Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚÁR 1987. 13 Neytendur Umbúðir á 148 kr. kg „Mig langar til þess að láta í ljós óánægju mína með það fyrirkomulag þegar umbúðimar eru vigtaðar með vörunni og seldar á sama verði og varan sjálf. T.d. má nefna eggja- bakkana, en þeir vega 50 g og eru seldir á 148 kr. kg eins og eggin,“ sagði öldruð kona, Jóhanna Bjöms- dóttir, er hún leit inn hjá okkur á Neytendasíðunni. Hún hafði einnig ýmislegt að at- huga við að þegar lækkun yrði á kjötverði skilaði það sér ekki til neytenda nema þeir keyptu kjöt í heilum og hálfum skrokkum. Hún sagðist sjálf ekki hafa tækifæri til þess að kaupa kjöt í heilu, þannig að hún nýtur ekki verðlækkunar- innar sem skyldi. Jóhanna þarf að lifa á ellilaunum eingöngu og segir að það gangi ekki vel. Þá benti Jóhanna einnig á að dagstimpla vanti á egg og einnig að það vanti mikið á að þau séu geymd við bestu skilyrði. Egg em kælivara, sagði Jóhanna, og eiga að geymast í kæli en ekki í stæðum inni í miðri versluninni. Við erum Jóhönnu hjartanlega sammála. Höfum reyndar skrifað um það í mörg ár að egg séu kælivara og eigi ekki að geymast í upphitaðri verslun, en því miður höfum við tal- að fyrir daufum eyrum. Eggin em ekki komin í kælihillur verslananna. Eggjaseljendum virðist ekki vera ljóst að á einum sólarhring í upphit- aðri verslun eldast eggin eins mikið og á heilli viku í kæligeymslu. Þess vegna fáum við oft gömul egg í versl- unum. Neytendur fara því fram á að egg- in verði dagstimpluð, geymd í kæli og að umbúðimar séu ekki vigtaðar með eggjunum. -A.BJ. Hver bakki vegur um 50 g og kostar því um 7,40 kr. Það er verð rúmiega hálfs eggs þannig fyrir hverja tvo bakka, sem neytandinn kaupir, tapar hann einu heilu eggi. Starfsfólk Mothercare á íslandi. Þriggja vikna bleiu- skammtur er 168 stk. Verslunin Mothercare á íslandi, sem er til húsa á Laugavegi 13, býð- ur nú upp á heimsendingu á bleium. Sendur er heim þriggja vikna forði í senn. Það em 168 bleiur, vísindalega útreiknuð bleiunotkun, átta bleiur á dag. Heimsendingin er viðskiptavinin- um að kostnaðarlausu og nær til alls höfuðborgarsvæðisins. Hjá Mothercare er hægt að velja um þrjár bleiustærðir: Fyrir börn sem eru 0-5 kg kostar skammturinn 2.000 kr.,eða 11,0 kr. stk. Fyrir börn sem em 5-12 kg kost- ar bleiuskammturinn 2.500 kr., eða 14,88 kr. stk. og fyrir böm sem eru þyngri en 12 kostar þriggja vikna bleiuskammtur 3.000 kr., eða 17,85 kr. stk. Fyrsta Mothercareverslunin var stofnuð í Englandi árið 1961. Mot- hercare á Islandi var opnuð fyrir rúmu ári. Verslunin sérhæfir sig í alls kyns vörum og fatnaði fyrir yngstu börn- in, allt frá fæðingu. Mörgum þykir sem slíkur varningur sé dýrari hér á landi en annars staðar. Við spurðum Kristínu Pálsdóttur hjá Mothercare um verðlagningu á barnafatnaði. Hún sagði að í Bretlandi væri eng- inn söluskattur greiddur af bama- fatnaði en hér á landi er greiddur 25% söluskattur af barnafatnaði. Þá er mishár tollur af barnafatnaði og vörum fyrir börn. Kristín nefndi sem dæmi að það væri 80% tollur af ör- yggisbarnastólum. -A.BJ. JVÖ MYÞREP úr bemhörðumpeningum Kjörbókin hefur tryggt sparifjár- eigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur veriö af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur : Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextir í 20,9% allt frá innleggs- degi og í 21,5% að loknum 24 mánuðum. Vaxtaþrepin gilda frá 1. janúar 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókarinnar: - Háir vextir, og lagðir við höfuð- stól tvisvar á ári. - Innstæðan er algjörlega óbundin. - Ársfjóðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðra reikninga tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót. Hún greiðist einnig ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrepin. - Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektar- upphæðinni, þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. - Úttektir lækka ekki vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. - í Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum, því að Kjörbókinni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62% árið 1986, sem jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Pú færð nánari upplýsingar um Kjörbókina þína í næstu spari- sjóðsdeild bankans. Taktu nœstu tvö skref í beinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þetta litla tæki er ótrúlega fjölhæft og léttir mjög alla bókhaldsvinnu heimilisins. DV-mynd S Vasatölva fyrir heimilisbókhald Komin er á markað vasatölva sem er sérstaklega hönnuð með heimilis- bókhald i huga. Tækið er lítið. aðeins 20 sentímetra langt. og þvi mjög með- færilegt. Það getur gevmt í minni 15 útgjalda- liði s.s. matvæli, fatnað, húsaleigu, rafmagn, bíl eða bara hvað sem er. Það hefúr einnig sér greiðsluliði. 2 tegundir greiðslukorta. 2 bankareikn- inga og reiðufé. Auðvelt er t.d. að stepima af ávísanareikninga með tölv- unni. Tölvan er mjög auðveld í notkun. Ef einhverju er eytt er upphæðin sleg- in inn og loks stutt á viðeigandi hnapp (einn hnappur er íyrir hvern útgjalda- lið). Um mánaðamót er svo ýtt á takka og birtist þá öll evðsla tímabilsins sam- anlögð ásamt ábendingum um hverjir útgjaldaliðimir voru. Með slíku tæki ætti því að vera leik- ur einn að fylgjast með útgjöldum heimilisins og henda reiður á í hvað peningarnir fara. Tækið gengur fyrir rafhlöðum, kostar 3.100 krónur og fæst í Lömpum h/f, Skeifunni 3b. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.