Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 7
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
7
Utlönd
Amishfólkið í erfðafræðirannsókn:
Geðsjúkdómar
liggja í ættum
Ættfræðin í lagi
Þegar lagðar eru saman nýjustu
aðferðir í erfðafræðirannsóknum og
ættfræðileg gögn frá Amishfólkinu þá
kemur í ljós að geðveilur eins og þung-
lyndi ganga í það minnsta að hluta í
arf frá kynslóð til kynslóðar. Þetta er
í fyrsta sinn sem unnt reynist að rekja
geðsjúkdóma til erfða svo óyggjandi
sé.
Geðhvörf koma yfirleitt fram á aldr-
inum 15 til 35 ára hjá einum af
hundraði manna. Sjúkdómurinn ein-
kennist af ofvirkni og þunglyndi á víxl.
Þegar ofvirknin er hvað mest ræður
sjúklingurinn sér vart fyrir vinnugleði
og athafnasemi þannig að hann gefur
sér vart tíma til að sofa og borða. I
þunglyndisköstunum fyllist hann von-
leysi og sektarkennd sem í sumum
tilvikum getur leitt til sjálfsmorðs.
Vísindamenn hafa lengi litið svo á
að sjúkdómurinn gæti verið arfgeng-
ur. Ekki hefur þó reynst unnt að prófa
tilgátuna til þessa. Hjá Amishfólkinu
eru aðstæður þannig að þar er auð-
veldara en meðal annara þjóðfélags-
hópa að skera úr málinu.
Þar er líf manna kyrrlátt og því leyn-
ir sér ekki þegar fram koma einstakl-
ingar með afbrigðilega hegðun.
Utanaðkomandi þættir, sem geta örv-
að geðhvörfin, eru þar einnig fátíðir.
Þar er einkum átt við ofdiykkju, eitur-
lyfjafíkn, atvinnuleysi, hjónaskilnaði
og ofbeldi. Öll eru þessi fyrirbæri nán-
ast óþekkt meðal Amishfólksins.
Einangraður hópur
Þá eru fjölskyldur þar stórar - að
jafiiaði eiga hver hjón sjö böm - og
til em nákvæmar upplýsingar um ætt-
ir manna. Þá er Amishfólkið einangr-
aður hópur. I Lancastersýslu eru
12.500 manns sem teljast til þessa hóps.
Allir geta rakið ættir sínar til 20 til
30 hjóna sem komu þangað frá Evrópu
snemma á 18. öldinni. Sárafáir af öðr-
um ættum hafa blandast í þennan hóp
síðan.
Geðhvörf eru síst algengari hjá
Amishfólkinu en öðrum þjóðfélags-
hópum. I rannsókn Egelands fundust
aðeins 32 tilfelli. I ættum þeirra alfra
hefur þessi sjúkdómur komið fyrir
áður. Frá árinu 1880 er vitað um 26
sjálfsmorð hjá Amishfólkinu. Það fólk
tilheyrir allt íjórum ættum.
Rannsóknin beindist fljótlega að
einni ætt. Til hennar telst 81 maður.
Fjórtán þeirra liafa einkenni geð-
hvarfa og fimm hafa aðrar geðveilur.
Fastheldni á forna siði er einkenni Amishfólksins.
Það er fátítt að rekast á blaður-
skjóður í hópi Amishfólksins í Lanc-
astersýslu í Pennsylvaníu. Enn
fátíðara er að sjá menn fara með háv-
aða og látum eða ráða sér ekki fyrir
gleði. Það ef einnig afar fátítt að menn
séu mjög þunglyndir og sjálfsmorð
þekkjast vart.
Líf Amishfólksins varð þekkt um
víða veröld eftir að kvikmyndin Vitnið
var sýnd fyrir tveim árum. Hún vakti
m.a. mikla athygli hér á landi.
Þetta er kyrrlátt samfélag manna
sem vilja vera í friði. „Líf þessa fólks
er í hrópandi andstöðu við lífsstíl ann-
arra manna á þessum slóðum," segir
Janice Egeland, sérfræðingur í félags-
legri læknisfræði. Hún hefur dvalið
meðal Amishfólksins undanfarinn ald-
arfjórðung.
„Þegar það gerist að fólk sýnir óeðli-
legar geðsveiflur þá er haft á orði
meðal Amishfólksins að þetta sé í
blóðinu," segir Egeland. Og hún bætir
því við að flest bendi til að þessi skýr-
ing eigi við rök að styðjast. Geðhvörfin
virðast vera arfgeng.
Tekin voru blóðsýni úr öllum þessum
mönnum og litningar í blóðfrumunum
greindir og kom sama misfellan alls
staðar fram. Talið er að helmingslíkur
séu á að afkomendur manna af þess-
ari ætt erfi sjúkdóminn og aðeins lítill
hluti þeirra fái einkenni hans. Þar er
talið að utanaðkomandi þættir geti
ráðið miklu.
Þessar niðurstöður kunna að leiða
til þess að fram komi öruggt lyf til að
lækna sjúkdóminn. Þegar eru til lyf
sem draga úr áhrifunum í mörgum til-
vikum. Snaraö/GK
Við bætum við vélum og sætum
Núgerum við sem flestum kleiftað komast I skemmtilega páskaferð:
Við bætum við heilli flugvel til Mallorca og aukasætum í
lúxusferðina til Thailands - tveir heillandi möguleikar á ógleymanlegu
páskaleyfi þar sem dvalarlengd er í hámarki miðað við vinnutap.
í notalegu loftslagi gefst þér kostur á þægilegu strandlífi,
skemmtilegum skoðunarferðum eða könnun framandi slóða. Verðið
erlægra enáðurhefurþekkstfyrirsambærilegarferðir. Gerðu
samanburð -þetta páskatækifæri borgar sig að grípa sem fyrst
ef nokkur tök eru a!
Aukavél. 13.-27.
2vikur -7 vinnudagar.
Flogið er til Mallorca í beinu leiguflugi og
dvalistþar í þægilegum íbúðum. Við
minnum á frábæra golfvelli ínæsta
nágrenni og skorum á íslenska kylfinga að
taka nú hraustlegt forskot á sæluna.
Verðkr.:
6 í 3ja herb. íbúð
4 í 2ja herb. íbúð
3 í 2ja herb. íbúð
2í2jaherb. íbúð
19.900.-
23.300.-
24.400. -
25.400. -
Barnaafsláttur:
2ja-12árakr. 13.000,-
12-15árakr. 9.000,-
Miðað við flug, akstur til og frá flugvelli erlendis og
íslenska fararstjórn.
Samvirmuferdir - Landsýn
Aukasæti. 10.-26. apríl.
2vikur -7 vinnudagar.
Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan
með SAS tilBangkok, þarsem gist verður
í hinu glæsilega Hotel Montien í hjarta
borgarinnar. Síðan erhaldið til Pattaya
strandarinnarog dvalistá Ftoyal Cliff,
5 stjörnu lúxushóteli í 10 daga. Þetta er
frábært tækifæri til að uppgötva Asíu og
reyna eitthvað nýtt, íslenskur fararstjóri
verðurþér til trausts og halds.
Verðkr. 58.700.-
Innifalið erflug, gisting Í2ja manna herbergi, aksturtH
og frá flugvöllum erlendis og islensk fararstjórn.
Aukavika í Singapore:
Aðeinskr. 9.900.-
Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-27200