Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
Minning
Sæmundur froða allur
Útfararstjóri: Þorsteinn J. Vilhjálmsson
DV-mynd Kristján Ari
Örlög Sæmundar froðu. Hann sést hér ei meir.
Hann var bókstaflega hugur
manns, þessi bíll; eins og ágætasti
bankastjóri eða bifreiðaeftirlits-
maður í þjónustu hins opinbera.
Það er með trega að ég tilkynni
að fylgdarmaður allra tíma, Sæ-
mundur froða, er allur. Blóa
eldingin, riddari götunnar, tor-
færutröllið ógurlega, blái skugg-
inn, er ekki lengur á meðal vor.
Hann var kvaddur í kyrrþey í vik-
unni, að ósk aðstandanda hans.
Athöfnin var einföld og látlaus.
Staðurinn var nöturlegur. Það var
kalt í veðri.
Síðan sjötíu og eitt
Sæmundur froða kom í heiminn
á því herrans ári 1971, framleiddur
undir merki Fords sóluga og skrúf-
aður saman af breskum bjórber-
serkjum. Eftimafnið var Escort.
Það reyndust orð að sönnu.
Tólf árum seinna voru straumlín-
ur þessa glæsivagns löngu komnar
úr tísku og snerpa hans nokkuð i
rénun. Liturinn var næstum það
eina sem ekki hafði látið á sjá, þá
- svo fallega blór, eins og heiðskír
himinninn. Einmitt þess vegna
fékk Sæmundur viðurnefnið froða.
Útlitið lofaði eiginlega meiru en
hann gat í raun staðið við.
Sölumaðurinn á bílasölunni fór
heldur ekki í neinar grafgötur með
að þrjátíu þúsund nýkrónur væru
raunverð farartækisins. Það var
síðar sem óvandaðir menn tóku
Sæmund í karphúsið og gerðu á
honum þær breytingar sem smám
saman settu mark á aksturslag
hans.
Dauðvona sjúklingur
Þetta byrjaði með því að prúð-
búinn sumarlögreglupiltur lét
draga Sæmund upp í port lögreglu-
stöðvarinnar. Sakargiftin var límd
í framrúðu hans: græn frá árinu
áður. Upp úr því lenti hann í úti-
stöðum við þorpara sem gaf sig út
fyrir að vera bifvélavirki. Sá dytt-
aði að Sæmundi þannig að Eftirlit-
inu líkaði. En fyrir eitt og annað
smávegis heimtaði maðurinn
stórfé. Dólgurinn neitaði síðan
skiljanlega að staðfesta svikin með
nótu. Sorgarsaga er réttnefni á
þessum viðskiptum. Reikningurinn
var jafnóskiljanlegur og námslán
íslenska lánasjóðsins.
Þarna var kannski strax ljóst í
hvað stefndi.Tímans tönn var að
beygja Sæmund í ryðrautt duftið.
En líkt og sjúklingur, sem berst við
illkynjað mein, gafst Sæmundur
ekki upp, ekki fyrr en forvarnarað-
gerðir fúskarans brugðust alger-
lega.
Þá var líka öllu lokið.
Það er svo margt
Það er margs að minnast eftir á.
Þótt stöðugt drægi af Sæmundi
komst hann alltaf á leiðarenda
hvar sem sá áfangastaður var.
Hann var keyrður áfram á verstu
vegum landsbyggðarinnar, jafnvel
þó ekki heyrðist mannsins mál
vegna barsmíða í vélarrúminu. í
einni slíkri ferð brotnaði hann
reyndar algerlega niður en ekki
fyrr en komið var á leiðarenda.
Svoleiðis var Sæmundur. Viðkunn-
anlegur vélvirki var þá fenginn til
að sinna sjúklingnum. En allt kom
fyrir ekki.
Kalda stríðið
Sæmundur virtist staðráðinn í að
ná sér niðrá mér, eina aðstandand-
anum, áður en yfir lyki. Ekki leið
á löngu áður en hann neitaði alfar-
ið að kveikja á sér í rigningu. Verri
var hann í frosti. Skömmu síðar
var hann bara alls ekki til viðræðu
hvernig sem viðraði.
Þá brá ég á það ráð að láta draga
hann í gang nauðugan. Jafnvel þá
var þijóskan eins og hjá samninga-
nefndunum í farmannadeilunni.
Það þurfti að drattast með hann
um hverfið þvert og endilangt til
þess að fá hann af stað. Þetta var
daglegt stríð. Fólk í nágrenninu
reif sig á fætur fyrir allar aldir til
að fylgjast með ósköpunum.
Ekki nóg með það. Þegar Sæ-
mundur var á annað borð kominn
í gang var ekki um annað að ræða
en að halda honum gangandi allan
daginn. Þannig gekk hann stund-
um stanslaust tíu til tólf tíma á
sólarhring og var kannski skiljan-
lega orðið heldur betur heitt í
hamsi.
Við suðumark
Gangverkið í Sæmundi, undir
það síðasta, var þó hreinasta para-
dís miðað við stýrisútbúnaðinn eða
fjaðrirnar, svo ekki sé minnst á
gírana. Hann féllst á að fara aftur
á bak með slíkum hljóðum sem
hrjáðir kettir geta einir kreist upp
úr sér. Að taka af stað áfram í
fyrsta gír var ekki til umræðu.
Annar var líka útilokaður. Sá
þriðji reyndist þannig afarkostur-
inn. Og af stað drattaðist Sæmund-
ur með þvílíkum rykkjum að ófrísk
kona hefði farið í gang ó stundinni.
Við svo búið mátti ekki standa.
Mér var orðið jafnheitt í hamsi og
Sæmundi eftir daginn. í bræði
minni reif ég af honum númerin
og lagði þau beygluð inn í endur-
skoðað bifreiðaeftirlitið. Þeir tóku
mér vel, enda Sæmundur einn af
þeirra allra eftirminnilegustu
kúnnum - vafalaust dauðfegnir að
losna við hann úr viðskiptum.
Banahöggið
Það var ekki fyrr en nýlega sem
samviskubit tók að naga mig. Sæ-
mundur hírðist á afviknum stað,
númerslaus og öllum gleymdur.
Útlit hans minnti mig á augnaráð
slitna bangsans sem ég henti einu
sinni í ruslið. Svona kemur maður
ekki fram við tryggan lífsförunaut
sem verður vegna aldurs að draga
sig í hlé. Ég sé það nú.
Því var hans vitjað í hinsta sinn.
Þar fór maðurinn með ljáinn, eins
og sloppinn út úr Þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Kveðjuathöfnin var fá-
menn og látlaus. Hún var stutt,
aðeins eitt högg. Sæmundur froða
var allur. Blái skugginn sést hér á
götum ei meir.
Kannski verður hann notaður í
umbúðir utan um grænar baunir.
Klökkur settist ég upp í nýja bíl-
inn, Guðbjart, og ók á brott.
Himinninn er ekki lengur blár.