Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
5
Fréttir
Sandgerði:
Klögumál
vegna
löndunarpláss
Eigendur togarans Hauks GK hafa
ritað haíhamefnd Sandgerðishrepps
bréf og krafist skýringa á því hvers
vegna togara þeirra var synjað um
umbeðið löndunarpláss í vikunni og
hvers vegna togaranum Sveini Jóns-
syni GK, sem búið var að landa úr,
hefði verið leyft að liggja i plássinu.
Þetta er mikið hitamál þar syðra og
hafa eigendur Hauks GK fært sig yfir
í Njarðvíkurhöfn og landa þar. Þeir
sneru skipinu strax þangað þegar þeim
var synjað um löndunarplássið.
„Það er rétt að okkur hefur borist
þetta bréf og það verður tekið fyrir á
næsta fundi hafnamefndar og ég get
ekkert sagt um málið fyrr en um það
hefúr verið fjallað í nefndinni," sagði
Magnús Magnússon, formaður hafn-
amefndar Sandgerðis.
Þórhallur Gíslason hafnarvörður
var á vakt þegar þetta gerðist. Hann
sagði í samtali við DV að ekki hefði
verið búið að afgreiða Svein Jónsson
GK þegar þeir á Hauki GK báðu um
þetta umrædda pláss. Þeim var boðið
sama pláss og þeir hafa oftast landið
í en vegna þess að þeir ætluðu að landa
í gáma vildu þeir stærra pláss. En það
sem gerði útslagið með að Sveinn
Jónsson GK var ekki færður var að
búið var að rífa stykki úr vélinni til
viðgerðar og því var hreinlega ekki
hægt að hreyfa skipið.
„Mér býður nú í gmn að þeir hafi
alltaf viljað flytja sig yfir til Njarðvík-
ur og hafi bara notað þetta tækifæri
til að réttlæta það. Ég tel að þeir hafi
þama sýnt óliðlegheit," sagði Þór-
hallur Gíslason.
Fyrir Sanagerðishöfn skiptir það
miklu máli fjárhagslega að togarinn
Haukur GK flytji sig ekki yfir til
Njarðvíkur vegna þess að togararnir
greiða 25-30 þúsund krónur í hafnar-
gjöld eftir venjulegan túr.
-S.dór
TJ1 stendur a» pantn skammhytítir, fyrlr pj ISiirnr,lumenn,
snm kunns aí hjfa Ahuga. Um er aí rrta b*»! plst'tlur o",
revolvers. t>at nr aS snqja hlainar ! sknftt nta rfilettu.
Byssurnar oru af gertinnl LtAMA og 'ramlnlOilar ,! Spínt.
hír eru talUar mjSa vant)a5ar, sérstaklega ‘ hnrlí nr saman
vnrfi 03 ga'ðl.
fyrlrhugaS cr að panta fyrstu byssurnar snemma ( mars.
IJsíns:
Model XV Pistola, cal.22, hlaSln t skoftl, fl skota, hlaup-
lengd 94 mm og verð ca. 18000 kr.
Mode! XXVI Revolver. cat.22, 6 skota hlauplengd 4 eða 6
tommur og yerí ca. 25000 kr.
Nánarl upplýslnjar hjá Frlðrik B 6unnarssynt, SRD, herb. 136.
Þessi auglýsing hangir uppi á lögreglustöðinni. Þar er áhugamönnum
um skammbyssur bent á að brátt verði fluttar inn byssur eftir pöntunum.
DV-mynd GVA
Lögreglumenn:
Heimilt að eiga og
nota skammbyssur
Lögreglumenn, sem lokið hafa
skóla, hafa heimild til að eiga og nota
skammbyssur til skotæfinga, sam-
kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá
Bjarka Elíassyni, yfirlögregluþjóni í
Reykjavík, en nú hangir uppi á lög-
reglustöðinni auglýsing þess efnis að
brátt standi til að panta skammbyssur
fyrir þá lögreglumenn sem áhuga hafa.
Sagði Bjarki að meðferð skotvopna
væri kennd í lögregluskólanum og því
kunnátta á þessu sviði hluti af starfs-
skyldu lögreghmianna. Því væri
lögreglumönnum heimilt að eiga sjálf-
ir skammbyssur af hlaupvíddinni cal.
.22 til að nota á skotæfingum. Ef lög-
reglumenn þyrftu síðan að bera
skammbyssur við einhver tækifæri hér
innanlands sæi embættið þeim fyrir
skotvopnunum.
Um leyfi til annarra en lögreglu-
manna til að eiga og nota skammbyss-
ur Qallar dómsmálaráðuneytið.
-ój
Hagnaður Flugleiða
434 milljónir króna
Verulegur hagnaður varð af rekstri
Flugleiða á árinu 1986. Nam hann
434,2 milljónum króna samkvæmt árs-
reikningi sem kynntur verður á
aðalfúndi næstkomandi fóstudag.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 277,7 milljónum króna. Sölu-
hagnaður eigna nam 156,6 milljónum
króna. Rekstrarhagnaður án fjár-
munatekna og fjármagnsgjalda nam
349,8 milljónum króna. Afskriftir
námu 311,2 milljónum króna.
Félagið skuldaði í árslok 3.344 millj-
ónir króna. Eignir félagsins voru
metnar á 4.145 milljónir króna. Eigið
fé nam því 801 milljón króna.
Eiginfjárstaðan var jákvæð í árs-
byrjun 1986 um 286,6 milljónir króna
sem jafngildir 335,9 milljónum króna
í lok ársins miðað við 17,2% verðlags-
breytingu innan ársins. Milli ára hefur
eiginfjárstaðan því batnað í raun um
465,1 milljón króna.
-KMU
I tilefni breytinga í húsgragnadeild veitum
viö pessa dagana
20-40%
AFSLATT AF YMSUM
HÚSGÖGNUM
OPIÐ
í ÖLLUM DEILDUM
í dag kl. 9-16.
TÆKIFÆRIÐ
Verið velkomin.
Komiðj sjáið
og sannfærist.
Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð
Húsgagnadeild 2. og 3. hæð -
Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð -
Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið
Leikfangadeild 2. hæð
Sérverslanir í JL-portinu
Verslið þar sem úrvalið
er mest og kjörin best.
Munið JL-
kaupsamningana.
Munið
bamagæsluna
2. hæð
/A A A A A A 1
:cc. zpiljjr
Jón Loítsson hf. ________________
Hringbraut 121 Sími 10600
Udi lUUUUUIII llllh
I
Lada 1600 Canada '82. Ekinn að-
eins 63.000 km. Verð kr. 110.000,
útb. 20.000, eftirst. til 10 mán.
Dodge Aspen SE '79. Ekinn 100.000
km, 6 cyl„ sjálfsk., vökvastýri, út-
varp/segulband. Verð aðeins
170.000, útb. 40.000, eftirst. til 10
mán.
Audi 100 '77. Verð kr. 120.000.
útb. 20.000, eftirst. til 10 mán.
Chrysler LeBaron '78. Lúxusvagn
með öllum aukabúnaði, ekinn að-
eins 89.000 km. Verð 250.000, útb.
80.000, eftirst. til 12 mán.
Dodge Aries 2ja dyra '82. 4 cyl„
framdrifinn, sjálfskiptur, vökva-
stýri, litað gler o.fi„ einn eigandi.
- toppbill.
Alfa Romeo Alfasud '80. Fallegur
bíll með nýupptekinni vél. Verð kr.
150.000, útb. 30.000, eftirst. til 10
mán.
Fiat 127 '82. Ekinn aðeins 43.000
km - einn eigandi, mjög góður bill.
Verð kr. 150.000, útb. 50.000. eft-
irst. til 10 mán.
Audi 100 Avant 5 cyl. '78. Fallegur
bill og i góðu standi, verð kr.
240.000, útb. 50.000, eftirst. til 10
mán.
Daihatsu Charade Runabout '82.
Ekinn aðeins 46.000 km. Verð kr.
180.000, útb. 70.000, eftirst. til 10
mán.
Willys árg. '65. B-20 Volvo vél og
gírkassi. Ágætisjeppi, nýskoðaður.
verð kr. 150.000, útb. 30.000, eft-
irst. til 10 mán.
Opiðí
dag 1-5
0SKODA
{///(/ J?í///í </
■peuceot
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
UÉU
DJ