Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Fréttir 2. untferð IBM-skákmótsins: Mavgeir hvíldi drekaafbrigðið Helgi - Polugaevskí 1/2:1/2 Litlaus jafhteflisskák í drottningar- indverskri vöm. Helgi taldi sig e.t.v. hafa verið kominn með lakara tafl eft- ir 15 leiki þegar rússneski stórmeistar- inn bauð honum jafntefli og því sjálfgefið að þiggja boðið. Agdestein - Portisch 0:1 Norðmaðurinn hrókaði snemma langt gegn drottningarindverskri vöm Portisch og lagði síðan í ótímabæra sókn á kóngsvæng. Þegar hvítur hafði leikið sínum 22. leik kom þessi staða upp: 8 a b c d e f g h Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR i%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Allir nema Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18-19.75 Bb.Sp Ávísanareikningar 8-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 10-20 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 10-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab.lb Danskar krónur B.5-9.5 Ab.Lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst lltlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 16,5-20 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21-22 Almenn skuldabréf(2) 17.5-21 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 17.5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 5.75-6.75 Lb Til lengritima 6.25-6.75 Bb.Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15-20 Sp SDB 7.75-8.25 Lb.Úb Bandarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12.5-13 Lb.Úb.Vb Vestur-þýsk mörk 5.75-6.5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1594 stig Byggingavísitala 293 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 7,5% l .jan HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðatbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV ó fimmtudög- Eins og sjá má hefur svartur brotið á bak aftur sókn hvíts á kóngsvæng og nú snýr hann vöm í sókn með skiptamunsfóm: 22. - Hxe2! 23. Dxe2 Db4 24. Dd3 Dxa4 25. Bd7 Hd8 26. Bxc6 Bxc6 27. Kcl Bb5! 28. Dc3 Bd7! 29. Kd2 Hc8 30. Dd3 Db5 + og hvítur gafet upp. Kortsnoj - Short 0:1 Kortsnoj náði eftir byrjunina öflugu frumkvæði gegn Englendingnum unga sem á tímabili gat lítið annað gert en haldið um drottningu sína og leikið henni fram og til baka. Kortsnoj fann hins vegar ekki rétt framhald, missti peð, og tefldi án áætl- unar í gífurlegu tímahraki. Hann kórónaði síðan afleita taflmennsku með því að leika af sér marrni í þess- ari stöðu: Jón beindi þá skákinni yfir í gamalt og dularfullt afbrigði af Richter-Raus- er vöminni og kom á daginn að þar var Margeir veikur fyrir í fræðunum. Er ekki að orðlengja að Margeir fékk snemma vonlitla stöðu en þvæld- ist fyrir sem mest hann mátti og þegar við komum til leiks er þessi staða á borðinu: 34. Rxd5?? Bxd5 Nú rann upp fyrir Kortsnoj að eftir 34. Hxe8 Hxe8 35. Hxe8 Dxe8 36. Dxd5 Del + 37. Kh2 De5 + vinnur svartur á a-peðinu. Hann gafst því upp. Jón L. - Margeir 1:0 Að þessu sinni lét Margeir vera að tefla drekaafbrigðið af Sikileyjarvöm- inni, sem hann hefur nær undantekn- ingarlaust teflt hin síðari ár gegn kóngspeðsbyijun, oftast með góðum árangri. abcdefgh Jón lék nú: 24. Dc7? og taldi sig vinna lið því báðir biskupar svarts standa í uppnámi. En Margeir fann sterkan mótleik: 24. - Hxd4! 25. exd4 BfB Skyndilega er staðan ekki einföld lengur, svartur hótar 26. - Bxd4 + 27. Khl eða fl 27. - Bxg2+ og hvita drottningin fellur. 26. h3 Eftir 26. Re2 Dxc2 27. Hdb3 á svart- ur hinn sterka leik 27. - Bxd4 + 26. - Bxd4+ 27. Kh2 BfB? Margeiri sést yfir svarleik hvíts. Eft- ir 27. - e5! hefur svartur a.m.k. jafnt tafl, en nú er hann glataður. 28. Ra4! De4 28. Dxa4 tapar eftir 29. Hdb3 en ekki 29. Ha3 vegna 29. - Be5+ 29. Rb6+! axb6 30. Ha3+ Ba4 31. Dxb6 Svarti kóngurinn er nú alveg skjól- laus, t.d. 31. - Be5+ 32. Khl Bb8 33. Hxa4+ Dxa4 34. Db7 mát. Margeir gafet því upp. Ljubojevic - Timman 0:1 Júgóslavinn tefldi kröftuglega gegn Kortsnoj ihugar stöðuna. franskri vöm Timmans og hafði lengi framar. af alla þræði í hendi sér. Hon- um fataðist hins vegar herfilega að innbyrða vinninginn, lék af sér biskup og mátti gefast upp eftir bið. Tal - Jóhann 1:0 Jóhann náði aldrei að jafha taflið gegn leikfléttusnillingnum frá Riga og eftir 35. leik svarts byrjuðu hvítu mennimir að glansa: 36. Hc5! Da6 Eftir 36. - dxc5 37. Rfxe5 RhfB 38. Rxd7 ásamt 39. Rxc5 hefur hvítur unn- ið endatafl. 37. Hxb5 Rc7? Besta vömin var 37. - Bxc6 38. dxc6 Dxc6, þó hvítur ætti að vinna eftir 39. Ha5. 38. Hb8! Dxd3 39. Rcxe5 Ddl + 40. Kh2 Hal 40. - Hxb8 41. Rxd7+ Kf7 42. Rxb8 er vonlaust endatafl fyrir svartan. 41. Rg4+ Kf7 42. Rh6+ Ke7 43. Rg8+! og svartur gafet upp vegna 43. - Kf7 44. Rg5 mát. Eftir skákina stakk Friðrik Ólafsson uppá framhaldinu: 43. Dg7 +!? (í stað 43. Rg8 + ) 43. - Rxg7 44. Rg8+ Kf7 45. Rg5 mát! Skákir 3. umferðar: Dapur Islendingadagur Polugaevskí - Tal 1/2:1/2 Fyrstir tii að ljúka skák sinni í þriðju umferð vom þeir landamir sovésku, Polugaevskí og Tal. Jafriteflið kom ekki á óvart enda nánast hefðbundið hérlendis að Sovétmenn semji inn- byrðis um skiptan hlut. Portisch - Ljubojevic 1:0 Afleit byrjun Ljubojevic í mótinu hefur komið vemlega á óvart. Á móti Portisch beitti hann drottningarind- verskri vöm og blés fljótt til atlögu á miðborðinu. Eftir uppskipti náði Júgó- slavinn frípeði á c-línunni, en ekki vom allir viðstaddir einhuga um hvort þar færi styrkleiki eða veikleiki. Til þess að halda frípeðinu afréð Ljubojevic síðan að láta riddara af hendi en Portisch gerði þá laglega út um taflið: Skák Asgeir Þ. Arnason 37. Hc8+ Kg7 38. DÍ8+ Kf6 39. Hc6+ Kg5 Ekki gekk 39. - He6 vegna t.d. 40. Dh8+ Kg5 41. Hc5+ Í5 42. Dxh7. 40. h4+ Kg4 41. Hc4+ Kh5 42. Hc5+ f5 43. Hxf5+! og svartur gaf enda mát eftir 43. - gxf5 44. Dxf5 + Kh6 45. Dg5. Jóhann - Agdestein 1/2:112 Jóhanni Hjartarsyni hefúr alltaf gengið illa gegn Simen Agdestein hin- um norska. Á laugardaginn tefldu þeir þæfingsskák í drottningarindverskri vöm þar sem Jóhann hafði undirtök- in. Honum tókst fyrir rest að koma skákinni út í riddaraendatafl, sem að flestra dómi var létt unnið fyrir harrn. Rétt fyrir lok setunnar tók Jóhann síðan ranga ákvörðun, sem leiddi til þess að Norðmaðurinn gat gefið ridd- ara sinn fyrir síðasta peð hvíts og tryggt sér þar með jafnteflið. Leiðinleg úrslit fyrir okkar mann sem var þama kominn með sinn fyrsta vinning í vas- ann. Short - Jón L. 1:0 Jón L. tefldi hvasst til vinnings gegn undramanninum enska og beitti af- brigði af Sikileyjarvöm, sem ólympíu- liðið hafði skoðað gaumgæfilega í Munaðamesi í fyrrahaust. Miðtaflsstaðan var tvísýn þar sem keppendur höfðu hrókfært á sínum vængnum hvor. I 22. leik hafnaði Jón þráleiksafbrigði og stefhdi ótrauður á kóng hvíts. Hins vegar var tíminn orð- inn helst til naumur og þegar saman fór að Jón fann ekki bestu leikina og Short tefldi vömina vel hlaut okkar maður að láta í minni pokann. Eng- lendingurinn lauk síðan skákinni með snoturri leikfléttu: abcdefgh 44. Be6 De7 45. hxg7+ Bxg7 46. Hxg7! og svartur gaf. Margeir - Helgi 1/2:1/2 Þeir félagamir tefldu fríska og fjör- uga baráttuskák í drottningarind- verskri vöm. Helgi, sem stýrði svörtu mönnunum, lét í byijuninni til skarar skríða gegn miðborði hvíts og afréð síðan í framhaldinu að gefa peð fyrir virka stöðu manna sinna. Margeir lét þó ekki hlut sinn og þegar við blasti að Helgi myndi þráskáka hvíta kóng- inn sættust þeir á jafhteflið. Timman - Kortsnoj 0:1 Timman gaf bragðarefrium Kortsnoj kost á að tefla opna afbrigðið af spænska leiknum, sem hann tefldi svo oft í einvígjum sínum við Karpov fyrr- verandi heimsmeistara. Skákin varð snemma frekar jafii- teflisleg og vakti ekki mikla athygli áhorfenda. Upp kom endatafl með samlitum biskupum og jafhmörgum peðum. Kortsnoj hafði þó fræðilega betra tafl þar sem öll peð Timmans voru á reitum samlitum biskupunum. Flestir bjuggust við að friðarsamn- ingar yrðu undirritaðir á hverri stundu en Kortsnoj var á öðru máli. Þegar skákin fór í bið hafði hann ör- litla stöðulega yfirburði og öllum til mikillar fúrðu nægði það honum til þess að meija fram vinning eftir að hafa farið sannkallaða krókaleið. Timman mun örugglega seint gleyma þessari skák. áþá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.