér af
alvöru að þessu máli og fékk vin
sinn, Maríus Petersen, og unnustu
sína og síðar eiginkonu, Ebbu, til
þess að vinna að safninu.
Þau fengu enskan mann, Richard
Lee að nafni, ágætlega listfengan,
eins og segir í viðtalinu, til þess að
koma hingað og gera vaxmyndir af
íslendingunum. Mun Lee hafa dvalið
hér í hálft ár við að vinna myndirnar.
Vaxmyndirnar af Vilhjálmi Stef-
ánssyni landkönnuði og Óskari
Theodór voru gerðar eftir myndum
og af útlendingunum erlendis. Ric-
hard Lee gerði einungis höfuðmynd-
irnar, en að öðru leyti voru
myndirnar gerðar af sama fyrirtæki
og gerir vaxmyndir fyrir Madame
Tussaud-safnið.
Vaxmyndirnar eru listavel gerðar
og líkjast fyrirmyndum sínum mjög.
Þórbergur Þórðarson sagði víst ein-
hverju sinni að Stalín væri góð-
menni, það sæist á svipnum. Þar að
auki hefði hann verið góður við börn
og hunda og þannig væru ekki vond-
ir menn. Og víst er Stalín góðlegur
á svip, með svo skelfing falleg augu
og vingjarnlegt bros. Hvað það segir
okkur um innrætið skal hins vegar
ósagt látið hér.
Skammt frá Stalín stendur Hitler
keikur og sýnu þungbrýnni en félagi
hans. Og Churchill, með hálfreyktan,
stóran vindil í brjóstvasanum, er á
svipinn eins og hann hafi tapað stríð-
inu.
Safnið gaf Óskar ríkinu árið 1951,
eins og áður sagði, til minningar um
son sinn.
Vaxmyndir i húsnæðishraki
í áðurnefndu viðtali í Vísi spyr
blaðamaður Óskar hver kostnaður-
inn hafi verið við að koma safninu
upp. Óskar svarar þannig:
„Ég hirði ekki um að segja neitt
um þetta en það hefir kostað þá að-
ila sem að því unnu mikla vinnu og
þá sérstaklega mr. Lee. Og ekki má
gleyma þeim Ólafi Friðrikssyni og
Öscari Clausen sem hafa innt af
höndum allerilsamt og mikið starf í
þágu vaxmyndasafnsins.
Safnið kom hingað til lands fvrir
einu ári og hafði ég þá ekkert húsrúm
fyrir það en ég vil þakka Bimi Ólafs-
syni ráðherra að bann lét safnið fá
húsnæði í Þjóðminjasafninu og
Kristján Eldjárn tók á móti því og
er það í eins góðri umsjá og frekast
verður á kosið.
Það eru tilmæli okkar gefenda að
safninu verði vel við haldið og aukið
eftir sem aðstæður leyfa.“
Því miður hefur ekki verið hægt
að verða við þessum tilmælum gef-
enda. Eins og fram kom áður eru
vaxmyndirnar í húsnæðishraki og
verði ekkert að gert er útlit fyrir að
þær hrekist aftur undir plastpoka í
geymsluherbergi Þjóðminjasafnsins.
Er sorglegt til að vita að þetta
bráðskemmtilega safn skuli ekki fá
að njóta sín en þurfi að kúldrast í
geymslu, svipt öllum vaxtarmögu-
leikum.
En er á meðan er og á næstunni
verður sýning á vaxmyndasafninu
opnuð almenningi og verður opin
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga
og sunnudaga frá klukkan hálf tvö
til fjögur. Heimsókn í vaxmynda-
safnið er vel fyrirhafnarinnar virði.
Það er gaman að sjá þá augliti til
auglitis, kallana, sem sópaði svo
mjög að á sínum tíma. Sjón er sögu
ríkari, segir máltækið.
- VAJ
Bryndís Sverrisdóttir, starfsmaður í Þjóðminjasafninu, ásamt feðgunum Óskari Halldórssyni og Óskari Theodóri.
Vaxmyndasafnið gaf Óskar Halldórsson islenska ríkinu til minningar um son sinn sem fórst ungur í sjóslysi.