Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Uúönd Vilja koma Scharansky í fvamboð í ísrael F.itt ár er liðið síðan Scharansky slapp úr prísundinni í Sovétríkjunum og fluttist til ísrael. Þessi mynd er tekin af Scharansky fyrir utan skrifstofu hans i Jerúsalem. Veggspjaldið er á hebresku og vegsamar textinn stofnun Ísraelsríkis. - Símamynd Reuter Ári eftir að Anatoly Scharansky var látinn laus úr sovéskum nauðungar- vinnubúðum og levft að flytja til ísrael er farið að leggja að honum að snúa sér að stjómmálum en Scharansky tregðast við og heldur áíram að betjast af alefli fyrir mál- stað sovéskra gyðinga. Sumir fsraelsmenn hafa lagt til að þessi fyrrum austantjaldsandófs- maður bjóði sig fram til forsetaemb- ættis ísraels. I augum margra hinna nýju landa sinna er Scharansky táknmynd þess besta i sovéskum g>’ðingum. Hann lét aldrei bugast í andófi sínu heldur þráaðist við níu ár í sovéskum fang- elsum og þrælafangabúðum og harkaði af sér tólf ára aðskilnað við eiginkonuna. Avital. Fvrsta árið hans í nýja landinu ber því líka Ijóst vitni að hann ætlar að lifa sínu ný- bvrjaða frjálsa lífi eins lifandi og honum er unnt. Þar á ofan er hann meðal örfárra sovéskra gyðinga sem raunverulega vildu flytjast til g\'ð- ingaríkisins í fsrael fremur en komast bara til Bandaríkjanna. Pólitík mundi spilla fyrir I viðtali við fréttamann Reuters í •Jerúsalem hendir Scharansky smá- gaman að uppástungunni um að hann snúi sér að pólitíkinni: ..Því oftar sem ég segist ekki ætla út í iwlitík því minni tninað leggur fólk á það." segir hann og áréttar síðan enn. „Eg hef alls ekki ætlað mér út í stjómmál." Hinn 39 ára gamli Scharansky tel- ur að pólitískt embætti mundi spilla fyrir viðleitni hans til þess að fá Sovétstjórn til að levfa fleiri gyðing- imi að yfirgefa land. - „Ég held að mn leið og ég gengi í einhvern stjórnmálaflokkinn fækkaði tæki- færum mínum því að samtímis yrði ég árásarskotmark. Pólitíkusar eru meðal óvinsælustu manna,“ segir hann. Byrjun draumalífs Hann lýsir fyrsta árinu sínu í frjálsræðinu í ísrael sem mesta ham- ingjuskeiðinu í lífi sínu til þessa. f ágúst í haust komu móðir hans, bróðir, mágkona og tveir frændur til hans í ísrael. f nóvember eignaðist Avital dóttur þeirra, Rachel. „Þetta hefur verið byrjun þess lífs sem okkur var svo lengi neitað um. Þetta ár hefur jafnframt verið fram- hald baráttunnar fyrir sovéska gyðinga þar sem ég get loks beitt mér af alefli,“ segir Scharansky. Brennidepill mannréttinda- baráttunnar Þau Avital gengu í hjónaband dag- inn áður en hún yfirgaf Sovétríkin 1974. Eftir að honum var neitað um leyfi til þess að fara úr landi varð Scharansky talsmaður Moskvugyð- inga í landflutningahugleiðingum. - Þrem árum síðar var hann hand- tekinn, sakaður um njósnir fyrir Bandaríkin sem hann þráfaldlega bar af sér. 1978 var hann dæmdur í þrettán ára fangelsis- og þrælabúða- vist og varð þá brennidepill mann- réttindaandófsins. Avital háði linnulausa baráttu fyr- ir lausn Scharanskys og fyrir 53 vikum var honum sleppt í fanga- skiptum austurs og vesturs í Berlín. Vinnur að sjálfsævisögunni Við komuna til ísraels var Schar- ansky fagnað sem þjóðhetju af þúsundum ísraela sem báru hann á höndum sér sem óskabarn. - Hann segist einskis sakna frá Rússlandi nema nokkurra góðra manna og góðvina. Hann hefur tekið sér hebreska nafnið Natan og er um þessar mund- ir að skrifa sjálfsævisögu sína. Ef einhver hagnaður verður af henni ætlar Scharansky að láta obbann af honum renna til baráttunnar fyrir brottflutningi gyðinga frá Sovétríkj- unum. Hefur réttvísin loks haft hendur í hári ívans grimma? John Demjanjuk, í miðið, þvertekur fyrir að hann sé sá er kallaður var ívan grimmi á stríðsárunum. Demjanjuk verður leiddur fyrir rétt í israel á mánudaginn, sakaður um að hafa útrýmt gyðingum. - Simamynd Reuter Bandarískur bifvélavirki. sem ísra- elar fúllyrða að sé sá er gekk undir viðumefninu ívan grimmi í seinni heimsstvrjöldinni, verður á mánu- daginn leiddur fyrir rétt í ísrael. Er hann sakaður um að hafa sent hundruð þúsunda gyðinga í gasklef- ana. Sá ákærði. John Demjanjuk, sem nú er 66 ára gamall, heldur því fram að hann sé ekki rétti maðurinn. Israelar hafa einu sinni áður hald- ið réttarhöld yfir stríðsglæpamanni og var þá Þjóðverjinn Adolf Eich- mann, embættismaðurinn er lagði á ráðin um útrýmingu gyðinga, dæmd- ur til dauða og hengdur árið 1962. Aðalákærandinn við réttarhöldin yfir Eichmann segir að þá hafi ísra- elska þjóðin séð fjöldamorðingja er hafði starfað við skrifborðið. Nú standi frammi fyrir henni maður sem ft-amkvæmdi ódæðisverkin með eig- in hendi. Nefndur eftir keisara I ákæruskjölunum, sem eru upp á tuttugu og fjórar blaðsíður, segir að sá sem um ræðir sé ívan Demjanjuk. Hafi hann fæðst árið 1920 í Ukraínu í Sovétríkjunum en tekið sér nafnið John þegar hann fluttist til Banda- ríkjanna. I síðari heimsstyrjöldinni á hann að hafa unnið í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka í Póllandi. í skjölunum segir einnig að hann hafi verið nefndur eftir rússneska keisar- anum Ivani grimma. Bandarískur dómstóll svipti Demj- anjuk ríkisborgararétti árið 1981 þar sem hann hafði leynt starfsemi sinni á stríðsárunum þegar hann kom til Bandaríkjanna. í fyrra var hann svo framseldur til ísraels. Demjanjuk játaði fyrir rétti í Bandaríkjunum að hafa logið þegar hann fyllti út umsókn um innflutn- ingsleyfi til Bandaríkjanna. Sagðist hann hafa óttast að hann yrði send- ur til Úkraínu vegna þjónustu sinnar í Rauða hemum 1941. Hann kvaðst hafa verið stríðsfangi Þjóð- verja og þvertók fyrir að vera sá er gekk undir nafhinu ívan grimmi. Mun hann byggja vöm sína í ísrael á því að mistök hafi átt sér stað. Jafhframt sakar hann Sovétríkin um samsæri gegn sér. Skar nefið af föngunum Samkvæmt ákæmskjölunum á Demjanuk að hafa merkt þá er út- rýma átti samdægurs með því að skera af þeim eyrun og nefið með sverði eða byssusting. Hann er sagð- ur hafa brotið útlimi sumra fanga með jámstöng og borað gat á þjó- hnappa eins fangans. ísraelar halda því fram að hann hafi sjálfur rekið fangana inn í gas- klefana og sett gasið á. í Treblinka var rúmlega átta hundruð og fimm- tíu þúsund gyðingum útrýmt í gasklefum, flestum sama dag og þeir komu til staðarins. Átta fangar munu bera vitni við réttarhöldin en þeir vom meðal þeirra mörg hundmð gyðinga er vom neyddir til þess að flokka eigur fanganna, hirða gull úr tönnum þeirra og grafa lík þeirra. Að sögn ákærerida hefðu þeir líklega verið drepnir ef þeim hefði ekki tekist að flýja í uppreisn í ágúst 1943 en þá létust margir fangapna. Stuttu eftir lögðu nasistar útrýmingarbúðimar í Treblinka niður. Gerðist sjálfboðaliði ísraelskir sagnfræðingar segja að Þjóðverjar hafi tekið til fanga tvær og hálfa milljón sovéskra hermanna og var ívan grimmi einn þeirra. Um tvær milljónir sovésku hermann- anna létust úr hungri. Stríðsfangar vom látnir vinna ýmis störf í þágu nasista og í Treblinka vom hundrað Úkraínubúar að störfum ásamt Þjóðverjum. Að sögn eins sagnfræðings, er rannsakað hefur feril gyðinga frá Úkraínu, gerðist Ivan grimmi sjálf- boðaliði í útrýmingarbúðunum. Hefúr viðumefnið oft komið upp við réttarhöld yfir nasistum í Vestur- Þýskalandi og víðar. Skiptar skoðanir I ísrael eru skiptar skoðanir um réttarhöldin yfir Demjanjuk. Halda sumir því fram að yfirvöld ættu held- ur að beina kröftum sínum að brýnum vandamálum eins og deil- unni við araba. Aðrir vilja ekki vekja upp sársaukafullar minningar. Þeir em einnig nokkrir sem óttast að ísraelar verði álitnir hefnigjamir og að réttarhöldin muni ýta undir hatur á gyðingum að nýju. En for- maður helfararstofnunar Wiesen- thals í Jerúsalem segir að það sem skipti máli sé réttlætið. Ekki sé hægt að hefna fyrir morð á hálfri milljón manna. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.