Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Útlönd
Hér eru nokkrir (rönsku hjálparstarfsmannanna sem rænt var í Sómal-
íu á föstudagskvöldið. Vopnaðir menn réðust inn í flóttamannabúðirnar
þar sem Frakkarnir störfuðu við hjúkrunarstörf og höfðu þá á brott með
sér.
Símamynd Reuter
Frökkum rænt
í Sómalíu
Engar fréttir hafa borist af írönsku
hjálparstarlsmönnunum tíu sem
rænt var úr flóttamannabúðum í
Norður-Sómalíu á föstudagskvöldið.
Að sögn vitna sögðu mannræn-
ingjamir, sem voru vopnaðir, að líf
gíslanna væru ekki í hættu. Kváðust
þeir ræna fólkinu til að vekja at-
hygli á því sem væri að gerast á
svæðinu.
Undanfamar vikur heíúr verið
ókyrrð í kringum borgina Hargeisa,
þar sem skæruliðar hafa gert árásir
samtímis sem íbúamir hafa mótmælt
matvælaskorti. Fyrir tveimur vikum
náðu skæmliðar á vald sitt Burao í
nokkrar klukkustundir en sú borg
er hundrað og sextíu kílómetra fyrir
austan Hargeisa.
Engin samtök hafa, að því er síð-
ast fréttist, lýst yfir ábyrgð á
mannráninu.
Boli vann á ippon
Spænski nautabaninn, Jose Ortesa Cano, reið ekki feitum hesti frá viður-
eigninni við bolann hér á myndinni þegar hann ætlaði að sýna listir sínar
i San Cristobal i Venezuela á laugardaginn. Og munaði raunar ekki nema
hársbreidd að það væri nautabaninn en ekki boli sem endaði ævi sina á
leikvanginum. Eins og myndin ber með sér náði boli aö krækja ööru hom-
inu i gegnum aöra buxnaskálm nautabanans, þröngar eins og þær voru
þó. Auk þess varpaöi boli matadomum til jarðar, sem á júdómáli væri
kallað að sigra á ippon, og endurtók bolinn þann leik svo að nautabanlnn
var borinn lurkum lamlnn út af lelkvanginum en þó ekki hættulega særður
ef frá er talið stoltið og brækumar. simamynd Reuter
Fjffdjarft
mannran
I háskólanum í Beirút, þaðan sem
fjórum bandarískum prófessorum var
rænt um helgina, hefur verið lýst yfir
verkfalli til þess að mótmæla mannr-
áninu.
Samtök hinna kúguðu í heiminum,
eins og þau nefria sig, hafa lýst yfir
ábyrgð á töku gíslanna, að því er seg-
ir í útvarpsfréttum í Líbanon. Báðu
samtökin Bandaríkjaforseta að hætta
afskiptum af Persaílóastríðinu. Hót-
uðu þau einnig að drepa einn gíslanna
ef Líbana í haldi í Vestur-Þýskalandi
yrði ekki sleppt.
Ránið á prófessorunum fjórum var
eitt hið fífldjarfasta í langan tíma.
Furðulostnir stúdentar sögðu að það
hefði verið eins og í kvikmynd frá
Hollywood og einn prófessoranna
fjögurra bað eiginkonu sína, er hann
var dreginn burtu af mannræningjun-
um, að hafa ekki áhyggjur þar sem
þetta væri aðeins grín.
Það voru fjórir snyrtilegir menn,
vopnaðir bandarískum rifflum, sem
komu í lögreglubíl að háskólalóðinni
á hádegi á laugardaginn og kváðust
komnir til að ræða öryggismál við
erlent starfslið. Höfðu háskólayfirvöld
farið fram á viðræður við lögreglu
varðandi aukið öryggi fyrir starfsliðið
og efaðist því enginn um að mannræn-
ingjamir væru lögreglumenn. Um
kvöldið komu svo ræningjamir til
fundar við prófessorana fjóra sem
ásamt eiginkonum sínum og einum
starfsmanni háskólans biðu lögregl-
unnar. Beindu ræningjamir rifflum
sínum að höfði prófessoranna og drógu
þá með sér út í lögreglubílinn og óku Prófessoramir fjórir, sem rænt var í Beirút á laugardaginn, Robert Polhill,
á brott. Jesse Tumer, Mrthileshwar Singh og Alann Steen. - Símamynd Reuter
Tveir líbanskir lögreglumenn aka bifreið sinni í gegnum aðalhlið háskólans í Beirút en þaðan var fjómm bandarískum
prófessomm rænt á laugardaginn. Að sögn vitna komu mannræningjarnir, dulbúnir sem lögreglumenn, i lögreglubíl inn
á háskólalóðina. _ símamynd Reuter
Grænfriðungar
á Suður-
skautslandi
Vísindamenn úr umhverfisvemd-
arsamtökum Grænfriðunga komu til
Suðurskautslandsins um helgina en
tilgangur ferðalags þeirra er að
vekja athygli á tillögu Grænfriðunga
um að Suðurskautslandið verði frið-
lýst sem eins konar þjóðgarður
alheimsins.
Grænfriðungur, skip samtakanna,
varpaði akkeri við Evans-höfða á
ross-eyju og áhöfhin hófst þegar
handa við að skipa upp á land farm-
inum sem er aðallega byggingarefhi
fyrir bækistöð leiðangursmanna.
Gert er ráð fyrir að það taki um einn
mánuð að reisa bækistöðina.
Næstu sjö mánuðina ætla leiðang-
ursmenn að rannsaka fiskistofria,
kríl og áhrif kuldans á mannslíkam-
ann.
Geldof verðlaunaður
Julius Nyerere, fyrrum forseti Tanzaníu, sést hér afhenda rokkstjörnunni,
Bob Geldof, „Þriðja heims“-verðlaunin fyrir árið 1986 á sérstakri ráðstefnu
sem undir helgina var haldin f London. - Viðurkenninguna fékk Geldof
fyrir framtak hans til fjársöfnunar til þess að létta á hungursneyðinní I Afr-
íku. „Life Aid“-hljómleikamir, sem Geldof gekkst fyrir og sjónvarpað var
beint til poppmúsíkaðdáenda viða um heim, björguðu mörgum úr greipum
hungurvofunnar. Simamynd Reuler