Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 30
42 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. AndJát Ymislegt í gærkvöldi Svavar E. Árriíison lést 15. febrúar sl. Hann fæddist í Reykjavík 27. maí 1928, sonur hjónanna Árna Ingvars- sonar og Jakobínu Jónsdóttur. Hann kvæntist Elísabetu Jónasdóttur en hún lést árið 1979. Þau hjónin eign- uðust einn son. Síðustu árin starfaði Svavar sem baðvörður í Breiðagerð- isskóla. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Pétur Ólafsson hagfræðingur verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15. Magnús Karlsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15. Jón Ágúst Ketilsson húsasmíða- meistari, Sörlaskjóli 7, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 23. febrúar, kl. 15. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni . í Reykjavík þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Saga Orators Orator, félag laganema við Háskóla ís- lands, hefur sent frá sér bókina Sögu Orators þar sem rakin er. saga félagsins frá stofnun þess árið 1928 og fram á síð- asta ár. Höfundur verksins er Jóhannes Sigurðsson lögfræðingur. I inngangskafla bókarinnar er þróunin í starfsemi féiagsins rakin í stórum drátt- um, síðan eru atburðir félagslífms raktir frá ári til árs í sex köflum sem nefnast: Fyrsti áratugurinn. Árin 1928-1938. End- urreisn Orators. Árið 1938-1946. Útgáfa Úlfljóts hefst. Árin 1946-1955. Grágás verður félagstákn. Árið 1955-1965. Réttur er settur. Arin 1965-1975. Síðasti áratug- urinn. Árin 1975-1986. Dr. Ármann Snævarr ritar ávarpsorð að bókinni og segir þar meðal annars: „Laganemar hafa með þátttöku sinni í Orator fengið á námsferli sínum mikla þjálfun í félagsstörfum, auk þess sem mik- ill fræðilegur ávinningur hefur orðið af starfsemi félagsins. Orator hefir verið ein- stakur vettvagnur til viðkynningar, fyrst og fremst milli laganema innbyrðis en einnig við kennara og forráðamenn stofn- ana og embætta o.fl. Hefir Orator verið lagadeild til styrktar á ýmsan hátt. ... Þetta rit geymir sögu félags sem í fyrstu var fámennt og átti erfitt uppdráttar en hefir stóreílst til átaka eftir því sem á hefir liðið. Þetta er merkileg þroskasaga félags sem miklu hefir áorkað í þágu fé- lagsmanna, lagadeildar og Háskólans, saga ósérhlífmna manna sem lögðu sig fram um að efla hag félagsins og félags- manna.“ Saga Orators er 255 bls. að stærð í stóru broti og prýdd yfir 150 ljósmyndum. I bó- karlok eru ýmsar skrár, m.a. nafnaskrá. ÓÁ samtökin Eigir þú við offituvandamál að stríða þá erum við með fundi miðvikudaga kl. 20.30 og laugardaga kl. 14 að Ingólfsstræti 1 (beint á móti Gamla bíói). Sigurður Örlygsson myndlistarmaður: „Miðill fyrir myndlBStina Ég horfði á tvo þætti í gærkvöldi, Geisla og Goya, og hef gaman af Goya þrátt fyrir að þar sé svolítið getið í eyðumar. Þættimir um Verdi vom sannsögulegri og heimilda get- ið. En yfir Geisla er ég svolítið skúffaður því þar er myndlistin látin sitja á hakanum. Það er alltof mikið ýtt undir leiklistina og bókmenntir á kostnað myndlistarinnar. Hið fyrr- nefhda ætti betur heima sem út- varpsefni. Sjónvarpið er kjörinn miðill fyrir myndlistina. Umræður þar sem tveir menn sitja og tala sam- an í allt að klukkutíma em heldur ekki efrii fyrir sjónvarp heldur út- varpsefrii. Það sem snart mig mest i gær vom fréttirnar um lát Andy Warhol því maður hefur fylgst með honum í Sigurður Örlygsson. gegn um tíðina og kom þetta mér mjög á óvart. En svo að ég tali almennt um þessa miðla þá hef ég mjög gaman af kvik- myndum en þær hafa verið mjög misjafriar að undanfömu í sjón- varpinu. Það var gaman að sjá gömlu Hitchcock myndimar og það mætti vera ein góð klassísk einu sinni í viku með eða eftir þessa gömlu góðu. íþróttimar eru svolítil plága bæði í útvarpi og sjónvarpi og tillitsleysi að ætlast til þess að allir fylgist með. Þetta er komið út fyrir öll skynsamleg mörk. Óperur em afskaplega skemmtilegar og sniðnar fyrir sjónvarp. Þær sameina allar listgreinar, bókmenntir, mynd- listina og fleira. Mér finnst þeir ekki átta sig á því hvað er útvarpsefrii og hvað sjónvarpsefni. 5. umferð verður tefld í dag f dag kl. 16.30 hefet 5. umferð IBM- skákmótsins á Hótel Loftleiðum og þá tefla saman: Nigel Short - Helgi Ólafsson Jan Timman - Margeir Pétursson Lajos Portisch - Jón L. Ámason Jóhann Hjartarson - Viktor Kortsnoj Lev Polugaévski - Ljubomir Ljubojevic Mikhail Tal - Simen Agdestein ltíH Super Lhess Tournament, Reykjavik 198/ VKS hf Mr Naf n Land 1 e 3 h ‘3 6 7 8 9 10 ! 1 18 Vinn Röð . . - 1 fi(i ■1 0 () '4 14 - 8 2_. I fili 0 0 0 4 4 11-18 3- 1 t t 1 9 1 IMDI 1 WíM 1 1 0 3 8-3 Ld jOt> Hnr hsrh HHIM 't l 1 0 84 H-Ó Jrthann H jArf-ar^on ISD 0 0 4 0 4 11-18 / . 1 pv Pn11IQAPVSIy UR8 i Íwi-xíí 'Ý 'í 4 24 h-6 r M í k h a i 1 N T a 1 URó ý i ý 4 84 4-6 '•y fiimpn HQriPít.pin ímUR U u 'ý 1 9-10 llL 1 jiihnmi r 1 juho jev 1 c JUU 0 0 1 9-10 1 1 Viktnr Knrrhnm SWÚ i í,) r í 3 8-3 liL Heloi úlatsson ISD Jí. 4 'k 8 7 Frá fundinum á Hótel Borg. Ragnar Stefánsson i ræi Vinstri sósíalistar fara ekki í framboð LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Bifvélavirki óskast á slökkvistöðina í Reykjavík. Laun samkvæmt launataxta bifvélavirkja. Umsóknir skilist á slökkvistöðina við Skógarhlíð fyrir 1. mars nk. Tilkyimingaj Málfreyjudeildin Kvistur heldur fund mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30 að Brautarholti 30. Gestir velkomnir. Á laugardaginn var héldu vinstri sósíalistar fund á Hótel Borg. Á fund- inum vom ræddir möguleikar á þvi að bjóða fram í komandi kosningum og var horfið frá því. Haft var sam- band við Sigurð Inga Andrésson og hann spurður nánar um þetta. Hann sagði að aðstæður væm ekki fyrir hendi til að fara í framboð núna, undirbúningur væri ónógur og sam- tökin hefðu ekki bolmagn til að reka fjölmiðil né kosningaskrifstofú eins og er. Því hefði verið tekinn sá kostur að fresta framboði þar til samtökin væm betur undirbúin. Einnig kom fram í máli Sigurðar að framboð væri ekki eina starf samtak- anna, „flestir meðlimir starfa í verka- lýðshreyfingunni og þetta er bara spuming um baráttuaðferðir". Samtökin vinna mikið að friðarmál- um og hafa ákveðið að kynna ástandið í Suður-Afríku. Á fundinum vom einnig ræddir möguleikar á rekstri útvarpsstöðvar og féll sú hugmynd í góðan jarðveg. „Þetta hefur verið kannað af okkar hálfu. Við myndum líklega bjóða öðr- um samstarf, en við höfum skoðað útvarpsstöð í Danmörku sem er rekin á svipaðan hátt.“ -PLP SLÖKKVILIÐ HAFfMARFJARÐAR Átta stöður brunavarða í Slökkviliði Hafnarfjarðar eru lausar til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Tilskilið er að umsækjendur hafi eða afli sér meiraprófsréttinda bifreiðastjóra. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. apríl næstkomandi. Umsækjendur skili um- sóknum á þartil gerðum eyðiblöðum á Slökkvistöðina við Flatahraun fyrir 6. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði. BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:...96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:...97-8303 Konudags er gjarnan minnst með blómum. Konudagur f gær var konudagur sem jafriframt höfðum samband við nokkra blóma- er fyrsti dagur góu en hún er fimmti mánuður vetrar samkvæmt gamla tímatalinu. Samkvæmt hefðinni er þetta dagur heimsókna og húsmóðirin nýtur sérs- takrar virðingar þennan dag. Eru henni gjaman færð blóm og ekki ólík- legt að karlinn taki einhvem þátt í heimilisstörfunum þennan dag öðrum fremur. En skyldi þessi siður haldast enn, nú á tímum aukins jafriréttis? Við sala til að forvitnast um hvort meira seldist af blómum af þessu tilefrii. Og það var ekki að sökum að spyrja, blómabúðir voru fullar af karlmönn- um í blómaleit og gífúrleg sala. Að sögn verslunarstjóra í Alaska er bóndadagur einnig í sókn hvað þetta varðar, þá streyma konur í síauknum mæli í blómabúðir til að kaupa blóm fyrir karlana. -PLP/DV-mynd KAE BINGO! Hefst kl. 19 .30 Aðalvinningur að verðmæti _________kr.40 bús.________ Heildarverðmaeti vinninaa kr.180 þús. TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.