Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 6
6 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Utlönd Á bak við myndavélina til tilbreytingar Þessi einbeitti Ijósmyndari er þrátt fyrir fagmannlega tilburði á bak viö mynda- véiina ekki einn af þessum harðskeyttu frá stórblöðunum, sem svo miklar sögur fara af. Raunar er hann vanari að standa framan við myndavélina, starfs síns vegna. En þetta er enginn annar en Francois Mitterrand Frakklands- forseti sem þessa daga er i heimsókn á Spáni til viðræðna við Felipe Gonzalez forsætisráðherra og fleiri áhrifamenn á Spáni. Þegar þessi mynd var tekin hefur Frakklandsforseti þó greinilega gefið sér tíma frá viðræðunum til þess að bæta nokkrum myndum í einkaalbúmið sitt. Simamynd Reuter 33bíla árekstur Shoni Vabeon, DV, Vhx Það sem menn hræðast hvað mest í umferðinni hér erlendis og sem fslendingar eru blessunarlega lausirvið ámalarvegum sínum eru göklaárekstrannr svokölluðu. Þegar ökuhraðinn er kominn vel yfir hundraðið og ekki er ekið eft- ir aðstæðum þarf h'tið út af bera til að illa fari. Þetta gerðist einraitt á hrað- brautinni milli Vínar og Iinz núna um daginn. Þar skullu saman tvær bifreiðar sem, samkvæmt vitnura, höfðu verið í kappakstri áhundrað og sextíu kílómetra hraða. Skyggni var mjög lélegt á þessum slóðum vegna þoku og var stundum ekki nema tuttugu metrar. Skullu því naestu bílar hver á eftir öðrum á þá tvo fyrstu og á endanum voru komnir þama tuttugu og sjö bflar í eina kös, þar á meðal tvær rútur og einn tankbíll. Þegar björgunaraðgerðir voru hafnar myndaðist hnútur á hinni akbrautinni vegna forvitni öku- manna. Var ekki að sökum að spyrja að þar varð sex bíla árekst- ur sem kostaði eitt mannslíf En alls slösuðust fjórtán manns alvar- lega. Þess má geta að hraðbrautin var lokuð í báðar áttir í fimm klukkutíma þar til slysstaðurinn hafði verið hreinsaður. Peningamarkaður Tina Turner frammi fyrir tiu þúsund áhorfendum á einum hljómleikum sin- um i Frankfurt þar sem hefur verið húsfyllir hjá henni æ ofan i æ og uppselt á fimm hljómleika. Sfmamynd Reutcr Troðið hús hjá finu Turner Rokkdrottningin Tina Tumer er á heimsferðalagi og efiiir víðast á viðko- mustöðum sínum til hljómleika. Þessa dagana er hún í Frankfurt og þarf rokksöngkonan ekki að kvarta undan viðtökum því að þar seldist upp á fimm hljómleika hennar. Mun hún hafa við- komu í fjölda Evrópulanda áður en hún leggur leið sína síðan til annarra heimsálfa. Vikið úr þingsal fyrir móðganir Forseti sambandsþingsins í Bonn vísaði einum þingmanna róttækl- inga út úr þingsalnum á þingftmdi í gær fyrir mógðandi frammíköll. Þegar Hans Klein (úr flokki kristi- legra demókrata Kohls kanslara) var að sveija embættiseið sem ráð- herra yfir málefhum þróunarhjálpar V-Þýskalands við þriðja heimsríki, kallaði Eckhard Stratmann (39 ára), þingmaður Græningja, frammí. Þegar Klein lagði hönd á helga bók og sór við nafii guðs, kallaði Stratmann, að þetta væri guðlast. - Seinna skýrði hann þau orð fyrir fréttamönnum á þá lund að þá hefði hann haft í huga stuðning Kleins við innrás Bandaríkjamanna í Grenada á sínum tíma, og lina af- stöðu hans til stefhu S-Afríkustjóm- ar í kynþáttamálum. Stratmann kvaðst ekki mundu biðjast afsökunar á þessum frammí- gripum. Philipp Jenninger þingforseti gerði Stratmann brottrækan úr þingsaln- um og bannaði honum að koma þar inn fyrir dyr aftur næstu tvo dagana. Sömuleiðis var 15 fulltrúum „Hins listans", sem er bandalagsflokkur Græningja, vísað út úr efri deild- inni, en þangað höfðu þeir borið inn kröfuspjöld með slagorðum og hindrað þingmenn í að komast upp í ræðustólinn. Þeir vildu andmæla lögum um stofnun eftirlitsnefndar um gagn- njósnir þar sem róttæklingar fá ekki að hafa fulltrúa. Hestur sleginn á sex milljónir Snorri Vatsson, DV, Vin; Á ári hveiju fer fram hér í Austurríki fjársöfnun til styrktar fötluðum böm- um og stendur hún frá jólum og fram í mars. Gengur hún undir nafhinu Ljós i myrkri. Söfnuninni lauk með uppboði í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Uppboðsmuni höfðu ýmis fyrirtæki og sveitarfélög gefið og mátti síðan bjóða í, bæði úr salnum og einnig símleiðis. Meðal þeirra muna sem boðnir vom upp má nefiia gullsleginn plötuspilara, gullslegna myndavél og bréf frá Albert Schweitser til konu hans. Einn af þeim munum sem fóm á hvað hæstu verði var skrautteppi mikið, hnýtt af tveim fötluðum mönnum og haföi verkið tek- ið allt síðasta ár. Fyrir teppið fengust um það bil sex hundruð þúsund íslen- skar krónur. En hápunktur kvöldsins var þegar boðinn var upp gæðingur af lipiz- zanerkyni. Þetta kyn er notað í spænska reiðskólanum í Vínarborg sem er heimsfrægur fyrir reiðlistarsýn- ingar sínar. Enda fór svo að tilboð bárust víða að úr heiminum, meðal annars frá Skotlandi, og var hesturinn sleginn á tæpar sex milljónir íslenskra króna. Alls söfhuðust um tíu milljónir íslenskra króna sem eflaust eiga eftir að koma sér vel fyrir mörg böm. Róstur í Bangladesh Það hefur verið róstusamt í Bangladesh undanfarið og hefur æ ofan í æ komið til árekstra milli lögreglu og heittrúaðra múslima sem hafa haldið uppi kröfum um að Bangladesh verði lýst múslímskt lýðveldi í likingu við íran undir stjóm ayatollanna. Þessi mynd er frá Dhaka, höfuöborg Bangladesh, eftir að lög- regla hafði gripið til barefla til þess að halda aftur af æstum kröfugerðarmönn- um. Yfir fjörutíu meiddust í róstunum þar í gær. Símamynd Reuter Skattalækkunar í Danmörku ekki að vænta í bráð Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahcín; í fyrirspumatíma í danska þinginu sagði Poul Schlúter, forsætisráð- herra, að skattalækkun væri fyrst hugsanleg eftir fjögur til fimm ár. Væri lækkun persónuskatta þá efst á óskalistanum. Skattalækkunin væri þó háð því að ríkisstjóminni heppnaðist að koma stefiiu sinni í efnahagsmálum í gegn. Árið 1986"vom fjárlög ríkisins hag- stæð um nær átta milljarða danskra króna og eykur það að sögn Schlúters von um væntanlega skattalækkun. Þó sé ströng út- gjaldastefna, stöðnun í neyslu, aukin framleiðsla og útflutningur, ásamt lækkun vaxtaútgjalda ríkisins, grundvöllur skattalækkana. Vill Schlúter ekki útiloka að í lok næsta kjörtímabils, ef hann situr þá við stjóm, verði hægt að tala um skatta- lækkun. Ekki sé þó unnt að lofa neinu eins og stendur. Skattaprósentan í Danmörku, 51 prósent, er sú næst hæsta í heimin- um en hæst er hún í Svíþjóð. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur 9,5-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vél. 18mán. uppsögn 19-20,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlan verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Úb. Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,54 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10 Ab.Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 18,75-20 lb Vidskiptavíxlar(forv.)(1) 21,75-22 eðakge Almenn skuldabréf(2) 20-21,25 Ab.lb, Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 20-21 Ib.Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5árum 6-6,75 Lb Til lengri tima 6,5-6,75 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,75-8.25 Lb.Úb Bandarikjadalir 7,5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,75-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 1614 stig Byggingavísitala 293stig Húsaleiguvísitala Hækkaði7,5%1.jan. HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 450 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavixla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.