Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 23. FEBRUAR 1987. Dægradvöl Texti Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir Gunnar V. Andrésson Kúnstin að laga te er sögð upprunn- in í Kína og að keisarinn Shen Nung hafi fyrstur manna lagað sér te árið 2737 f. Kr. Aðrir sega búddamunkinn Dharuma vera upphafsmann tesins og fylgir því sú saga að eitt sinn hafi Dharuma þessi setið í hugleiðingum um andleg efhi eins og svo oft áður og hafi þá sótt að honum óstjómlegur svefhhöfgi. Skar hann þá af sér bæði augnalokin og þeytti út í urð. Upp af þeim óx þar planta nokkur og af blöð- um plöntunnar var hægt að laga drykk sem kom í veg fyrir sljóleikann. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og te er og hefur verið stór hluti af menningu margra þjóða og vinsæld- ir þess hafa síður en svo dvínað. F>TÍr nokkrum árum var ekki um auðugan garð að gresja hérlendis í úrvali tetegunda. Landinn kynntist oft á tíðum tedrykkju á ferðum sínum er- lendis þar sem jafnvel eru heilu versl- animar með fjölmargar tegundir af tei ásamt tilheyrandi fylgihlutum. Síðan var það fyrir þremur árum að ein slík sérverslun með te, verslmiin Te & kaffi, var opnuð hér á landi við mikinn fögnuð aðdáenda tesins. Forsp- rakkar þessa framtaks vom þau Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guó- brandsdóttir sem hafa lengi haft áhuga á öllu viðvikjandi tei. Sigmundur nefhdi að te væri ekki lengur álitið vera drykkur fyrir þá sem ekki þola kaffi heldur hefur almennur áhugi fólks farið ört vaxandi og sá hópur stækkar óðum sem drekkur te og kaffi jöfhum höndum. Te er eins mismunandi og teg- undirnar eru margar. Temnninn er aðallega ræktaður í Indónesíu, Japan, Afríku, Indlandi og Kína. Runninn er sérstakur fyrir það að staðsetning, jarðvegur og loftslag hefúr gífurleg áhrif á bragð og lit tesins og einna bestu runnamir vaxa í mik- illi hæð yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Himalaja. Uppistaðan í teinu er að sjálfsögðu laufin sjálf sem ýmist em skorin eða látin halda sér í heilu lagi. Fyrir utan þekktar tetegundir, eins og assam, ceylon, daijeeling og kee- mun, fæst einnig bragðbætt te með keimi af ýmsum ávöxtum og kryddi og getur fólk þá valið sér sína uppáhalds bragðtegund, hvort sem það er jarðar- beija-, mandarínu-, kirsubeija-, kiwi-, romm- eða apríkósubragð, svo eitthvað sé nefnt. Bragðteguhdinni er þannig fyrir komið í teinu að hreinum safa, t.d. úr ávöxtum, er blandað út í teið ásamt þurrkuðum ávaxtabitum þegar það á við. Koffinlaust te hefur að sögn Sig- mundar fengið góðar undirtektir hérlendis og nefhir í því sambandi rauðrunnate sem hefur góðan keim og er talið vera heilsusamlegt. Aðlaga sérte Til að laga gott te þarf að hella sjóð- andi heitu vatni yfir te í tekatli og venjulega er notuð ein teskeið af tei fyrir hvem bolla. Síðan þarf teið að trekkja i 2-4 mínútur og þá em telauf- in (jarlægð en þau em yfirleitt höfð í sérstakri tesíu. Telaufin mega ekki liggja of lengi í vatninu því þá verður drykkurinn rammur eða beiskui-. Sumir laga te á sama hátt og hellt er upp á kaffi í sjálfvirkum kaffikönn- um sem er einfaldari aðferð en kannski ekki eins góð og sú fyrri. Má bjóða þér jurtate? Auður Matthíasdóttir, afgreiöslustúlka í Heilsumarkaðinum, þekkir tegundirnar út og inn. Lyktin getur sagt manni heilmikið til um bragðið. Berglind í Te & kaffi hjálpar kúnnanum að finna te við sitt hæfi. Drakk áður rúman lítra af kaffi á dag Margrét Kaldalóns er ein af mörgum okkar sem var hörð í kaffinu og drakk að eigin sögn yfir einn lítra af kaffi á hveijum degi. Síðan ákvað hún að minnka kaffiþambið og snúa sér frekar að tei og þá sérstaklega jurtatei. Svo- leiðis umbylting gerist ekki á einum degi, sagði hún, en besta aðferðin reyndist henni vera sú að byija á því að fá sér öðm hveiju yfir daginn venju- legt te með koffini og fikra sig svo áfram með blöndur af jurtatei þar til hún væri búin að venjast bragðinu. „Maður er jú ekkert nema vaninn þeg- ar allt kemur til alls.“ Hún fær sér þó eftir sem áður einn vel lagaðan bolla af kaffi á dag og segir almenna líðan sína mun betri eftir að hún minnkaði kaffiþambið. Jurtate verður æ vinsælla Jurtate hefur einnig verið þekkt frá örófi alda og verið notað sem almennur drykkur sem og heilsudrykkur í lækn- ingaskyni. Auður Matthíasdóttir, afgreiðslu- stúlka í Heilsuhúsinu við Skólavörðu- stíg, hefur mjög góða þekkingu á hinum fiölmörgu tegundum jurtates. Hún segir áhugann á jurtatei vera mikinn og greinilega vaxandi og nefiiir að vinsælustu tegundimar séu pipar- myntute, kamillute, hybente og ýmsar blöndur af jurtatei. Svonefnt þriggja ára te er einnig orðið mjög vinsælt hér á landi sem annars staðar og er fram- boðið af því í heiminum hreinlega of lítið miðað við eftirspum. Hún segir að það sé mikilvægt fyrir þá sem langar til að prófa jurtateið að hafa jákvætt viðhorf og fikra sig áfram í stað þess „að vera á bömmer og segja bara oj-bara“. Auður blandar sína eigin teblöndu í stóra krús og er mikið drukkið af tei á hennar heimili. Fyrir bömin blandar hún hreinum eplasafa til helminga við gott jurtate. Lækningamáttur jurtatesins hefur löngum verið í hávegum hafður og samfara auknum áhuga manna á sam- henginu á milli þess sem við látum ofan í okkur og því hvemig okkur líður hafa augu manna beinst að jurtateinu í auknum mæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.