Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Rakarastofan Klapparstíg Hárgreíðslustofan Klapparstíg Simi 12725 I Tímapantantr 13010 i SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. 20. febrúar 1987, Fjármálaráðuneytið. s- fHEFURÐlA EFNIA AD SLEPPA ÞESSU? Gallabuxur og kakíbuxur í öllum stærðum á ótrúlega lágu veröi vegna hagstæðra magninnkaupa elle SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 Neytendur Greenpeace, friðsamleg umhveifisvemd Þessa dagana er staddur hér á landi talsmaður Greenpeace sam- takanna en Norðurlandaþing þeirra verður haldið í Helsinki, nú á sama tíma og þing Norðurlandaráðs. Af þessu tilefni höfum við ákveðið að fjalla lítillega um samtökin, sögu þeirra og markmið, en eðli samtak- anna er misskilið af mörgum. Eins og kunnugt er hafa samtökin barist gegn hvalveiðum og eru einu afskiptin sem þau hafa haft af okkur íslendingum vegna hvalveiða okkar. Samtökin hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á þessu en þau hafa ávallt gengið frið- samlega fram. Það voru ekki Grænfriðungar sem sökktu hval- veiðiskipum Hvals h/f í haust, þar voru á ferðinni allt önnur samtök. Atburðurinn hefur verið harðlega fordæmdur af Greenpeace, enda eru slíkar aðgerðir í algerri andstöðu við stefnumið samtakanna. Að þessu sinni eru það þó ekki eingöngu hvalveiðar, sem samtökin ætla að fjalla um, heldur mengun Norðursjávar, og annað mál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir allar fiskveiðar hér við land. Breski kjamorkuiðnaðurinn er með endurvinnslustöð á kjamorku- úrgangi í smíðum á norðanverðu Skotlandi. Mengun frá slíkri stöð getur haft alvarlegar afteiðingar fyr- ir lífriki sjávar og benda samtökin á að mengun frá írsku endurvinnslu- stöðinni í Sellafield hafi dreifet víða. Geislavirkni hafi meðal annars mælst í fiski undan ströndum Dan- merkur, Noregs og Grænlands. Bygging slíkrar stöðvar í Dounre- ay, en þar hefur henni verinn valinn staður, mun ekki minnka slíka mengun. Sést það best á staðarvali, en henni verður holað niður í nyrsta afkima Skotlands, fjan-i byggðu bóli. Saga Greenpeace Árið 1971 ráðgerðu Bandaríkja- menn röð kjarnorkuvopnatilrauna í Amichitka, undan ströndum Alaska. Meðal Kanadamanna tóku að heyr- ast óánægjuraddir og varð fljótlega fjöldahreyfing úr. Hópur manna á- kvað að sigla inn á tilraunasvæðið og reyna að stöðva tilraunimar með nærvem sinni. Þeir komust aldrei inn á svæðið sjálft en um málið var fjallað í blöðum og almenningsálitið reis upp gegn tilraununum og var horfið frá þeim að lokum. Upp úr þessum kjama spmttu svo Greenpeace, eða samtök Grænirið- unga. Margir innan kjamans höfðu orðið fyrir miklum áhrifum af lífe- skoðunum indíána. Þaðan er komið mikið af líkingamáli samtakanna. Dæmi um þetta er gömul þjóðsaga um hermenn regnbogans en henni lýkur svo: „.. .og dag einn, er jörðin er orðin sjúk, þegar dýrin deyja og fljótin em Merki samtakanna. Á þvi stendur: Stöðvið súra regnið. eitmð orðin, þá mun fólk af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og menn- ingum sameinast í einn her og mun hann halda af stað til að hin sjúka jörð megi aftur verða græn. Þessir em hermenn regnbogans (Rainbow Warriors).11 Yfirlýst markmið samtakanna er að vinna að því að komið verði í veg fyrir mengun og að misnotkun náttúmnnar verði hætt. Er mest áhersla lögð á þrjá meginmálaflokka í þessu sambandi. Þeir em: að vemda lífxíki sjávar, að Suðurskautslandið verði frið- lýst, að komið verði í veg fyrir efhameng- un. Til að koma þessum markmiðum í framkvæmd beita samtökin þrýst- ingi, miðla upplýsingum og standa fyrir ofbeldislausum aðgerðum. Þau hafa nú um 1,5 milljónir styrktar- meðlima og reka skrifstofur í 17 löndum. -PLP Frauðplastbakkamir léttari en pappinn Á dögunum sögðum við frá athuga- eggjabokkunum kom út á 7,40 kr. í bökkum úr frauðplasti. Þeir bakkar semd aldraðrar konu yfir því að Athygli okkar hefur verið vakin á vega minna og kg í þannig bakka neytendum séu seldir eggjabakkar að í nokkrum verslunum, eins og t.d. kostar ekki nema 2,96 kr. með eggjunum á 148 kr. kg. Verðið í Kaupstað og Miklagarði, eru egg seld -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.