Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Side 10
10 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Utlönd DV Fylgst með soveskum andófsmönnum úr garðskýli Robert van Voren, starfsmaður Bukovskystofnunarinnar, fyrir utan garðskýlið í Amsterdam þar sem barist er fyrir frelsi sovéskra andófsmanna. Simamynd Reuter Það var í litlu garðskýli í Amsterdam í Hollandi sem hollensk mannrétt- indasamtök skipulögðu alþjóðlega baráttu fyrir frelsi sovéska sálfræð- ingsins Anatoly Koryagin. Robert van Voren, starfsmaður Bukovskistofhunarinnar sem hefur aðalbækistöðvar sínar í skýlinu, var fyrstur Vesturlandabúa til þess að skýra frá fréttum varðandi mál Kory- agins vegna símtala sinna við fjöl- skyldu og vini sálfræðingsins í Sovétríkjunum. Og það var einnig R..'jert van Voren sem greindi frá því hvenær Koryagin sameinaðist fjöl- skyldu sinni á ný eftir fimm og hálfs árs vist í fangelsi og þrælkunarbúðum. Annríki í garðskýlinu Annríki hefur verið í litla garðskýl- inu frá því að fregnir fóru að berast af náðun margra annarra andófs- manna í Sovétríkjunum. Samtökin hafa orðið sér úti um lista með nöfnum þein'a sem sleppt hefur verið og þeirra sem enn eru í haldi. Upplýsingar hafa borist um það að margir þeirra sem sleppt hefúr verið hafi lofað að taka ekki upp andsovéska starfsemi. Bukovskystofhunin tók upp barátt- una fyrir Irinu Grivninu en hún fékk vegabréfsáritun árið 1985. Eftir það beittu mannréttindasamtökin sér fyrir náðun Koryagins og var leitað til læknasamtaka og þingmanna. 5.000 samviskufangar Samkvæmt áliti starfsmanna Bukovskystofnunarinnar eru eitt þús- und þekktir samviskufangar í Sovét- ríkjunum og eru þá þeir taldir með sem sitja inni á geðsjúkrahúsum. Robert van Voren, sem er einn þeirra fjögurra sem eru í fullu starfi hjá stofnuninni, telur að óhætt sé að margfalda þá tölu með fimm til þess að fá fram fjölda allra samviskufanga í Sovétríkjunum. Þessi hollensku mannréttindasam- tök voru sett á fót til þess að berjast fyrir frelsi hins þekkta andófsmanns, Vladimirs Bukovsky, á áttunda ára- tugnum. Þegar honum var loks sleppt árið 1976, í skiptum fyrir Luis Corval- an, kommúnistaleiðtoga frá Chile, var ákveðið að samtökin skyldu halda áfram að kenna sig við Bukovsky og víkka út starfsemina. Bukovsky býr núna í Englandi. Óánægja í Moskvu Að sögn Roberts van Voren hefur stofhunin sett sér tvö aðalmarkmið. I fyrsta lagi að senda fatnað og lyf með ferðamönnum til fjölskyldna fang- anna. í öðru lagi að berjast fyrir frelsi mikilvægra andófsmanna eins og áður er sagt, auk þess sem settar eru saman nákvæmar skýrslur um alla þá sem taldir eru hafa komist í kast við so- vésk yfirvöld vegna samvisku sinnar. Það er þó stefna samtakanna að veita ekki þeim andófsmönnum aðstoð sem beita ofbeldi. Rekin er bókaverslun á vegum sam- takanna en starfsemin byggist að mestu leyti á framlögum. Hafa þau úr miklu minna að spila heldur en stærri mannréttindasamtök, eins og til dæm- is Amnesty Intemational. Eftir því sem Robert van Voren seg- ir eru yfirvöld í Moskvu ekki ýkja hrifin af starfsemi stofhunarinnar, ekki síst vegna nafhsins sem hún ber. Barðist gegn misnotkun geðlækninga á andófsmönnum ‘ natoly Koryagin, sem í síðustu viku var sleppt úr fangelsi í Sovétríkj- unum, er geðlæknir sem barðist fyrir rétti pólitískra fanga er lokaðir voru inni á geðveikrahælum af öðrum ástæðum en heilsufarslegum. Hann er 48 ára gamall og starfaði síðast skammt frá heimabæ sínum, Kharkov í Úkraínu, eða fram til 1979, þegar hann gekk til liðs við samtök andófsmanna sem vildu ganga eftir þvi að Sovétstjómin stæði við ákvæði Helsinkisáttmálans er hún hafði und- irritað 1975. Vöktu athygli á misnotkun geð- veikrahæla Þessi samtök vöktu athygli á mis- notkun geðveikrahæla og geðlækn- inga sem brögð vom að. KGB notaði slíkar stofhanir til þess að loka inni pólitíska fanga og bijóta á bak aftur andstöðu þeirra. Samtökin höfðu gert skrá yfir fimm- tíu og sjö slík tilvik sem þau gátu fært sönnur á en hópurinn leystist síð- an upp 1981, enda höfðu þá flestir félagar samtakanna ýmist verið hnepptir í varðhald eða hraktir í út- legð. Dæmdur fyrir undirróðursstarf- semi Koryagin var handtekinn í febrúar 1981 eftir að hafa úrskurðað heilbrigð- an mann sem yfirvöld höfðu sent á geðveikrahæli eftir að hann hafði haldið því fram að öryggisbúnaði í sovéskum námum væri ábótavant. Koryagin var dæmdur í sjö ára hegn- ingarvinnu og síðan skyldi fylgja fimm ára útlegð innanlands. Sökin var brot á 70. grein sem kveður á um and- sovéskan áróður og undirróðursstarf- semi gegn ríkinu. Var hann sendur í þrælabúðir nærri Perm í Úralfiöllum og 1985 var vist Anatoly Koryagin geðlæknir barðist gegn misnotkun geðlæknahæla þar sem pólitískir fangar voru lokaðir inni og neyddir i lyfjameðferð þótt fullkom- lega heilbrigðir væru. - Símamynd Reuter. hans þar lengd um tvö ár eftir að Koryagin hafði farið í hungurverkfall um hríð. Það kvisaðist úr búðunum að Koryagin hefði verið hafður í ein- angrun og sætt harðræði, auk þess sem næringu hafði verið þvingað ofan í hann í einhveiju hungurverkfallanna sem hann fór í. Sömuleiðis bilaði hann á heilsu. Margheiðraður á Vesturlönd- um f mótmælaskyni við fangelsun Kory- agins vísuðu alþjóðasamtök geðlækna Sovétríkjunum út úr samtökunum 1983 og eftir það var Koryagin kosinn heiðursfélagi í samtökunum síðar á því ári. Virt geðlæknasamtök og vís- indafélög í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Kanada gerðu Koryag- in að heiðursfélaga sínum jafnframt því að ýmis mannréttindasamtök á Vesturlöndum héldu máli hans sífellt á lofti. Menn höfðu fyrst pata af því í vetur að til stæði að láta Koryagin lausan þegar Sakharov greindi frá því 31. jan- úar að hann hefði frétt að Koryagin hefði verið fluttur úr þrælabúðunum og í fangelsi. Það er einmitt oft háttur- inn sem hafður er á þegar láta á einhvem lausan. Á að flytjast úr landi Galinu, eiginkonu Koiyagins, hefur verið sagt það af yfirvöldum að Kory- agin megi flytjast úr landi en ef hann vilji það ekki verði hann aftur hneppt- ur í varðhald. Hún segist gjaman vilja flytjast til Sviss ef hrekja eigi þau úr landi. Þau hjón eiga þrjá syni. Elsti sonur þeirra, Ivan, afþlánar þriggja ára þrælabúðavist fyrir skrílslæti sem fiölskyldan segir að hafi verið tilbúnar sakir. /ILPINE Toppurinn í bíltækjum 10ADE0 & Skipholtí 7 - Símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.