Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Þrotabú
prentsmiðjunnar Hóla hf.
Eignir þrotabúsins, fasteign, vélar, tæki o.fl., eru til
sölu. Leitað er kaupanda, eins eða fleiri, í sameiningu
að öllum eignunum í heild. Væntanlegum kaupendum
gefst kostur á að endurnýja tilboð sín eða gera ný til
og með 30. janúar 1987.
Hlöðver Kjartansson hdl.
skiptastjóri.
Lögmenn, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 50611.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Langar ykkur ekki að breyta til?
Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður
og til afleysinga. Góð vinnuaðstaða og léttur vinnu-
andi meðal starfsfólks. Að sjálfsögðu bjóðum við upp
á góð launakjör og gott húsnæði. Mikil vinna ef ósk-
að er. Ef þið hafið áhuga þá hafið samband við
hjúkrunarforstjóra í síma 96-71166 og heima í síma
96-71417.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg.
Félags- og tómstundastarf aldraðra hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir forstöðu-
manni í Furugerði 1.
Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu
í félagsmálum. Laun skv. kjarasamningum starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
Staðan er 50% og vinnutími frá 13.00-17.00.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar.
Upplýsingar gefur Anna Þrúður Þorkelsdóttir í síma
36040 eða 39225.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Styrkur til háskólanáms eða
rannsóknastarfa í Finnlandi
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi
til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi
námsárið 1987-88. Styrkurinn er veittur til níu mán-
aða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.400-2.200 finnsk
mörk á mánuði.
Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22.
febrúar nk., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli og
vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða
þýsku.
21. janúar 1987,
Menntamálaráðuneytið.
Félagsstofnun stúdenta auglýsir:
Útboð II - uppsteypa
og frágangur
Félagsstofnun stúdenta óskar eftir tilboðum í upp-
steypu og annan frágang að „tilbúnu undir tréverk"
vegna 1. áfanga nýrra stúdentagarða við Suðurgötu
í Reykjavík.
Jarðvegsskiptum í lóð er lokið.
Stærð þessa 1. áfanga er u.þ.b. 5300 m2 eða um
16.500 m3. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1988.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofunni FERLI
H/F, Suðurlandsbraut4, Reykjavík, frá og með þriðju-
deginum 27. janúar 1987 (eftir hádegi) gegn 25.000,-
króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð í Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut, Reykjavík, þriðjudaginn 24. febrúar 1987
kl. 11.00 aðviðstöddum þeim bjóðendumer þess óska.
Félagsstofnun stúdenta.
Menning
Vel heppnuð
kynning á íslenskri
menningu í Dusseldorf
Vilhjálmur Bergsson - „list sem tjðir mismunandi lífssvið".
Um næstu mánaðamót lýkur
mikilli norrænni menningarkynn-
ingu sem staðið hefur yfir í Diissel-
dorf í Þýskalandi síðan í september
1986 og hafa menn líkt henni við
„Scandinavia Today“ herferðina í
Bandaríkjunum að umfangi.
Framlag íslands var í fyrsta lagi
einkasýning Vilhjálms Bergssonar
listmálara, sem búsettur er í
Diisseldorf, fyrirlestur Ulrichs Gro-
enke, prófessors við Kölnarháskóla,
um íslenska menningu á miðöldum,
íslenskt sönglagakvöld með Eiði
Gunnarssyni, bassasöngvara við
Óperuna í Aachen, og Agnesi Bald-
ursdóttur píanóleikara og loks fór
fram kynning á íslenskri nútíma-
ljóðlist, aðallega skáldskap Steins
Steinarr, Baldurs Óskarssonar og
Guðbergs Bergssonar. Marita
Bergsson þýddi ljóðin og las þau upp
ásamt Matthias Friedrich leikara.
Meðan á norrænu menningar-
kynningunni stóð voru myndverk
eftir Helga Gíslason myndhöggvara
einnig til sýnis í Galleri Vömel í
Dusseldorf.
Loks kynnti Heimir Áskelsson
orgelleikari verk eftir íslensk tón-
skáld og verk eftir Atla Heimi
Sveinsson var flutt á kynningu á
norrænni nútímatónlist.
Steinunn Sigurðardóttir var einnig
á staðnum og las upp úr verkum sín-
um og sýndar voru litskyggnur frá
íslandi.
Miklar víðáttur...
Af blaðaúrklippum að dæma virð-
ist þessi íslenski menningarútflutn-
ingur hafa vakið talsverða athygli.
f bréfi segir Vilhjálmur Bergsson að
íslandskynningin hafi fengið mesta
umfiöllun í þýskum fiölmiðlum,
ásamt sýningunum „Im Lichte des
Nordens“ og „Glas in Schweden
1915-1960“.
í Rheinische Post, sem er eitt
stærsta blaðið í Diisseldorf, ber
gagnrýnandi saman myndir Þórar-
ins B. Þorlákssonar á norrænu
samsýningunni og myndir Vilhjálms
Bergssonar: „Hið bjarta ljós í lands-
lagsmynd Þórarins vekur grun um
miklar víðáttur að baki sjóndeildar-
hringsins.
Bergsson.. .byggir myndir sínar
upp jafnt með óreglulegum formum
sem kristalformum, líkt og sjá má
ef horft er í smásjá. Böðuð ljósi svífa
þau hljóðlátt í víddum alheimsins."
Westdeutsche Zeitung segir um
listamanninn: „Hann fæst við undir-
stöður lífsins í list sinni. Venjulega
eru þær sagðar vera örsmáar og
ólýsanlegar. Bergsson skapar úr
þeim litaglaðan og fiölþættan sjón-
heim.. .í heild er hér um að ræða
leyndardómsfullan heim sem opnast
manni einungis eftir mikla umhugs-
un.“
Önnur blöð fara einnig vinsamleg-
um orðum um sýningu Vilhjálms
Bergssonar í Benrath höll.
Bæði sjálfstæð og evrópsk
Rheinische Post gerði síðan úttekt
á hinum íslenska þætti norrænu
menningarkynningarinnar með eft-
irfarandi hætti: „Það var sannarlega
strax ljóst með sýningu málarans
Vilhjálms Bergssonar hversu sjálf-
stæð og um leið evrópsk menning
þessarar litlu og fiarlægu eyþjóðar
getur verið. Einnig á þjóðlagakvöldi
Eiðs Gunnarssonar óx undrun og
hrifhing jafnt og þétt, líkt og á síð-
asta atriði íslensku menningarkynn-
ingarinnar þar sem lesið var úr
verkum íslenskra nútímaskálda.
Marita Bergsson, sem þýtt hefur ljóð
eftir ýmis þýðingarmestu ljóðskáld
þessarar fiarlægu eyþjóðar, las upp
ljóðin (sem voru) næstum undan-
tekningarlaust á háu stigi. Landið
fsland, sérstaða legu þess og tilvist-
ar, framar öllu öðru samhangandi
menningarsaga þess og áberandi
menningaráhugi þjóðarinnar, gekk
sem rauður þráður í gegn.“ _aj
Glæsilegt „debut“
Tónleikar Grétu Guðnadóttur og Jónasar
Ingimundarsonar i Norræna húsinu 20. jan-
úar.
Efnisskrá: Fritz Kreisler: Preludium og alle-
gro; Johannes Brahms: Sónata i G-dúr, nr.
1 op. 78; Eugéne Ysaye: Sónata fyrir einleiks-
fiólu op. 27 nr. 2; Maurice Ravel: Tzigane.
í jólafríinu hafa nokkrir af okkar
alefnilegustu strengleikurum leikið á
tónleikum, ýmist einir eða saman.
Sakir fiarveru varð undirritaður af
þeim öllum nema þeim síðustu í röð-
inni, „debuttónleikum" Grétu
Guðnadóttur fiðluleikara. Ekki er
Gréta með öllu ókunnug þeim sem á
annað borð hafa fylgst með ungu tón-
listarfólki á undanfomum árum. Hún
er ein úr úrvalshópnum sem gerði
garðinn frægan undir nafninu
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Strengjasveit Tónlistarskólans en ein-
leikstónleikar þessir voru hennar
fyrstu.
Vanmetinn sakir vinsælda
Efiiisskrá hennar á þessum tónleik-
um var hreint ekki af léttara taginu,
fiögur verk hvert öðm erfiðara. Fyrst
var það gamii góði Kreisler. Það var
kannski vegna vinsælda hans og róm-
antísks stíls, sem ekki átti nákvæm-
lega samleið með framúrstefnum
sdmtímans, að Kreisler var lengi van-
metinn. En nú taka ungir fiðluleikarar
verk hans gjama upp á verkefnaskrá
og þá fyrst og fremst vegna þess að
þau gefa hverjum fiðlungi færi á að
sýna hvað í honum býr. Þar sýndi
Gréta strax að hún hefur nýtt náms-
tíma sinn vel.
Að koma samleikandanum til
að springa út
Brahmssónatan fannst mér ívið of
þung í heildina tekið. í adagiokaflan-
um átti það út af fyrir sig ekki illa við
en olli því að uppljómun síðasta kaf-
lans, allegro, var daufari en efhi stóðu
til. Fágun og vöndun leiksins sat í
fyrirrúmi, en á kostnað tilþrifanna í
þessu tilviki. Og ekki var slegið af, því
að loknu hléi kom Ysayesónatan fyrir
einleiksfiðlu. Þar náði Gréta sér virki-
lega á strik og lék með einstökum
glæsibrag.
Tzigane Ravels einkenndist af til-
þrifamiklum leik, hlöðnum góðri
tækni en jafhframt innlifun. Þar var
líka samvinna Grétu og Jóasar hvað
allra best. Jónas er einn þessara ein-
stöku meðleikara sem komið geta
samleikendum sínum til að springa
út og meðleikur hans átti sinn þátt í
að gera þessa „debuttónleika“ Grétu
Guðnadóttur svo afar glæsilega.