Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Side 39
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. 39 Dægradvöl „Það gengur Ijómandi vel á þessu borði“ var svarið sem við fengum frá þeim Ragnheiði Sigurðardóttur, Stein- grimi Aðalsteinssyni, Óskari G. Sigurðssyni og Áslaugu Árnadóttur. DV-mynd GVA Ánægðir spilarar Þau Ragnheiður Sigurðardóttir, Steingrímur Aðalsteinsson, Óskar G. Sigurðsson og Áslaug Ámadóttir voru að koma í fyrsta skipti í Sigtún í bridgespilamennsku hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Þau voru öll sammála um að það væri skemmtilegra að spila bridge en fé- lagsvist þó það væri líka ágætisspil út af fyrir sig. Óskar sagðist gera ýmislegt sér til dægrastyttingar annað en að spila. „Ég fer í sund daglega og leikfimi tvisvar í viku hjá VR. Svo hef ég spil- að hjá VR einu sinni í viku en líkar ekki vistin sem er spiluð þar. Þetta er einhvers konar laumuspil sem ég held að sé bara fyrir krakka og gamal- menni. Ég hef aldrei vitað til þess að spilum sé laumað milli fólks enda fer öll spennan úr spilinu þannig," sagði Óskar. Steingrímur sagðist telja að það væri úr nógu að velja fyrir eldra fólk, það væri undir fólkinu komið hvað gengi og hvað ekki. -SJ Hér eru oft háðar miklar omistur spilatækur. Þeir Friðjón og Fjölnir sögðust oft hittast í Sigtúni til að tefla. „Hér eru oft háðar miklar orrustur sem eru þó alltaf í góðu,“ sagði Friðjón. En hvers vegna í Sigtúni? „Þetta passar mér bara vel, annað félagsstarf miðast yfirleitt við eldra fólk en ég er. Mér finnst starfsemin hér hafa gengið mjög vel miðað við hvað þetta er nýtt,“ sagði Fjölnir. Þeir sögðu að það væri misjafnt hversu oft í viku þeir kæmu en Friðjón mætir líka stundum í félagsvistina. Fjölnir sagðist líklega koma einu sinni til tvisvar auk þess sem hann væri í danskennslunni. Frið- jón sagðist líklega koma oftar. Nú fannst þeim komið nóg og vildu fá að halda áfram að tefla án yfirheyrslu blaðamannsins. -SJ Við eitt horðið í Sigtúni innan um tefla. Sá síðamefndi sagði skýringuna alla bridgespilarana voru þeir Friðjón vera þá að hann hefði ekki spilað Júlíusson og Fjölnir Bjömsson að bridge í 46 ár og þvi væri hann varla Friðjón Júliusson og Fjölnir Björnsson niðursokknir i taflið en Pétur H. Ólafsson fylgist spenntur með. DV-mynd GVA „Skemmti- legtað horfa á“ - segir Elín Jónsdóttir „Nei, mér finnst alls ekki leiðinlegt að fylgjast með öðrum spila. Reyndar finnst mér skemmtilegt að horfa á aðra spila og hef því ekki yfir neinu að kvarta," sagði Élín Jónsdóttir þeg- ar við spurðum hvort henni líkaði ekki illa að komast ekki að í spila- mennskunni. Við tókum nefnilega eftir því að hún hafði staðið dágóða stund og fylgst með gangi mála á einu borðinu þar sem verið var að spila bridge. Það stóð líka heima, um leið og við höfðum fengið svarið hjá henni var komið að henni að leysa einn spil- arann af. Elín sagðist spila allt en þætti einna skemmtilegast að spila rommí. Hún sagðist ekki koma mjög oft í Sigtún og í eitt skipti þegar hún kom til að spila voru bara fjórir á staðnum þann- ig að þá varð minna úr en til stóð. Nú var nóg af fólki og Elín greinilega hin ánægðasta með að komast í lauf- létta spilamennsku. -SJ Elin Jónsdóttir, ánægð með spilin að því er virðist. ALTERNATORAR STARTARAR NÝIR OG VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í Chevrolet Nova, Blaser, Malibu, Oldsmobile dísil, Ford Bronco, Fairmont, Maveric, Dodge Dart, Aspen, Ramcharger, Wagooner, Cherokee, Hornet, AMC, Toyota, Datsun, Mazda, Mitsub- ishi, Lada, Fiat, Land Rover, M. Benz o.fl. o.fl. Einnig tilheyrandi varahlutir. Mjög hagstætt verð. Póstsendum. BÍLARAF HF. Borgartúnl 19. Síml 24700. UTSALA Opið: Föstudaga kl. 10-19. Virka daga kl. 10-18. Laugardaga kl. 10-16. Sendum í póstkröfu. Smiðjuvegi 2, Kópavogi, á horni Skemmuvegar. Simar 79866, 79494. morgna .. ..heilsunnar vegna Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 ARGUS/SÍA 401-003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.