Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 38
38
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Dægradvöl
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni:
„Erum að sækja í okkur veðrið"
segir Ægir Ólafsson, starfsmaður félagsins
að gera lífið ánægjulegt," sagði
hann.
Hafði lengi haft áhuga á
svona félagi
„Markmiðið er náttúrlega að
koma fólki saman og bæta úr ein-
angrun eldra fólks sem býr eitt,“
sagði Pétur H. Ólafsson aðspurður
um markmið félagsins. Hann er einn
af stofnfélögunum og sagðist lengi
hafa haft áhuga á svona félagi. „Ég
fóma mér eins og ég get í þágu fé-
lagsins. Þetta er ákaflega skemmti-
legt og gefur mér mikið,“ sagði
Pétur.
Hann sagði að það væri algengt
að fólk kæmi eitt fyrst en kæmi síð-
an með fleiri með sér í næsta skipti.
„Þannig hefur félagið dafnað og vax-
ið á undanfömu ári. Það er mikið
af fólki úti í bæ sem er eitt og hefur
ekkert við að vera og það er sjálf-
sagt að bjóða upp á eitthvað eins
og þessa starfsemi okkar.“
- En nú em Reykjavíkurborg og
bæjarfélögin í nágrenninu með alls
kyns starfsemi fyrir aldraða, er það
ekki nóg?
„Þú verður að athuga það að oft-
ast miðast sú starfsemi við fólk sem
er orðið 67 ára gamalt og komið á
eftirlaunaaldur. Þeir sem em milli
sextugs og 67 ára þurfa líka eitthvað
fyrir sig, enda hætta sumir að vinna
um sextugt. Svo er líka ágætt að
hafa eitthvert val. Ég veit að það
taka margir þátt í félagsstarfseminni
hjá borginni einhverja daga vikunn-
ar en koma svo líka hingað," sagði
Pétur.
Aðspurður sagði hann að aðsóknin
væri að aukast í opna húsið hjá
þeim. „Þetta er í fæðingarhríðunum
hjá okkur. Dansæfingamar em mjög
vinsælar eins og sjá má á aðsókn-
inni þar sem mættu yfir 100 manns
á mánudagskvöldið og stigu dans.“
Við verðum bara að vona að fæð-
ingarhríðimar gangi vel hjá félaginu
og að þær taki ekki alltof langan
tíma. -SJ
Dansinn stiginn á dansæfingu í Sigtúni og er ekki annað aö sjá en eldri borgaramir beri sig fagmannlega að á
dansgóKinu.
Dörnunni sveiflað með glæsibrag á dansæfingu hjá Félagi eldri borgara.
Fyrir rúmu ári var stofhað í
Reykjavík Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni þar sem lág-
marksaldur meðlima er 60 ára. Það
vom um 700 manns sem stofhuðu
félagið en nú em félagar um 4.600.
Félagið hefur því dafnað vel á þessu
tæpa ári sem það hefur starfað.
Formaður félagsins er Snorri Jóns-
son.
Nú í vetur hefur verið opið hús
hjá félaginu í Sigtúni þar sem félag-
ar koma saman, taka í spil, tefla eða
fá sér bara kafifibolla. Spilamennsk-
an er vinsæl hjá félaginu og á
þriðjudögum er spiluð félagsvist en
á fimmtudögum er það bridge. Á
mánudögum er danskennsla sem
Hermann Ragnar Stefánsson sér um,
þar var „svaka stuð“ eins og ungl-
ingamir mundu eflaust segja þegar
við litum þar inn sl. mánudagskvöld.
Okkur langaði að forvitnast nánar
um félagið og fórum því inn i Sigtún
og ræddum við gesti á opnu húsi.
Reynum að gera lifið ánægju-
legt
„Við erum að sækja í okkur veðrið
og erum með ýmsar nýjungar núna Bridge
nýtur
mikilla vinsælda hjá Félagi eldri borgara og vom margir alvarlega þenkjandi yfir spilunum sínum.
efitir áramótin. Það er ekki allt kom-
ið af stað en það stendur jafhvel til
að vera með ljósmyndaklúbb og
sönghóp. Síðan er að fara af stað
námskeið í silkimálun. Þetta eru
allt nýir klúbbar en fyrir áramótin
var bara opið hús hjá okkur og þá
réð fólk hvemig það eyddi tímanum
hér í Sigtúni," sagði Ægir Ólafsson
en hann er starfsmaður félagsins.
Við spurðum hann hvemig starísemi
félagsins væri fjánnögnuð? „Við
fáum aðstöðuna hér í Sigtúni frítt
en kafifisalan er á vegum hússins.
Síðan borgar hver félagi árgjald sem
var 500 krónur fyrir árið 1986.“
Meðlimir í Félagi eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni gera fleira
heldur en að hittast og spila á spil
eða tefla. Sl. sumar vom famar
nokkrar ferðir út fyrir bæinn og
vom þær vel sóttar.
Nafii félagsins miðast við Reykja-
vík og nágrenni en skilgreining á
því svæði getur verið teygjanleg,
enda hefur komið í Ijós að fólk af
Suðumesjum, Selfossi og Akranesi
hefur komið í opna húsið í vetur.
„Félagið er ekki bara tómstunda-
félag heldur höfúm við líka athugað
ýmis hagsmunamál eldra fólks. Við
höfum verið með lögfræðiaðstoð og
útvegað félagsmönnum afslátt í ýms-
um verslunum og í leikhús sem hefur
verið mjög vinsælt," sagði Ægir. Við
spurðum hann hvort þau hefðu
hugsað sér að beita sér gagnvart
hinu opinbera eða borginni um það
að bæta aðstöðu fólks yfir sextugt.
„Nei, ekki beinlínis. Við höfum aug-
un opin fyrir ýmsum málum sem
snerta eldra fólk. Við nennum ekki
að standa í pólitík, heldur viljum við
bara koma saman, hitta kunningja
og spjalla. Markmiðið er að reyna
Ægir Ólafsson, starfsmaöur Félags eldri borgara.