Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 39 dv Sandkom Þorvaldur Halldórsson. Þorvaldur bassi Þorvaldur Halldórsson, bassinn mikli, tók gömlu fé- lagana sína í Hljómsveit Ingimars Eydal gersamlega á taugum á Bylgjuballinu fræga um síðustu helgi. Þorvaldur, sem nú er prestur, kom til Akureyrar skömmu áður en hann átti að syngja með þeim Eydal og Helenu Eyjólfs. Sum lögin höfðu þau ekki sungið í fimmtán ár. En allt var rifið upp á methraða skömmu fyrir útsendinguna og gömlu brýn- in slógu hressilega i gegn. Magnús með óskaveður Magnús veðurfræðingur hjá sjónvarpinu brá á það ráð að óska nemendum Menntaskól- ans á Akureyri til hamingju með fimmtugsafmæli íþrótta- félags skólans. Þetta gerði hann í beinni útsendingu í síð- ustu viku. Merkileg nýbreytni. hjá sjónvarpinu að hægt sé að koma hamingjuóskum á fram- færi í veðurfréttum. Auðvitað óskaveður hjá Magnúsi. Biggi teiknaði Birgir Ágústsson, einn Kennedy-bræðranna á Akur- eyri, er verkfræðingur ásamt því að vera allt í öllu hjá Bíla- leigu Akureyrar með bræðrum sínum, Skúla og Vilhelm. Birgir teiknaði og hannaði Borgarbíó hið nýja. Svo snaggaralegir eru bræðumir að Biggi var spurður að því hvort hann hefði ekki teiknað bíóið á einum eftirmiðdegi. „Það tók mig örlítið lengri tíma í þetta skiptið," svaraði Birgir að bragði. Föðurlegur sonur Kosningastjórarnir á Akur- eyri, Haraldur M. Sigurðsson fyrir Stefán Valgeirsson og Sigurður Haraldsson fyrir D- listann, eru feðgar. Faðirinn Haraldur hefur verið óspar á yfirlýsingar vegna þess að Steingrímur Hermannsson neitaði að tala við Stefáns- menn á Hótel KEA. Sonurinn fetaði í fótsporið og sendi Stef- ánsmönnum tóninn til baka. „Kosningastjóri Framsóknar- flokksins þarf ekkert að vera að senda okkur föðurlegar umvandanir," svaraði pabb- inn þáaðbragði. Steini og skyrtan Okkur Akureyringum fmnst óskaplega gaman að sjá hvemig stjómmálamenn hafa látið mynda sig undanfarið. Allir muna eftir prófkjörinu í haust en þá vakti Eykon at- hygli fyrir að vera í hvítri skyrtu með allt uppbrett. Hún sló í gegn. Nú er Þorsteinn Pálsson á ferð og flugi og að sjálfsögðu búinn að fá hvítu skyrtuna hans Eykons lánaða. Heilsast vel Hesturinn í Köldukinn, sem fékk hurðarhúninn í augað á dögunum, er allur að braggast eftir atið. Hann er enda sagð- ur vera við hestaheilsu. Konur Kvennalistinn fyrir norðan gerði skoðanakönnun sem höfð var til hliðsjónar þegar raðað var á listann. Með þessa könnun hefur verið farið sem algjört hemaðarleyndarmál. En við heyrum nú að Málm- fríður Sigurðardóttir, efsti maður listans, hafi bakað all- ar stöllur sínar nema eina. Sú ku vera Valgerður Bjama- dóttir sem sat í bæjarstjóm Akureyrar fyrir kvennaffam- boðið. En Bjamadóttirsagði nei við 2. sætinu vegna anna. Fæðingar- orlof „Fæðingarorlof lengt fyrir kosningar," sagði í fyrirsögn DV á fimmtudaginn. Það er greinilegá ný rikisstjórn að fæðast á íslandi. J-ið Það kom fáum á óvart að stuðningsmenn Stefáns V al- geirssonar kalla listann sinn J. Slíkt meðal læknar öll sár, ekki síst eftir aftöku. Hjörleifur bjargaði Sverri Það hefur vakið athygli á Hjörleifur Guttormsson. Akureyri að vegna fjarvem allaballa á Alþingi féll tillag- an um rannsóknamefndina í Sturlumálinu. Þar með slapp Sverrir Hermannsson fyrir hom. Einn allaballanna, sem ekki var viðstaddur atkvæða- greiðsluna og hleypti málinu þar af leiðandi í gegn, var eng- inn annar en Hjörleifur Guttormsson sem var fyrir austan á kosningafundi. Menn bíða nú spenntir eftir að sjá hvernig Sverrir launar vini sínum Hjörleifi greiðann. Finnst fólki gaman að sjá að þessum fyrmm iðnaðarráð- herrum skuli semja betur en áður. Rússartregir „Rússamir tregari nú en í fyrra,“ er haft eflir fram- kvæmdastjóra ullariðnaðar- deildar SÍS á Akureyri í Degi á föstudaginn. Stjórinn var þá nýkominn heim frá Sovét vegna sölu ullar. Stendur ekki annars ein- hvers staðar í lögum að bannað sé að notfæra sér neyð náungans í viðskiptum? Ann- ars vildi maður gjaman sjá greindarprófið sem SÍS-arar leggja fyrir bolsana á hverju ári. Umsjón: Jón G. Hauksson Bíóhöllin - Góðir gæjar Gamlir töffarar Kvikmyndir ★ ★ Gamlir en góðir. Kirk Douglas og Burt Lancaster i hlutverkum sínum. Góöir gæjar (Tough Guys). Leikstjóri: Jeff Kanew. Handrit James Orr og Jim Cruickshank. Kvikmyndun: King Baggot Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Burt Lancaster og Eli Wallach. Kirk Douglas og Burt Lancaster eru öllum kunnir. Þeir eru búnir að vera kvikmyndastjömur eiris lengi og menn muna. Leiða þeir saman hesta sína í Góðum gæjum, fjölmörg- um aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. Þetta er ekki í fyrsta skipt- ið sem þeir starfa saman fyrir framan kvikmyndavélina heldur það sjö- unda. Þeir byrjuðu samstarf sitt 1947 í I Walk alone. Eftirminnilegustu myndir þeirra, þar sem þeir hafa leikið saman, em vafalaust vestrinn Gunfight at the O.K. Corral, þar sem þeir léku þjóðsagnahetjumar Wyatt Earp og Doc Holliday, og hinn magnaði pólitíski þriller Johns Frankenheimer, Seven Days in May. Og nú er Kirk Douglas sjötugur og Burt Lancaster orðinn sjötíu og þriggja ára. Þeir bera aldurinn vel, sérstaklega Kirk Douglas sem hefúr vöxt sem þrjátíu árum yngri karl- maður gæti verið hreykinn af. í Góðum gæjum leika þeir lestar- ræningjana Harry Doyle og Archie Kong sem sleppt er eftir þrjátíu ára fangavist. Fullir af lífskrafti leggja þeir út í lífið á nýjan leik en komast fljótt að því að það er margt breytt frá því sem áður var. Öðrum þeirra, Doyle, er sagt að hann sé of gamall til að vinna og er því settur á elli- heimili þar sem hann unir sér illa - finnst réttilega að farið sé með sig eins og smábam. Long aftur á móti fær að vinna. Störfin, sem hann fær, em þannig að hann gefst fljótt upp. Báðir hitta þeir kvenmenn sem þeir geta huggað sig við. Doyle hittir gamla kærustu og rifjar upp gömul kynni. Long hitt- ir líkamsræktarkennara sem tekur hann í kennslustund í nútímadansi og lætur hann klæðast litríkum fatn- aði. Um stundarsakir sætta þeir sig við lífið en þegar þeir hittast næst, báðir orðnir dauðþreyttir á að vera meðhöndlaðir sem böm, ákveða þeir að hverfa til þeirrar iðju sem þeir kunna almennilega... Gamanleikur hefur aldrei verið sterka hlið kappanna Douglas og Lancasters. Handrit myndarinnar býður nokkur tilþrif aðalleikaranna til gamanleiks. Það er sérstaklega Burt Lancaster sem á í nokkrum erfileikum með að ná tökum á hlut- verkinu. Kirk Douglas á inn á milli ágæta spretti. En glæsilegir em þeir og samleikur þeirra í heild með mikl- um ágætum. Aðrir leikarar koma minna við sögu. Eli Wallach er samt eftirminnilegur í hlutverki atvinnu- morðingjans Leons B. Little sem fékk það verkefni fyrir þrjátíu árum að drepa Long og Doyle og hefur beðið eftir þeim í þrjátíu ár og reyn- ir hvað eftir annað að standa við sinn hluta samningsins. Góðir gæjar er hin ágætasta af- þreyingarmynd. Kirk Douglas og Burt Lancaster em sterkir persónu- leikar og gnæfa yfir allt annað í myndinni - menn sem orðnir em goðsagnir í lifanda lífi. Hilmar Karlsson ★★★★ Frábær ★★★ Góö ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit KERTAÞRÆÐIR passandi settum. Leiðari úr stáfblöndu. Sterkur og þolir að leggjsst I kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1(10 af viðnimi kolþráða. Margföld neistagœði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 HEILDSALAR-FRAMLEIÐENDUR ATH. Viljið þið auka hagræðingu og sparsemi í rekstrinum? Við hjá Söludreifingu sf. tökum að okkur sölu og dreif- ingu á vörunni til verslana. Þjónusta okkar er ætluð bæði stærri sem smærri fyrir- tækjum á sviði heildsölu og framleiðslu. 2 spurningar: 1) Þarftu aó ráða sölumann í fullt starf til að auka útbreiðslu vörunnar? 2) Þarftu að festa rekstrarfé í kaupum á sendibíl og ráða mann á hann? Ef þú svarar þessum spurningum játandi eða ert í vafa, þá hafðu samband við okkur og kynntu þér okkar þjónustu og kjör SÖLUDREIFING sf • Sími 623643. m ÞREP úr bánhördumpmingum Eftir síðustu endurbætur á Kjörbókinni er hún ekki aðeins fremst í flokki óbundinna innlánsforma. Með vaxtahækkunum á innstæðu eftir 16 og 24 mánuði gefur Kjörbókin hærri ávöxtun en bundnir reikningar gefa á sama tíma. Samt er hún algjörlega óbundin. Hafðu næstu tvö þrep á fjármálabrautinni úr beinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.