Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. Útlönd ísmyndalist í Cran-Montana í Sviss hafa menn að undanförnu búið sig undir heims- meistaramótið á skíðum 1987 sem þar á að fara fram. Hér á myndinni fyrir ofan sést listamaðurinn leggja síðustu hönd á ísstyttu, sem er tákn mótsins, en hún stendur við aðalgöt- una inn í bæinn. - Slmamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson Fagna nýju ári Það voru Kinverjar, sem fundu upp raketturnar og púðurkerlingarnar, enda eru þær öðru nafni oft kallaðar „kinverjar". Þeirra dagatal er frá- brugðið okkar, meðal annars að þvi leyti að það er loks núna fyrst sem áramótin renna upp hjá þeim og nýtt ár byrjar. Að sjálfsögðu er þá sprengt mikið af „kinverjum" og flugeldareg- nið er gífurlegt. Á öðru hverju götu- homi í Peking eru settir upp söluturnar, sem selja flugelda og púð- urkerlingar, og á myndinni hér fyrir ofan eru nokkrir ungir Kínverjar að byrgja sig upp. - Símamynd Reuter 15 fórust í aurskriðu Fimmtán fórust og fjörutíu og fimm slösuðust þegar aurskriða féll yfir nær fimmtíu heimili í einu af fjallaþorpum Andesfjalla. Björgun- arsveitir leituöu í gær tíu sem saknað var til viðbótar. Leirskriðan féll eflir að stífla brast á föstudag. Flóðbylgjan færði með sér leir og stórgrýti yfir þorpið Chuschi, sem er suðaustur af höfuð- borginni Lima (675 km). Um 340 manns misstu heimili sín í þessum hamförum. - Stíflan brast þegar yfir- borð uppistöðulónsins að baki henni hækkaði eftir miklar úrhellisrign- ingar. Það var í Ayacucho-héraði sem skæruliðar Maoista hófu baráttu sína í Perú 18. maí 1980 með því að brenna kjörkassa í forsetakosning- unum þegar lýðræði var innleitt í Perú að nýju eftir tólf ára herstjóm. Eðvarð ÞórEðvarðsson, íþróttamaður ársins: „Æfi 6 tíma á dag botóaréttog „Þú kemst ekki á heimsafrekslista og setur ekki vel á annað hundrað Islandsmet eða Norðurlandamet eins og Eðvarð án þess að hugsa um hvað þú lætur ofan í þig“, segir þjálfari Eðvarðs, Friðrik Ólafsson. Með eftirtektarverðri samvinnu og skipulegri uppbyggingu hefur þeim tekist að ná stórkostlegum árangri og stefna enn hærra. Veigamikill þáttur þjálfunarinnar er heilbrigt mataræði. Það hefur áhrif á alla starfsemi líkamans, hvort sem um er að ræða skaphöfn, taugaviðbrögð, styrk eða annað. Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegu fæði allra þeirra sem hugsa um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hún er ótrúlega auðug uppspretta af fjölbreyttum bætiefnum. Úr mjólkinni fáum við kalk, magníum, zink, Aog B vítamín, steinefni, amínósýrur og fjölmörg önnurefni, sem eru líkamanum lífsnauðsynleg. Vegna þessa mikilvægis mjólkurinnar verður aldrei of oft brýnt fyrir ungum sem öldnum að tryggja líkamanum nægilegt magn af mjólk eða mjólkurmat á hverjum degi. MJOLKURDAGSNEFND íþróttamaður ársins, Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem hefur skipað sér sess á meðal besta sundfólks í heimi er vel meðvitaður um mikilvægi mjólkur í alhliða líkamsuppbyggingu. Engir sætudrykkir geta komið í stað mjólkurinnar. Mjólk eða mjólkurmatur er sjálfsagður hluti af hverri máltíð. * íMeð mjólk er att við nymjólk, létfejólkog undanrennu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.