Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Spumingin Telur þú æskilegt að bensínstöðvar taki upp kreditkortaþjónustu? Pétur Jónsson landslagsarkitekt: Já, það finnst mér, enda nota ég kredit- kort töluvert. Það er náttúrlega betra fyrir þá sem hafa óstöðugar tekjur að brúa bilið með því að nota kreditkort. Valtýr Guðjónsson bifvélavirki: Mér fyndist það mjög æskilegt. Ég nota kreditkort mjög mikið. enda kemur það sér stundum vel og getur verið nauðsynlegt að fá mánaðarfrest á greiðslum. Gylfí Árnason sjómaður: Alfarið, nei, fólk eyðir um efni fram og fer yfir trekk í trekk. Margrét Guðmundsdóttir læknarit- ari: Já, alveg eins bensínstöðvar og aðrir sölustaðir. Mér finnst mjög furðulegt að bensínstöðvar skuli r' V\ bjóða þessa þjónustu. Það á nattúrlega eitt að ganga yfir alla og því æskilegra að bensínstöðvar bjóði hana rétt eins og aðrir sölustaðir. Anna Katrín Kristjánsdóttir af- greiðslustúlka: Já, af hverju ekki. Mér finnst það mjög eðlilegt þar sem fólk verslar mjög mikið við bensín- stöðvar að gefa fólki að minnsta kosti kost á henni, hvort sem það notar hana eða ekki. Eydís Lúðvíksdóttir afgreiðslu- stúlka: Nú, ég veit ekki. Ég hef nú ekkert út á núverandi fyrirkomulag að setja, ætli ég sætti mig ekki við það. Lesendur Smokkafordómar Ósiðlegur smokkafarald *T. ..b-Wo ' “í'íS'lvk tan Krm«íurinnmoðollu» Hnevksluð móðir skrifar: Skólastjón Fjölbrautaskolans » Brciðholti hefur stað.ð i strongu að undnnfömu vegna ••h>fu'rj"lfíu" vakin hefur verið af landlækmsem- hætttnu vegna eyðnt. Fynrgangt.nnn ^ scxíe mts Ourex í ruddafengnun unghngum í skola h ins varð til þess að það gekk fram af skólastjóranum og fjolda annarræ Smokkafaraldurinn gengur nu um borgina með þeim endemum að maður skjdi halda að allt he.lbngðtskerfið Íi hættu í landinu nema hver og emn einasti maður gang. um mtðsmokK Þjónaliðið á Broadway hefir gent einkar smekklegt. þessu samtond.og gegnur nú i bolum þar am ÍttjfiSSSf g-f* ofgam- SSSfilSfi.'SfííÍ ■ »ð setna orð þótt þeir gang. SSÍíf Hestu siðuðu fólkj^3aSSe in siraA við að nota þet F,r maðurinn með öllum Ruddar i skóla komast setjn smokk mcð aðgöni dansleik rétt eins og að að þctta fólk eðli sig eu eftiröllböll. Hverskona eiginlega" Bretamir virðast nú við Islendingar því þeir öðruvisi. Þeir senda b* menna og útskýra alv visindalegan og smekk Ruddamennskan, s» hefur komið af stað. allar hellur. Þökk sé i Breiðholti. Hann h þorað að láta þcssar ’ í skóla hans heyra þeirra. Unglingar fá góða fræðslu um eyðni og varnir gegn þeim sjúkdómi. Bæði að smokkur er góð vörn en hreinlifi auðvitað besta vörnin. Furðu lostinn menntskælingur skrifar: Ja, nú er ég sko hissa. Á lesenda- síðunni nýlega var bréf frá hneyskl- aðri móður, um smokkaherferðina. Ég er hissa á þessari konu að útlista fáfræði sína fyrir alþjóð. Nú, þessi kona tók á sig rögg og úthúðaði m.a. nemendum í Éjöl- brautaskólanum í Breiðholti sem hún telur greinilega kynóða með afbrigðum. Það getur náttúrlega vel verið að þessi kona þekki eitthvað af eigin raun þessar ímeigðir þama i FB. Ég þekki nokkuð vel til í þess- um skóla og hef ekki orðið vör við neina óeðlilega „kynstrauma“ meðal menntskælinga þar. Ef hin hneykslaða móðir og aðrir fáfræðingar halda virkilega að unga fólkið í dag hoppi beint upp í rúm til að eðla sig, bara af því að því áskotnast smokkur þá vil ég biðja þau um að kynna sér málin betur áður en þau byija aftur að tuða. Það er greinilegt að unglingarnir hafa skynjað þennan vágest sem eyðni er og mér finnst að þeir eigi betra skilið en.svona væl, sem fyrst gæti farið að stuðla að ósiðsemi ef svo mætti nefna jafneðlilegan hlut og kynlíf er. Eða hvemig verða bömin til? Storkurinn er allavega löngu kominn á eftirlaun! Unglingar fá góða fræðslu um þennan sjúkdóm og vamir gegn hon- um. Bæði að smokkur er góð vörn en hreinlífi auðvitað besta vömin. Ég og vafalaust fleiri lýsa algjöru frati á svona siðsemi (eins og kom fram í áðumefndri grein) sem er bæði hlægileg og öfgafull. Því ef þetta era ekki öfgar þá era öfgar ékki til. Ég vil beina þeim tilmælum til þessarar hneyksluðu móður að hrista nú af sér þessar mygluðu leif- ar frá Viktoríutímabilinu, setja þær í smokk og henda út í sjó. Að lokum vil ég þakka landlæknis- embættinu fyrir frábæra fræðslu sem ég fékk í skólanum um dagirrn. Hún var bæði vísindaleg og smekkleg. Læknar era sérmenntað fólk á þessu sviði og ættu því frekar að þekkja til nefhds sjúkdóms og þar af leið- andi hafa aðstöðu til að vara fólk við honum. Stöð 2: Sýnið Spé- spegil Sigrún Jónsdóttir hringdi: Hvað hefur eiginlega orðið af hinum stórgóða þætti, Spéspegli, sem- slær öllu við. Þessir þættir vora alveg magnaðir og eitt af því skemmtilegasta sem ég sá á Stöðinni og ég veit um marga sem þykir það miður að fá ekki að sjá þá lengur. Húmorinn í þeim er alveg einstaklega lúmskur og hæðst er að mörgu sem er að gerast í pólítík- inni. Ég er sjálf áskrifandi Stöðvar 2 og skora ég á stöðvarmenn að hefja sýn- ingar á þessum ómissandi þáttum. „Spéspegill er eitt af þvi skemmtilegasta sem ég hef séð á Stöðinni, skora ég á þá að hefja sýningar á þessum ómissandi þáttum aftur.“ Þankar um ÁTVR Skattborgari skrifar Hvar í heiminum annars staðar en hér er ríkiseinkasala á tóbaki og brennivíni? Það vita víst allir að fólk reykir og drekkur brennivín og að tóbaksreykingar og brennivíns- drykkja er uppistaðan í tekjum ríkisins. Þörfum þessa fólks þarf að sinna á þægilegan og kurteisíegan hátt. Er það gert? Aðalsmerki þessarar stofnunar er fyrirlitning á kúnnanum. Ríkinu er lokað fyrirvaralaust og þegar mönn- um sýnist. Jafnvel til að verðmerkja eftir gengisfellingar! Og hver lítur á verðmiðana? Brennivínskaup fyrir helgidaga. Maður skammast sín fyrir að vera í þvögunni. Skammast sín fyrir að drekka brennivín. Og hræsnin! Vörurnar má ekki auglýsa eins og aðrar vörar. Ekki á íslensku. En bókabúðir era fullar af erlendum blöðum með heilsíðu brennivínsauglýsingum. Hnífur og skæri era ekki bama meðfæri, íslendingar era lítil böm sem ekki kunna að fara með bjór. Ekki á íslandi, en annað gildir um leið og komið er upp í flugvél. Pétur og Páll sem ekki drekka hafa at- kvæðisrétt um það hvort við Gummi fáum að drekka. Ríkið getur fengið enn meiri tekjur með siðsamlegri og kurteislegri hætti. Rás 2: Meiri sveitatónlist Sveitatónlistaraðdáandi skrifar: Ég er alveg einkar hrifinn af þáttun- um sem vora á mánudögum kl. 3 síðdegis á rás 2. Það var unaðslegt að hlusta á þessa undurþýðu tóna sveita- tónlistarinnar (Country and Westem). Stjómandi þáttanna var Bjami Dagur Jónsson. Svo skeður sá hörmulegi at- burður fyrir ca 3 vikum að þættinum er kippt út af dagskránni án nokkurs fyrirvara. Ég skora hér með á stjómendur rás- ar 2 að sjá að sér strax og lagfæra þessi mál. Ein klst. af sveitatónlist í viku er náttúrlega of lítið en ég sætti mig þó við það en það er alveg hrylli- legt ástand að hafa enga. Með von um að sálarheill og geð- heilsu minni verði bjargað, rás 2, bjargaðu nú málunum og komdu þessu aftur í gott sveitalag. Sveitatónlistin stendur alltaf fyrir sínu. Það er ekki amalegt aö heyra hina undurþýðu rödd Dolly Parton svona annars slagið. Diykkjusvall í pósthúsi Ómar hringdi: Ég er með pósthólf i pósthúsinu í Austurstrætinu, það er svo sem ekki í frásögur færandi nema núna í fyrsta skipti henti það mig að þama var fullt af alls konar utan- garðsfólki og þama vora mikil diykkjulæti og svall. Það virðist sem liðið á Hlemmi sé komið hingað niður eftir, þetta er orðið eins og versta diykkju- búlla. Þessu verður náttúrlega að ráða bót á. Okurbúðir Sigriður Stefánsdóttir hringdi: Mikið er ég sammála kjallara- höfimdi, Önnu Bjamason, um okurbúðimar. Þó þessar nýju sæl- gætisverslanir hafi mikið og fjöl- breytilegt sælgæti á boðstólum þá segir það ekkí allt því verðið nálg- ast skýjakljúfana. En eina og réttilega kemur fram virðist ekki skipta máli hvað hlutimir kosta því að þrátt fyrir ósanngjamt verð era þeir keyptir. Ég hef nú ekkert pælt í þessu fyrr en ég las greinina og hún vekur mann virkilega til umhugsunar. Bömin fara þó lík- lega verst út úr þessu því þau hafa ekkert eða mjög lítið verðskyn. Mér finnst að neytendasamtökin eigi að beita sér meira fyrir þessu, gera t.d. verðsamanburð á sælgæti hjá þessum nýju sælgætisverslun- um og venjulegum sjoppum. Asnalegt fyrirkomulag Móðir hringdi: Mig langar að leggja orð í belg varðandi flúorskolun bama í skól- um. Það vill nefnilega svo til að böm- unum gefst kostur á skólatann- lækni í skólanum en þau fa send bréf heim til að bera undir foreldr- ana hvort þeir vilji að skólatann- læknirinn geri við tennumar í bömunum þeirra eða ekki. Égskil bara ekki af hverju ekki er hægt að hafa sama fyrirkomulag varð- andi flúorskolun f skólunum, ég er ekki hlynnt því að bömin mín fari i þessa flúorskolun. En til þess að bömin mín losni við þessa flúor- skolun verða þau að koma með það skriflegt frá mér! Mér finnst þetta mjög óeðlilegt og vil fa breytingu á þessu; auðvitað á ég að fá sent bréf heim frá skólanum rétt eins og fyrirkomulagið er með skóla- tannlækninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.