Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 15 Blýlaust bensín Langflestar Evropuþjóöir hafa nú hafið sölu á blýlausu eldsneyti, en ísland er meöal örfárra landa þar sem ekki er unnt að kaupa annað en bensín sem inniheldur biý. Samstarf um varnir gegnmengun íslendingar hafa um langt skeið tekið þátt í alþjóðasamstarfi um vamir gegn mengun af öllu tagi og samningar hafa verið undirritaðir íyrir íslands hönd. M.a. hefur ríkis- stjóm Islands undirritað og staðfest alþjóðasáttmála um vamir gegn loftmengun sem gerður var í Genf milli fulltrúa 35 ríkja í hóvember 1979. Á síðasfa þingi Norðurlandaráðs var samþykkt tillaga samgöngu- nefiidar ráðsins um að Norðurlanda- þjóðir samræmdu aðgerðir til að hverfa frá notkun bensíns og annars eldsneytis sem inniheldur blý en út- blástur eiturefna frá farartækjum, er ganga fyrir slíku eldsneyti, er vemlegur loftmengunarvaldur og veldur sem kunnugt er miklum skaða á gróðri og mannvirkjum auk þess sem hann veldur heilsutjóni á fólki. Langflestar Evrópuþjóðir hafa nú hafið sölu á blýlausu eldsneyti, en ísland er meðal örfárra landa þar sem ekki er unnt að kaupa annað en bensín sem inniheldur blý. Ein ástæða þess er vafalaust sú að bens- ín er keypt frá Sovétríkjunum, en þar er sala blýlauss bensíns ekki hafin. Þar mun þó hafa verið reynt að koma til móts við kröfur um hreinna bensín, en svokölluð oktan- tala þess eldsneytis sem þar er framleitt er þó hærri en æskilegt er talið. Hvað er oktantala? Oktantala er háð samsetningu kol- vetna í eldsneytinu en oktantala eldsneytis úr jarðolíu er lág. Afköst hreyfils aukast með hækkun oktan- Kjallarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður tölu, auk þess sem hávaði minnkar frá vél. Oktantala hefur því verið hækkuð m.a. með því að velja heppi- lega samsetningu kolvetna í elds- neytinu eða bæta við blýmagn þess. Á síðari árum hefur mönnum orðið æ ljósara að útblástur frá bifreiðum, sem ganga fyrir blýbættu bensíni, er stórskaðlegur mönnum, gróðri og dýrum. Börnin í umferðinni Á vegum Hollustuvemdar ríkisins standa nú yfir mælingar á loftmeng- un við fjölfarnar akstursleiðir en niðurstöður liggja enn ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum vísinda- manna, sem við rannsóknimar vinna, er þegar vitað að um vemlega loftmengun er að ræða vegna um- ferðarinnar. Mengunarvandinn eykst hér á landi ekki síður en ann- ars staðar og því er mikilvægt að fylgt verði þeim vamaðarráðstöfun- um hér á landi sem aðrar þjóðir leggja nú kapp á. Ekki síst ber að hafa í huga að böm em í mestri mengunarhættu í umferðinni. Þau em nær útblásturs- rörum bifreiðanna en fullorðnir vegna þess hve lág í loftinu þau em, og böm í kerrum ekki síst. Ekki verður undan vikist Þó að loftmengun sé ekki það vandamál, sem hún er víða um heim, hér á okkar slóðum er óhjákvæmi- legt að íslendingar taki þátt í þeim vömum gegn mengun sem þjóðir heims vinna nú að í æ ríkara mæli. Ljóst er einnig að innan tíðar verða bifreiðar þannig búnar að þær ganga einungis fyrir blýlausu bensíni. Svíar hafa þegar lögfest að frá árinu 1989 verði ekki framleiddar aðrar bifreið- ar en þær sem ganga fyrir blýlausu eldsneyti og í Noregi verður notkun þess lögskyld í janúar 1989. Þjóðir innan Efnahagsbandalagsins hafa ályktað um að almenn notkun verði hafin á blýlausu bensíni frá 1. októb- er 1989 og í Bandaríkjunum og Japan em nýjar bifreiðar þegar bún- ar tækjum sem hreinsa útblástur eiturefna en sá búnaður krefst notk- unar á blýlausu bensíni. Það er því ljóst að vandamál geta skapast verði ekki hafinn undirbún- ingur að þessum breytingum hér á landi sem fyrst. Olíufélögunum mun ekkert að vanbúnaði að hefja sölu blýlauss bensíns hvað varðar búnað en ýmis atriði þarf að kanna, svo sem samkeppnishæfhi, kaupsamninga, bifreiðainnflutning og eflaust ótal margt fleira, og þyrfti þar að koma til samvinna hagsmunaaðila, not- enda og seljenda. Breyting sem þessi tekur langan tíma en mikilvægt er að vel takist til um undirbúning hennar því að fram hjá henni verður ekki komist. Á Alþingi hef ég því flutt tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjóm- in hafi frumkvæði að aðgerðum til undirbúnings því að blýlaust bensín verði fáanlegt hér á landi. Undan því verður ekki vikist og því er tíma- bært að hefjast handa. Guðrún Helgadóttir Á síðari árum hefur mönnum orðið æ ljósara að útblástur frá bifreiðum sem ganga fyrir blýbættu bensíni er stórskað- legur mönnum, gróðri og dýrum. Vanda hjálparstöðvar- verður að leysa „Stöðin er ekki meðferðarstofnun í eiginlegum skilningi, en hjálp hennat er fyrst og fremst fólgin í því að veita bágstöddum bömum og unglingum húsaskjól, öryggi, næringu, svefn- og hvildaraðstöðu, snyrti- og þvottaað- stöðu. innar Á þinginu 1984 flutti Kvennalist- inn þingsályktunartillögu um athvarf fyrir unga fíkniefrianeytend- ur. Þessari tillögu var vísað til ríkisstjómarinnar á þeim forsendum að stjómskipuð nefnd væri þegar að vinna að þessu verkefni og mundi gera um það tillögur. Nefndin hefur nú skilað tillögum sínum til heil- brigðisráðherra fyrir allöngu en þó ekkert verið aðhafst af hálfú stjóm- valda í þessum efnum. Hjálp í viðlögum I desember 1985 hóf starfsemi sína hjálparstöð fyrir böm og unglinga á vegum Rauða kross Islands og er hún til húsa að Tjamargötu 35. Til- gangur stöðvarinnar samrýmist þeim gmndvallaratriðum sem Rauði krossinn byggist á og starfar eftir, þ.e. að veita hjálp í viðlögum og sinna fyrirbyggjandi starfi, í þetta sinn fyrir unglinga allt að 18 ára aldri. Einnig var þessu framtaki jafnframt ætlað að vera könnun á því hve mikil þörf er á slíku at- hvarfi, þ.e. hver fjöldi þeirra bama og unglinga er sem eiga í vanda vegna ávana- og fíkniefnaneyslu og einnig af hvaða rótum sá vandi er runninn. Stöðin hefur nú starfað í rúmlega eitt ár og verið opin allan sólar- hringinn. Á þeim tíma hafa leitað til hennar 80 einstaklingar 137 sinnum, 44 stúlkur og 36 drengir. Sextíu og átta sinnum komu einstaklingar með lögheimili í Reykjavík, 46 sinnum utan af landi og 23 sinnum úr ná- grannabyggðum Reykjavíkur. Meðalaldur þeirra var 17 ár, með- aldvalartími 6,6 nætur. Húsrúm og hjartarúm Öllum kostnaði við rekstur stöðv- '"T"! 1 ! 'i : 1 !* ■—ri-.:—■ » ^ i } '• . arinnar hefur verið haldið í lág- marki, bæði með hagsýni en ekki síður með ómældri sjálfboðavinnu. Kostnaður Rauða krossins af rekstri stöðvarinnar var 4,8 milljónir kr. á árinu 1986. Stöðin hefur haft sam- vinnu við opinberar stofhanir og einstaklinga sem sinna þeim vanda er að unglingunum steðjar, eins og t.d. unglingaráðgjöf ríkisins, ungl- ingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, SÁÁ að Vogi, félags- ráðgjafa og sálfræðinga. Stöðin er ekki meðferðarstofnun í eiginlegum skilningi, en hjálp henn- ar er fyrst og fremst fólgin í því að veita bágstöddum bömum og ungl- ingum húsaskjól, öryggi, næringu, svefii- og hvíldaraðstöðu, snyrti- og þvottaaðstöðu. Einnig og ekki síst, aðstoð við að greina vanda sinn með umræðum, hvatningu, stuðningi og ábendingum til lausnar. Aðalreglan við móttöku gesta á stöðina er að viðkomandi óski sjálfur aðstoðar. Enginn vafi er á því að hjálpar- stöðin gegnir mikilvægu hlutverki og ótvíræð þörf er fyrir starfsemi af þessu tagi. Rauði krossinn hefúr lagt fram fé til reksturs stöðvarinnar fyr- ir fyrsta ársfjórðung þessa árs, en vegna annarra verkefna og skuld- bindinga Rauða krossins treysta forráðamenn hans sér ekki til að leggja af mörkum meira fé til þessar- ar stöðvar. Velunnarar stöðvarinnar em nú uggandi um hag hennar í næstu framtíð nema til komi stuðn- ingur frá opinberum aðilum, bæði ríki og sveitarfélögum. Þess vegna bar ég fram fyrirspum til forsætisráðherra fyrir hönd Kvennalistans um það hvort fram- kvæmdanefnd ríkisstjómarinnar um ávana- og fíkniefni gerði ráð fyrir áframhaldandi rekstri hjálparstöðv- arinnar. Einnig spurði ég að því hvort ríkisstjómin mundi tryggja nægilegt fé til reksturs stöðvarinnar á þessu ári. Svör ráðherranna lofa góðu I svari Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra kom fram að fram- kvæmdanefnd ríkisstjómarinnar til að samhæfa aðgerðir í baráttunni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fíkniefna hefði verið mjög starf- söm síðan hún var skipuð í maílok 1986 og hygðist senn skila tillögum sínum. Hann bjóst við þvi að tillögur um afgreiðslu á erindi Rauða krossins vegna hjálparstöðvarinnar mundu liggja fyrir í lok febrúarmánaðar. Jafhframt taldi hann fullan skilning vera á því að þessari starfsemi yrði að halda áfram og reyndar að auka. I sama streng tók Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra. Hún vildi reyndar kanna þá leið til þrautar að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu tækju að sér rekstur stöðvarinnar. Hins vegar taldi hún að ríkið yrði með ein- hverjum hætti að koma til stuðnings ef ekki tækist að koma rekstrinum yfir til sveitarfélaganna því að þessi starfsemi hefði sannað gildi sitt og haft mikla þýðingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir sem sinna böm- um og unglingum. Lofa skal þó dag að kveldi Það ber að fagna svo góðum undir- tektum tveggja ráðherra. Einnig er KjaHariim Guðrún Agnarsdóttir þingkona Samtaka um Kvennalista ánægjulegt að þetta mikilvæga mál- efni skuli mæta góðum skilningi. Hins vegar hafa stjómvöld ekki séð ástæðu til þess hingað til að beina sérstökum aðgerðum að því að sinna fyrirbyggjandi starfi eða meðferð fyrir unglinga vegna vímuefna. Þrátt fyrir miklar umræður um þau mál, bæði á Alþingi, í fjölmiðlmn og með- al almennings. Mörgum hefúr þvi orðið tamt að treysta orðum þeirra varlega en bíða eftir því að heyra verkin tala. Úrræði til meðferðar og forvama gegn vímuefnum varða í raun stefriumörkun í málefrium fjölskyld- unnar. Slík stefriumörkun var aldrei forgangsverkefni þessarar ríkis- stjómar. Tveir ráðherrar hafa nú lýst yfir velvilja og skilningi á þeim biýna vanda sem hjálparstöð Rauða krossins býr við þar eð rekstur henn- ar er eimmgis tryggður til aprílloka. Nú bíðum við eftir aðgerðum. Guðrún Agnarsdóttir „Velunnarar stöðvarinnar eru nú uggandi um hag hennar í næstu framtíð nema til komi stuðningur frá opinberum aðilum, bæði ríki og sveitarfélögum.u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.