Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Qupperneq 48
FR, ETTASKOTIÐ -----------------------------•—----- Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MANUDAGUR 26. JANÚAR 1987. ísafjörður: Fiskvinnslu- fólk hótar verkfalli Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði hefur aflað sér verkfallsheimildar. Á fundi í félaginu, sem haldinn var á sunnudag, var skorað á stjóm félags- ins að nota hana ef ekkert mjakaðist í deilu fiskvinnslufólks innan félagsins og viðsemjenda þeirra alveg á næs- tunni. Deilan á ísafirði snýst, eins og deila Verkakvennafélagsins Snótar og við- semjenda þess í Vestmannaeyjum, aðallega um að fá starfsaldurshækk- anir inn í samninga fiskvinnslufólks, -^í'n þær voru teknar út í jólafostusamn- ingunum. I Vestmannaeyjum hefur verið boð- aður samningafúndur kl. 13 í dag. Deiluaðilar ákváðu fyrir helgina að færa samningaviðræðumar heim til Vestmannaeyja. Farmannadeilan: Enn situr allt fast Ekkert hefur mjakast í farmanna- deilunni yfir helgina. Deiluaðilar áttu óformlegan fund með sáttasemjara á sunnudag þar sem samþykkt var til- laga Guðlaugs Þorvaldssonar sátta- semjara að láta Kjararannsóknar- nefhd gera hlutlægt mat á tilboði skipafélaganna sem farmenn hafa í raun hafhað. í dag kl. 14 hefur svo verið boðaður sáttafundur í deilunni. Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemj- ari sagði í morgun að enn væri þungt fyrir fæti og ekkert það hefði gerst um helgina sem yki sér bjartsýni á lausn ---Meilunnar. Farmenn hafiia alfarið þeim hugmyndum skipafélaganna að breyta vinnutíma undirmanna sem þau telja forsendu þess að hækka grunnkaup undirmanna á farskipum. -S.dór Ávallt feti framar 68-50-60 plBÍUASrö ÞRÖSTUR SÍDUMÚLA 10 Varðskip var 1,2 sjómílur fiá slysstað í ísafjarðardjúpi: Miðunartækið var í viðgerð Miðunartæki var ekki um borð í varðskipinu Óðni þegar flugvélin TF-ORN fórst í Isafjarðardjúpi í síð- ustu viku. Varðskipsmenn gátu því ekki miðað út neyðarsendingu flug- vélarinnar. Þegar fyrst heyrðist í neyðarsend- inum, klukkan 19.58 á miðvikudags- „Miðimartækið var bilað. Það var kvöld, var varðskipið stattaðeins 1,2 búið að taka á annan mánuð að fá sjómílur frá þeim stað þar sem væng- það úr viðgerð," sagði Þröstur Sig- endi og lík flugmannsins fundust á tryggsson, skipherra í stjórnstöð floti klukkan 23.50. Varðskipið Landhelgisgæslunnar. greindi neyðarsendingamar í stutta Varðskipið fékk miðunarstöðina stundöðruhvorutilklukkan 22.30. aftur um borð síðastliðinn laugar- dag. Sama tækið er notað til að miða út neyðarsendingar gúmbjörgunar- báta. „Það sýður á flugmönnum og sjó- mönnum. Að þetta skuli heita leitar- og björgunarskip," sagði kunnur flugmaður í morgun. -KMU Slökkviliðsmenn vinna að því að ná manninum út en hann reyndist fótbrotinn eftir áreksturinn. DV-mynd Már Oskarsson Fastur í bíl efdr árekstur Magnús Gislason, DV, Suðumesjum; Ökumaður Ladabifreiðar klemm- dist fastur í bíl sínum eftir árekstur er varð við Flugvallarveg í Njarðvík á sunnudag og þurfti að spenna flak- ið í sundur til að ná honum út. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður jeppa, sem kom úr gagnstæðri átt, missti vald á bíl sín- um er hann ætlaði fram úr vörubíl og skall jeppinn framan á Lödunni. Þrennt úr Lödunni var flutt á slysa- deild. „Við vorum í fyrstunni að hugsa um að klippa þá bílhluta í sundur sem þrengdu að ökumanninum en sáum skjótt að einfaldara og fljót- legra væri að spenna flakið í sundur," sagði Stefán Eiríksson, slökkviliðsstjóri á vakt á Keflavík- urflugvelli, í samtali við DV en slökkviliðið var kallað út til að losa manninn. LOKI Var þá hundur í Sverri eftir allt saman? Veðrið á morgun: Hvass- viðri á landinu Á þriðjudaginn verður norð- austangola eða hvassviðri á landinu. Smáslydduél á Vestfjörð- um norðantil en skýjað á Norður- og Austurlandi. Sums staðar létt> skýjað sunnanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 1 stig. Loðnu- kvótinn aukinn Um helgina ákvað sjávarútvegsráð- herra að stækka loðnukvótann um 100.000 lestir og var það gert að höfðu samráði við Hafrannsóknarstofnun. íslendingar mega veiða 85% af þessu magni, eða 85.000 lestir, en Norðmenn 15.000 lestir. Um helgina var búið að veiða um 600.000 lestir af loðnu en eftir þessa stækkun er loðnukvótinn orðinn um 1.070.000 lestir. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.