Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Page 33
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 45 Portúgalski forsætisráöherrann Anibal Savacao Silva og Karl prins kanna heiðursvörð síðastliðinn miðvikudag. Karl erfðaprins af Bretlandi og eiginkonan, Diana prins- essa, eru að ljúka fjögurra daga opinberri heimsókn í Portúgal. Þar hafa þau vakið mikla athygli og haft nóg að gera við að heilsa fyrirmönnum kanna heiðursverði og mæta í opinberar athafnir. Hápunkturinn var kvöld- verðarboð í Ayuda Palace þar sem Diana mætti með glitrandi kórónu svo sem hefðin býður. Höfuðfatið sat ágætlega og Di varð landi og þjóð til mikils sóma að sögn erlendra fréttastofa. Hjónin snúa aftur til Bretlands nú um þessa helgi. Mario Soares forseti tók á móti ungu hjónunum á flugvellinum og er hérna að sýna Diönu flugvallarbygginguna. Prinsessan brosir kurteis- lega og bitur af einhverjum ástæðum sjálfa sig vandlega í vörina. Konunglega svitan í Qualuz Palace þar sem erfðaprinsinn Karl og Diana eiginkona hans munu hafa næturstað meðan hin opinbera heimsókn stendur yfir. Kalli og Di í Portúgal Huggu- legar hangi- endur Það er yfirleitt aðeins ein tegund örlaga er bíður þeirra sem fæðast í þenn- an heim sem þriflega vaxin önd í landi gulverj- anna - Kína. Leiðin liggur beint í maga ein- hvers neytandans þar í landi - að vísu með við- komu á hinum ýmsu vinnslustigum. Þarna er kínverskur verkamaður að hengja upp endur sem þannig eru verkaðar, kryddaðar og látnar þorna vel áður en hin eig- inlega matreiðsla getur hafist. Þær eru greinilega ófáar endurnar þarna hinum megin á hnettin- um. Sviðsljós Ólyginn sagði... Dustin Hoffman er fluttur frá New York með fjöl- skylduna. Þetta er vegna þess að hann telur börnin fá mun þægilegra umhverfi i úthverfi Lundúna heldur en á Manhatt- an og hefur karl keypt stærðar hús alveg við útjaðar Lundúna- borgar. Undanfarin ár hefur fjölskyldan lítið sést með Dustin þar sem hann þeysist um heim- inn en nú á að verða breyting á þvi lika. Tómstundum hefur hann alltaf eytt i faðmi fjölskyld- unnar og á næstunni er skipu- lagi þannig hagað að samverustundum fjölgar að mun en leiklistin færist niður í annað sætið. Charlene Tilton elskar falleg föt og mætti nýlega á dansleik íklædd dáfögrum snjakahvítum loðfeldi. Upp úr hálsmálinu stóð svo perlu- skreyttur háls og eitthvað glitr- aði i eyrunum að auki. Svo sannarlega i sínu finasta pússi og með i för var eiginmaðurinn - Nick Allen - og var kappinn kirfilega klæddur í blúnduskyrtu og bróderaðan leðurjakka i kábojstílnum. Mario Jutare er ekki vinsælasti maður í Món- akó og hefur reyndar komið Rainier fursta til þess að hug- leiða mannrán í fyrsta skipti á ævinni. Mario er nýjasti elsk- hugi Stefaníu prinsessu og þykir ekki par fínn - með nauðgunar- dóm og fleira fagurt á samvisk- unni. Myndirnar, sem nú birtast í öllum helstu timaritum heims- ins af kauða, ætla Rainier lifandi að drepa og vill karl láta ræna Mario hið skjótasta - og koma í hendurnar á skeleggum hár- skera sem snyrta myndi strýið á toppstykkinu svo sómi væri að verkinu. Það er margt sem feður og furstar þurfa að vafstra í þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.