Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Side 3
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 3 Fréttir Lufthansa tilnefnt til íslandsflugs Vestur-þýsk stjómvöld tilkynntu ís- lenskuni stjómvöldum í síðustu viku að flugfélagið Lufthansa hefði verið tilnefnt til íslandsflugs samkvæmt loftferðasamningi þjóðanna. Tilkynningin, bendir til þess að óform Lufthansa um Islandsflug í sum- ar verði að veruleika. Flugfélagið hafði með bráðabirgðaflugáætlun fyrir áramót tilkynnt að það ætlaði að fljúga til íslands um helgar frá 25. maí. Áður en flugið getur hafist þarf flug- félagið að tilkynna íslenskum flug- málayfirvöldum um fargjöld og áætlun með minnst eins mánaðar fyrirvara, að sögn Birgis Guðjónssonar, deildar- stjóra í samgönguráðuneytinu. Þessi tilnefning Sambandslýðveldis- ins á Lufthansa nú var reyndar ekki nauðsynleg. Tilnefning á Lufthansa hefur verið fyrir hendi í 30 ár, að sögn Birgis. Um hugsanlegt íslandsflug breska flugfélagsins British Midland hefúr íslenskum yfirvöldum ekkert borist. -KMU Hótel Örk: Ekki gott að tefla ef gestagangur er mjög mikill. Hveragerði: Paradís skákmanna? „Það er viss áhugi fyrir þessu innan hreppsnefndarinnar þó engar fastmót- aðar áætlanir hafi enn verið settar fram,“ sagði Hafsteinn Kristinsson, oddviti í Hveragerði, í samtali við DV. Hér er um að ræða áhuga hrepps- nefndarmanna ó að gera Hveragerði að paradís skákmanna með stofnun skákskóla og stórmótum þar sem álit- leg verðlaun myndu laða skákmeist- ara að. „Svo er það annað mál hvort hreppurinn hefur bolmagn til að ýta þessu myndarlega úr vör,“ sagði Haf- steinn oddviti. Helgarskákmótið, sem haldið var á Hótel Örk um síðustu helgi. þótti tak- ast vel þótt komið hafi á daginn að hótelið er ekki ákjósanlegasti skáksal- ur veraldar. Stöðugur straumur gesta truflaði skákmennina og nálægð sundlaugarinnar bætti ekki úr skák. „Við höfum aðra staði þar sem hægt er að tefla, til dæmis Hótel Ljósbrá þar sem næði er betra.'1 sagði Haf- steinn oddviti. „Skákmennirnir gætu þá búið á Hótel Örk milli skáka og látið fara vel imi sig. Hér er einnig margs konar aðstaða til íþróttaiðkana og heilsuræktar sem skákmennirnir gætu notfært sér." -EIR Stal krítarkorti frá flugfreyju Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Maður nokkur var nýlega hand- tekinn á Akureyri er hann reyndi að svíkja út vörur. Hafði hann falsað greiðslukort til að greiða vörumar með. Maðurinn, sem er góðkunningi lög- reglunnar, mun vera nýkominn frá Færeyjum. Hann stal kreditkorti frá flugfreyju i vélinni sem hann kom með hingað til lands, brevtti nafninu henn- ar á kortinu og hóf svo úttektartil- raunir á Akureyri. Maðurinn hafði skellt sér í Sjallann skömmu eftir að hann kom til Akur- evrar. Þótti hann grunsamlegur mdð ý kortið og var því handtekinn. Þá komst upp um kauða. Hann er utan- bæjarinaður og hefur áður komist í kast við lögin. 4x4 klúbburinn: Jeppar á Sprengjsandi 4x4 klúbburinn mun fara á 40 jeppum norður Sprengisand um aðra helgi og er þetta stærsta skipulagða hópferðin á vegum klúbbsins til þessa. Ferðin er farin i samvinnu við Bílaklúbb Akur- eyrar en ætlunin er að jeppamir verði á bílasýningu fyrir norðan á sunnudeg- inum. Á fóstudagskvöldið lcggia jeppamir upp og á allur hópurinn að koma sér i Nýjadal um kvöldið. Þar verður gist um nóttina og síðan lagt af stað noi-ður Sprengisand á laugmdeginum. Vonast hópurinn til að samfelldur snjór verði alla þessa leið til að ekkert jaritnisk þurfi að verða. -FRI ooi 100004 Ekkcrt slor cða þanníg, því nú vcrður fyrstí vínníngurínn tvöfaldur cða ? Slcpptu þcssu tækífærí, cf þú þorírl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.