Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 30
42 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Sérflokkur vikunnar Los Lobos - SET ME FREE (ROSA LEE) (London) Þessir piltar bera af öðru þessa vikuna, þeir þora að vera persónulegir í sinni tónlist, ekki bara að apa eftir öðrum eins og stór hluti poppara virðist gera í dag. Þetta er frísklegt nútímapopp með gömlu ívafi, souláhrif lítils háttar, blásturshljóðfæri og um- fram allt sjarmi. Annarflokkur Tom Robinson - FEELS SO GOOD (Castaway) Tom kallinn má muna sinn fífil fegri en hann er greini- lega ekki á þeim buxunum að gefa sig og hér hefur honum tekist nokkuð vel upp í hreinu og beinu rokk- lagi sem er dáldið á amer- ísku línunni. En melódían er góð og það bjargar. Sam Moore & Lou Reed - SOUL MAN (A&M) Tveir góðir saman, samt nokkuð ólíkir en það geng- ur engu að síður upp með ágætum. Lagið er gamall soulslagari sem margir liafa spreytt sig á og þeir bæta litlum nýjungum við fvrir utan nútímalegri hljóðfæraleik. Hresst lag. David Knopler - WHEN WE KISS (Greenhill) Litli bróðir Marks í Dire Straits hefur spjarað sig nokkuð vel á eigin spýtur síðan hann yfirgaf bróður- inn. Hann hefur hins vegar þann djöful að draga að vera undir miklum áhrifum frá Mark, bæði í söng og lagasmíðum, og þetta lag hefði getað sómt sér vel á einhverri Dire Straits plöt- unni. Og það eru bara þó nokkuð góð meðmæli. David & David - AIN’T SO EASY (A&M) Þetta eru nýstirni vestan- hafs sem hafa gert það gott á meginlandi Evrópu að undanförnu. Þeir eru hér með lag sem minnir mig dáldið á Hall & Oates, er í rólegri kantinum, meló- dían ekki mjög einföld og grípandi en vinnur mjög á. Psychadelic Furs - ANGELS DON’T CRY (CBS) Þótt þetta lag sé neðst í dálknum er það langt frá því að vera síst. Þetta er nefnilega prýðisgott lag, mjög svo margbreytilegt, og það er kannski þess vegna sem það kemur ekki til með að ná langt, en þetta er gott lag þar sem skærhljómandi gítar er rauði þráðurinn. Saxinn kemur á óvart. -SþS- Commodores - United Lunch United Fjórir soulsöngvarar fylkja liði. Wak, Clyde, Milan og J.D. eru allir bræður í Kristi, svo jákvæðir á allt og alla. Svo taka þeir höndum saman og syngja: „Jejeje, I want to rock you, baby.“ Commodores eru sveinamir kallaðir. Nýjasta platan þeirra, United, er slæmur leikur. Þó er ekki lengra síðan en í fyrra að þeir sendu frá sér piýðis- lag. Nightshift. Það var samið um fyrrum Commodores liðsmann, Mar- vin Gay. sem nú lifir í samfélagi við annan bróður, Krist. Blessuð sé minn- ing hans. Commodores-liðið hefur verið við lýði nánast frá ómunatíð. Einu sinni var Lionel Ritchie fastur liðsmaður. Hann söng meðal annars með bræðmnum lagið Three times a lady sem svo sannarlega er þeirra sterkasti leikur fvrr og síðar. Það hef- ur þó elst illa. Helst til væmið. Lionel Ritchie hafði vit á að koma sér í burtu í tíma. Hann bvrjaði upp rísa þeir upp frá sólböðum og appels- ínusafa, setjast inn í kádiljákana og hittast í stúdíóinu í hádeginu. Á slag- inu eitt em þeir famir út aftur í verslunarferðir. Árangurinn er eftir því. United er í alla staði vond plata. Hún er jafn frjó og hveitiakur um hávetur. Commodor- es ættu að sleppa þessum hádegis- fundum í stúdíóinu. Þeir gætu borðað saman á Hilton í staðinn. Upplagt að taka lagið yfir kavíar og kampavíni. -ÞJV á eigin spýtur og hefur ekki vegnað sérlega illa. Leikbræðurnir em því aðeins fjórir. samhinaðir eins og heiti nýjustu plötunnar gefur til kynna. Hér tína þeir til efni úr öllum áttum og fá aðra til að búa það til flutnings. Síðan Kool And The Gang - Forever Máttlausir töffarar Kool And The Gang er meðal reynslumestu hljómsveita sem fást nær eingöngu við soul/diskótónlist. Þeir hafa verið á ferðinni allar götur sfðan 1970 undir þessu nafni og þrátt fyrir að hér sé um að ræða fjölmenna hljómsveit hafa fáar mannabreytingar átt sér stað. Það hefur gengið upp og niður hjá genginu sem byrjaði sem kraftmikil soulhljómsveit en með til- komu diskófársins hefur hún mikið til leikið þá tónlist sem þar á heima. Nokkur lög hafa haldið Kool And The Gang á floti af og til á vinsælda- listum. Þess á milli hefur hún sent frá sér plötur og lög sem eingöngu höfða til dansstaðanna og áhugamanna um soultónlist. Þegar uppgangur diskó- tónlistar var sem mestur óx velgengni hennar. Tilkoma söngvarans James Tavlor (ekki sá eini sanni) átti stóran þátt í vinsældum þeirra. Þótt soul- áhrifm séu mikil í lögunum eiga þau samt mest erindi á dansstaðina. Þannig er nýjasta plata þeirra, Fore- ver, sambland af soul og diskólögum ásamt nokkrum rólegum ballöðum, minnugir þess hversu vinsælt Cherish My Love var í fyrra. Gallinn er bara sá að á Forever er ekkert lag sem lík- legt þykir að fylgja í kjölfar Cherish My Love hvað vinsældir snertir. Það eru Ronald Bell eða Khalis Bayyan (hann notar bæði nöfnin) og James Taylor sem eiga þann vafasama heiður að hafa samið flestöll lögin og Bayyan/Bell er einnig upptökustjórn- andi. Lögin eru í heild meðalmennsk- an uppmáluð. Það var bara eitt lag sem náði að kveikja aðeins í mér, I.B. M.C, létt og lipurt lag sem kannski helst sker sig úr vegna góðs flutnings. Rólegu lögin eru upp til hópa leiðinleg og rödd Taylors væmin. Forever er langt frá því besta sem Kool And The Gang hefur sent frá sér. Allan þann kraft, sem áður var til staðar, vantar, mjúka línan allsráð- andi. Stefna sem ekki ber árangur í þetta skiptið. HK. Stranglers/Dreamtime Draumur í dós Það vekur athygli, ef skoðuð eru örlög þeirra hljómsveita er fóru fyrir innrás pönksins í Bretlandi, að Sex Pistols, Jam, Buzzcocks, Clash og aðr- ir páfuglar pönksins hafa allir lagt upp laupana fyrir margt löngu og höfúð- paurar þessara sveita fást nú við aðra iðju og aðgengilegri. Hver er ástæðan? Aratugur er að vísu nokkuð langur tími á mælikvarða rokksögunnar en hér er þó tæpast um eðlilegt slit að ræða eða hvum skrattann eru þá Kinks, Platters, Shadows og Stones að pæla? Nei, líklega liggur skýringin fremur í hugmyndafræðilegum grund- velli pönksins. Pönkið kom fram sem róttækt afl, uppreisn ungu kynslóðar- innar í Bretlandi gegn bágum efna- hagslegum kjörum og ekki síður umbylting hefðbundinna stefna í poppinu. Það var því hálfgert teg- undareinkenni pönksins að um leið og það hafði skotið rótum og fengið fast form væri fótunum kippt undan hugsjónum þess. Allar góðar reglur eiga sér undan- tekningar og í þessu tilfelli fellur sæmdarheitið í hlut Stranglers. Reyndar gátu meðlimir Stranglers ekki talist hreintæktaðir pönkarar, tónlistarlegar rætur þeirra lágu með skýrum hætti í rokki sjöunda áratug- arins. Pönkelementið í tónlist Strangl- ers fór þó ekki framhjá neinum og kynslóðamunur fældi „gamlingjana" í Stranglers ekki frá byltingarkenndu atferli, svo ekki sé fastar kveðið að orði um þessa tugthúslimi og örlaga- perverta. Tónlist Stranglers þróaðist fljótt út fyrir ramma pönksins og vendipunkt- urinn var valsinn Golden brown frá 1981 er náði mestum vinsældum allra Stranglers laga og opnaði augu manna fyrir nýrri og fágaðri hlið á Strangl- ers, hlið sem snúið hefur fram æ síðan. Dreamtime er tíunda breiðskífa Stranglers og sú fyrsta í 2 ár. Fátt kemur beinlínis á óvart en platan er mjög vönduð og sterkari en ætla mætti við fyrstu kynni. Tónlistarlega liggur hún miðja vegu milli Feline (1983) og Aural sculpture (1984), grípandi plata blönduð nokkurri dulúð og lúmskri spennu. Laglínumar em allar áheyri- legar, sumar gullfallegar, s.s. Always the sun og You’ll always reap what you sow, Shakin’ like a leaf er skemmtilega jazzað og Ghost train er blæbrigðaríkt lag með góðum texta, þar sem lífshlaupinu er líkt við lestar- ferð. Ekillinn (valdhafinn) er hins vegar einkar dularfull persóna, hálf- blindur og heymarsljór í kaupbæti. Nice in Nice og Big in America em svo þekkilegir poppstúfar sem lesend- ur þekkja væntanlega eins og ömmu sína. Það sem e.t.v. heillar mest við Dre- amtime er fínleikinn og hið náttúrlega áreynsluleysi sem einkennir lagasmíð- amar og útsetningamar sem þó em æði ríkulegar og jafnvel flóknar á stundum. Stranglers hafa haft ýmsan boðskap að færa í textum sínum og Dreamtime er öðrum þræði siðferðileg áminning til villuráfandi mannkyns. Líkt og í tónsmíðunum fara Stranglers þó fínt í sakimar, forðast að klæðast skikkju hins háværa áróðursmeistara en gefa til kynna með misskýru lík- ingamáli að ýmsu sé ábótavant í henni veröld. Málefni frumbyggja, indíána og í Ástralíu, koma nokkuð við sögu en boðskap plötunnar má í víðara samhengi skilja sem hugvekju til hins siðmenntaða manns er heggur nærri rótum eigin lífstrés. Dreamtime er á margan hátt eins og þokan, leyndardómsfull og fíngerð en samt gædd þeirri dýpt er kallar á að menn gefi sig henni á vald. Ég leyfi mér að mæla með því að menn láti undan freistingunni. Skúli Helgason. muiitu um agæti pes$ sem ævíntýramaður; til dæmis að næstkomandi snmar Þao sem menn breiðskifu í Paris. . . Þunga rokkararniri Def Leppard á nýrri breiðskífu eti platau platan fra Simpiy 8ed, sem á að koma út i næsta mán- ársíns. Fyrsta lagið af plöt unni kemurútásmáskífu það eru fleiri sem ætla að ræða á núverandi vinsæld plótu. ., Diana Ross vakti mikla athygli við verðlauna Það var þó ekkt fyrir frábær ansöngbeldurfyrirað skipta oftar um föt en menn höfðu tolu á.. . Við sögóum Osboitrne befói týnst og að öllum líkindum lent i ein- tverjurugli.Ozzykalliuner nu fundmn og fannst hann við sæmilega heilsu i Los Angeles. Kona hans ku hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.