Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 38
38
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
Sænskur sigur á um-
deildu svæðismóti
Bent Larsen er fjúkandi reiður út
í danska skáksambandið vegna
svæðismótsins sem haldið var í
Gausdal. í viðtali við Ekstrabladet á
. dögunum segir hann að hann muni
‘ íramvegis ekki tefla fyrir hönd Dan-
merkur í heimsmeistarakeppninni
eða á ólympíumótunum. Larsen seg-
ir að svæðismótið hafi verið skipu-
lagt svo illa og með svo skömmum
fyrirvara að hann og fleiri snjallir
skákmenn á Norðurlöndum hafi
ekki átt þess kost að vera með. Sjálf-
ur var Larsen búinn að þiggja boð
um að tefla á jólaskákmótinu í Hast-
ings og æru sinnar vegna gat hann
ekki gengið bak orða sinna og teflt
í staðinn á svæðismótinu. Sömu sögu
má segja um Margeir Pétursson og
einnig Helga Ólafsson sem nú teflir
á stórmeistaramótinu í Wijk aan Zee
í Hollandi.
Norðmaðurinn Amold Eikrem,
sem verið hefur helsta driffjöður
norsks skáklífs um árabil, hljóp und-
ir bagga á síðustu stundu og bauðst
til þess að halda svæðismótið. Ann-
ars hefði mátt búast við að mótið
hefði alls ekki verið haldið. Eikrem
á góða að þar sem eru hótelstjórar
á fjallahóteli einu í Gausdal, nálægt
Lillehammer. Þar hefur Eikrem
haldið fjölda skákmóta við góðan
orðstír þótt mörgum finnist dvölin
upp til Qalla harla tilbreytingarlaus.
Hótelstjórar buðu honum aðstöðu í
I'" janúar eða í maí. Svæðisforseti Nor-
ræna skáksambandsins, Eero
Helme, sagði of seint að halda mótið
í maí og því var Eikrem nauðugur
einn kostur.
Svæðismótin em fyrstu skrefin í
heimsmeistarakeppninni. Efstu
menn komast áfrarn á millisvæða-
mót, þaðan liggur leiðin yfir í
áskorendamót, svo áskorendaeinvígi
og þá er aðeins eftir einn skákmaður
sem hefur unnið sér rétt til þess að
skora á heimsmeistarann. Það er
mismunandi eftir svæðum hversu
margir efstu menn komast áfram á
millisvæðamót. Meginreglan er sú
að því sterkari sem svæðin eru því
06111 menn komast áfram. Sam-
kvæmt því ættu a.m.k. þrír menn að
komast áfram á millisvæðamót úr
norræna svæðismótinu. Eins og
reglumar eru nú kemst þó aðeins
efsti maður áfram en sá er lendir í
2. sæti þarf að heyja einvígi við sæt-
unga sinn úr öðru svæðismóti. Þessu
hefur verið mótmælt og Campoma-
nes hefúr haft um það fögur orð að
reyna að bæta úr þessu. Ákvörðun
um það verður tekin á fúndi FIDE
i febrúar. Staðan var sem sagt sú í
Gausdal að enginn vissi hversu
margir kæmust áfram á millisvæða-
mót. Hvílík vitleysa!
Annað var það varðandi fyrir-
komulag mótsins sem var gjörsam-
lega út í hött. Þar tefldu 18
skákmenn í einum flokki 9 umferðir
eftir Monrad-kerfi. í raun var því
enginn að tefla í sama mótinu og
þegar barist er um sæti á millisvæða-
móti kann það varla góðri lukku að
stýra. íslensku skákmennimir mót-
mæltu þessu harðlega en töluðu fyrir
daufum eyrum.
Skák
Jón L. Ámason
En víkjum að sjálfú mótinu. Jó-
hann Hjartarson var einn íslending-
anna sem stóðu fyrir sínu í fyrstu
umferðunum. Hann vann þrjár
fyrstu skákir sínar og tefldi vel en
síðan hrökk hann í jafiiteflisgír.
Næstu fjórum skákum hans lauk
með jafntefli og er hann svo tapaði
fyrir Svíaninn Hellers í næstsfðustu
umferð náði landi hans, Thomas
Emst, vinningsforskoti. Hann hafði
6 v. fyrir síðustu umferð en Jóhann,
Hellers, Agdestein, Mortensen og sá
er þetta ritar höfðu 5 v.
Eins og jafiian í Monrad-mótunum
skipti svo síðasta umferðin sköpum.
Emst tefldi við landa sinn, Hector,
og lauk skák þeirra með jafntefli,
þó eftir harða baráttu. Hellers vann
Mortensen, undirritaður vann Ag-
destein og Jóhann lagði Guðmund
Siguijónsson að velli. Lokastaða
mótsins varð þessi:
1. Emst (Svíþjóð) 6!4 v. 2.-4. Jóhann
Hjartarson, Hellers (Svíþjóð) og Jón
L. Ámason 6 v. 5. L. Karlsson (Sví-
þjóð) 5 Vi v. 6.-9. Agdestein (Noregi),
Mortensen (Danmörku), Ögaard
(Noregi) og Hector (Svíþjóð) 5 v.
10.-11. Yrjöla (Finnlandi) og Tiller
(Noregi) 4/i v. 12.-14. Guðmundur
Siguijónsson, J. Kristiansen (Dan-
mörku) og Rantanen (Finnlandi) 4
v. 15. Höi (Danmörku) 3 Zi v. 16.-17.
Sævar Bjamason og Östenstad
(Noregi) 3 v. 18. J.Chr. Hansen (Fær-
eyjum) Vi v.
Og þá var sest niður og reiknuð
stig. Þau em fundin þannig að vinn-
ingatala andstæðinganna er lögð
saman og af einhverjum ástæðum
dregnir frá tveir, sá efsti og sá neðsti.
í ljós kom að Jóhann hafði hagstæð-
asta stigatölu þeirra sem deildu 2.
sæti en Hellers hafði einu stigi meira
en undirritaður og var honum því
dæmt 3. sæti. Slíkur stigaútreikning-
ur hlýtur að vera afar hæpinn
mælikvarði á styrk skákmanna en
kannski er hvort eð er ekki hægt
að taka svona mót alvarlega.
Besta skák Jóhanns á mótinu var
sjálfsagt gegn sigurvegaranum,
Emst:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Thomas Emst
Kóngsindversk vöm
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0
5. Bg2 d6 6. 0-6 Rc6 7. Rc3 a6 8. h3
Hb8 9. Be3
Svíinn er þekktur fyrir að þekkja
skákbyrjanir flestum mönnum betur
og því bryddar Jóhann upp á fremur
fáséðum leik. Annars tefldi t.d.
Kortsnoj þannig nokkrum sinnum
hér á árum áður en nú hefúr leikur-
inn fallið úr tísku.
9. - b5 10. Rd2 Ra5 11. cxb5 axb5 12.
b4 Rc4 13. Rxc4 bxc4 14. b5 d5 15. a4
Bf5
Nýjung Emst en nægir ekki til
þess að jafna taflið. Hér hefur verið
leikið 15. - Bd7 sem Jóhann hugsaði
sér að svara með 16. Rxd5!? Rxd5 17.
Bxd5 Bxh3 18. Bxc4 sem gefúr hvít-
um sterka stöðu fyrir skiptamun.
■ 16. a5 Dd7 17. h4
Forðar h-peðinu svo hann geti
svarað 17. - Re4 með 18. Bxe4 dxe4
19. a6 (eða 19. Ha4!?). Jóhann hefirr
reiknað flækjumar, sem nú fara í
hönd, nákvæmlega.
17. - Rg4 18. Bf4 e5 19. dxe5 d4 20.
Bc6! Dd8 21. Bg5 66 22. ex66 Bx66 23.
Bxf6
Einnig kom 23. Re4 til greina. Nú
verður hvíti riddarinn utangátta en
frelsinginn á a-línunni er afar ógn-
andi.
23. - RxfB 24. Ra2 d3 25. Da4! Dd4 26.
e3 Dg4 27. a6
Þetta peð stöðvar svartur ekki með
góðu en ef hann getur gefið skipta-
mun fyrir það og fengið hvitreita-
biskupinn verður hann ánægður.
Hann hefur viss gagnfæri á kóngs-
væng sem ekki má vanmeta. Þannig
var 27. - Rh5!? e.t.v. betri tilraun og
ef 28. Bd5+ þá 28. - Be6 - fóm á
g3 liggur í loftinu.
27. - Be6 28. a7 Ha8 29. Rc3 Rh5
Hjartaasmn
lá á gólfinu
Hér er frægt spil sem kom fyrir á
ólympíumótinu í Torino árið 1960 milli
sveita Kanada og Englands.
Austur gefur/allir á hættu.
Á1072 K854 DG84 54 G9 G63
973 52
G1086 972
62 D10754
D9 K108 ÁKD3 ÁK83
Það vom gömlu stjömumar, Reese
og Schapiro, sem héldu á n-s spilunum
fyrir England og eftir nokkrar sekúnd-
ur vom þeir komnir í þrjú grönd.
Vestur spilaði út tígulgosa og háð-
fuglinn Schapiro skoðaði blindan.
„Hmmm,“ sagði hann. „Þetta gæti
orðið skemmtilegt spil að spila.
Óvenjuleg skipting. 44-2-2.
Reese, sem venjulega er erfitt að
koma úr jafnvægi, skoðaði hönd sína
aftur. „Ég er víst aðeins með 12 spil,
er það ekki?,“ sagði hann. „Það er nú
frekar skrítið, er það ekki?“ Síðan leit
hann niður og viti menn, á gólfinu lá
hjartaásinn.
Auðvitað hefði Reese sagt annað en
þrjú grönd við tveggja granda opnun-
inni, ef hann hefði séð hjartaásinn.
Hvort þeir Schapiro hefðu komist í
hjartaslemmuna, sem aldrei er hægt
að tapa, verður aldrei upplýst.
Schapiro var fljótur að vinna fimm
grönd þegar hjartaásinn hafði bæst
við spil Reese. Hins vegar var ekki
ólíklegt að Kanada-parið á hinu borð-
inu færi í slemmu og græða þar með
töluvert á spilinu.
Og eins og líklegt var, þá vom
Kanadamennimir fljótir í slemmu, en
þeir höfnuðu i sex gröndum, ekki sex
hjörtum.
En Kanadamaðurinn fékk aðeins 11
slagi og England græddi því 13 stig á
spilinu. Auðvitað gat sagnhafi unnið
slemmuna með þvi að tvísvína laufinu,
en hann valdi aðra leið.
Bridgedeild
Barðstrendingafélagsins
Staðan í sveitakeppni félagsins eft-
ir 6 umferðir er þessi:
1. Þorsteinn Þorsteinsson 129 stig,
2. Þórarinn Árnason 109, 3. Ágústa
Jónsdóttir 103, 4. Sigurður Kristjáns-
son 97, 5.-7. Sigurður Isaksson, Viðar
Guðmundsson og Jón Carlsson 93
stig, 8. Arnór Ólafsson.
Mánudaginn 26. janúar verða spil-
aðar 7. og 8. umferð. Spilað verður í
Ármúla 40 og hefst keppni stundvís-
lega kl. 19.30.
Reykjavíkurmótið í sveita-
keppninni
Að loknum 12 umferðum af 21 í
Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni,
þar sem 6 efstu sveitirnar komast í
úrslitakeppnina um Reykjavíkur-
homið en 13 efstu í íslandsmótið, er
staða efstu sveita þessi:
1. sveit Páls Valdimarssonar, BR, 234
stig
2. sveit Pólaris, BR, 228 stig
3. sveit Samvinnuferða/Landsýnar,
BR, 222 stig
4. sveit Atlantik, BR, 203 stig
5. sveit Delta, BR, 202 stig
6. sveit Ólafs Lárussonar, BR, 198
stig
7. sveit Jóns Hjaltasonar, BR, 197
stig
8. sveit Sigfúsar A. Árnasonar, TBK,
187 stig
9. sveit Sigtryggs Sigurðssonar, BR,
186 stig
10. sveit Aðalsteins Jörgensen, BR,
186 stig
11. sveit Sigurðar Sigurjónssonar,
BR, 184 stig
12. sveit Sigmundar Stefánssonar,
BR, 176 stig
13. sveit Fram, BR, 168 stig
14. sveit Guðmundar Thorsteinsson-
ar, BFB, 167 stig
Næstu fjórar umferðir verða spil-
aðar næsta laugardag og sunnudag
í Sigtúni 9 og hefst spilamennska kl.
13 báða dagana.
Frá Bridgefélagi Tálknafjarð-
ar
Eftir tvö kvöld af þremur í hrað-
sveitakeppni félagsins er staða efstu
sveita:
1. sveit Ævars Jónassonar 1073 stig
2. sveit Björns Sveinssonar 1060 stig
3. sveit Sigurðar Skagfjörð 980 stig
Vestfjarðamótið í sveitakeppni
1987 verður haldið á Isafirði helgina
30.-31. maí og verður væntanlega
með hefðbundnu sniði, þ.e. allir spila
við alla. Nánar síðar.
Frá Bridgefélagi Akureyrar
Akureyrarmótið í tvímennings-
keppni hófst sl. þriðjudag. 40 pör eru
í mótinu, sem spilað er eftir barómet-
er-fyrirkomulagi, með þremur spilum
milli para. Að loknum 7 umferðum
(af 39) er staða efstu para þessi:
1. Símon I. Gunnarsson - Jón Stef-
ánsson 149 stig
2. Gunnlaugur Guðmundsson -
Magnús Aðalbjörnsson 97 stig
3. Árni Bjarnason - Kristinn Krist-
insson 80 stig
4. Anton Haraldsson - Ævar Ár-
mannsson 79 stig
5. Arnar Jónsson - Örlygur Örlygs-
son 75 stig
6. Björgvin Leifsson - Ormar Snæ-
björnsson 65 stig
7. Frímann Frímannsson - Pétur
Guðjónsson 53 stig
8. Sigfús Aðalsteinsson - Ragnar
Gunnarsson 48 stig
9. Kári Gíslason-Sigfús Hreiðarsson
46 stig
Mótinu verður framhaldið næstu
þriðjudaga.
Frá Bridgefélagi Reyðarfjarð-
ar/Eskifjarðar
Eftir fyrstu tvær umferðirnar í að-
alsveitakeppni félagsins er staða
efstu sveita:
1. sveit Trésíldar 50 stig
2. sveit Árna Guðmundssonar 50 stig
3. sveit Jóhanns Þórarinssonar 36
stig
4. sveit Hauks Björnssonar 29 stig
10 sveitir taka þátt í keppninni að
þessu sinni og spila allir v/alla, tvo
íeiki á kvöldi.
Frá Bridgesambandi íslands
Minnt er á að frestur til að sækja
um þátttöku í landsliðskeppni í
kvennaflokki og flokki yngri spilara,
f. eftir ’62, rennur út 10. febrúar.
Keppnir þessar eru opnar öllum spil-
urum. Sérstaklega er minnt á ákvæði
landsliðsnefndar, að umsóknum
verður að fylgja stutt yfirlit yfir kerfi
viðkomandi para. Pörin geta sent
þessi yfirlit í pósthólf 272 - 121 -
Reykjavík (pósthólf Bridgesam-
bandsins) um leið og umsóknir.
Landsliðskeppnir þessar, sem
haldnar verða helgina 21.-22. febrúar
í Sigtúni 9, verða með Butler-sniði,
þ.e. tvímenningur með sveitakeppn-
isútreikningi. Að keppni lokinni
mun landsliðsnefnd velja pör úr báð-
um flokkum til áframhaldandi
keppni í mars.
Álls sóttu 8 pör um rétt til þátttöku
í Evrópumótinu í tvímenningskeppni
sem haldið verður í París helgina
27.-29. mars nk. ísland á rétt á að
senda 7 pör þannig að Bridgesam-
bandsstjórn verður að velja þátttak-
endur eins og auglýst var. Val á
þessum 7 pörum.mun liggja fyrir um
helgina en nokkur af stigaefstu pör-
um Bridgesambandsins sóttu um.
Meistarastigaskrá Bridgesam-
bandsins er tilbúin til prentunar og
verður væntanlega dreift til félag-
anna í næstu viku. I skránni er að
finna nöfn tæplega 3 þús. spilara sem
hlotið hafa stig í keppnum innan-
lands og eru á skrá hjá einhverju
hinna 50 félaga innan vébanda sam-
bandsins.
Skrifstofa BSÍ mun frá og með 2.
febrúar nk. verða til húsa að Sigtúni
9 í Reykjavík. Nýtt símanúmer skrif-
stofunnar er: 91-68 93 60.
Gjalddagi árgjalda félaganna til
Bridgesambandsins var 15. janúar sl.
Enn eiga nokkur félög óuppgert við
sambandið. Er því hér með komið á
framfæri að félögin standi klár að
þessum gjöldum. Greiðslu má koma
í póshólf 272 - 121 - Reykjavík eða
beint til Ólafs Lárussonar.
Og að lokum Guðmundarsjóður-
inn. Framlögum má koma á hlaupa-
reikning nr. 5005 í aðalbanka
Útvegsbankans. Sjóðurinn er til
styrktar húsakaupum BSÍ.
Bridgefélag Breiðholts
Nú stendur yfir aðalsveitakeppni
félagsins með þátttöku 12 sveita. Síð-
astliðinn þriðjudag var aðeins spiluð
ein umferð og var smáuppákoma í
tilefni 10 ára afmælis félagsins. Að
þremur umferðum loknum er röð
efstu sveita þessi:
1.-2. sveit Steindórs Ingimundarson-
ar 55 stig
1.-2. sveit Guðmundar Baldurssonar
55 stig
3. sveit Baldurs Bjartmarssonar 53
stig
4. sveit Burkna Dómaldssonar 48 stig
5. sveit Bergs Ingimundarsonar 46
stig
6. sveit Rafns Kristjánssonar 45 stig
Næsta þriðjudag heldur keppnin
áfram. Spilað er í Gerðubergi kl.
19.30 stundvíslega.