Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Page 4
4
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
Fréttir
Þyngri byrðar
á afurðasölur
- ríkið sparar 18 milljónir, segir fjármálaraðherra
„Ég var þeirrar skoðunar og er
reyndar enn að það séu ekki efiii til
að auka við niðurgreiðslur," sagði
Þorsteinn Pálsson fjánnálaráðherra
er DV spurði um þá ákvörðun ríkis-
stjómarinnar frá því í íyrradag að
auka niðurgreiðslur á búvörum til
að hleypa 22% hækkun á launalið
bænda ekki frekar út í verðlagið en
orðið er.
„Það sem samkomulag varð hins
vegar um var að það er hætt að
greiða niður vaxta- og geymslu-
kostnað. Þeir fjármunir sem notaðir
hafa verið í því skyni fara í að greiða
niður útsöluverð.
Ríkissjóður sparar reyndar á þessu
18 milljónir króna á næstu þremur
mánuðum.
Það hefur lengi verið keppikefli
mitt að fá þessu breytt á þennan veg
að ríkið hætti að borga afurðasölun-
um fyrir að geyma kjöt og færa þá
peninga yfir í niðurgreiðslu á útsölu-
verði. Það náðist fram með þessu."
- Hvað gerist eftir þessa þrjá mán-
uði? Er þetta ekki bara tímabundin
ákvörðun?
„Nei. Það er auðvitað ljóst að það
er verið að leggja þyngri byrðar á
afurðasölumar og þær verða að
reyna að mæta þessu með hagræð-
ingu í rekstri.
Við væntum þess að þetta hafi
áhrif í þá vem að örva afurðasölurn-
ar tií frekari sölustarfsemi. Ég hef
verið þeirrai- skoðunar að það væri
kolvitlaus pólitík að borga þessum
fyrirtækjum fyrir að geyma kjötið.
Það drægi úr hvata til þess að selja.
Auðvitað getur þetta á síðara stigi
haft einhver verðlagsáhrif," sagði
Þorsteinn.
-KMU
Fjölmenni var á ráðstefnunni um íslenska skipaiðnaðirnn.
Ráðstefna um íslenska
skipasmíðaiðnaðinn
í gær var haldin Qölmenn ráðstefna
um íslenskan skipasmíðaiðnað, stöðu
hans og ffamtíð. Að ráðstefnunni
stóðu Félag dráttarbrautaeigenda,
Háskóli íslands, iðnaðarráðuneytið,
Landssamband útvegsmanna, Málm-
og skipasmiðasambandið, Samband
málm- og skipasmiðja og Verkfræð-
ingafélag íslands.
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
heira flutti ávarp í upphafi ráðstefn-
unnar. Síðan vom flutt erindi um
tæknistig íslenska skipaiðnaðarins,
nýsmíðaþörf og viðgerðir og endumýj-
unarþörf fiskiskipaflotans, tilurð og
meðferð útboða og samninga um verk-
efhi, fjármögnun skipaiðnaðarverk-
efha, þörf skipaiðnaðarins fyrir
menntað starfsfólk og loks vom pall-
borðsumræður undir stjóm Magnúsar
Bjamffeðssonar. -S.dór
Kreditkoit og Visa
í t'maritaslaginn
Greiðslukortafyrirtækin Visa ísland
og Eurocard hafa nú gert ráðstafanir
til að taka þátt í útgáfuslag tímarit-
anna sem gefin em út hér á landi.
Visa Island mun á næstunni hefja í
samvinnu við Harald J. Hamar útgáfu
á tímariti sem nefhist Vild. Er fyrir-
hugað að tímaritið komi út fjórum
sinnum á ári.
Þá hafa Kreditkort hf. gert samning
við Herdísi Þorgeirsdóttur, eiganda
og ritstjóra tímaritsins Heimsmyndar,
Iðjuþjálfar boða
til verkfalls
Iðjuþjálfafélag íslands hefur boðað
til verkfalls þann 26. mars hafi samn-
ingar ekki tekist fyrir þann tíma.
Iðjuþjálfar komu saman til fundar á
mánudaginn var til að greiða atkvæði
um hvort boða ætti til verkfalls. Á
kjörskra vom 11, þar af greiddu 9 at-
kvæði og samþykktu verkfallsboðun.
-S.dór
um að bjóða 27.000 korthöfum upp á
nær helmingsafslátt af ársáskrift
Heimsmyndar. Munu Kreditkort hf.
sjá alfarið um innheimtuna á umrædd-
um áskriftum þannig að þær verða
dregnar af þeim korthöfum sem þess
óska. Þá munu Kreditkort hf. taka á
móti beiðnum um niðurgreiddu
áskriftimar og koma þeim til skila.
„Ég stefni að því að upplag Heims-
myndar verði komið upp í 30.000
eintök í árslok,“ sagði Herdís Þor-
geirsdóttir við DV í gær. „Með þessum
samningi við Kreditkort hf. liggja fyr-
ir sannanlegar upplýsingar fyrir
auglýsendur um útbreiðslu blaðsins
því kortaf|öldinn staðfestir hana, auk
þess sem Heimsmynd verður seld
áfram í lausasölu.
Þessi samningur gefur Kreditkort-
um hf. engan rétt til íhlutunar í rit-
stjórnarstefnu blaðsins."
-JSS
Stöð 2 gefur
út tímarit
Væntanlegt er á markaðinn nýtt
tímarit, útgefið af Stöð 2. Tímaritinu
verður dreift ókeypis til allra áskrif-
enda stöðvarinnar og að auki selt í
lausasölu. Efnið verður að megin-
hluta kynningar á dagskrá sjón-
varpsstöðvarinnar, greinar um
leikara sem við sögu koma, innlenda
dagskrárgerð og fleira. Ráðgert er
að tímaritið komi út mánaðarlega.
-EIR
Safnahúsið hentar
vel fyrir Hæstarétt
- dómarar hafa samþykkt tillögu húsameistara
„Það er álit húsameistara að Safha-
húsið henti að mörgu leyti vel fyrir
starfserhi Hæstaréttar og það sé í
virðuleika sínum ákjósanlegur rammi
um starfsemi Hæstaréttar.“
Svo segir í bréfi húsameistara ríkis-
ins sem Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra birti í heild með
skriflegu svari við fyrirspum Jóns
Sveinssonar varaþingmanns um hvað
liði framkvæmd þingsályktunar um
könnun á hvort Safhahúsið við Hverf-
isgötu í Reykjavík henti Hæstarétti
sem dómhús er starfsemi Landsbóka-
safhs og Þjóðskjalasafns flyst úr
húsinu.
„Eftir að hafa kannað þarfir Hæsta-
réttar, svo og aðstæður í Safnahúsinu
við Hverfisgötu, var gengið frá tillögu
í janúar 1987, svo og rýmisáætlun er
sýnir samanburð á núverandi húsa-
kosti Hæstaréttar (568 fermetrar) og
því rými er Hæstiréttur fengi til ráð-
stöfunar í Safnahúsinu (1.888 fermetr-
ar).
Tillagan var kynnt dómurum
Hæstaréttar og hafa þeir fyrir sitt leyti
samþykkt öll meginatriði tillögunnar.
Tillagan byggist á því að nánast
engu er breytt í innra skipulagi húss-
ins,“ segir í bréfi húsameistara.
Þar er lauslega áætlað að 30-40
milljónir króna þurfi til endumýjunar
áður en Hæstiréttur geti flutt i húsið.
-KMU
Tillaga á moti
bílbeltasektum
Tillaga er komin fram á Alþingi um
að mönnum skuli ekki refsað fyrir að
brjóta gegn því ákvæði umferðarlaga
sem skyldar menn til að spenna bíl-
beltin. Ólafur Þ. Þórðarson, Fram-
sóknarflokki, og Pálmi Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, flytja tillöguna. Er
húist við að atkvæði verði greidd um
hana á mánudag.
Efri deild hefúr þegar samþykkt
frumvai'pið með bílbeltasektum og
allsherjamefnd neðri deildar hefur
mælt með þeim.
Pálmi Jónsson stendur einnig að
breytingartillögu ásamt átta öðrum
þingmönnum þess efnis að þyngdar-
mörk vörabifreiða, sem stjóma megi
án meiraprófs, verði áfram 5.000 kg
en ekki 3.500 kg, eins og framvarpið
gerir ráð fyrir.
I sömu tillögu er lagt til að þyngdar-
mörk eftirvagna og tengitækja, sem
draga megi án sérstaks prófs, verði
ekki 750 kg heldur 1.400 kg.
Guðrún Helgadóttir, Alþýðubanda-
lagi, hefur flutt breytingartillögu að
beiðni Öryrkjabandalagsins um að
ekki megi stöðva eða leggja ökutæki
á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.
-KMU
Flugleiðir hf.:
Þotuhreyfil!
brotnaði við
gangsetningu
- torkennilegt hljóð í hreyflinum á leiðinni til íslands
Um síðustu helgi, þegar DC 8 þota
frá Flugleiðum var á leið frá Evrópu
til Keflavíkurflugvallhr, heyrðu far-
þegar torkennilegt hljóð í einum
hreyfli þotunnar. Þeim var svarað
að allt væri í lagi. Flugmenn urðu
varir við að eitthvað var að einum
hreyflinum og gerðu viðvart um það
þegar heim kom.
Sama kvöld var hreyfillinn gang-
settur vegna skoðunar og brotnaði
þá eitthvað í hreyflinum og varð að
skipta um hreyfil í þotunni, að sögn
Kristins Halldórssonar, flugvirkja
hjá Flugleiðum hf. Hann segir að
hér hafi ekki verið um neitt stórmál
að ræða.
Aðrar heimildir DV segja að túrb-
ína hreyfilsins hafi sprangið við
gangsetninguna. Kunnáttumaður
tjáði DV að flugmenn liefðu séð á
mælum ef einhver hætta hefði verið
á að hreyfillinn brotnaði í fluginu.
Hefðu þeir þá getað slökkt á hreyfl-
inum og ekkert væri auðveldara en
að fljúga á hinum þremur heim til
íslands.
Kristinn Halldórsson sagði að
flugvirkjar Flugleiða hf. hefðu ekki
opnað hreyfilinn og myndu ekki gera
það. Hann verður sendur til skoðun-
ar og viðgerðar hjá verksmiðju í
París. Að sögn Guðmundar Pálsson-
ar, yfirmanns flugrekstrardeildar
Flugleiða hf„ kostar svona hreyfill
frá 150 og upp í 200 þúsund dollara.
-S.dór
Harður árekstur á Njálsgötunni i fyrradag. Toyota bifreið var á leið vestur
Njálsgötuna er hún ók framhjá vörubíl sem var lagt þannig að hann stóð
langt ut á götuna. Ökumaður Toyota bifreiðarinnar sveigði framhjá vörubiln-
um en lenti þá á Lancer bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn
kastaðist önnur bifreiðin á þá þriðju, mannlausa bifreið sem var lagt í stæði
við götuna. Ekki urðu teljandi meiðsl á mönnum. DV-mynd S