Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Page 4
4 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. Fréttir Gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðseyrar: Skiptamál en ekki refsimál „Á þessu stigi mólsins er gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðseyrar skipta- mál en ekki refsimál," sagði Halldór Kristinsson, sýslumaður í Þingeyj- arsýslu og skiptaráðandi í þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar. DV spurði hann hvemig stæði á því að engin lögreglurannsókn hefði verið sett af stað til að rannsaka rekstur Kaupfélags Svalbarðseyrar en þar morar allt af meintum misferlum. „Það er ekki gert róð fyrir lög- reglurannsókn í lögum nema ef það kemur fram í meðferð búsins að um misferli sé að ræða og verður það þá lagt til saksóknara," sagði Halld- ór ennfremur. Hann bætti við: „Tíminn fram að þessu hefur farið í að meta kröfur og fyrsti skiptafúndurinn hefur verið haldinn þannig að það er ekki girt fyrir neina lögreglurannsókn, gerist þess þörf.“ - Nú liggur fyrir hjá kaupfélaginu staðfest skattsvik og meint fölsun ársreikninga, innbrot í kjötgeymslu, bókhaldsóreiða, týnd skuldabréf og lán sem kaupfélagsstjóri og gjaldkeri tóku sér án vitundar stjómar til að byggja sér einbýlishús. Hefúr þetta ekki komið fram í meðferð búsins og ef svo er, er það þá ekki næg ástæða til að óska lögreglurann- sóknar? „Ég vil hvorki né get tjáð mig um þetta, það sem þú nefnir. Ég get ekki farið að útskýra þetta gjald- þrotamál í einstökum liðum. Við erum að skoða það í heild sinni.“ Lögreglurannsókn? - Nú finnst mörgum sem mál Kaup- félags Svalbarðseyrar minni nokkuð ó Hafskipsmálið en í því síðamefnda var gengið af óvenjumikilli hörku að rannsókn málsins og menn settir í gæsluvarðhald. Hefur lögreglu- rannsókn ekki komið til greina í Svalbarðseyrarmólinu? „Um svona nokkuð get ég heldur ekki tjáð mig en menn ættu að hafa í huga að gæsluvarðhald er alvarlegt mál.“ - Má búast við skýrslu frá skipta- stjóra í gjaidþrctamáli kaupfélagsins Kaupfélagið Svalbarðseyri. Fréttaljós Jón G. Hauksson og átti sér stað í Hafskipsmálinu? „Ég get ekki svarað þessari spum- ingu öðmvísi en að vitna í 91. grein gjaldþrotalaganna þar sem segir að telji skiptastjóri að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsivert athæfi skal hann tilkynna það til ríkissaksóknara sem kveður á um rannsókn málsins. Sú rann- sókn skal fara fram að hætti opin- berra mála.“ Halldór bætti við að ó fyrsta skiptafúndinum, sem haldinn var á dögunum, hefði fúndurinn ákveðið að skiptastjóri gæfi kröfuhöfum á skiptafimdi skýrslu um allar hugs- anlegar málshöfðanir af hálfu búsins. - En þarf ekki fleiri en einn skipta- stjóra í málið? Það vom t.d. tveir skiptaráðendur í Hafskipsmálinu og nokkrir skiptastjórar. „Það er skiptafúndur sem ákveður hver og hversu margir skiptastjórar em. Skiptafúndurinn í þessu máli kaus að hafa Hafstein Hafsteinsson einan til að vera skiptastjóri. Að sjálfsögðu kallar Hafsteinn sér svo aðstoðarmenn eftir þörfúm þannig að hann er ekki einn í málinu. Það má ekki skilja það svo,“ sagði Hall- dór Upphaf málsins Beðið var um opinbera rannsókn á rekstri Kaupfélags Svalbarðseyrar í febrúar sl. Það gerði Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal. Aðalsteinn skrifaði rík- issaksóknara langt bréf þar sem hann rökstuddi meint misferli í rekstrinum. „Þetta mál snýst um meint bók- haldssvik, skattsvik og fjárdrátt. Stjóm félagsins hefur tekið óskiljan- lega lint á málum, miðað við þær upplýsingar sem hún hefur fengið frá kjömum endurskoðendum undan- farið. Sumt er að fymast og ég tel ekki forsvaranlegt að það sé hylmt svona yfir þetta lengur." Þetta sagði Aðalsteinn í samtali við DV 17. mars um beiðni sína um opinbera rannsókn. Ríkissaksóknari bað sýslumanninn á Húsavík um að jdirheyra stjómendur kaupfélagsins um efiii bréfsins. Yfirheyrslur hófust Niðurstaðan úr þeim yfirheyrslum varð sú að ríkissaksóknari sendi rík- isskattstjóra upplýsingar um málið, sem leiddi til rannsóknar á bókhaldi Kaupfélags Svalbarðseyrar. Sú rannsókn leiddi aftur til þess síðar að margir höfðu vantalið tekjur og fengu aukaálagningu frá skattstjór- anum í Norðurlandsumdæmi eystra. Engar upplýsingar hefur verið hægt að fá um það hversu mikil auka- álagningin hefúr verið. Þann 28. ógúst sl. skýrði DV frá því að stjóm Kaupfélags Svalbarðs- eyrar hefði farið fram á gjaldþrota- skipti og næmi gjaldþrotið 126 milljónum samkvæmt hjálögðum reikningum. Kaupfélagið hafði þá verið með greiðslustöðvun í fimm mánuði þar á undan. „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi málsins,“ sagði Halldór Kristinsson sýslumaður við DV um það hvort hann ætlaði að láta rann- saka rekstur kaupfélagsins með grun um það að þar hefðu átt sér stað saknæmir hlutir. „Málið er ekki á okkar vegum ennþá,“ sagði Jónatan Sveinsson vararíkissaksóknari við DV að lok- inni rannsókn ríkisskattstjóra. Og Jónatan bætti við: „Málið verður ekki hjá okkur nema að skiptaráðandi sendi það til okkar, komi til gjaldþrots, og þá að hann telji ástæðu til að lóta rannsaka ákveðna þætti með tilliti til saka- dómsmeðferðar.11 Til upprifjunar í Hafekipsmálinu þá kom beiðni um gjaldþrot 6. des- ember 1985. Það var svo 6. maí sem skiptaráðendur sendu ríkissaksókn- ara skýrslu þar sem grunur lá fyrir um meint misferli. Fimmtán dögum síðar, eða þann 21. maí, tók Rann- sóknarlögregla ríkisins forráðamenn Hafekips og setti þá í gæsluvarðhald. inn á borð til ríkissaksóknara, ems DV-mynd JGH Samkomulag náðist um sigl- ingu Akraborgar „Við erum með þessu eiginlega að ýta vandanum á undan okkur en um það náðist samkomulag vegna sér- stæðra starfa áhafnarmeðlima Akra- borgar," sagði Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms, út- gerðarfélags Akraborgar, en um helgina náðist samkomulag um það að siglingar Akraborgar hæfust að nýju, enda þótt deila undirmanna á farskipum sé enn óleyst. Undirmenn á Akraborg eru í stéttarfélagi þeirra. Sagði Helgi að það hefði lengi verið áhugamál forsvarsmanna Akraborgar að Ákraborgin stöðvaðist ekki vegna verkfalla farmanna enda vinna um borð í skipinu ólík því sem er um borð í fraktskipunum. Framhaldið sagði Helgi verða það að menn myndu nú setjast niður og reyna að semja og takmarkið væri að ljúka samningum við alla starfemenn Akraborgar fyrir 31. maí. -ój Gleðskapur í miðborginni Mjög erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins. Margt ungt fólk safnaðist saman í miðbænum að loknum dansleikjum og stóð glaumurinn fram undir morgun. Nokkrar rúður voru brotnar og vitað er að tveir menn urðu sárir eftir átök. Meiðsli þeirra voru þó ekki alvarleg. Lögreglan telur að ástæður þessara óláta séu einkum að prófiun var að ljúka í mörgum skólum og veður með: eindæmum hagstætt til útiveru. Aðfaranótt sunnudagsins var meiri ró yfir bæjarlífinu. Þó kom til átaka á tveim skemmtistöðum þannig að flytja varð tvo á slysavarðstofuna. Þeir voru þó ekki alvarlega slasaðir. GK Samningar á heimavelli Samningaumleitanir Verkakvenna- félagsins Snótar og vinnuveitenda í Vestmannaeyjum hafa staðið yfir hjá sáttasemjara í nærri tvær vikur án árangurs. Nú hafa deiluaðilar ákveðið að fara heim til Vestmannaeyja og reyna að ná sáttum þar. Ekki er ákveðið hvort einhver fulltrúi ríkis- sáttasemjara fer til Eyja að stýra samningamálunum en samningafund- ur hefur verið boðaður í deilunni í dag, mánudag. -S.dór I dag mælir Dagfari Hrafninn flýgur Á hinu háa alþingi hefur verið rif- ist mikið siðustu vikuna. Aðallega út í Sverri vegna Sturlu. Og eins út í Sturlu vegna Sverris. En seint á fimmtudaginn tók umræðan nýja stefiiu. Eiður Guðnason gerði að umtalsefni að margan embættis- manninn mættl reka ef ætlunin væri að reka alla þá sem eyddu fram úr íjárlögum. Nefndi Eiður sérstaklega fræðslu- og skemmtideild sjónvarps- ins sem er undir stjóm Hrafiis nokkurs Gunnlaugssonar sem fræg- ur er um allan heim og þó einkum í Svíþjóð. Ekki var Eiður Guðnason fyrr búinn að sleppa orðinu en Hrafn tók til við að úthúða Eiði af sama myndarskapnum og menn hafa verið að úthúða Sverri og Sturlu undan- farinn hálfan mánuð. Bendir allt til þess að deila þeirra Eiðs og Hrafhs geti orðið jafhtvísýn og spennandi eins og Sturlumálið og er það mikið gleðiefni fyrir þjóðina, sem var hvort sem'er orðin leið og rugluð á fjasinu út af fræðslustjóranum. Sannast hér sem fyrr að illt er að egna óbilgjaman. Hrafn Gunnlaugs- son lætur ekki þingmanninn og útvarpsráðsmanninn Eið Guðnason vaða ofan í sig að óþörfu. Hrafii hefúr þetta að segja um Eið: Hann er rógberi sem misnotar aðstöðu sína og ofcækir stálheiðarlega menn að ósekju. Það er gott að vita til þess hvers konar innræti þessi þingmaður hefur að geyma áður en gengið er til kosninga, sérstaklega þegar haft er í huga að Alþýðuflokkurinn ætlar að gera þennan mann að mennta- málaráðherra ef flokkurinn kemst til valda. Svo mörg vom þau orð og Hrafii ætlaði nú um helgina að ræða við fjölskyldu sína og samstarfsmenn og íhuga hvort ekki væri réttast að kæra þingmanninn fyrir atvinnuróg. Bendir hann á að eyðsla hans og skemmtideildarinnar hafi aðeins far- ið sex prósent fram úr fjárhagsáætl- un sem ku vera stórsigur fyrir Hrafri og persónulegt met eftir því sem hann segir sjáfur. Nú er rétt að taka fram að ánægju- legt er að heyra að Hrafn Gunn- laugsson hafi hugsað sé að ræða við fjölskylduna. Ef menn þurfa að geta þess í blöðunum þegar þeir mega vera að því að tala við sína nánustu, hlýtur það að teljast til undantekn- inga hjá svona önnum köfnum mönnum og ber að þakka Eiði fyrir að eiga þátt í því að fjölskyldan heyri í Hrafrii. Hitt er einnig fióðlegt fyrir almenning að sjá það og lesa hvílík- ir kærleikar ríkja milli útvarpsráðs- manna og starfcmanna Ríkisút- varpsins. Og það er óneitanlega nýstárlegt að uppgötva að það flok- kist undir atvinnuróg hjá útvarpsr- áði ef sagt er frá því, að deildir Ríkisútvarpsins fari fram úr áætlun- um. Nú er ekki gott að átta sig á því hvers vegna Hrafn bregst svon° ókvæða við. Hann segir sjálfur frá því að hann hafi farið sex prósent fram úr áætlun, sem nemur í krónum um það bil fjórum milljónum. Bless- aður fræðslustjórinn fyrir norðan fór sjö prósent fram úr fjárlögum og hefiir þó ekki hótað neinum mála- ferlum. Hvað þá að hann hafi hugsað sér að tala við fjölskylduna. Sturla fékk reisupassann hjá ráð- herranum og telst það nokkur ósigur eftir þvi sem manni skilst á umfjöll- un um það mál. Hrafn segir það hins vegar stórsigur fyrir sig að eyða §ór- um milljónum umfram heimildir. Sínum augum lítur hver á silfiið. Manni finnst einhvem veginn að óþarfi sé fyrir sigurvegarann í sjón- varpinu að æsa sig út af því niður í rass þótt Eiður Guðnason veki at- hygli á þessum stórsigri. Hvað þá að láta það raska svo ró sinni að taka upp á því að tala við íjölskyld- una af því tilefiii. En sem sagt, Hrafn tók þann kost- inn að svara Eiði fullum hálsi og einhverja næstu daga munum við fá að heyra hvort af málsókninni verð- ur. Það gætu orðið æsispennandi málaferli í kjölfarið á kaffibauna- málinu þar sem sannast hefur að sannleikanum er hver sárreiðastur. Eitt er víst að ef Hrafn getur orðið reiður þegar stórsigra hans er getið, þá getur Eiður líka orðið bæði leiður og reiður þegar hann er sakaður um róg fyrir að segja sannleikann um aðra. Hann mun taka á móti Hrafiii og þessi orrahríð gæti orðið yrkisefni í blóðrautt sólarlag og ódýran skemmtiþátt hjá sjónvarpinu. Kannski er leikurinn til þess gerður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.